Morgunblaðið - 30.05.2019, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019
ÚTSÖLU LÝKURLAUGARDAGINN1.JÚNÍ
SEINASTISÉNS
Vegna framkvæmda við breikkun Suðurlandsvegar frá Varmá við Hvera-
gerði og langleiðina að Kotstrandarkirkju hefur umferðinni verið beint
framhjá. Hún fer um svokallaðan Ölfusveg sem verður hliðarvegur fyrir
bæina við Suðurlandsveg og mun liggja að Selfossi með tíð og tíma. Ölfus-
vegur mun fækka mjög tengingum inn á Suðurlandsveg. Hann er það
breiður að hægt verður að koma þar fyrir hjólabraut. Góður gangur er í
framkvæmdum og er áætlað að færa umferðina í sinn fyrri farveg 15. sept-
ember. Þá verði næsti áfangi, að Biskupstungnabraut, boðinn út.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Umferðin fer til bráðabirgða um nýjan Ölfusveg
Framkvæmdir við breikkun Suðurlandsvegar ganga vel
Maður verður
bara að bíða og
vona og reyna að
vera jákvæður.
Vonin lifir um að
loka málinu ein-
hvern veginn,“
segir Davíð Karl
Wiium, bróðir
Jóns Þrastar
Jónssonar sem
hvarf sporlaust í
Dublin í Írlandi fyrir rúmum þrem-
ur mánuðum.
Engar nýjar upplýsingar hafa
komið fram um það hvar Jón er að
finna.
„Það er í raun sama staðan uppi,
sama gamla harkið, að halda sam-
skiptum og vona það besta. Málið er
auðvitað opið og allt það, það er
kannski von á einhverjum fréttum
fljótlega.“
Davíð segir að fjölskyldan fái
reglulega skilaboð og símtöl varð-
andi málið.
„Það verður erfiðara eftir því
sem tíminn líður að halda þrótti en
okkur er sýndur mikill stuðn-
ingur.“ ragnhildur@mbl.is
„Vonin lifir um
að loka málinu“
Jón Þröstur
Jónsson
kaupin um 2⁄3. Þegar við erum búin
að borga fjárfestinguna á þetta að
leiða til lækkunar á húshitunar-
kostnaði. Þessi framkvæmd kostar
1,8 milljarða og þá þarf að borga.“
Stöðin er 10,4 MW og er gert ráð
fyrir að hún anni um 80% af orku-
þörf heitaveitunnar í Eyjum.
Í fréttatilkynningu segir að orku-
notkun kyndistöðvarinnar hafi verið
80-85 GWst síðustu árin. Gert er ráð
fyrir að heildarorkunotkun verði
innan við 30 GWst þegar öllum
framkvæmdum verður lokið. Mis-
munurinn er sóttur í 5-12°C heitan
sjó sem sóttur er í borholur, um
2.000 m3 á klukkustund.
Byggt var tæplega 900 m2 hús yf-
ir varmadælurnar, sem eru fjórar,
og annan búnað. Sjór sem búið er að
taka varmann úr og er 2-4°C heitur
fer að hluta frá varmadælunum til
fiskvinnslufyrirtækja sem nýta
hann til kælingar. Frá stöðinni fer
svo allt að 77°C heitt vatn til húshit-
unar. Það kemur síðan um 35°C
heitt til baka í stöðina og er hitað
upp á ný.
„Það er þessi rösklega 50 GWst
orkusparnaður sem á að gera verk-
efnið hagkvæmt því notkun hita-
veituvatns og þá tekjur aukast ekki.
Þessar 50 GWSt koma þá inn á al-
mennan markað raforku og er
varmadælustöðin þannig séð að okk-
ar mati ódýrasti virkjunarkostur
raforku um þessar mundir!“
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Næststærsta varmadælustöð í heimi
var tekin formlega í notkun í Vest-
mannaeyjum í gær. Þórdís Kolbrún
Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráð-
herra og Ívar Atlason, svæðisstjóri
vatnasviðs HS Veitna í Vestmanna-
eyjum, opnuðu stöðina.
„Þetta er mikill gleðidagur og
skiptir miklu fyrir Vestmannaeyja-
bæ,“ sagði Íris Róbertsdóttir,
bæjarstjóri. Hún sagði að varma-
dælustöðinni fylgi aukið afhend-
ingaröryggi á heitu vatni til húshit-
unar í Vestmannaeyjum.
