Morgunblaðið - 30.05.2019, Page 6

Morgunblaðið - 30.05.2019, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019 sp ör eh f. Sumar 31 Hér er á ferðinni glæsileg vikuferð til Ítalíu í strandbæinn Sottomarina sem er á töfrandi stað við Feneyjarlónið. Þar njótum við sólar á gylltri ströndinni og heimsækjum m.a. litla miðaldabæinn Cittadella, sem er umvafinn virkisveggjum frá 12. öld, og Feneyjar, eina mest heillandi borg Evrópu, en hún hefur löngum verið kölluð drottning Adríahafsins. 7. - 14. september Fararstjórn: Hlín Gunnarsdóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Verð: 199.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Dýrðardagar á Ítalíu Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Eftir hina gríðarlöngu málsþófstörn um orkupakkamálið síðustu daga hafa þingmenn Miðflokksins raðað sér í fimm efstu sætin á ræðulista Al- þingis. Sem fyrr er Birgir Þórarinsson í efsta sætinu. Á 149. löggjafarþinginu hefur hann flutt 779 ræður og at- hugasemdir (andsvör) og talað í 2.118 mínútur. Það gera 35 klukkustundir. Næstur kemur Þorsteinn Sæmunds- son 773/1.980, þriðji er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 595/1.411, fjórði er Ólafur Ísleifsson 436/1.270 og fimmti Bergþór Ólason með 492 ræð- ur og athugasemdir og hefur talað í 1,151 mínútu. Í sjötta sætinu er svo Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar með 1.122 mínútur. Þingfundi var slitið í gærmorgun og hafði hann þá staðið yfir í rúman sólarhring. Steingrímur J. Sigfússon þingforseti sagði við það tækifæri að ófremdarástand væri komið upp á Al- þingi vegna málþófs Miðflokksins um 3. orkupakkann og að hann ætlaði ekki að afhenda flokknum dagskrár- valdið á Alþingi. Á meðan málþófið stæði yfir biðu önnur mál þingsins af- greiðslu. „Sú umræða hefur staðið í yfir 132 klukkustundir. Þar af hafa þing- menn Miðflokksins talað í rúmlega 110 klukkustundir. Andsvör í þessari umræðu eru orðin 2.675 og hafa tekið 85 klukkustundir í flutningi,“ sagði Steingrímur um málið. Þegar Morgunblaðið kannaði síðast stöðuna á ræðulistanum 22. maí sl. hafði Birgir Þórarinsson flutt 518 ræður og athugasemdir og talað samtals í 1.505 mínútur. Hann hefur því á tæpri viku bætt við 261 ræðu sem staðið hafa yfir í 613 mínútur. Næst verður rætt um 3. orku- pakkann á morgun, föstudag, klukk- an 9:30. Sigmundur Davíð Gunn- laugsson boðaði í ræðu í fyrrinótt að þar hygðist hana koma með nýjar upplýsingar í málinu. Miðflokksmenn raða sér í fimm efstu sætin á ræðulista Næturfundur Svipmynd úr þingsal í fyrrinótt. Sigmundur Davíð Gunn- laugsson í ræðustól og Þorsteinn Sæmundsson skráir sig á mælendaskrá.  Hafa talað um þriðja orkupakkann í yfir 100 klst. Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Kærunefnd húsamála hefur staðfest að leigusala hafi verið heimilt að halda eftir 45 þúsund krónum af tryggingarfé leigutaka vegna skemmda á sófaborði í íbúð með hús- gögnum sem hann leigði til fjögurra mánaða á síðasta ári. Málið var rekið fyrir nefndinni vegna þess að leigu- taki sætti sig ekki við fjárhæðina sem leigusali krafðist. Í úrskurðinum kemur fram að hann er eingöngu byggður á þeim gögnum og sjón- armiðum sem sóknaraðili, þ.e. leigu- sali, lagði fyrir nefndina þar sem varnaraðili, leigutakinn, hefði ekki látið málið til sín taka fyrir nefndinni. Fram kemur að samkvæmt leigu- samningi lagði varnaraðili fram tryggingarfé að fjárhæð 220.000 kr. til tryggingar á réttum efndum á leigusamningnum. Í lok leigutíma hafi sóknaraðili haldið eftir 45.000 kr. af tryggingarfénu á þeirri forsendu að skemmdir hafi orðið á sófaborði í hans eigu. Í úrskurðinum segir að sófaborðið sé hringlaga viðarborð. Við skoðun eftir skil húsnæðisins hafi sóknaraðili séð að svartar rákir, líklega eftir svartan tússpenna, hafi verið á víð og dreif um borðið sem ekki hafi verið þar við upphaf leigutíma, auk