Morgunblaðið - 27.05.2019, Side 15

Morgunblaðið - 27.05.2019, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. MAÍ 2019 Hafnarfjörður Timburbyggingin nýja, sem kemur til með að hýsa Hafrannsóknastofnun, setur mikinn svip á hafnarsvæði bæjarins. Unnið er að endurskipulagningu og fegrun alls svæðisins. Árni Sæberg Ekki er ætlun mín að rifja upp um- ræðuna um þriðja orkupakkann eða ræða þann fjórða. Margir vilja fylgja Evrópu, aðrir vilja ríghalda í sem sjálf- stæðasta stöðu lands- ins. EES hefur verið meðalvegur sem flest- ir hafa unað við. Við- skiptakjör landsins bötnuðu með EES, en skuggahliðin er sívaxandi fákeppni sem evrópskar reglur um stóra virka markaði virðast ekki hemja. Í Evrópu er nú stöðnun, en mikill vöxtur í Asíu. Útflutningur þangað mun vaxa, en dvína til Evrópu á næstu árum og áratug- um. EES verður þó áfram um sinn rétta lausnin fyrir okkur. Lærdómurinn af Brexit er sem fyrr að „konungsgarður er rúmur inngangs en þröngur brottfarar“. Yfirburðir og óhagræði Hlutfallslegir yfirburðir okkar hafa lengi verið í fiskveiðum, hreinni, ódýrri orku og háu menntunarstigi. Breytingar og sveiflur hafa lengi verið í lífríkinu. Fiskistofnar koma (makríll) og fara (loðna). Ferðaþjónustan var „hvalreki“. Landkostir munu breytast í hlýnandi veðráttu, við vitum ekki hvernig en varla alltaf okkur í hag. Fram- undan eru reglur um að opinberum orku- fyrirtækjum beri að taka markaðsverð fyr- ir orku. Ef það gerist hér hverfur sá liður í hlutfallslegum yfir- burðum landsins og ekkert kemur í stað- inn. Sagt er að hér séu 42% af ósnortnum víðernum Evrópu. Við sjáum útlendinga kaupa dýrmæt nátt- úrugæði fyrir sig og vini sína. Ef svo fer fram sem horfir kann að- gengi afkomenda okkar að nátt- úrunni að skerðast. Virkjanir og stóriðja Í hálfa öld höfum við verið full- vissuð um að þjóðin muni njóta ódýrrar hreinnar raforku, þegar stóriðjan hafi greitt virkjanirnar niður. Þessi loforð hafa verið marg ítrekuð. Fyrir nokkrum ár- um tók Landsvirkjun að segja okkur frá því að nú mætti vænta uppskerunnar. Fram kom hug- mynd um „þjóðarsjóð“ í stíl við norska olíusjóðinn. Tveir ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins hafa sett fram hugmyndir um að selja Landsvirkjun að hluta. Fjárfestar vilja fá sína ávöxtun, hún yrði tek- in af kaupendum orkunnar. Einka- væðing, sæstrengur, vindmyllu- garðar og markaðsverð eru orð sem dynja á fólki. Orkupakkarnir eru vörður á vegferð til Evrópu- sambandsins, sem engin samstaða er um. Málamiðlun Engin samstaða er heldur um að við göngum úr EES. Finna verður leið sem gerir okkur kleift að efna gömlu loforðin, en halda áfram þessu evrópska samstarfi á meðan það er okkur hagfellt. Það þýðir að við búum svo um hnútana að við getum lifað með orkupökk- unum. Sú leið sem ég sé er að skilja eldri niðurgreiddar virkj- anir, ekki aðeins allar þær sem gerðar voru fyrir almennan mark- að heimila og smáfyrirtækja held- ur líka stórar niðurgreiddar virkj- anir, frá rekstri þeirra sem yngri eru og þjóna orkufrekum iðnaði. Samrekstur í eigu notenda, sem í felst í raun „sjálfsþurftarbúskap- ur“ og kostnaðarskipting getur samræmst EES-reglum. Einhvers konar sameignarform yrði valið, e.t.v. framleiðslusamvinnufélag eða samlagshlutafélag. Landsvirkjun hefur tekið háar fjárhæðir að láni erlendis á grund- velli síns rekstrar. Óvæntar vend- ingar sem raska honum gætu orð- ið gjaldfellingarástæða. Lausnin þarf að gæta hags LV. Sé þetta gert kemur um leið í ljós hvort þessar virkjanir eru að niður- greiða orku til stóriðju. Ef svo reynist vera hefur eitthvað farið úrskeiðis, því stóru virkjanirnar voru tengdar samningum um orkusölu. Þó svo reynist ekki vera færa þessar virkjanir LV styrk, förum því varlega, en við eigum rétt á að vita hið sanna. Endan- lega markmiðið hlýtur að vera að standa við margítrekuð loforð um að almenningur muni njóta lágs orkuverðs í fyllingu tímans, eftir því sem þjôðin eignast skuldlausar virkjanir. Nýja félagið á að vera til fyrir alla eigendur sína og afhenda þeim rafmagn á einu meðaltals framleiðslukostnaðarverði um land allt, etv. með hóflegri álagningu vegna viðhalds og endurnýjunar tækjabúnaðarins. Þetta samræm- ist ESB-reglum af því að notend- urnir eru eigendur þess. Umfram- orku sína á félagið að selja LV, sem nú yrði eftir þetta með yngri, skuldsettar virkjanir. Verðið yrði í upphafi kostnaðarverð, en gerð yrði áætlun um hvernig það yrði látið hækka í árlegum þrepum, þar til það nær meðalverði til stóriðju. Þetta yrði að gera með vitund og samþykki lánveitenda, en með ríkisábyrgð ef ekki næst samkomulag um annað. Þannig mundu heimilin ekki niðurgreiða neina orku til stóriðju til fram- búðar og njóta lágs orkuverðs, eins og ítrekað hefur verið lofað. Þetta er kjarni málsins. Sporin hræða Fólk vill ekki missa einn mik- ilvægasta kostinn við búsetu hér, án þess að eitthvað komi á móti. Leggjum hugmyndina um þjóð- arsjóð til hliðar í bili. Við getum tekið þá umræðu aftur þegar um- ræddum aðskilnaði hefur verið komið í kring. Aðdragandi „hrunsins“ er fólki í fersku minni. Sparisjóðir og tryggingafélög voru étin innan frá af eigendum sínum. Fjárfestar komust yfir banka og tóku sparifé almennings traustataki fyrir sig og vini sína. Engin fyrirstaða hélt aftur af ásókn nokkurra einka- framtaksmanna í annarra manna fé. Ég gef mér að málið yrði hnýtt vel upp og svo um hnútana búið að slíkir atburðir endurtaki sig ekki. Fólk mun vilja gulltryggja sam- eiginlegt eignarhald á orkunni, sem er ein verðmætasta og stöð- ugasta eign íbúa landsins. Fjöl- mörg atriði þarf að ræða í tengslum við málið. Það sem þarf hins vegar ekki að gera er að þrasa til eilífðarnóns. Það er kom- ið nóg. Eftir Ragnar Önundarson » Þannig mundu heim- ilin ekki niðurgreiða neina orku til stóriðju til frambúðar og njóta lágs orkuverðs, eins og ítrek- að hefur verið lofað. Ragnar Önundarson Höfundur er viðskiptafræðingur og fyrrverandi bankastjóri. Leysum ágreininginn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.