Morgunblaðið - 30.05.2019, Síða 40

Morgunblaðið - 30.05.2019, Síða 40
Leigusalinn skal borga Það kemur fyrir að réttlætiskennd sé of- boðið. Slíkt gerist ekki oft – en þegar það gerist þá verður orða vant. Síðasta dæmið þar sem rétt- lætiskennd er ger- samlega ofboðið er til- efni þessara skrifa. Traustur leigjandi Þú, lesandi minn, átt íbúð, sem þú leigir út. Leigj- andi þinn starfar við atvinnurekst- ur á eigin vegum. Eins og allir aðrir, sem það þurfa að gera, er honum gert að standa straum af atvinnurekstrinum með gjöldum til ríkissjóðs, sköttum, sem lagðir eru á sérhvert ár og ætlast er til að hann standi skil á til innheimtu- manna ríkissjóðs í hverjum mán- uði. Leigjandi þinn þarf auðvitað að standa skil á ýmsu öðru í sam- bandi við atvinnustarfsemi sína – eins og t.d. launum til starfsfólks, sköttum, sem hann innheimtir af starfsfólkinu og þarf reglulega að standa skil á til ríkissjóðs, iðgjöld- um af þessum sömu launum, sem ber að skila til viðkomandi lífeyr- issjóða, og mörgu fleira. Leigjandinn fer á hausinn Nú vill svo til að innheimtumenn ríkissjóðs hafa látið það óátalið að hin mánaðarlegu skil leigjandans til ríkissjóðs, bæði skattskil fyrirtækisins sem og afdregnir skattar af starfsfólki, hafa legið óafgreidd. Látið óátal- ið að engar svona greiðslur komu frá leigjandanum í heila tólf mánuði. Skuldin við ríkissjóð hrannast því upp; vex hraðfara frá einum mánuði til annars í heilt ár! Þá ber svo við að leigj- andi þinn hættir starf- semi, biður um gjald- þrotaskipti á rekstri sínum – og hættir að nýta íbúðina, sem þú leigðir honum. Skuld- ar þá ríkissjóði tvö þúsund millj- ónir króna, sem telst víst vera fjarska mikið fé fyrir einn skuld- ara að skulda eftir að gleymst hef- ur eða verið vanrækt að rukka hann mánuðum saman. Hvað er þá til ráða í réttarríki? Og leigusalinn skal borga Í réttarríkinu er þá gripið til þess ráðs, að ríkissjóður leggur hald á íbúðina, sem þú hafðir leigt skuldaranum, þú færð ekki að hag- nýta hana, hvorki fyrir sjálfan þig né nokkurn annan, og krefur þig um fulla greiðslu á skuld leigjand- ans við ríkissjóð – ella selji ríkis- sjóður þessa eign þína til þess að sækja peningana, sem ríkissjóður hafði leyft leigjanda þínum að safna upp sem skuld í tólf mánuði – í tólf gjalddaga þar sem leyft var tólf sinnum að greiðslur skiluðu sér ekki. Kemur til útlenskra kasta? Flestir ef ekki allir lesendur skilja mætavel um hvað hér er verið að ræða. Geta lesið í málið. Í samfélagi, sem leyfir sér slíka framkomu, hlýtur réttlætiskennd að vera ofboðið. Sé þetta gert með fullri stoð í lögum og stutt af dóm- stólum hlýtur fyrr eða síðar að koma að því, að „hin útlenska nefnd“, sem leyfir sér að hafa af- skipti af réttarfarsmálum, hljóti að láta til sín taka. Þar er auðvitað átt við „útlensku nefndina“, sem ber heitið Mannréttindadómstóll Evrópu – svo notast sé við orða- tiltæki forvígisfólks íslenskra dómsyfirvalda, sem auðvitað gæta vandlega að réttindum íslenskra þegna – þ. á m. að þeim réttindum þeirra að þurfa ekki endilega að búa í réttarríki. Ríkisfyrirtækið ISAVIA lætur hreint aldeilis ekki neinn leigjanda snuða sig. Ekki heldur þótt ríkisfyrirtækið ISAVIA beri sjálft ábyrgð á að snuðiríið fengi staðist. Eða þannig, sko! Eftir Sighvat Björgvinsson »… ríkissjóður leggur hald á íbúðina, sem þú hafðir leigt skuld- aranum, þú færð ekki að hagnýta hana, hvorki fyrir sjálfan þig né nokkurn annan, og krefur þig um fulla greiðslu á skuld leigj- andans við ríkissjóð.Sighvatur Björgvinsson Höfundur er fv. fjármálaráðherra. 40 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019 HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is Hlustaðu á hjartað þitt Beltone Trust™ heyrnartækin gera þér kleift að heyra jafnvel minnstu smáatriði – sem stundum reynast þau mikilvægustu. Við hjá Heyrnarstöðinni leggjum allan okkar metnað í að veita góða þjónustu og bjóða upp á hágæða heyrnartæki. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Beltone Trust ™ Margt hefur verið rætt og ritað um þriðja orkupakkann, í fjöl- miðlum og í þingsal. Andstaða við málið er afar eindregin og studd gildum rökum. Því miður er eins og engin skynsamleg rök nái eyrum þingmanna ríkisstjórnarinnar heldur eru þeir sam- taka um að afgreiða þau með þögninni af einstökum hroka. Engin rök þykja svaraverð, engar viðvaranir þess virði að hlusta á þær. Mótmælendur kallaðir torf- kofalýður. Ekki er hlustað á áskor- anir eða ákall um þá málamiðlun að málinu verði frestað til frekari at- hugunar og umfjöllunar á næsta þingi. Það liggur lífið á að knýja mál- ið í gegn meðan meirihluta- samstarfið heldur, áður en tóm vinnst til að marka Íslandi stefnu í orkumálum. Furðulegast er að flutn- ingsmenn fullyrða að orkupakki 3 skipti engu máli. Hvers vegna liggur þá svona mikið á að troða honum of- an í kokið á þjóðinni? Miðflokks- menn sem standa vaktina í andstöðu á þinginu eru ekki blórabögglarnir varðandi tafir á þingstörfum, þing- forsetanum er í lófa lagið að fresta málinu og taka önnur mál til af- greiðslu svo ljúka megi þinginu. Sorglegast þykir mér að horfa upp á for- sætisráðherrann okkar ágæta og aðra þing- menn Vinstri grænna ganga hart fram í að knýja með offorsi í gegn lagaheimild sem greiðir leið innlendra sem erlendra aðila til virkjanaframkvæmda. Greiðir leiðina til að ráðast á fallvötnin eitt af öðru. Vinstri grænir sem kjósendur gáfu atkvæði sitt í þeirri trú að þeir nýttu krafta sína til að standa vörð um íslenska náttúru sigldu sannarlega inn í ríkisstjórn undir fölsku flaggi og þeir munu finna fyrir því við næstu kosningar ef þeir taka ekki afstöðu sína til end- urskoðunar. Eftir Hildi Hermóðsdóttur » Vinstri grænir sem kjósendur gáfu at- kvæði sitt til að standa vörð um íslenska nátt- úru sigldu sannarlega inn í ríkisstjórn undir fölsku flaggi. Hildur Hermóðsdóttir Höfundur er ritstjóri og fv. útgefandi. Undir fölsku flaggi Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.