Morgunblaðið - 09.05.2019, Síða 72

Morgunblaðið - 09.05.2019, Síða 72
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 SUMAR & SÓL CANNES garðstóll. Svartur, grár, hvítur eða rauður. 16.900 kr. Sönghópurinn Við Tjörnina kemur fram á hádegistónleikum raðar- innar Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag kl. 12 og syngur lög eftir djasspíanóleikarana Gerorge Shearing og Jan Lundgren, djass- bassaleikarann Ike Sturm og Inga T. Aðgangseyrir er 1.500 kr. og tekið fram að ekki er tekið við greiðslu- kortum. Við Tjörnina á ljúfum nótum í Fríkirkjunni FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 129. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. KR setti met í körfuboltanum á Ís- landi þegar liðið náði sjötta titl- inum í röð. KR-ingar eru þó ekki búnir að setja met í íslensku íþróttalífi hvað þetta varðar en eiga möguleika á því. Kvennalið Fram í handknattleik sigraði sjö sinnum í röð 1984-1990. Er það sem sagt metið sem KR-ingar reyna að jafna á næsta keppnistímabili. »59 KR vantar einn sigur til að ná kvennaliði Fram ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Margrét Jónsdóttir listmálari opnar sýn- inguna Myndbirt- ing þján- ingarinnar í SÍM- Salnum, Hafnarstræti 16, í dag kl. 14. Á sýn- ingunni má sjá málverk á pappír, unn- in út frá upplifun við að eldast og slitna sem kona í íslensku menning- arumhverfi, eins og því er lýst í til- kynningu, en Margrét hefur unnið að listsköpun í tæp 50 ár og stundað kennslu í 27 ár bæði við framhalds- skóla, grunnskóla og Myndlistarskóla Kópavogs, unnið við grafíska hönnun og rekið auglýsingastofu. Myndbirting þjáning- arinnar í sal SÍM ytra. Þeir setja upp aðgerðaáætlun og áætla kostnað. Hægt er að kom- ast að hjá þeim eftir um það bil mán- uð, aðgerðin tekur einn til tvo daga og gisting er innifalin í pakkanum.“ Eiríkur segir að sem betur fer þurfi menn ekki að skammast sín lengur fyrir að vera með þunnt hár eða skalla, þótt hárlos hafi alltaf ein- hver áhrif á sálarlífið. „Ég er með yfir 200 fasta viðskiptavini í hártopp- um og hárígræðsla er í eðli sínu af sama meiði, bara önnur lausn.“ Verðið fer eftir því hvað aðgerðin er mikil, fjölda hársekkja. „Pakkinn ytra getur kostað frá um 300.000 krónum upp í eina og hálfa milljón. En þetta er spurning um val og útlit. Fólk vill gjarnan viðhalda æskuljóm- anum og það er það sem ég reyni að aðstoða það við, enda hef ég alltaf haft gaman af útliti og tísku.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hárskerinn Eiríkur Ingi Lárusson hefur unnið við iðnina í tæplega ald- arfjórðung og er með traustan við- skiptamannahóp. Hann keypti hár- snyrtistofuna Greifann á Hring- braut 119, vestast í Vesturbæ Reykjavíkur, fyrir nokkrum árum, hefur síðan leiðbeint og aðstoðað fólk í sambandi við hártoppa og er nú kominn í samstarf við ungversku hárígræðslustöðina La Porta-Hair í Búdapest. „Ég sérsníð hártoppa á þunnhært fólk og sérpanta þá svo að utan,“ segir Eiríkur og bendir á að sam- starfið við Ungverjana sé eðlileg við- bót við þjónustuna. Hann útskýrir að hártoppar séu fyrir einstaklinga sem hafa misst allt hárið en hár- ígræðsla sé góð lausn fyrir þá sem eru með há kollvik og þunnt hár í hvirflinum. Stundum sé báðum að- ferðum beitt; hártoppur á einum stað og hárígræðsla á öðrum. Enn- fremur veiti hann aðstoð við skegg- ígræðslu. „Ég met stöðu hvers ein- staklings, hvernig hárið þynnist og hvað sé hægt að gera. Í stuttu máli er ég með alhliða lausnir vegna hár- loss.“ Sérfræðingar og staðlar Eiríkur segir að svokallað FUE2- hárígræðslukerfi sé það nýjasta í þessum fræðum. Það sé upprunnið í Bandaríkjunum og ungverska stöðin sé í samstarfi við frumkvöðlana vestra. Hársekkir séu teknir úr hnakkanum eða hliðunum, þar sem hárið sé þykkast, og græddir í hár- svörðinn, þar sem hárið vantar. Vegna sérstakrar meðferðar aðlagi þeir sig nýja svæðinu, verði þar eðli- legir og vaxi sem fyrr. „Sérfræðingar í læknastétt, skurðlæknar og fleiri, vinna á stöð- inni í Búdapest og fylgja evrópskum stöðlum,“ segir Eiríkur. „Eftir að ég hef fengið upplýsingar um hárlos í ætt viðkomandi einstaklings og met- ið hárlos hans sendi ég myndir af hársverði hans til sérfræðinganna Viðheldur æsku- ljóma viðskiptavina  Eiríkur hárskeri í samstarf við ungverska hárígræðslustöð Greifinn Eiríkur Ingi Lárusson er kominn í samstarf við Ungverja. Hárígræðsla Efri myndin sýnir hár- ið fyrir aðgerð og hin eftir aðgerð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.