Morgunblaðið - 27.05.2019, Blaðsíða 32
Sími 555 3100 www.donna.is
Vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Honeywell
fyrir heimilið
Láttu gusta umþig!
Viftur
Hitarar
Lofthreinsitæki
Söngkonurnar Hlín Pétursdóttir
Behrens og Magnea Tómasdóttir
koma fram í tónleikum í Hann-
esarholti annað kvöld, þriðjudag,
klukkan 20. Gerrit Schuil verður við
slaghörpuna. Munu þau á tónleik-
unum leita í þýskar tónbókmenntir
og flytja sönglög eftir Johannes
Brahms, Ölmu Mahler, Peter Corne-
lius og Richard Strauss.
Hlín, Magnea og Gerrit
í Hannesarholti
MÁNUDAGUR 27. MAÍ 147. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Ekkert fær stöðvað Skagamenn um
þessar mundir í úrvalsdeildinni í
knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni.
Liðið vann Stjörnuna, 2:0, og
treysti stöðu sína í efsta sæti deild-
arinnar. Raunir Íslandsmeistara
Vals halda áfram. Valsmenn eru í
þriðja neðsta sæti deildarinnar eft-
ir tap, 1:0, á heimavelli fyrir Breiða-
bliki. »26
Skagamenn vinna
og Valsmenn tapa
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
„Ég hlakka til að leika í deild
þeirra bestu á næsta vetri. Þar vil
ég vera og var ástæðan fyrir því að
ég yfirgaf Emsdetten á sínum tíma
og samdi við Balingen, það er að
leika í efstu deild,“ segir Oddur
Gretarsson handknattleiks-
maður sem ásamt fé-
lögum sínum
í Balingen
tryggði sér
um helgina
sæti í þýsku
1. deildinni í handknatt-
leik á næstu leiktíð.
Oddur hefur leikið vel á
keppnistímabilinu og er
í hópi markahæstu
manna 2. deildar með
ríflega 200
mörk. »24
Oddur er á leið þangað
sem hann vill vera
bótafélag dönsku kaupstaðanna
1874“.
Skápurinn er ekki einungis skrif-
stofudjásn heldur notaður fyrir
mikilvæg gögn og pappíra. Þegar
spurnir bárust af því um miðjan
nóvember 2008 að Alþjóðagjaldeyr-
issjóðurinn, AGS, ætlaði að skerða
allar innistæður á bankareikningum
niður í tryggingafjárhæð að upp-
hæð 20.887 evrur var haft á orði að
skápurinn væri orðinn mun örugg-
ari geymsla fyrir peninga Faxaflóa-
hafna en bankinn.
„Hafnasagan er merkileg og
samtvinnuð vexti og þróun Reykja-
víkurborgar og svo er enn í dag og
verður um ókomin ár,“ segir Gísli.
„Þó svo að peningaskápurinn geymi
nú merka muni úr hafnasögunni í
stað peninga þá eru meginverð-
mæti Reykjavíkurborgar og sveit-
arfélaganna, sem eiga Faxaflóa-
hafnir, sem fyrr fólgin í sterkum
hafnarsjóði og öflugum fyrirtækjum
á hafnarsvæðunum. Það má því
segja að arður eigendanna verði til
í höfnum Faxaflóahafna og að pen-
ingaskápurinn sé hornsteinn þeirra
sanninda.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Gamall, stór og voldugur pen-
ingaskápur vekur athygli í húsa-
kynnum Faxaflóahafna við
Tryggvagötu í Reykjavík. „Hann á
sér enda langa og merkilega sögu,“
segir Gísli Gíslason hafnarstjóri.
Hafnarnefnd í Reykjavík kom
fyrst saman snemma árs 1856, en
erindisbréf hennar var tilbúið 15.
maí sama ár. Verkefnin voru að-
allega að innheimta hafnargjöld,
hafa eftirlit með eigum hafnarinnar,
koma með tillögur um úrbætur og
annast framkvæmd þeirra, eins og
fram kemur í bók Guðjóns Frið-
rikssonar, Hér heilsast skipin, fyrra
bindi, um sögu Faxaflóahafna.
Mörg verkefni
Hafnarsjóður gildnaði og í sam-
antekt Guðjóns kemur fram að
hann hafi í raun „verið peninga-
uppspretta flestra framfaramála í
Reykjavík fram undir 1910 auk
þess sem margir einstaklingar í
bænum fengu lán úr sjóðnum til
húsbygginga“. Bæjarsjóður var líka
drjúgur lántakandi hjá sjóðnum.
Verkefni sem sjóðurinn stóð að
öllu leyti eða að hluta undir að fjár-
magna voru til dæmis slökkvilið,
barnaskólabyggingar, leikfimishús,
Skólavarðan, fyrsta götulýsingin,
lagning nokkurra vega, eins og
Skólavörðustígs, Laugavegar og
Kaplaskjólsvegar, Sundlaugarnar,
fyrsta holræsið og kaup á jörðum.
Hornsteinn
Ekki leið á löngu þar til ráðlegt
þótti að kaupa eldfastan peninga-
skáp undir hafnarsjóðinn og var
það gert 1872. Fyrir valinu varð
skápur frá enska fyrirtækinu
Thomas Withers and Sons Ltd.
Bæjarsjóður var einnig geymdur í
skápnum „og brátt urðu fjármál
hafnar og bæjar svo samtvinnuð að
sami maður, Óli P. Möller, gegndi
stöðu bæjargjaldkera og hafnar-
gjaldkera auk þess sem hann var
innheimtumaður brunabóta eftir að
Reykjavík fékk inngöngu í Bruna-
Peningaskápurinn
notaður í nær 150 ár
Hafnarsjóður peningauppspretta framfaramála í Reykjavík
Forngripur Jón Þorvaldsson aðstoðarhafnarstjóri og Gísli Gíslason hafn-
arstjóri við skápinn sem hafnaryfirvöld tóku í gagnið 1872.