Morgunblaðið - 30.05.2019, Side 16

Morgunblaðið - 30.05.2019, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019 VIÐTAL Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Atlantshafsbandalagið er ekki bara hern- aðarbandalag, það er svo miklu meira, banda- lagið snýst um lýðræði og að leyfa nýjum lýð- ræðisríkjum að verða til,“ segir Madeleine Moon, forseti þingmannasamtaka Atlantshafs- bandalagsins, en hún var stödd hér á landi fyr- ir skemmstu. Þingmannasamtökin voru stofn- uð árið 1954 og hafa allar götur síðan gegnt hlutverki samráðsvettvangs, þar sem þing- menn bandalagsríkjanna hafa getað ráðfært sig hver við annan um sameiginlega hagsmuni ríkjanna í öryggis- og varnarmálum. Eitt af hlutverkum þingmannasamtakanna er að mati Moon það að auka vitund almenn- ings í ríkjum bandalagsins um öryggis- og varnarmál. „Samtökin eru áhugaverð, því við höfum ekki yfirumsjón eða stjórn yfir ákvörð- unum bandalagsins, heldur er þetta eingöngu samráðsvettvangur þar sem þingmenn þjóð- anna geta farið yfir hvaða álitamál sem snerta bandalagið eru í deiglu innan hvers ríkis og velt upp hvernig hægt sé að auka skilning á þeim heima fyrir.“ Ofurhetjubandalag? Hún segir brýnt að auka skilning almenn- ings á hlutverki Atlantshafsbandalagsins. „Eftir endalok kalda stríðsins fórum við að taka friðinn sem gefinn, svo mjög að við hætt- um að tala um það hvernig ætti að tryggja ör- yggi okkar, og hættum um leið að tala um hvaða stofnunum við hefðum komið okkur upp til þess að tryggja friðinn.“ Moon vísar til nýlegrar skoðanakönnunar í Kanada þar sem fólk var spurt fyrir hvað NATO stæði. Þar hafi borið á að einhverjir svarendur hafi talið bandalagið hluta af „Jus- tice League of America“, bandalagi ofurhetja á borð við Leðurblökumanninn og Súpermann. „Þeir sem voru minnst með á nótunum voru ungt fólk og konur, þannig að það er verkefni mitt að endurreisa aftur þann skilning sem var, hvert hlutverk bandalagsins er,“ segir Moon með miklum sannfæringarkrafti í rödd- inni. Hún vísar jafnframt til þess að á sínum tíma hafi það verið fulltrúar þingmannasamtakanna sem hafi ferðast til fyrrverandi Sovétlýðvelda og austantjaldsríkja og boðið fram aðstoð við að breyta löndum, sem þar til nýlega höfðu bú- ið við einræði, í lýðræðis- og þingræðisríki. Hnattstaðan að breytast ört Talið berst að þátttöku og framlagi Íslands til Atlantshafsbandalagsins. Moon segir að Ís- land muni gegna lykilhlutverki á komandi ár- um. „Eitt af því sem slær mig er að ég tel að Ís- lendingar átti sig ekki á því hvernig hnattstaða landsins hefur breyst og er að breytast. Þegar þú horfir á landakortið sérðu Evrópu hér og Ameríku þar, Grænland og Ísland þarna í norðri. En Ísland er nú í óðaönn að verða mið- punkturinn,“ segir Moon. Hún bætir við að hlýnun jarðar fylgi ýmsar öryggisógnir og önnur vandamál, en að um leið hafi hún orðið til þess að snúa landakortinu á vissan hátt á hvolf. „Í hundruð ára hafa við- skipti milli Evrópu og Asíu farið suður fyrir Afríku og norður, en með bráðnun íshellunnar geta viðskiptin farið norðurleiðina, og hverjir eru þar í veginum, nema Ísland?“ spyr Moon. „Þið eruð í óðaönn að verða miðstöð þessara viðskiptatækifæra og hvernig það mun spilast og hverjar afleiðingarnar fyrir Ísland verða er eitthvað sem þarf að koma í ljós.