Morgunblaðið - 27.05.2019, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 27.05.2019, Qupperneq 25
ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. MAÍ 2019 Dásamlegur þvottur - einfalt, íslenskt stjórnborð Íslenskar leiðbeiningar fylgja. Þurrkarinn TDB130WP fékk góða einkunn í úttekt þýsku neytendasamtakanna árið 2017. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is Þvottavél 119.990 kr. Þurrkari 149.990 kr. Þýskaland 8-liða úrslit, þriðji leikur: Alba Berlín – Ulm.............................. 100:83  Martin Hermannsson lék í 26 og hálfa mínútu fyrir Alba, skoraði 14 stig, tók 2 frá- köst og átti 5 stoðsendingar.  Alba vann, 3:0. Frakkland 8-liða úrslit, annar leikur: Elan Bernais – Nanterre ................... 76:64  Haukur Helgi Pálsson lék í 28 mínútur fyrir Nanterre, skoraði 8 stig, tók 4 frá- köstum og átti 2 stoðsendingar.  Staðan er jöfn, 1:1. Spánn Obradoiro – Barcelona ....................... 63:84  Tryggvi Snær Hlinason lék í 8 mínútur fyrir Obradorio, skoraði 2 stig og átti 1 stoðsendingu. Obradorio sem endaði í 15. sæti af 18 liðum leikur áfram í deildinni. Úrslitakeppni NBA Austurdeild, sjötti leikur: Toronto – Milwaukee ......................... 100:94  Toronto vann, 4:2, og leikur til úrslita um NBA-titilinn í fyrsta sinn í sögu sinni. KÖRFUBOLTI Pepsi Max-deild kvenna Keflavík – Þór/KA.................................... 1:2 Staðan: Breiðablik 4 4 0 0 13:2 12 Valur 4 4 0 0 13:2 12 Stjarnan 4 3 0 1 5:2 9 Þór/KA 5 3 0 2 10:11 9 Fylkir 4 2 0 2 5:7 6 Selfoss 4 2 0 2 5:7 6 ÍBV 4 1 0 3 4:7 3 KR 4 1 0 3 3:7 3 HK/Víkingur 4 1 0 3 1:6 3 Keflavík 5 0 0 5 4:12 0 2. deild kvenna Hamrarnir – Grótta ................................. 0:1 Staðan: Grótta 2 2 0 0 8:1 6 Álftanes 1 1 0 0 4:1 3 Völsungur 1 1 0 0 3:1 3 Fjarð/Hött/Leikn. 2 1 0 1 3:2 3 Hamrarnir 3 1 0 2 3:6 3 Leiknir R. 1 0 0 1 1:3 0 Sindri 2 0 0 2 1:9 0 Bandaríkin Utah Royals – Orlando Pride................. 2:0  Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan leikinn fyrir Utah Royals. Sky Blue – Portland Thorns .................. 0:1  Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinn fyrir Portland Thorns. Úkraína Vorskla Poltava – Chornomorets...........1:2  Árni Vilhjálmsson lék fyrstu 65 mínútur leiksins fyrir Chornomorets.  Í KEFLAVÍK Stefán Stefánsson ste@mbl.is Varla mátti merkja að neðsta lið deildarinnar, Keflavík, væri að mæta þrautreyndu liði Þórs/KA suður með sjó í gærkvöldi en eftir þungar sóknir Keflavíkurkvenna í seinni hálfleik sluppu gestirnir með skrekkinn og 2:1 sigur. Keflavík byrjaði með látum en Akureyringar stóðu það af sér og Stephany Mayor kom Þór/KA í 0:1 úr víti. Keflvíkingum var brugðið en sóttu svo í veðrið aftur og Na- tasha Anasi, fyrirliði Keflavíkur, jafnaði eftir langt innkast Sveind- ísar Jane Jónsdóttur af hliðarlínu inn að markstönginni. Gestirnir að norðan ætluðu sér að taka völdin eftir hlé og Stephany skoraði aftur á en fljótlega fór sókn Keflvíkinga að þyngjast verulega, mörg færi en aðeins vantaði að hitta boltann að- eins betur. Keflvíkingar voru öruggir í vörn- inni og gáfu fá færi að sleppa í gegn auk þess að rjúka í alla bolta sem voru að skapa hættu en þar fóru Þóra Kristín Klemenzdóttir og Katla María Þórðardóttir fremstar í flokki. Svo náði Sveindís Jane að skapa hættu í framlínunni, en hún tók líka innköst af hliðarlínu inn í miðjan markteig. Hjá Þór/KA var Arnar Sif Ás- grímsdóttir kletturinn í vörninni, sem stóð sig vel þegar hún las sókn mótherjanna. Gestirnir voru síðan ráðandi á miðjunni og reyndu að byggja upp sóknir en þótt Steph- any og Hulda Ósk Jónsdóttir næðu oft að hrella vörn Keflvíkinga gekk þeim illa að koma sér í góð skot- færi. Við þurftum að leggja enn meira á okkur því Keflavík er með gott lið en við fengum samt mikilvæg þrjú stig, sagði Stephany eftir leik- inn. „Við mættum erfiðu liði með þessi hættulegu innköst og horn- spyrnur en stigin koma sér vel fyr- ir liðið, gott að hafa náð þeim hér. Við vissum líka að þær væru að vinna fyrir sínum fyrstu stigum og gátu jafnað á síðustu mínútu.