Morgunblaðið - 30.05.2019, Qupperneq 39
39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019
Fnykur Krakkarnir úr Grandaskóla tóku fyrir nefið þegar þau virtu fyrir sér hræið af hrefnunni í fjörunni við Eiðsgranda í gær. Hvalurinn var hífður á vörubíl og fluttur til urðunar á Álfsnesi.
Eggert
Í Fréttablaðinu í
gær er það haft eftir
forseta Alþingis að
það sé „augljóst að
búið sé að ræna völd-
um hér um stundar-
sakir“. Það er sér-
kennilegt að halda
þessu fram. Stað-
reyndin er sú að nú
hefur Miðflokkurinn
haldið uppi kynningu
og fræðslu um hvaða
áhrif það hefur ef orkupakki 3 verður
samþykktur. Málið er flókið og því
fyllsta ástæða til þess að kynna það
vel enda hefur það mikil
áhrif hér á landi. Þessi
fræðsla ætti að vera
hlutverk ríkisstjórn-
arinnar, sem setur málið
fram, en ekki Miðflokks-
ins, svo mikið er víst.
Það er ekki verið að
ræna neinum völdum,
það er forseti þingsins
sem hér hefur dag-
skrárvald og það er
ómannúðlegt að láta
þingfundi standa daga
og nætur samfleytt án
þess að þingmenn fái
hvíld. Þingmenn Miðflokksins hafa
nú verið á Alþingi í yfir heilan sólar-
hring! Það gera þeir fyrir Íslend-
inga, fyrir framtíð ungs fólks á Ís-
landi. Er þeim ætlað að standa áfram
allt til þess að eldhúsdagsumræður
hefjast? Ég á ekki orð!
Staðreyndir málsins eru m.a.:
1) Meirihluti þjóðarinnar er á móti
því að samþykkja orkupakka 3.
2) Mikil ólga og óánægja er líka í
flokksliði stjórnarflokkanna um
orkupakka 3.
3) Fyrirvarar halda ekki, verði
samningsbrotamál höfðað.
4) Vafi er um að orkupakki 3 sam-
rýmist Stjórnarskrá Íslands.
5) Dagskrárvald forseta þingsins
hefur haft þau áhrif að vinnuvernd-
arlög eru þverbrotin.
Hvernig stendur á því að stjórn-
arflokkarnir vilja ekki hlusta á þjóð
sína, flokksmenn sína og fresta
þessu máli til þess að fara vel yfir
neikvæðar athugasemdir þeirra fjöl-
mörgu sérfræðinga sem gefið hafa
álit sitt? Allur vafi um að rétt sé að
farið ætti að gera það að verkum að
málið sé skoðað enn betur en gert
hefur verið.
Ég er nokkuð viss um að Íslend-
ingar vilja sjálfir ráða yfir sínum
náttúruauðlindum. Ef þessi orku-
pakki 3 verður samþykktur eru yfir-
ráðin í hættu. Það er gjá milli þings
og þjóðar. Ég hvet stjórnvöld til þess
að staldra við og fresta málinu, í það
minnsta fram til haustsins eða þar til
Norðmenn hafa tekið málið fyrir 23.
september. Það hlýtur að vera okkur
gagnlegt og gera það að verkum að
málið verði betur unnið. Annað er
gerræðisleg vinnubrögð.
Eftir Unu Maríu
Óskarsdóttur »Málið er flókið og því fyllsta ástæða til þess að
kynna það vel. Þessi fræðsla ætti að vera hlut-
verk ríkisstjórnarinnar, sem setur málið fram, en
ekki Miðflokksins, svo mikið er víst.
Una María
Óskarsdóttir
Höfundur er varaþingmaður
Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Ómannúðleg lengd þingfunda og gerræðisleg vinnubrögð
Þjóðir heims hafa
tekið höndum saman
um aðgerðir til að
draga úr losun gróður-
húsalofttegunda og er
Ísland þar enginn eft-
irbátur. Metnaðarfull
markmið hafa verið
sett þar sem stefnt er
að því að Ísland verði
kolefnishlutlaust árið 2040. Sú aukna
áhersla sem orðin er á umhverfis- og
loftslagsmál hefur áhrif á samkeppn-
ishæfni ríkja þar sem horft er í meira
mæli til þeirra sem standa sig vel á
þessu sviði. Verðmætasköpun getur
jafnvel aukist í kjölfar jákvæðrar
ímyndar.