Íris segir að þetta tímamótaverk-
efni sé umhverfisvænt, framsýnt og
til fyrirmyndar fyrir önnur svæði á
landinu þar sem ekki er jarðvarmi.
Sparar orkukaupin
„Með þessu minnkum við raforku-
kaup,“ sagði Ívar Atlason í samtali
við Morgunblaðið. „Við höfum hitað
hitaveituvatnið upp með rafskauta-
katli. Með þessu minnkum við orku-
Varmadælustöðin vígð í gær
Varmaorka úr hafinu notuð til að hita upp hús í Vestmannaeyjum „Mikill
gleðidagur,“ segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Sparar 50 GWst á ári
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Varmadælustöð Hún dregur hita úr sjó til að hita upp hitaveituvatnið.
Sjóvarmadælustöðin í Vestmannaeyjum fær ódýra orku úr hafi nu
Heimild:
HS veitur hf.
og Verkís
Heimili og fyrirtæki
Til dreifi kerfi s:
77ºC heitt vatn
Bakrás:
35ºC
heitt vatn
Fiskvinnslustöðvar Fiskiskip
Stjórnstöð sjókerf-
isins er í kyndistöð-
inni Þar er einnig
rafskautaketill til
framleiðslu á raf-
magni og heitu
vatni ásamt
olíuknúinni
vararafl stöð
Heitt vatn til kyndi-
stöðvar: 77ºC
Sjór:
5–12ºC
550
lítrar
á sek-
úndu
Bakrás: 1–3ºC
Fjórar
borholur
Sjódælur
Bakrás: 35ºC
Sjóvarmadælustöð, 10,4 megavött
Þrýsti-
ventill
Ammon-
íakspressa
Sjóvarmadælan vinnur eftir sömu lögmálum og kæliskápur
þar sem háþrýstivökvi fl ytur varmaorku milli tveggja varma-
skipta, eimi sem kælir niður og þétti sem hitar upp.
Í sjóvarmadælustöðinni er sjór leiddur í gegnum
varmaskipti sem háþrýst ammoníak kælir niður.
Orkan sem fæst með kælingunni fl yst yfi r í seinni
varmaskiptinn sem hitar upp hitaveituvatnið.
Eimir
Varmaskiptir
Þéttir
Varmaskiptir
Notendur hita-
veitunnar eru
1.428 en um
150 hús eru
enn kynt með
rafmagni.
Fiskvinnsla og útgerð
geta nýtt kaldan
sjó til
kælingar
á fi ski
Áætluð rafmagnsnotkun
hitaveitunnar án og með
sjóvarmadælu, GWh/ári:
Án Með
Rafskautaketill. . . .78,6 . . . 5,3
Varmadælukerfi . . . . . 0 . . 21,9
Samtals rafmagnsnotkun:
Án sjóvarmadælu . . . 78,6 GWh/ári
Með sjóvarmadælu . . 27,2 GWh/ári
66%
sparnaður
Tindur á Suð-
urskautslandi
var nýlega
nefndur eftir
gælunafni Guð-
finnu Th. Að-
algeirsdóttur,
prófessors í
jöklafræði við
Háskóla Íslands.
Hún hefur rann-
sakað jökla víða
um heim, m.a. á Suðurskautsland-
inu.
Erlendir samstarfsmenn eiga
erfitt með íslenskt nafn Guðfinnu
og hafa kallað hana Tolly. Tind-
urinn heitir því Tolly Nunatak.
Guðfinna beið fars til Suður-
skautslandsins á Falklandseyjum
haustið 2004 en varð fyrir því
óláni að slíta hásin og komst því
ekki. Félögum hennar þótti þetta
leitt og nefndu einn mælipunktinn
og merktu á kort „Tolly’s Heel“
eða Hæll Tollýjar.
Í frétt Háskóla Íslands kveðst
Guðfinna vera bæði glöð og hrærð
yfir þessu uppátæki félaga sinna.
Nafnanefnd Suðurskautslandsins
hefur staðfest nafnið.
gudni@mbl.is
Á nöfnu á
Suður-
skautslandi
Tindurinn heitir
Tolly Nunatak
Guðfinna Th.
Aðalgeirsdóttir