Morgunblaðið - 27.05.2019, Page 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. MAÍ 2019
6. UMFERÐ
Bjarni Helgason
Björn Már Ólafsson
Arnar Þór Ingólfsson
Sindri Sverrisson
Einar Sigtryggsson
Jóhann Ólafsson
Andri Rafn Yeoman skaut Breiða-
bliki upp í annað sæti úrvalsdeildar
karla í knattspyrnu, Pepsi Max-
deildinni, þegar hann skoraði sig-
urmark leiksins í 1:0-sigri Blika
gegn Val í 6. umferð deildarinnar á
Origo-vellinum á Hlíðarenda í gær.
Blikar voru miklu sterkari aðilinn
í fyrri hálfleik og áttu með réttu að
vera yfir í hálfleik en Hannes Þór
Halldórsson átti stórleik í marki
Valsmanna og varði hvert dauðafær-
ið á fætur öðru. Það var ekki fyrr en
á 76. mínútu sem Blikar komust yfir
með marki frá Andra Rafni sem
tryggði Blikum dýrmæt þrjú stig.
Blikar mættu mjög ákveðnir til
leiks og það var ljóst strax frá fyrstu
mínútu að þeir ætluðu sér þrjú stig á
Hlíðarenda. Þeir pressuðu Vals-
menn hátt á vellinum og unnu bolt-
ann trekk í trekk af Íslandsmeist-
urunum. Þórir Guðjónsson fékk tvö
sannkölluð dauðafæri til þess að
skora og framherjinn hefði sofið illa
í nótt ef Blikar hefðu ekki farið með
sigur af hólmi. Kolbeinn Þórðarson
var mjög öflugur á miðsvæðinu hjá
Blikum og stýrði sóknarleiknum af
mikilli yfirvegun og þá voru sókn-
armenn liðsins afar duglegir í vörn
jafnt sem sókn.
Valsmenn fóru langleiðina með að
kasta Íslandsmeistaratitlinum frá
sér í gær. Þeir mættu einfaldlega
ekki til leiks og Blikar yfirspiluðu þá
frá fyrstu mínútu. Uppspil Valsliðs-
ins var hægt og þá nýttu þeir kant-
ana hjá sér illa. Ólafur Karl Finsen
var eini miðjumaður liðsins sem
horfði fram á völlinn og var að reyna
að búa eitthvað til. Framherjar liðs-
ins áttu erfitt uppdráttar en Krist-
inn Ingi Halldórsson var í engum
takt við leikinn í fyrri hálfleik og
Garðar Bergmann Gunnlaugsson
var lítið í boltanum í seinni hálfleik.
Þegar Blikar sækja til sigurs eru
þeir erfiðir viðureignar og allt annað
en sigur Blika í gær hefði verið
skandall. Valsmenn eru í vandræð-
um, að því er virðist í öllum leik-
stöðum á vellinum, og það er ekkert
sem bendir til þess að þeir séu að
fara að grafa sig upp úr þeirri holu
sem liðið er komið í.
Hraði og spennan tók sinn toll
Það vantaði ekki hraðann og fjörið
í leik Fylkis og FH í Árbænum í
gær. Fylkismenn hafa spilað ágæt-
lega á tímabilinu en stigasöfnunin
hefur verið undir væntingum. Ofan á
það glímir liðið við mikil meiðsla-
vandræði. En þrátt fyrir það lét
Helgi Sigurðsson liðið sitt pressa
sterkt byrjunarlið FH hátt uppi á
vellinum og gekk sú leikaðferð
ágætlega upp á köflum. Tvisvar
komust Fylkismenn yfir en FH-liðið
býr yfir gæðum og bæði jöfn-
unarmörk þess voru verðskulduð
heilt á litið.
