Morgunblaðið - 27.05.2019, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. MAÍ 2019
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is
PLÍ-SÓL GARDÍNUR
alnabaer.is
Þrjár gerðir: þunnar, með sólarvörn og myrkvunar.
Henta mjög vel í skáglugga og þakglugga.
Við erum sérhæfð í gluggatjöldum
Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • Sími: 553 1380
Sjáum til þess að allar yfirhafnir
komi hreinar undan vetri
STOFNAÐ 1953
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Íslensk fyrirtæki gerðu það gott á
Sjávarútvegssýningunni í Brussel
fyrr í mánuðinum. Sýningin skiptist í
tvo hluta: annan sem einblínir á mat-
væli og hinn helgaðan tækjum og
tækni, og segir Berglind Steindórs-
dóttir að þátttaka
Íslendinga hafi
verið með besta
móti: „Á íslenska
þjóðarabásnum
voru sýnendur
með um 400
manns að störf-
um, en til viðbót-
ar voru fyrirtæki
á borð við Marel,
Iceland Seafood
og fleiri með sína
eigin bása og því má áætla að um 5-
600 manns hafi verið að vinna á ís-
lenskum sýningarbásum á meðan
viðburðurinn stóð yfir. Er þá eftir að
telja íslenska gesti og hugsa ég að í
heildina hafi um og yfir þúsund Ís-
lendingar verið staddir í Brussel
vegna sýningarinnar.“
Berglind er verkefnisstjóri hjá Ís-
landsstofu og hefur verið viðriðin
sýninguna í Brussl í um það bil tvo
áratugi. Hún segir viðburðinn
stækka ár frá ári og fylla alla Bruss-
els Expo-sýningarhöllina, en vegna
mikillar aðsóknar og takmarkaðs
pláss geti stundum verið erfitt fyrir
ný íslensk fyrirtæki að komast að, og
hvað þá á góðum reit. „Það er meðal
annars þess vegna að fyrirtæki gæta
þess að taka alltaf þátt, ár eftir ár,
því ef þau láta frá sér plássið sitt eitt
árið er alls ekki víst að þau komist að
næst. Veit ég að nokkur íslensk
fyrirtæki hafa áhuga á að stækka
bása sína en rekið sig á að ekki er
hægt að fá meira rými. Þá er íslenski
básinn því miður sprunginn, og
vegna plássleysis þurftum við að vísa
frá fyrirtækjum sem vildu vera hjá
okkur,“ segir Berglind en henni telst
til að 34 íslensk fyrirtæki hafi kynnt
vörur sínar og þjónustu í Brussel.
Mikið líf er í sýningarhöllinni á
meðan viðburðurinn stendur yfir og
líkir Berglind andrúmsloftinu við
þjóðhátíð. „Til Brussel koma allir
sem vettlingi geta valdið og gefst þar
tækifæri bæði til að kynnast nýju
fólki úr ýmsum áttum og rækta sam-
bandið við einstaklinga sem annars
gefast fá tækifæri til að hitta. Að
vanda mátti greina gott hljóð og
mikla jákvæðni í íslenska hópnum
enda eru þau að kynna lausnir og
vörur á heimsmælikvarða.“
Berglind segir mörgum þykja
gaman að nota tækifærið til að ganga
frá samningum. „Það á ekki lengur
við að kaupendur beinlínis dragi
fram ávísanaheftið í fyrstu heimsókn
á sýningarbás og nú til dags eiga
sölusamningar sér langan aðdrag-
anda, en sýningin í Brussel er notuð
sem tilefni til undirritunar, og til að
stofna til tengsla sem munu leiða til
viðskipta seinna meir.“
Ómissandi að vera með
Triton ehf. er í hópi þeirra ís-
lensku fyrirtækja sem sótt hafa sýn-
inguna í Brussel um árabil og segir
Ormur Arnarson, forstjóri félagsins,
að Triton hafi verið með nánast frá
því sýningin hóf fyrst göngu sína.
Var sýningin í ár sú 27. frá upphafi.
Triton sérhæfir sig í framleiðslu
og útflutningi á hrognum úr loðnu og
grásleppu, niðursoðinni þorsklifur,
og frystri loðnu og grásleppu. Var
Triton m.a. fyrst íslenskra fyrir-
tækja til að selja frysta grásleppu til
Kína og er í dag nokkuð umsvifamik-
ið í austurhluta Asíu. Má finna vörur
Triton til sölu í öllum heimsálfum, að
Suðurskautslandinu undanskildu.
