Morgunblaðið - 30.05.2019, Side 1
F I M M T U D A G U R 3 0. M A Í 2 0 1 9
Stofnað 1913 126. tölublað 107. árgangur
ATVINNUBLAÐ
MORGUN-
BLAÐSINS
FRUMSÝNT Í
METROPOLIT-
AN-SAFNINU
HÆGUR EN
ÖRUGGUR VÖXTUR
Á AKUREYRI
RAGNAR KJARTANSSON 66-67 ÁSTHILDUR STURLUDÓTTIR 32-33FINNA VINNU
Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500
Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504
Komdu og gerðu frábær kaup.
Sérsníðum dýnur í öllum stærðum
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss,
segir að það sé ekki spurning hvort
heldur hvenær Ölfus muni vaxa.
Koma fraktflutningaskipsins Myk-
ines sem siglir milli Rotterdam og
Þorlákshafnar hafi gjörbreytt dag-
legum rekstri hafnarinnar í Þorláks-
höfn. Áhugi sé fyrir því að auka frakt-
siglingar bæði milli Bretlands og
Þorlákshafnar og til meginlands Evr-
ópu sem og farþegaflutninga.
,,Með slíkum siglingum myndi
sparast mikill útblástur og tugir þús-
unda lítra af olíu,“ segir Elliði, sem
leggur áherslu á að Ölfus ætli sér að
vera leiðandi í öllu sem tengist um-
hverfisvænni og sjálfbærri matvæla-
framleiðslu. Í því skyni bendir Elliði
m.a. á spennandi verkefni í tengslum
við Jarðhitagarðana á Hellisheiði og
starfsemi Algae Innovation.
Í Þorlákshöfn er skipulag 600 til
700 nýrra íbúða í undirbúningi sem og
skipulag athafnasvæða undir seiða-
eldi og fleira er í smíðum. ge@mbl.is
Allt að gerast í Ölfusi
Hundruð íbúða í undirbúningi Mykines gjörbreytir
daglegum rekstri hafnarinnar Sóknarfærin fjölmörg
MMikil uppbygging í Ölfusi »10-11
Merin Aldís kastaði fyrsta folaldi sínu í gær og ákvað eigandi
hennar, Kristinn Guðnason, bóndi í Árbæjarhjáleigu, að fol-
aldið fengið nafnið Raxi eftir ljósmyndaranum sem kom að
þegar merin kastaði. Aldís er undan Aldri frá Brautarholti og
faðirinn Hilmir undan Spuna frá Vesturkoti. Að Raxa standa
því sterkir stofnar og er mikils af honum að vænta.
Morgunblaðið/RAX
Merin Aldís kyssir Raxa son sinn í fyrsta sinn
„Ég tel óheppilegt að aðstoðar-
maður ráðherra, sem hefur sterk
fjölskyldutengsl inn í fiskeldis-
fyrirtæki, hafi jafn mikla aðkomu að
málinu og raun ber vitni,“ segir Óð-
inn Sigþórsson sem sat í starfshópi
sjávarútvegsráðherra um stefnu-
mörkun í fiskeldi. Vísar hann til þess
að Gunnar Atli Gunnarsson, aðstoð-
armaður Kristjáns Þórs Júlíussonar,
sjávarútvegs- og landbúnaðarráð-
herra, er mágur fjármálastjóra Arc-
tic Fish. Fyrir þinginu er frumvarp
um lagabreytingar í fiskeldi. Óðinn
segir þar m.a. fjallað um gildi um-
sókna um fiskeldisleyfi sem geti
varðað gífurlega fjárhagslega hags-
muni. Umsóknir kunni að verða
felldar niður og áformað að heimila
uppboð á fiskeldisleyfum. »18
Gagnrýnir tengsl inn
í fiskeldisfyrirtæki
Finnur að aðkomu aðstoðarmanns