krots eftir rauðan penna. Að auki hafi áferð borðsins verið mött og skýjuð sem telja megi að sé að rekja til þeirra efna sem notuð hafi verið við hreinsun eða þrif á borðinu á leigu- tíma. Líkt og sjá megi á mynd af sófaborðinu, sem hafi birst á face- booksíðu sambýliskonu varnaraðila, hafi barn þeirra krotað/teiknað mynd yfir stóran hluta borðsins með svört- um tússpenna. Þegar myndin sé bor- in saman við sófaborðið sjáist greini- leg merki þess að rákirnar sem hafi orðið eftir á borðinu stemmi við teikningu barnsins. Miðað við ástand hins leigða virðist sem barnið hafi fengið að teikna óáreitt á veggi og borð. Fenginn hafi verið verktaki til að þrífa húsnæðið eftir skilin og hann tjáð sóknaraðila að erfitt yrði að ná krotinu af borðinu og líklega þyrfti að pússa það upp og lakka. Gert hafi verið við sófaborðið og viðgerðin kostnað 70.000 kr. Sóknaraðili fari fram á að halda eftir 45.000 kr. af tryggingarfénu í bætur vegna kostn- aðar við viðgerðina og þar sem kostn- aðurinn hafi verið yfir 70.000 kr. sé ljóst að hluti hans falli á sóknaraðila sjálfan. Ljóst sé að skemmdir á sófa- borði vegna krots hafi komið til á leigutíma og varnaraðili beri því ábyrgð á þeim skemmdum sem hafi orðið vegna krotsins. Með hliðsjón af gögnum málsins og því að varnaraðili lét málið ekki til sín taka fyrir kærunefnd var fallist á kröfu sóknaraðila um að honum væri heimilt að halda eftir 45.000 kr. af tryggingarfé varnaraðila eins og krafist var. » Bætt fyrir krot barns á sófa- borð í leiguíbúð  Málið fór fyrir úrskurðarnefnd húsa- mála en varnaraðili svaraði engu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Húsnæði Umgengni í leiguíbúðum verður stundum að deiluefni. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Allar vikur eru betri hér en á Laugaveginum – ég hef aldrei setið í fangelsi, en mér líður eins og ég hafi nú losnað úr prísund,“ segir Sverrir Bergmann, eigandi Herrahússins Adams, í samtali við Morgunblaðið. Verslun Sverris var fyrst opnuð í miðbæ Reykjavíkur árið 1965. Seint á seinasta ári var ákveðið að loka versluninni við Laugaveg og flytja hana í Ármúla í Reykjavík. Þetta gerði Sverrir vegna þess að „borgarstjórn er að hrekja alla í burtu með götulokunum“. Frá því að verslunin var opnuð í nýja hús- næðinu hefur sala aukist mjög, eða um 40% í heildina og um 60% sumar vikur. Ástæðuna fyrir þessu segir Sverrir vera betra aðgengi að búð- inni og næg bílastæði fyrir við- skiptavini. Þá er húsaleiga einnig mun lægri en á Laugavegi, sem auð- veldar verslunarrekstur. Margir að gefast upp Sverrir segir algengt að við- skiptavinir hafi orð á því hversu að- gengileg verslun hans er nú borið saman við hvernig aðgengi var á Laugaveginum skömmu áður en Herrahúsið flutti þaðan fyrir fullt og allt. „Fyrir um viku kom hingað mað- ur sem styðst við hækjur á ferðum sínum. Sá sagðist ekki hafa getað komist á Laugaveginn í langan tíma því hann finnur þar hvergi bílastæði og getur ekki gengið langan veg,“ segir Sverrir og bætir við að hann fái nú einnig til sín kúnnahóp frá stórum nærliggjandi fyrirtækjum í Ármúla. Slíkt hafi ekki verið raunin í miðbæ Reykjavíkur. „Það eru bara svo margir sem hafa gefist upp á Laugaveginum, bæði verslunarmenn og viðskipta- vinir, því aðgengi er orðið svo slæmt, vont að fá bílastæði og mikið um lokanir og þrengingar. Þú sérð þetta sjálfur – það eru yfir 40 auð rými á Laugavegi og nágrenni núna. Það er alveg svakalegt,“ segir Sverrir og heldur áfram: „Ég veit ekki hvernig þetta endar allt saman, en mér finnst þeir sem stjórna í borginni vera að rústa verslun við Laugaveg.“ Morgunblaðið/Eggert Verslunarmaður Sverrir Bergmann, eigandi Herrahússins Adams, í nýrri verslun sinni við Ármúla í Reykjavík. Flúði Laugaveginn og salan rauk upp  Eins og ég hafi losnað úr prísund, segir verslunarmaður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.