Morgunblaðið - 27.05.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.05.2019, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. MAÍ 2019 V E R T Heilsutvenna uppfyllir daglega vítamín- og steinefnaþörf Íslendinga í tveimur perlum. - því að sumt virkar betur saman Stundum þarf tvo til 0:1 Óskar Örn Hauksson 5. I Gul spjöldSölvi Geir Ottesen, Guð- mundur Andri Tryggvason og Ágúst Eðvald Hlynsson (Víkingi), Finnur Orri Margeirsson (KR) I Rauð spjöldSölvi Geir Ottesen (Víkingi) 77. (beint rautt fyrir högg). VÍKINGUR R. – KR 0:1 M Sölvi Geir Ottesen (Víkingi) Logi Tómasson (Víkingi) Viktor Andrason (Víkingi) Kennie Chopart (KR) Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR) Kristinn Jónsson (KR) Finnur Orri Margeirsson (KR) Óskar Örn Hauksson (KR) Dómari: Pétur Guðmundsson, 6. Áhorfendur: 680. Rússland Akhmat Grosní – Rostov......................... 1:0  Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Rostov, Björn Bergmann Sigurðarson var hinsvegar varamaður og kom ekki við sögu. CSKA Moskva – Krilia Sovetov ............. 6:0  Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson léku allan leikinn fyrir CSKA og skoruðu sitt markið hvor. Krasnodar – Rubin Kazan...................... 1:0  Jón Guðni Fjóluson sat á varamanna- bekknum hjá Krasnodar.  Lokastaða efstu liða: Zenit Pétursborg 64 stig, Lokomotiv Moskva 56, Krasnodar 56, CSKA Moskva 51, Spartak Moskva 49, Arsenal Tula 46, C Orenburg 43, FC Ak- hmat Grozny 42, Rostov 41. Ítalía Cagliari – Udinese................................... 1:2  Emil Hallfreðsson lék allan leikinn fyrir Udinese og skoraði fyrra mark liðsins sem endaði í 12. sæti af 20 liðum. Spánn Bikarúrslitaleikur: Barcelona – Valencia................................ 1:2 B-deild: Tenerife – Real Oviedo............................1:2  Diego Jóhannesson lék allan leikinn fyr- ir Real Oviedo. Tyrkland Umspil, undanúrslit, seinni leikur: Osmanlispor – Gazisehir ........................ 2:0  Theódór Elmar Bjarnason lék allan leik- inn fyrir Gazisehir.  Gazisehir í úrslit eftir 9:8 sigur í vítak. Sviss Lugano – Grasshoppers.......................... 3:3  Rúnar Már Sigurjónsson var ekki í leik- mannahópi Grasshoppers sem varð neðst og féll. Danmörk OB – Bröndby........................................... 0:2  Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn fyrir Bröndby sem endaði í 4. sæti og komst í umspil um Evrópusæti. Svíþjóð Malmö – Eskilstuna ................................. 5:0  Arnór Ingvi Traustason lék fyrstu 68 mínútur leiksins fyrir Malmö. Helsingborg – Falkenberg ..................... 1:1  Andri Rúnar Bjarnason lék allan leikinn fyrir Helsingborg og skoraði mark liðsins. Noregur Mjöndalen – Haugesund ......................... 1:4  Dagur Dan Þórhallsson sat á meðal varamanna Mjöndalen allan leikinn. Vålerenga – Lilleström........................... 0:3  Matthías Vilhjálmsson lék allan leikinn fyrir Vålerenga.  Arnór Smárason lék fyrstu 73 mínútur leiksins fyrir Lilleström. Þýskaland Bikarúrslitaleikur karla: RB Leipzig – Bayern München .............. 0:3 KNATTSPYRNA Akranesi var helst til sterk, sem varð til þess að fjölmargar send- ingar þeirra fóru beint aftur fyrir endamörk. Skagamenn lágu til baka og Stjörnumenn, sem voru ívið meira með boltann, fundu engar glufur á vel skipulagðri vörn þeirra. En eftir fyrra mark heimamanna snemma í síðari hálfleik, sem kom eftir að Stjörnumenn sofnuðu eilítið á verðinum í innkasti, varð ljóst að róðurinn yrði þungur fyrir gestina úr Garðabæ. Skagamönnum óx ás- megin og voru þeir mun líflegri en Stjörnumenn, sem virtust aldrei lík- legir til þess að skora í þessum leik. Stefán Teitur Þórðarson stýrði leik Skagamanna af mikilli yfirveg- un á miðjunni og var að öðrum ólöst- uðum besti leikmaður vallarins, en senuþjófur kvöldsins var þó tví- mælalaust Steinar Þorsteinsson, sem kom inn á sem varamaður eftir tæplega hálftíma leik. Hann lagði upp fyrra markið með hnitmiðaðri fyrirgjöf og skoraði það síðara sjálf- ur í uppbótartíma. Það er enginn nýliðabragur á liði Skagamanna í ár, þeir eru gríðar- lega vel skipulagðir til baka, grimm- ir og áræðnir þegar þeir sækja. Stuðningsmaður liðsins sagði blaða- manni að á Akranesi hugsuðu þeir sem eldri eru nú til ársins 1992 og létu sig dreyma um endurtekningu þess magnaða afreks, er nýliðar ÍA urðu meistarar. Hvort það fari svo