“ Moon segir Íslendinga heppna að því leytinu til að fulltrúar Íslands hjá þingmannasamtök- unum séu mjög vel meðvitaðir um þessar áskoranir og ólmir í að taka þátt í umræðum og deila skilningi sínum. Fulltrúar Íslands séu því mikilsmetnir á vettvangi samtakanna. „Ég veit að það er ekki vinsælt að þingmenn ferðist til útlanda á vegum skattborgaranna, en svörin við þessum spurningum munu skipta Ísland höfuðmáli.“ Hún vísar til GIUK-svæðisins, sem sé aftur að verða mikilvægt í alþjóðasamskiptum eftir að hafa fallið í nokkra gleymsku eftir endalok kalda stríðsins. „Og Rússar ætla sér að stjórna þessari sjóleið. Þeir eru að byggja upp umtals- verðan herstyrk, ekki síst með kafbátum. Og Ísland er í miðpunkti þegar kemur að því að tryggja öryggi skipaflutninga milli Bandaríkj- anna og Evrópu. Þið eruð í miðpunkti fyrir ör- yggi allra sæstrengjanna sem bera netsam- skipti og upplýsingar um fjármál heimsins, og þegar skipin fara að sigla norðurleiðina, hverj- ir verða þá í miðpunkti? Jú, Ísland. Við þurfum því að geta rætt saman um það hvaða tækifæri og hvaða ógnir fylgja þessari nýju stöðu Ís- lands. Og ef þið einblínið bara á tækifærin er hætta á að aðrir muni finna veikleika hjá ykkur og nýta sér þá.“ Samstaðan kom skýrt í ljós Moon hefur setið á breska þinginu frá árinu 2005, en hún er fulltrúi Verkamannaflokksins í Bridgend, 50.000 manna bæjarfélagi í Wales. Eitt af þeim málum sem hún hefur látið sig varða er efnavopnaárásin í Salisbury, sem beindist að Sergei Skripal, fyrrverandi gagn- njósnara Breta í sovésku leyniþjónustunni. Moon segir að framferði Rússa í því máli hafi verið með miklum ólíkindum, og að hend- ing ein hafi ráðið því að ekki fór verr. Það hafi til dæmis verið lán í óláni að árásin var gerð í Salisbury, og að Skripal-feðginin hafi nánast fyrir tilviljun lent í umsjá læknis sem gat áttað sig á því hvað þarna hefði gerst og þannig kom- ið í veg fyrir að fleiri yrðu fyrir eituráhrifum. Moon nefnir að málið hafi ekki síst sýnt einn af styrkleikum Atlantshafsbandalagsins, sem sé samstaða ríkjanna og þau sameiginlegu gildi sem þar standi að baki. „Ég var í Lettlandi með bresku sendinefnd- inni þegar formaður hennar greindi þing- mannasamtökunum frá því sem hafði gerst og óskaði eftir stuðningi. Allir sem einn sögðust standa með okkur,“ segir Moon og bætir við að skilaboðin sem hafi verið send með samstöð- unni hafi skipt gríðarmiklu máli. „Því að næst gæti það verið þitt ríki sem er fórnarlambið og þá myndir þú vilja að bandamenn þínir stæðu með þér.“ Ísland að verða miðpunkturinn  Madeleine Moon, forseti þingmannasamtaka NATO, heimsótti Ísland fyrir skemmstu  Brýnt að auka vitund um hvað Atlantshafsbandalagið stendur fyrir  Hlutverk Íslands sífellt veigameira Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Samstaða Madeleine Moon, forseti þing- mannasamtaka Atlantshafsbandalagsins. Kontakt hefur fengið til sölu mjög góða herrafataverslun miðsvæðis í Reykjavík Kontakt hefur fengið til sölumeðferðar eina af bestu herrafataverslunum landsins. Um er að ræða Herrafataverslun Birgis, Fákafeni 11. Verslunin hefur starfað í áratugi og reksturinn gengið afar vel. Mikil viðskiptavild fylgir versluninni og eru mörg sterk vörumerki innandyra. Veltan undanfarin ár hefur verið mjög góð og afkoman með eindæmum góð. Allar nánari upplýsingar veitir Gunnar Svavarsson hjá Kontakt fyrirtækjaráðgjöf, sími 414 1200, gunnar@kontakt.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.