Morgunblaðið - 09.05.2019, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.05.2019, Blaðsíða 42
42 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2019 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Frábært úrval af sundfatnaði Undirritaður var gestur Framsýnar á Húsavík 1. maí sem er ein glæsilegasta hátíð landsins ár hvert og koma saman 600-700 manns. Nú gerist það nótt- ina áður að mig dreymir magnaðan draum sem ég vakn- aði upp af og skrifaði strax ræðu draumamanns niður og flutti hana á hátíðinni. Ég skynj- aði að þarna stóð Einar Þveræingur og flutti miklum mann- fjölda boðskap. En hann var sá sem flutti mögnuðustu fullveldisræðu Ís- lands gegn ásælni Ólafs digra Noregs- konungs þegar kon- ungur ætlaði að eign- ast Grímsey. Nú fannst mér ESB og digrir auðmenn vera í hlutverki konungsins. Ræðan var á þessa leið: Það steðjar nú hætta að landi voru, nú ágirnast auðugir útlendingar auð- lindir landsins, bújarðir, veiðiár, fossa og orkuauðlindir. Vilji landsmenn halda frelsi og full- veldi þjóðarinnar er mikilvægt að standa gegn yfirgangi og ásælni Evrópusambandsins og auðjöfr- anna. Orkan og rafmagnið, jarð- hitinn, eru dýrmætustu eignir komandi kynslóða. Hleypum aldrei græðginni í gegnum sæstreng að Íslands strönd. Verjum landhelgi vora og landbúnað vorn. Eignist útlendingar Grímsey eða Gríms- staði á Fjöllum mun þrengja að mörgum kotbóndanum og landið verður ekki undir okkar yfirráð- um. Standið með Fjallkonunni og framtíðinni. Svo mörg voru þau orð. Ég skynja að almenningur óttast þessa framtíð. Á meðan ræða stjórnmálamenn málið í lokuðum hring í þinghúsinu og láta sér fátt um finnast um áhyggjur þjóðar- innar. Og nú hefur stærsta hreyf- ing landsins, ASÍ, lagst gegn orkupakkanum. Andstaðan við ráðagerðir ríkis- stjórnarinnar minnir á Icesave, en þá hafnaði þjóðin ætlunarverki ríkisstjórnar og Alþingis, að greiða skuldir óreiðumanna. Þessi slagur er að harðna og ég trúi enn að ágætir ráðherrar og Alþingi stöðvi nú þetta gönu- hlaup. Þjóðinni stendur ekki á sama. Eftir Guðna Ágústsson Guðni Ágústsson »Dreymir mig magnaðan draum sem ég vaknaði upp af og skrifaði strax ræðu draumamanns niður. Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Mögnuð aðvörun og ný fullveldisræða gegn orkupakkanum Enn á ný er þessi dýra og þarfa fram- kvæmd sem Landeyja- höfn er þjóðinni að tefja samgöngur við eyjarnar. Ekki það að ég sjái eftir þessari framkvæmd fyrir Vest- mannaeyinga, heldur eru það mikil vonbrigði að þessi mikla fram- kvæmd skili ekki því sem ætlast var til af henni, en ein stærsta ástæðan er sú að dýpkun gengur ekki nógu vel. Af hverju ekki að reyna það sem nærtækast er, og líklega þegar til lengri tíma er litið það ódýrasta og öruggasta, það er að láta náttúruöflin sjá að mestu sjálf um hreinsun hafn- arinnar sem þá yrði um leið framkvæmd sem ekki kallaði á kolefnis- brennslu við dýpkun og þess háttar og Vest- mannaeyinga með miklu öruggari samgöngur. En það er að láta Mark- arfljótið sjá um verkið. Alveg mætti hugsa sér að gerðir væru garð- ar og mannvirki uppi á Markarfljótsaurum sem væru sérhönnuð til að geta tekið mátulegan hluta af fljótinu og stýra svo mátu- legu rennsli að og í gegnum höfnina sem sæi um að halda henni ætíð hreinni þannig að ekki þurfi dælingar við nema kannski á nokkurra ára fresti og þá aðeins lítilsháttar hreins- un úr hornum eða stöðum sem ein- hver sandur safnaðist fyrir. Það verða sjálfsagt margir sem segja ómögulegt. En bíðið bara við, við þurfum ekki að leita langt til að finna framkvæmd sem unnin var snemma á öldinni sem leið og var þar við svipaðar aðstæður að glíma og við Markarfljótið, nefnilega Flóaáveit- una. Þar gerðu menn stíflu í jökulána og gátu stjórnað rennsli þar í gegn, sem kom ekki bara Flóamönnum heldur öllum landsmönnum að góðu gagni og með bættum afkomumögu- leikum fyrir bændur í öllu héraðinu. Hugsið ykkur, þetta var fyrir um hundrað árum en Flóaáveitan var byggð á árunum1918 til 1927. Við áttum verkfræðinga sem höfðu góða verkþekkingu til að ráðast í og beisla jökulána og voru þó öll tæki og tól til framkvæmdanna ákaflega frumstæð miðað við það sem við höf- um í dag. Sem betur fer eigum við mikið af vel menntuðum verkfræð- ingum og gott úrval tækja og tóla og hæfra manna, þannig að eftir hverju bíðum við. Við viljum og þurfum góðar sam- göngur við þessa stóru og miklu ver- stöð sem Vestmannaeyiarnar eru. Sem ferðamaður er yndislegt að koma þangað og að sigla inn í höfnina með Heimaey á aðra höndina og bæ- inn og eldfjöllin á hina er stórkostleg sjón. Í alvöru, því ekki að fá einhverja af okkar mikilhæfu verkfræðingum til að skoða og athuga þessar aðstæður og meta hvort þetta er raunhæf hug- mynd. Dýpkun Landeyjahafnar Eftir Hjálmar Magnússon Hjálmar Magnússon » Því ekki að fá ein- hverja af okkar mikilhæfu verkfræð- ingum til að skoða og at- huga þessar aðstæður. Höfundur er fv. framkvæmdastjóri. borgarvirki@simnet.is   þú það sem    á FINNA.is IÐNAÐARMENN VERSLANIR VEITINGAR VERKSTÆÐI BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.