skal látið ósagt, en Skagamenn geta borið höfuðið hátt eftir frábæra byrjun í deild þeirra bestu. Síðasti hjá Björgvini fram í júlí? Björgvin Stefánsson gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir KR þar til í júlí þegar hann lék í 1:0-sigri liðsins á Víkingi R. í síðasta „heima- leiknum“ sem Víkingar þurfa að leika í Laugardal í deildinni í sumar. Aganefnd KSÍ er komin með um- mæli Björgvins, þar sem hann talaði með fordómafullum hætti í lýsingu á leik í 1. deild, inn á sitt borð og tekur þau væntanlega fyrir á morgun. Fái Björgvin leikbann verður það ef- laust að lágmarki 5 leikir. Björgvin var lítt áberandi gegn Víkingum og miðað við þann leik gæti KR alveg spjarað sig án þessa duglega framherja, þó að auðvitað væri slæmt fyrir KR-liðið að missa leikman sem þegar hefur skorað 3 mörk í sumar. Fjarvera hans, verði hún einhver, gæti verið vatn á myllu Ægis Jarls Jónassonar sem býr yfir hæfileikum til að blómstra í toppliði í deildinni, eins og KR er. Þaul- skipulagður varnarleikur var lykill- inn að sigrinum á laugardag, þar sem síungur Óskar Örn Hauksson skapaði helstu hættuna fram á við. Þrír dómarar í 85 mínútna leik KA vann ÍBV á heimavelli sínum á laugardag í merkilegum leik. Eftir bragðdaufan leik settu KA-menn á fullt stím. Með góðum spilköflum sköpuðu þeir tvö mörk og víti sem fór í súginn. Unnu þeir leikinn 2:0 en mörkin og vítið komu á sjö mínútna kafla skömmu fyrir leikslok. Þrír dómarar dæmdu leikinn. Vil- hjálmur Alvar Þórarinsson meiddist snemma leiks og tafðist leikurinn um níu mínútur við það. Aðstoðar- dómarinn, Gylfi Már Sigurðsson, tók við og stóð sig vel fram að hálfleik. Uppbótartíminn í fyrri hálfleik var bara fjórar mínútur og má því segja að leikurinn hafi bara verið 85 mín- útur. Eftir hlé var Sigurður Þrast- arson kominn með flautuna. KA liðið var bitlaust í leiknum með Elfar Árna Aðalsteinsson fjar- verandi. Skiptingar liðsins breyttu miku og varamennirnir gerðu gæfu- muninn hjá KA. Daníel Haf- steinsson var bestur heimamanna án þess þó að vera áberandi. Eyjamenn voru þéttir og hefðu vel getað fengið eitthvað út úr leiknum. Diogo Co- elho var þeirra sprækastur og spyrnur hans sköpuðu helstu hætt- una upp við mark KA. Lúnir leggir í Kórnum Þeir 410 áhorfendur sem borguðu sig inn á leik HK og Grindavíkur í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu á laugardag urðu ekki vitni að leiftr- andi sóknarleik. Ljóst var frá fyrstu mínútu að bæði lið voru sátt með eitt stig og spilaðist leikurinn eftir því. Grindvíkingar hafa ekki tapað leik síðan í fyrstu umferð og HK-ingar höfðu fram að leiknum á laugardag fengið öll fjögur stig sín á heima- velli. Liðin geta því verið sátt að því leytinu með frammistöðuna á laug- ardag; Grindavík tapaði ekki og HK hefur nú náð í fimm stig á heima- velli. Varnarmenn beggja liða léku ágætlega og þá þótti mér Atli Arn- arson leika mjög vel á miðjunni hjá HK. Vladan Djogatovic í marki Grindavíkur greip vel inn í þegar á þurfti að halda. Sóknarmenn beggja liða geta gert mun betur og kannski er hægt að kenna álagi um að ekki var mikið um tilþrif í Kórnum á laugardag. Sjö leikir á fjórum vikum er ef til vill of mikið fyrir áhuga- menn á Íslandi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigurmark Andri Rafn Yeoman, leikmaður Breiðabliks, nýbúinn að spyrna boltanum framhjá Hannesi Þór Halldórssyni markverði Val. I Gul spjöldAndri Jónasson, Ásgeir Mar- teinsson (HK). Gunnar Þorsteinsson (Grindavík). I Rauð spjöldEkkert HK – GRINDAVÍK 0:0 M Ásgeir Börkur Ásgeirsson (HK) Atli Arnarson (HK) Björn Berg Bryde (HK) Vladan Djogatovic (Grindavík) Elias Tamburini (Grindavík) René Joensen (Grindavík) Dómari: Guðmundur Ársæll Guð- mundsson, 8. Áhorfendur: 410. 1:0 Einar Logi Einarsson 54. 2:0 Steinar Þorsteinsson 90. I Gul spjöldTryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA), Baldur Sigurðsson, Jóhann Lax- dal, Jósef Kristinn Jósefsson (Stjörnunni). I Rauð spjöldEkkert. ÍA – STJARNAN 2:0 M Stefán Teitur Þórðarson (ÍA) Steinar Þorsteinsson (ÍA) Gonzalo Zamorano (ÍA) Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA) Einar Logi Einarsson (ÍA) Marcus Johansson (ÍA) Martin Rauchenberg (Stjörnunni) Eyjólfur Héðinsson (Stjörnunni) Hilmar Á. Halldórsson (Stjörnunni) Dómari: Sigurður Hjörtur Þrast- arson 9. Áhorfendur: 1.726.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.