Morgunblaðið - 09.05.2019, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 09.05.2019, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2019 AKUREYRI/VESTURBÆR Einar Sigtryggsson Edda Garðarsdóttir Þór/KA og Fylkir mættust í Pepsi Max-deild kvenna í gær. Leikurinn var í 2. umferð og spilaður á Þórs- vellinum á Akureyri. Heimakonur í Þór/KA voru stigalausar fyrir leik en þær innbyrtu góðan 2:0-sigur eft- ir markalausan fyrri hálfleik. Ekki var mikið að frétta af sókn- arleik lengi vel og fátt markvert gerðist í fyrri hálfleik. Stephany Mayor og Andrea Mist Pálsdóttir skoruðu mörk Þórs/KA í hvorum enda seinni hálfleiksins. Stephany hefði átt að skora fleiri mörk en henni voru mislagðir fætur í öll þau skipti sem hún komst ein í gegnum vörn Fylkis. Þetta er ný hlið sem Stephany hefur ekki sýnt til þessa. Andrea Mist var mjög spræk á miðjunni en hún gerði allt of mikið af því að reyna skot lengst utan af velli. Andrea kemur greinilega mjög tilbúin til leiks í Pepsi Max-deildinni eftir að hafa spilað nokkra mánuði í Austurríki. Fylkisliðið lítur nokkuð vel út miðað við þennan leik. Árbæingar höfðu í fullu tré við heimaliðið og fengu sín upphlaup og færi. Cecilía Rán Rúnarsdóttir var örugg í víta- teignum og greip vel inn í fyrirgjafir. Stefanía Ragnarsdóttir og Þórdís Elva Ágústsdóttir voru skæðar fram á við og vörnin virkaði traust lengi vel. Það var ekki fyrr en á lokakafl- anum sem vörnin opnaðist óþægi- lega mikið en Þór/KA nýtti sér það aðeins einu sinni. Lið Akureyringa virkar eilítið ryðgað sem verður að teljast eðlilegt þar sem leikmenn eru rétt að koma saman fyrst núna. Hollendingurinn Iris Anchterhof byrjaði sinn fyrsta leik og virkaði ágætlega. Hún á ef- laust eftir að nýtast liðinu betur í næstu leikjum. Margrét og Elín sáu um KR Valskonur unnu öruggan sigur á KR í Vesturbænum, eins og búast mátti við. Margrét Lára Viðars- dóttir skoraði eina mark fyrri hálf- leiks sem var afar fjörugur en Vals- konur hefðu hæglega getað bætt við fleiri mörkum fyrir hlé. Þær gerðu það hins vegar ekki fyrr en tæpar tíu mínútur voru til leiksloka þegar Elín Metta Jensen setti boltann í netið eftir þrumuskot Fanndísar Friðriks- dóttur. Margrét skoraði svo úr víti sem Elín Metta fiskaði, framhjá Agnesi Þóru Árnadóttur sem tók fram markmannshanskana og stóð í marki KR í leiknum. Mætir tilbúin en skotglöð til leiks frá Austurríki  Andrea Mist áberandi í torsóttum sigri Þórs/KA á Fylki  Öruggt hjá Val Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason Skalli Andrea Mist Pálsdóttir var áberandi í leik Þórs/KA og Fylkis í gær þar sem Akureyringar fögnuðu sigri. Morgunblaðið/Eggert Reykjavíkurslagur Hlín Eiríksdóttir fagnar Margréti Láru Viðarsdóttur eftir að sú síðarnefnda kom Valskonum yfir í fyrri hálfleik gegn KR. KNATTSPYRNA 1. deild kvenna, Inkasso-deildin: Eimskipsvöllurinn: Þróttur R. – ÍR ....19.15 Varmárvöllur: Afturelding – Fjölnir ...19.15 3. deild karla: KR-völlur: KV – Reynir S. ........................20 Skallagrímsv.: Skallagrímur – Álftanes...20 Í KVÖLD! Þór/KA – Fylkir 2:0 1:0 Stephany Mayor 46. 2:0 Andrea Mist Pálsdóttir 89. I Gul spjöldEngin. I Rauð spjöldEngin. M Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir (Þór/KA) Bianca Sierra (Þór/KA) Andrea Mist Pálsdóttir (Þór/KA) Cecilía Rán Rúnarsdóttir (Fylki) Stefanía Ragnarsdóttir (Fylki) Þórdís Elva Ágústsdóttir (Fylki) Dómari: Gunnar Oddur Hafliðas., 6. ÞÓR/KA – FYLKIR 2:0 KR – VALUR 0:3 KR – Valur 0:3 0:1 Margrét Lára Viðarsdóttir 22. 0:2 Elín Metta Jensen 81. 0:3 Margrét Lára Viðarsd. 83. (víti) I Gul spjöldElísa Viðarsdóttir (Val) I Rauð spjöldEngin. MMM Engin. MM Elín Metta Jensen (Val) M Ingunn Haraldsdóttir (KR) Margrét Lára Viðarsdóttir (Val) Dóra María Lárusdóttir (Val) Dómari: Helgi Ólafsson, 7.  Sveindís Jane Jónsdóttir, lykilleik- maður nýliða Keflavíkur í Pepsi Max- deildinni í knattspyrnu, vankaðist und- ir lok leiksins gegn ÍBV í fyrrakvöld. „Aukaspyrna var dæmd undir lokin og boltinn fór beint í hnakkann á henni. Hún riðaði öll til þegar hún gekk út af vellinum. Hún vankaðist og fann til ógleði. Það verður að fara varlega í sakirnar í svona höfuðmeiðslum og mér finnst ekki líklegt að hún verði með okkur í leiknum á móti Breiðabliki á mánudaginn,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, við mbl.is.  María Þórisdóttir lék á mánudag sinn fyrsta leik síðan í október þegar hún lék með Chelsea í 8:0 sigri liðsins á móti Yeovil. Hún hefur glímt við höf- uðmeiðsli. Þrátt fyrir meiðslin var María, sem er dóttir Þóris Hergeirs- sonar þjálfara kvennalandsliðs Noregs í handbolta, nýverið valin í norska landsliðshópinn sem leikur á HM í Frakklandi í júní.  Körfuknattleiksmaðurinn Kristinn Pálsson hefur framlengt samning sinn við körfuknattleiksdeild Njarðvíkur og gildir samningur út leiktíðina 2019-20. Kristinn er 21 árs gamall og var með 6 stig, 3,6 fráköst og 1,6 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur. Njarðvík- ingar hafa þegar framlengt samninga við Jón Arnór Sverrisson, Loga Gunn- arsson og Maciek Baginski. Eitt ogannað 60 ÍÞRÓTTIR Munnsprey sem virka! Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna Úðað út í kinn og hámarks upptaka er tryggð – meiri upptaka en með töflum Iron: Engin magaónot þar sem járnið fer beint út í blóðrásina (48 skammtar) DLúx 3000: Taktu D-vítamín allt árið (100 skammtar) B12 Boost: Áhrifaríkur munnúði sem getur komið í veg fyrir B12 skort. (40 skammtar)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.