Morgunblaðið - 27.05.2019, Qupperneq 29
Menning
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. MAÍ 2019
Safn íslenskra nú-
tímaljóða á rússnesku
Skáld og þýðandi Olga Markelova ásamt einni af tuttugu skáldum sem
hún þýðir á rússnesku, Gerði Kristný, sem heldur á ljóðasafninu.
Og hún gerir það sem sjaldan er gert
í ljóðatextum þýddum – að virða ís-
lenska stuðlasetningu – sá sam-
hljómaleikur er ekki óþekktur í rúss-
neskum skáldskap en þá kannski
helst sem lítt reglubundin aukageta.
En Olga leysir þennan vanda á sinn
hátt af prýði. Byrjunin á Þingvalla-
kvæði Lindu Vilhjálmsdóttur hljómar
til dæmis svo:
Rezhet súmrak / rúnami sklony
né spjat na polé / svojstvenniki
I téni skaldov / na konjakh skatsjút
tsjekanja v skalakh / stúki kopyt.
Heldur brúarsmíð áfram
Olga gerir kvæðin alloft aðgengi-
legri rússneskum lesendum með neð-
anmálsskýringum sem einkum varða
sögu og bókmenntalegar tilvísanir.
Þetta er vel til fundið og sýnir vel hve
heimavön hún er orðin í íslenskum
skáldskaparheimi.
Rússar hafa reyndar þýtt furðu
mikið af íslenskum kveðskap – allt frá
Höfuðlausn, dróttkvæðum vísum,
Aldarhætti Hallgríms, ljóðum þjóð-
skálda nítjándu aldar – og svo til okk-
ar daga. Á níunda áratug sl. aldar
kom út á rússnesku allmikið úrval
kvæða þeirra skálda sem næst fara á
undan þeim sem Olga nú kynnir. Nú
hefur hún haldið þessari brúarsmíð
áfram með þeim hætti að allir hafa
sóma af.
» Lesandinn færnauðsynlegar fregn-
ir af átökum hefðar og
tilraunastarfs, af skop-
færslum sem og helgi-
myndabrjótum, af fem-
ínisma og pönki …
Þórarinn Eldjárn Ingibjörg Haraldsdóttir
MegasLinda Vilhjálmsdóttir
Vilborg Dagbjartsdóttir Sigurður Pálsson
AF BÓKMENNTUM
Árni Bergmann
Út er komið í Moskvu Anto-logia sovremmennoj islands-koj poezii, úrval íslenskra
samtímaljóða í þýðingu Olgu Marke-
lovu, norrænufræðings og skálds,
sem hefur þýtt úr íslensku bæði
bundið mál og skáldsögur, einnig gef-
ið út úrval færeyskra ljóða og skrifað
margt um Norðurlandabókmenntir.
Í inngangsorðum hennar er því
fyrst slegið fram hve miklu varði að
þýða íslenskan kveðskap því „Ísland
án ljóða er eins ófullgerð mynd og Ís-
land án jökla og eldfjalla“. Síðan gerir
Olga grein fyrir því að hún hafi valið
ljóð eftir tuttugu skáld, allt frá þeim
sem gáfu út sín fyrstu ljóðakver á sjö-
unda áratug liðinnar aldar og til
skálda sem nýstigin eru inn á ritvöll,
með það fyrir augum að gefa sem
best yfirlit yfir það sem einkennir ís-
lenska ljóðlist fyrir og um þúsalda-
mót. Olga gerir í þessum greinargóða
formála stuttlega grein fyrir fornri og
sterkri skáldskaparhefð á Íslandi og
hvernig henni reiddi af allt frá byrjun
síðustu aldar – en útfærir lýsinguna
ítarlegar í umfjöllun um það sem ger-
ist í og eftir „formbyltinguna sem
kennd var við atómskáld“. Lesandinn
fær nauðsynlegar fregnir af átökum
hefðar og tilraunastarfs, af skop-
færslum sem og helgimyndabrjótum,
af femínisma og pönki, af pólitískri af-
skiptasemi skálda, af módernisma og
postmódernisma.
Að svo búnu birtir Olga fimm
ljóð eftir hvert skáld og lætur ís-
lenska frumtextann fylgja fyrsta
kvæði hvers og eins. Bókin hefst á
ljóðum Vilborgar Dagbjartsdóttur,
Guðbergs Bergssonar, Ingibjargar
Haraldsdóttur og Megasar, hún nem-
ur staðar við Sigurð Pálsson og Þór-
arin Eldjárn, Lindu Vilhjálmsdóttur
og Hallgrím Helgason og lýkur ferða-
lagi sínu m.a. á ljóðum eftir Eirík Örn
Nordal og Kristínu Eiríksdóttur –
svo aðeins helmingur skáldanna sé
nefndur. En helmingur þeirra eru
konur og helmingur karlar.
Margar skemmtilegar lausnir
Að því er sjálft ljóðavalið varðar
gengur Olgu vel að láta fimm kvæða
skammt segja furðu margt um skáld-
skap hvers og eins. Þegar á heildina
er litið má segja að hún leggi sig ekki
síst fram um að þýða kvæði sem
koma með einum eða öðrum hætti að
vanda íslenskrar menningarviðleitni
og þar með skáldskaparins sjálfs:
tekst að tryggja honum áfram virð-
ingu og sterkt líf í samfélaginu, eru
iðkendur hans „einu konungar Ís-
lands“ eða eru menn aðeins að krota
„á spássíur“ í hinni miklu bók Evr-
ópu? Eins og segir í tveim kvæðum
Sigurðar Pálssonar, sem Olga þýðir
reyndar með sérstökum ágætum.
Það er næsta erfitt að fella dóma
yfir þessum hundrað þýðingum: hvar
skal byrja, hvar skal standa? Vitan-
lega verður lesandi sem er læs á
tungurnar tvær missáttur við árang-
urinn. Ef til vill finnst honum best
ganga þýðingarverkið í glímunni við
einfaldleika, hreinleika, einlægan
raddblæ „opinna“ ljóða eins og þeirra
sem Vilborg Dagbjartsdóttir og Ingi-
björg Haraldsdóttir eiga í þessu
safni, og mætti fleiri skáldum við
bæta. Þegar svo tekist er á við rím,
jafnvel rímþrautir, sem og ýmislegan
grallaraskap í meðferð tungumálsins
og meningararfsins hlýtur nákvæmni
í þýðingu alltaf öðru hvoru að víkja,
og sumt skipir um blæ eða fer for-
görðum – ekki síst þegar slegið er á
strengi skopfærslu og háðs. En einn-
ig í glímu sinni við kveðskaparhefðina
og íróníuna finnur Olga Markelova
margar skemmtilegar lausnir og hug-
vitssamlegar – ég nefni til dæmis
Megasarsöngva og kvæði Þórarins
Eldjárns um Katanesdýrið og Gretti.