Hraðinn í leiknum tók sinn toll af
leikmönnum. Síðasta hálftímann
opnaðist leikurinn alveg upp á gátt
og bæði lið fengu fín færi til að stela
stigunum þremur en markmennirnir
tveir stigu þá upp. Vignir og Aron
Snær áttu báðir glæsilegar vörslur
sem björguðu liðum þeirra. Hraðinn
og baráttan tók einnig toll að öðru
leyti því FH-ingar þurftu að nýta
allar skiptingar sínar í að skipta
meiddum leikmönnum af velli og
Ólafur Ingi fór einnig af velli hjá
Fylkismönnum vegna meiðsla.
Leikjaálag til trafala?
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH,
sagði eftir leikinn að leikjaálagið
hefði verið gríðarlegt í upphafi móts
og sagði raunar að það þyrfti að end-
urhugsa leikjaplanið svona snemma
tímabils. Ólafur hefur kannski eitt-
hvað til síns máls ef marka má
meiðslin sem þessi tvö lið eru nú að
glíma við. Helgi Sigurðsson, þjálfari
Fylkis, þurfti til að mynda að grípa
til þess örþrifaráðs að hringja í leik-
mann sem var hættur í knattspyrnu
fyrir leikinn í gær og bjóða honum
sæti í hópnum. En Oddur Ingi Guð-
mundsson stóð sig með prýði og var
ekkert ryð að sjá á leik hans.
Enn einn sigur Skagamanna
Leikur ÍA og Stjörnunnar á Norð-
urálsvellinum í gær var algjörlega í
járnum í fyrri hálfleik og hvorugt
liðið náði að skapa sér nein teljandi
marktækifæri. ÍA beitti löngum
sendingum fram völlinn, en golan á
Enn tapa
meistarar
Valsara
Skagamenn áfram á sigurbraut
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sókn Stefán Teitur
Þórðarson, leikmaður
ÍA, hefur snúið Baldur
Sigurðsson Stjörnu-
mann af sér í leiknum.
Pepsi Max-deild karla
HK – Grindavík .........................................0:0
KA – ÍBV................................................... 2:0
Víkingur R. – KR...................................... 0:1
ÍA – Stjarnan ............................................ 2:0
Fylkir – FH............................................... 2:2
Valur – Breiðablik .................................... 0:1
Staðan:
ÍA 6 5 1 0 12:4 16
Breiðablik 6 4 1 1 9:4 13
KR 6 3 2 1 10:6 11
FH 6 3 2 1 11:9 11
KA 6 3 0 3 8:7 9
Grindavík 6 2 3 1 6:6 9
Stjarnan 6 2 2 2 7:9 8
Fylkir 6 1 3 2 8:7 6
HK 6 1 2 3 6:8 5
Valur 6 1 1 4 7:10 4
Víkingur R. 6 0 3 3 9:13 3
ÍBV 6 0 2 4 3:13 2
Inkasso-deild karla
Magni – Fram........................................... 1:1
Staðan:
Keflavík 4 3 1 0 10:2 10
Víkingur Ó. 4 3 1 0 6:1 10
Fjölnir 4 3 0 1 11:6 9
Njarðvík 4 2 1 1 5:5 7
Leiknir R. 4 2 0 2 9:7 6
Þór 4 2 0 2 7:6 6
Fram 4 1 2 1 6:6 5
Þróttur R. 4 1 1 2 9:9 4
Grótta 4 1 1 2 7:9 4
Afturelding 4 1 0 3 4:12 3
Haukar 4 0 2 2 4:7 2
Magni 4 0 1 3 4:12 1
2. deild karla
Kári – Fjarðabyggð.................................. 1:4
Vestri – Þróttur V .................................... 0:2
Völsungur – ÍR ......................................... 2:0
Leiknir F. – KFG ..................................... 4:0
Staðan:
Selfoss 4 3 0 1 11:3 9
Völsungur 4 3 0 1 6:5 9
Víðir 4 2 1 1 8:8 7
Leiknir F. 4 1 3 0 9:5 6
Fjarðabyggð 4 2 0 2 7:5 6
Vestri 4 2 0 2 6:7 6
KFG 4 2 0 2 5:6 6
Dalvík/Reynir 4 1 2 1 5:5 5
Þróttur V. 4 1 2 1 5:6 5
Kári 4 1 1 2 7:8 4
ÍR 4 1 1 2 4:6 4
Tindastóll 4 0 0 4 1:10 0
3. deild karla
Sindri – Augnablik ................................... 0:0
Skallagrímur – KF ................................... 0:1
Staðan:
KF 4 3 1 0 10:3 10
Kórdrengir 4 3 1 0 9:3 10
KV 4 3 0 1 10:5 9
Álftanes 4 2 1 1 9:7 7
Vængir Júpiters 4 2 0 2 6:6 6
Augnablik 4 1 2 1 8:6 5
Reynir S. 4 1 2 1 5:4 5
Höttur/Huginn 4 1 1 2 5:5 4
Sindri 4 1 1 2 3:6 4
Einherji 4 1 0 3 4:8 3
Skallagrímur 4 1 0 3 3:11 3
KH 4 0 1 3 6:14 1
KNATTSPYRNA
1:0 Daníel Hafsteinsson 76.
