Morgunblaðið - 30.05.2019, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.05.2019, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019 30. maí 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.68 124.28 123.98 Sterlingspund 156.8 157.56 157.18 Kanadadalur 91.73 92.27 92.0 Dönsk króna 18.516 18.624 18.57 Norsk króna 14.214 14.298 14.256 Sænsk króna 12.933 13.009 12.971 Svissn. franki 123.14 123.82 123.48 Japanskt jen 1.1304 1.137 1.1337 SDR 170.59 171.61 171.1 Evra 138.31 139.09 138.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.4651 Hrávöruverð Gull 1283.9 ($/únsa) Ál 1761.0 ($/tonn) LME Hráolía 69.99 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Rautt var um að litast í Kauphöll Ís- lands í gær við lok- un markaða en ein- ungis bréf Icelandair og Kviku hækkuðu eftir við- skipti gærdagsins. Icelandair hækkaði um 1,77% í 174 milljóna króna við- skiptum og Kvika um 0,17% í 33 milljóna króna viðskiptum. Bréf heima- valla og Eimskips stóðu í stað enda engin viðskipti með bréf þeirra félaga. Mest lækkuðu bréf í Marel, eða um 2,78% í 907 milljóna króna viðskiptum eins og nánar er rakið hér á síðunni en þau viðskipti voru eins og svo oft áður umsvifamest. Bréf í Arion banka lækk- uðu um 2,46% í 142 milljóna króna við- skiptum. Töluverð viðskipti voru með bréf Festar í gær, eða 358 milljónir, og lækkuðu bréf félagsins num 1,59%. Marel og Arion banki lækkuðu mest í gær Viðskipti Ice- landair hækkaði um 1,77% í gær. STUTT BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Sjóðastýringafélagið Blackrock og eignastýringararmur alþjóðlega fjárfestingabankans Credit Suisse hafa skuldbundið sig til að kaupa 16,2-18,6 milljónir hluta í fyrirhug- uðu hlutafjárútboði Marel sem efnt er til í tengslum við skráningu félags á markað í Kauphöllinni í Amsterdam. Hlutdeild þessara fyrirtækja í útboðinu mun því liggja á bilinu 26,2-28,6%. Í kjölfar þess munu þau því halda á 3,4-3,7% af úti- standandi hlutum í félaginu.Þetta var tilkynnt í gær samhliða því sem útboðinu var hleypt af stokk- unum. Þar eru boðnir til sölu 100 milljón hlutir sem samsvarar 15% af útgefnu hlutafé fyrirtækisins. Þar af verður tæplega 91 milljón nýir hlutir gefnir út og allt að tæp- lega 9,1 milljón hlutir í tengslum við hefðbudninn valrétt til að mæta mögulegri umframeftir- spurn. Útboðið er tvíþætt, annars veg- ar almennt, sem opið er fyrir alla þá sem áhuga hafa á því að eignast hluti í félaginu og hins vegar lokað útboð sem ætlað er fyrir ákveðna fagfjárfesta utan Hollands og Ís- lands. Fyrrnefnda útboðinu lýkur 5. júní og síðarnefnda útboðinu 6. júní, eða degi áður en bréfin verða tekin til viðskipta í Hollandi. Undir markaðsvirði Leiðbeinandi verðbil í útboðinu liggur á bilinu 3,4 evrur og upp í 3,9 evrur á hlut sem jafngildir skv. núverandi gengi gjaldmiðla 470- 538 krónum á hlut. Er útboðs- gengið því all nokkru lægra en gengi bréfa félagsins eins og þau stóðu í lok viðskipta í gær, 559 krónum á hlut. Það janfgildir 4,05 evrum. Samkvæmt upplýsingum af fjár- málamarkaði er venjan sú í útboði af þessu tagi að bjóða ákveðinn af- slátt á bréfum og er það gjarnan gert til þess að tryggja góða þátt- töku. Þó er hugað að því að af- slátturinn sé ekki svo mikill að hann hvetji núverandi eigendur hlutabréfa í félaginu til að losa um hluti sína og kaupa jafnvel að nýju á lægra gengi í útboði.Athygli vakti að í kjölfar þess að opnað var fyrir útboðið og tilkynnt um þátt- töku Blackrock og Credit Suisse í því, lækkuðu bréf félagsins nokkuð í Kauphöll. Þannig nam lækkun gærdagsins ríflega 2,7%. Vænta mikillar eftirspurnar Þrátt fyrir lækkunina er verð- lagningin enn umtalsvert yfir út- boðsgenginu eða allt að 19% hærra en neðri mörk hins leiðbeinandi verðbils gerir ráð fyrir. Heimildarmaður á fjármála- markaði segir þó mestar líkur á að þátttaka í útboðinu verði mikil og að verðlagning hinna nýju bréfa muni tylla sér við efri mörk verð- bilsins. Verði efri mörkin að veru- leika mun þá muna tæpum 4% á núverandi gengi bréfanna og því. Blackrock og Credit Suisse skrá sig til leiks hjá Marel Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vöxtur Marel hefur átt góðu gengi að fagna á síðustu árum. Frá áramótum hafa bréf þess hækkað um ríflega 53%. Blackrock » Almennt talið stærsta sjóðastýringarfélag heims. » Eignir sem það hefur í stýr- ingu nema 6,5 billjónum doll- ara eða 6.500 milljörðum doll- ara. » Sú fjárhæð jafngildir ríflega 805 þúsund milljörðum ís- lenskra króna. » Credit Suisse er með 394 milljarða dollara í stýringu, eða tæplega 49.000 milljarða ís- lenskra króna.  Opnað fyrir almennt og lokað útboð hjá Marel  100 milljón hlutir til sölu Hagnaður HB Granda hf. á fyrsta ársfjórðungi 2019 nam 3,9 milljónum evra, eða jafnvirði 541 milljónar ís- lenskra króna, að því er fram kemur í tilkynningu félagsins til Kauphallar Íslands. Það er 21% aukning frá sama tímabili á síðasta ári þegar hagnaðurinn var 3,3 milljónir evra, eða 449 milljónir króna. Heildareignir félagsins námu 657 milljónum evra í lok mars 2019, sem jafngildir tæpum 91 milljarði króna. Eigið fé nam 270 milljónum evra, eða 37 milljörðum króna og eiginfjár- hlutafall í lok mars var 41,2%. Í tilkynningunni kemur einnig fram að rekstrartekjur félagsins á tímabilinu jukust, og námu 58 millj- ónum evra samanborið við 50 millj- ónir evra árið áður. Hafa augastað á fjármunum Í tilkynningunni segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, að afkoman hafi ekki verið viðun- andi. „Afkoman á ársfjórðungnum var ekki viðunandi fyrir eins stórt fé- lag og HB Granda. EBITDA hækk- aði í 9,7 milljónir evra úr 7,8 millj- ónum fyrir sama tímabil í fyrra, sem er gott, en hafa þarf í huga að efna- hagsreikningurinn er umtalsvert stærri núna en þá. Það skiptir miklu að hafa augastað á þeim fjármunum sem liggja undir við að búa til rekstr- arhagnað. Vissulega var það áfall fyrir okkur að ekki voru heimilaðar loðnuveiðar í vetur en við eigum samt að geta gert betur og að því stefnum við,“ segir Guðmundur í til- kynningunni. tobj@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Afkoma Forstjóri HB Granda segir félagið eiga að geta gert betur. HB Grandi hagn- ast um 541 m.kr.  Forstjórinn seg- ir afkomuna ekki viðunandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.