“ Sluppu norður með þrjú stig  Botnliðið veitti Þór/KA harða keppni Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason Öflug Mörk Stephany Mayor t.h. skiptu sköpum fyrir Þór/KA í Keflavík Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir endaði í 24.-29. sæti á Jabra-mótinu í golfi sem fram fór í Frakklandi og lauk um helgina. Mótið er hluti atvinnumótaröð Evr- ópu í kvennaflokki, LET-Evr- ópumótaröðinni. Valdís lék loka- hringinn á 72 höggum eða einu höggi yfir pari vallarsins. Valdís spilaði flott golf á loka- hringnum og fékk þrjá fugla, tvo skolla, einn skramba en samtals lék Valdís á 220 höggum á mótinu. Annabel Dimmock frá Englandi fór með sigur af hólmi. Fínn lokahringur hjá Valdísi Þóru Ljósmynd/LET Golf Valdís Þóra Jónsdóttir lék vel á lokahringnum í Frakklandi. Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín eru komnir í undan- úrslit þýsku 1. deildarinnar í körfu- knattleik eftir 100:83-sigur á Ulm í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum í gær. Martin var drjúgur í leiknum, skoraði 14 stig, gaf fimm stoðsend- ingar og tók tvö fráköst á þeim 26 mínútum sem hann spilaði en hann var næstmarkahæstur í sínu liði. Alba Berlín er þar með búið að sópa liði Ulm úr leik með því að vinna einvígi liðanna 3:0. Berlín komst alla leið í úrslit í fyrra en tapaði þar gegn Bayern München. Martin kominn í undanúrslit Ljósmynd/FIBA Sterkur Martin Hermannsson lék vel þegar Alba komst í undanúrslit. 0:1 Stephany Mayor 12. 1:1 Natasha Anasi 38. 1:2 Stephany Mayor 56. I Gul spjöldÞórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Þór/KA), (brot), Sophie Mc Mahon Groff (Keflavík) 66. (brot). I Rauð spjöldEkkert. Keflavík – Þór/KA 1:2 M Natasha Anasi (Keflavík) Katla M. Þórðardóttir (Keflavík) Sveindís J. Jónsdóttir (Keflavík) Mairead Fulton (Keflavík) Bryndís L. Hrafnkelsd. (Þór/KA) Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA) Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA) Stephany Mayor (Þór/KA) Dómari: Atli Haukur Arnarson – 8. Áhorfendur: 115. CSKA Moskva tryggði sér fjórða sætið í rússnesku úr- valsdeildinni með því að rótbursta Krilla Sovetov 6:0 í lokaumferðinni í gær. Þar með fer lið Mosvku beint í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð. Þá fer Krasnodar beint í Meistaradeildina eftir að hafa tryggt sér annað sæti deildarinnar með 1:0-sigri á Rubin Kaz- an. Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon voru báðir í byrjunarliði CSKA Moskvu í gær og reim- uðu þeir báðir á sig skotskóna í tilefni dagsins. Hörður kom heimamönnum í 2:0 snemma í síðari hálfleik en Arnór skoraði fjórða markið á 56. mínútu. Báðir léku þeir allan leikinn. Jón Guðni Fjóluson var á varamannabekk Krasnodar sem tryggði sér annað sætið með sigrinum á Rubin Kazan. Ragnar Sigurðsson var í liði Rostov sem tapaði 1:0-gegn Akmat Grozní en Björn Bergmann Sigurðarson var ónotaður varamaður. Rostov endar í níunda sæti deildarinnar. sport@mbl.is Íslendingar á skotskónum Arnór Sigurðsson Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon eru komnir í úrslit um danska meistaratitilinn í handbolta með Aalborg eftir 34:32 útisigur á Bjerringbro- Silkeborg í öðrum úrslitaleik í gær. Janus Daði fór á kostum fyrir Aalborg og skoraði tíu mörk úr tólf skot- um. Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk úr sjö skotum og skoruðu Íslendingar því tæplega helming marka Aalborgar. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgarliðsins. Aalborg mætir annaðhvort Skjern eða GOG í úrslit- um, en þau mætast í oddaleik á fimmtudaginn á heima- velli GOG. Skjern vann aðra viðureign liðanna í gær, 31:30, á heimavelli. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði eitt marka GOG. Tandri Már Konráðsson skoraði ekki mark fyrir Skjern og Björgvin Páll Gústavsson átti náðugan dag. Hann reyndi að verja eitt vítakast, án ár- angurs. iben@mbl.is Janus Daði fór hamförum Janus Daði Smárason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.