2:0 Nökkvi Þeyr Þórisson 80.
I Gul spjöldÓskar Elías Zoëga, Jonathan
Franks, Priestley Griffiths, Gilson
Correia (ÍBV).
I Rauð spjöldEkkert
KA – ÍBV 2:0
M
Hallgrímur Jónasson (KA)
Callum Williams (KA)
Daníel Hafsteinsson (KA)
Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
Halldór Páll Geirsson (ÍBV)
Diego Coelho (ÍBV)
Dómarar: Vilhjálmur Alvar Þór-
arinsson, Gylfi Már Sigurðsson og
Sigurður Þorsteinsson, 9.
Áhorfendur: 746.
Gullfiskur
Kæliþurrkaður harðfiskur
semhámarkar ferskleika,
gæði og endingu.
Inniheldur 84%prótein.
84%prótein - 100% ánægja
Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is
Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur
Tilvalinn með
á völlinn í
sumar
1:0 Kolbeinn B. Finnsson 11.
1:1 Hjörtur Logi Valgarðsson 22.
2:1 Helgi Valur Daníelsson 60.
2:2 Brandur Olsen 62.
I Gul spjöldGuðmundur Kristjánsson
(FH), Ásgeir Eyþórsson (Fylki).
FYLKIR – FH 2:2
M
Hákon Ingi Jónsson (Fylki)
Helgi Valur Daníelsson (Fylki)
Aron Snær Friðriksson (Fylki)
Ragnar Bragi Sveinsson (Fylki)
Kolbeinn Birgir Finnsson (Fylki)
Vignir Jóhannesson (FH)
Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Brandur Olsen (FH)
Björn Daníel Sverrisson (FH)
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson, 6.
Áhorfendur: 1.532.
0:1 Andri Rafn Yeoman 76.
I Gul spjöldElfar Freyr Helgaso (Breiða-
bliki), Bjarni Ólafur Eiríksson (Val),
Arnar Sveinn Geirsson (Breiðabliki),
Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðabliki).
I Rauð spjöldKristinn F. Sigurðsson (Val)
MM
Hannes Þór Halldórsson (Val)
Kolbeinn Þórðarson (Breiðabliki)
VALUR – BREIÐABLIK 0:1
M
Aron Bjarnason (Breiðabliki)
Andri Rafn Yeoman (Breiðabliki)
Guðjón P. Lýðsson (Breiðabliki)
Damir Muminovic (Breiðabliki)
Jonathan Hendrickx (Breiðabliki)
Arnar Sveinn Geirsson (Breiðabl.)
Elfar Freyr Helgason (Breiðabliki)
Ólafur Karl Finsen (Val)
Sigurður Egill Lárusson (Val)
Birkir Már Sævarsson (Val)
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson, 6.
Áhorfendur: 1.528.