Ormur segir ómissandi fyrir Tri-
ton að vera hluti af viðburðinum í
Brussel. „Við verjum stórum hluta af
markaðsfjármagni okkar í það að
taka þátt í sýningunni enda gefst þar
tækifæri til að hitta flesta af við-
skiptavinum okkar, rækta sam-
bandið og tengja andlit við nöfnin í
tölvupóstunum. Þetta er löngu orðið
ómissandi þáttur í starfseminni og
eitthvað sem við vildum ekki vera
án,“ segir hann og bætir við að árleg
þátttaka í þessu ættarmóti sjávarút-
vegsgeirans þýði að smátt og smátt
skapist góð persónuleg sambönd við
viðskiptavini, og endrum og oftast að
ný viðskiptatækifæri koma í ljós.
Triton er með sinn eigin bás og
fara þrír af fjórum starfsmönnum
fyrirtækisins til Brussel. Ormur
gantast með að einn verði að vera
eftir uppi á Íslandi svo einhver sé til
að svara í símann, en þeir þrír sem
fara úr landi þurfa að bretta upp
ermarnar enda hörkuvinna að taka
þátt. Stöðugur straumur gesta er á
básnum og þarf að kynna þeim vör-
una og skrá niður upplýsingar svo
hafa megi samband síðar og fylgja
heimsókninni eftir. Ormur segir taka
aðeins klukkustund að setja sýning-
arbásinn upp og hefur Triton nokkur
sýnishorn af vörum sínum uppi við
en býður fólki ekki að smakka. „Við
lærðum það af reynslunni að lítið er
að græða á því að gefa fólki að
smakka. Það dregur bara að fólk
sem er ekki endilega með það í huga
að hefja viðskipti við okkur og skap-
ar örtröð í kringum básinn.“
Fleiri vilja komast að
Tækifæri Frá íslenska sýningarsvæðinu. Gestir virða fyrir sér tækin á bás
Skagans 3X. Á fjórða tug íslenskra fyrirtækja sýndu í Brussel í ár.
Reikna má með að í kringum þúsund Íslendingar hafi verið á Sjávarútvegssýn-
ingunni í Brussel Vísa þurfti íslenskum fyrirtækjum frá vegna plássleysis
Berglind
Steinsdórsdóttir
27. maí 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 123.32 123.9 123.61
Sterlingspund 156.48 157.24 156.86
Kanadadalur 91.62 92.16 91.89
Dönsk króna 18.465 18.573 18.519
Norsk króna 14.129 14.213 14.171
Sænsk króna 12.872 12.948 12.91
Svissn. franki 122.92 123.6 123.26
Japanskt jen 1.1236 1.1302 1.1269
SDR 170.1 171.12 170.61
Evra 137.91 138.69 138.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.8744
Hrávöruverð
Gull 1281.5 ($/únsa)
Ál 1739.0 ($/tonn) LME
Hráolía 67.99 ($/fatið) Brent
● Tekist hefur að fullnægja öllum skil-
yrðum fyrir kaupum Íslenskra verðbréfa
á Viðskiptahúsinu og því verið gengið
frá viðskiptunum í samræmi við kaup-
samning sem gerður var í desember.
Viðskiptahúsið hefur, frá árinu 2001,
sérhæft sig í miðlun fyrirtækja, skipa,
fasteigna og aflaheimilda og skiptist
starfsemi félagsins í þrjú meginsvið: fyr-
irtækjaráðgjöf, sjávarútveg og fjár-
mögnun. Þar starfa í dag fimm manns.
Íslensk verðbréf hófu starfsemi 1987
og býður félagið upp á ráðgjöf, miðlun,
sérhæfðar fjárfestingar og eignastýringu.
Samtals er 21 starfsmaður hjá Íslenskum
verðbréfum, bæði á Akureyri og í Kópa-
vogi, og er félagið með um 125 milljarða
króna í virkri stýringu fyrir viðskiptavini.
Nýtt skipurit hefur verið gert fyrir hið
sameinaða félag og verður Jóhann M.
Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskipta-
hússins, gerður að forstjóra Íslenskra
verðbréfa. Tekur hann við af Jóni Helga
Péturssyni sem sest í stól aðstoðarfor-
stjóra. ai@mbl.is
Íslensk verðbréf kaupa
Viðskiptahúsið
STUTT
● Matsfyrirtækið Fitch hefur ákveðið að hækka skammtímaeinkunnir ríkis-
sjóðs úr F1 í F1+ vegna breyttrar aðferðafræði. Að auki hefur landsþak (e.
country ceiling) Íslands verið hækkað úr A í A+ þar eð fjármagnshöftum hef-
ur verið nærri því að fullu aflétt. Lánamál ríkisins greindu frá þessu á föstu-
dagskvöld.
Langtímaeinkunnir haldast óbreyttar í A með stöðugum horfum.
Fitch bendir á að gjaldþrot WOW og loðnubrestur hafi haft neikvæð áhrif á
efnahagshorfur en gengi hafi haldist tiltölulega stöðugt þrátt fyrir gjaldþrot
flugfélagsins og afnám fjármagnshafta. Spáir Fitch 2,5% hagvexti á landinu á
næsta ári. ai@mbl.is
Fitch hækkar einkunnir ríkissjóðs