Göngum á undan
með góðu fordæmi
Fjölmörg íslensk fyrirtæki hafa
þegar hafið þá vegferð að draga úr
losun og nýta grænar lausnir í sinni
starfsemi. Raunar má segja að Ísland
gangi á undan með góðu fordæmi
með margra áratuga reynslu af nýt-
ingu endurnýjanlegra orkugjafa til
húshitunar og í raforkuvinnslu. Það
setur Ísland í öfundsverða stöðu nú
þegar þjóðir heims keppast við að
auka hlutfall endurnýjanlegra orku-
gjafa hjá sér. Árið 2016 voru 17% af
orku í löndum ESB endurnýjanleg og
markmið ESB er að 20% orkunnar
verði endurnýjanleg árið 2020.
Á Íslandi eru velflest hús kynt með
heitu vatni og erum við leiðandi í nýt-
ingu jarðvarma í heiminum. Sú þekk-
ing hefur nýst erlendis, m.a. í hita-
veituverkefnum í Kína og jarðvarma-
og vatnsaflsvirkjanaframkvæmdum
víða um heim. Losun gróðurhúsa-
lofttegunda hér á landi er því mun
minni en ella væri þar sem við höfum
nýtt gæði jarðarinnar til góðs.
Nýsköpun í lykilhlutverki
Metnaðarfull markmið í loftslags-
málum munu aðeins nást með nýrri
hugsun og nýrri tækni sem dregur úr
losun samhliða hagvexti. Nýsköpun
mun þannig leika lykilhlutverk á
komandi árum svo draga megi úr los-
un gróðurhúsalofttegunda. Ísland
getur verið í fararbroddi í því að auka
vitund um loftslagsmál og þróa um-
hverfisvænar lausnir. Hlýnun jarðar
er hnattrænt vandamál og gæta þarf
að því að minni losun á einum stað
valdi ekki aukinni losun annars stað-
ar. Íslenskur sjávarútvegur hefur
náð góðum árangri og dregið veru-
lega úr losun auk fjölmargra iðnfyr-
irtækja sem lagt hafa áherslu á að
draga úr losun Hin hreina orka hér á
landi er meðal annars nýtt til að
framleiða málma sem notaðir eru í
öðrum löndum og nýtast vel til að
draga úr orkunotkun eða til að bæta
orkunýtingu. Ál er léttur málmur og
hefur hjálpað til við að spara orku í
samgöngum á landi og í lofti og kísil-
málmar eru nýttir til að bæta orku-
nýtingu og eru notaðir í vindmyllur
og rafhlöður. Kolefnisfótspor málm-
anna er því minna en losunin við
framleiðslu þeirra gefur til kynna og
með framleiðslunni flytjum við út
hreina orku. Það getur meðal annars
verið okkar framlag til heimsins.
Fögnum samstarfsvettvangi
Það er fagnaðarefni að stofnaður
hefur verið samstarfsvettvangur at-
vinnulífs og stjórnvalda um loftslags-
mál og grænar lausnir. Vettvang-
inum er ætlað að bæta árangur
Íslands í umhverfis- og loftslags-
málum og miðla fjölbreyttu framlagi
landsins á þessu sviði. Atvinnulífið
vill leggja sitt af mörkum og þar er
mikill áhugi og vilji til að gera enn
meira og enn betur. Samstarf at-
vinnulífs og stjórnvalda er lykilfor-
senda þess að við náum þeim árangri
sem að er stefnt. Ef Ísland tekur for-
ystu og leggur sitt lóð á vogarskál-
arnar í umhverfis- og loftslagmálum
mun það án efa verða mikill ávinn-
ingur, ekki einungis fyrir okkur sem
byggjum landið heldur fyrir heims-
byggðina alla.
Eftir Halldór
Benjamín Þor-
bergsson og Sigurð
Hannesson
» Það er fagnaðarefni
að stofnaður hefur
verið samstarfsvett-
vangur atvinnulífs
og stjórnvalda um
loftslagsmál og
grænar lausnir.
Halldór Benjamín
Þorbergsson
Halldór Benjamín er
framkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins, Sigurður er fram-
kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Ísland taki forystu í umhverfis- og loftslagsmálum
Sigurður
Hannesson