Morgunblaðið - 30.05.2019, Page 45
Og þegar þú hefur náð ævitindinum,
þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna.
Og þegar jörðin krefst líkama þíns,
muntu dansa í fyrsta sinn.
Hér er góður drengur
kvaddur.
Þú átt góða heimkomu vísa.
Eyjólfur Magnússon
Scheving.
Í dag kveð ég góðan vin. Við
Bjössi erum búin að þekkjast
síðan við vorum unglingar.
Við kynntumst í skátunum,
tilheyrðum sterkum vinahópi
sem allir eru vinir enn í dag. Það
var mikið brallað á þessum ár-
um, við vorum ekki margar
stelpur í þessum hópi og ég var
aðeins yngri en hinir í hópnum
og það var passað vel upp á mig
á þeim tíma og allir stóðu vel
saman.
Við Bjössi höfum verið trún-
aðarvinir alla tíð og hjartatengd.
Eitt það dýrmætasta sem maður
á er vináttan og hana áttum við
Bjössi svo sannarlega þrátt fyrir
að vera ekki í daglegu sambandi.
Það var gott að ræða við Bjössa,
hann var traustur vinur vina
sinna og hans verður sárt
saknað.
Ég votta fjölskyldu hans mína
dýpstu samúð og bið Guð að
veita henni styrk á þessari erfiðu
stundu.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem)
Brynhildur I. Hauksdóttir.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Þessi texti í Kveðju Bubba
kemur í huga mér er ég kveð
góðan vin og skátabróður, sem
nú er „farinn heim“ eins og við
skátar köllum það.
Eftir situr söknuður, en eins
rifjast upp margar góðar minn-
ingar.
Þegar ég kynntist „Bjössa
bróður Ágústar“ fyrst, þá fann
ég strax eitthvað sem mér líkaði
við. Og er maður kynntist honum
betur, sem ekki öllum var gefið,
varð til sterk og djúp vinátta,
sem enst hefur í áratugi.
Engu máli skipti hvort það
var sólarhringur síðan við rædd-
umst við síðast eða hvort ein-
hverjir mánuðir höfðu liðið, það
var alltaf eins og við hefðum hist
í gær. Slík vinátta er ekki sjálf-
sögð.
Eitt af því sem stendur upp úr
er Evróputúr okkar félaganna,
sem upphaflega stóð til að yrði
hópferð, en þar sem kvarnaðist
verulega úr hópnum stóðum við
tveir eftir og ræddum hvað við
ættum að gera. Og svarið var
stutt hjá Bjössa: Við bara förum!
Það var því farið, tveir tvítugir
guttar í þriggja vikna bíltúr um
Evrópu þvera og endilanga. Því-
líkt ævintýri.
Nú ert þú kominn til Eydísar
þinnar, sem ég veit að Ágúst hef-
ur passað fyrir þig, gæti trúað
því líka að hann biði með einn
„gráan“ á kantinum.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
Þinn vinur,
Páll Viggósson.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Þetta erindi úr Hávamálum
ritaði Bjössi í minningargrein um
Ágúst bróður sinn fyrir um 19
árum og á ekki síður við um
Bjössa.
Erindið hér fyrir neðan úr
Hávamálum á vel við hér og er
góð áminning þar sem ég hafði
hugsað mér að nota næstu helgi
til að heimsækja Bjössa.
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
(Úr Hávamálum)
Bjössi var besti vinur bróður
míns og þannig kynntist ég hon-
um fyrir 40 árum. Ágúst bróðir
hans var einn besti vinur minn og
urðum við öll fjögur fljótt eins og
systkini.
Við Ágúst vildum oft fá að
vera með Sigga og Bjössa sem
voru yfirleitt ekki sérstaklega
kátir að draga yngri systkini
með. Allavega ekki þá.
Þeir létu sig þó hafa það
stundum og man ég eftir einni
bíóferð sem við fengum að fara í.
Mig minnir að það hafi verið
Chaplinmynd í gamla Hafnar-
bíói. Þar sem litlir peningar voru
til fengum við bara peninga fyrir
bíómiðanum og notuðum strætó-
peningana okkar til að kaupa
nammi. Bjössi og Siggi ákváðu
að við myndum svo bara svindla
okkur í strætó heim. Ég man
ekkert eftir myndinni, bara
stressinu yfir hvernig þetta
myndi fara. Siggi og Bjössi
kipptu okkur Ágústi svo inn að
aftan meðan fólk var enn að fara
inn að framan. Þetta er sennilega
erfiðasta strætóferð sem ég hef
farið í, alltaf skíthrædd um að
okkur yrði hent út.
Ég minnist margra góðra
stunda úr Efstasundinu, orða-
skiptum og rökræðum þar sem
strákarnir töluðu oft þvert á sína
skoðun bara ef þeir gátu fengið
mig á háa c-ið. Þá sprungu þeir
jafnan úr hlátri sem auðvitað
gerði mig enn reiðari. Það var
reyndar óþolandi að rífast við
Bjössa því hann gat verið svo
orðheppinn að ég stóð eftir alveg
brjáluð en kom ekki upp orði.
Siggi og Bjössi gátu stundum
tekið heilu atriðin úr útvarpsleik-
ritinu um Harrý og Heimi þannig
að maður grét úr hlátri.
Þessar stundir urðu færri eftir
því sem við urðum eldri og
ábyrgð og skyldur breyttust.
Væntumþykjan breytist þó aldr-
ei og mun ég sakna vinar míns og
bróður sárt eins og ég sakna
Ágústar.
Bjössi var góður og traustur
vinur og frábær faðir. Hann var
mjög stoltur af stelpunum sínum
þeim Eydísi Öglu, Heru og Örnu
Júlíu. Væntumþykjan í röddinni
leyndi sér ekki þegar hann talaði
um þær allar.
Við höfum öll misst mikið og
Bjössa verður sárt saknað.
Mér verða alltaf minnisstæðar
samræður okkar eftir að Eydís
Agla dóttir hans lést árið 2015.
Hann sagði: „Ég er ekki sáttur,
en ég sætti mig við þetta.“ Þann-
ig líður mér nú.
Ég veit að mamma og Ágúst
taka vel á móti honum með kaffi-
bolla og sígó ásamt Eydísi Öglu
og fleiri góðum vinum og ætt-
ingjum.
Mínar innilegustu samúðar-
kveðjur til fjölskyldu og vina.
Margs er að minnast
Margs er að sakna
Hallbjörn er farinn heim.
Guðrún Sigríður Ólafsdóttir.
Það er með sorg í hjarta að ég
kveð vin minn Hallbjörn, en leið-
ir okkar Bjössa lágu fyrst saman
í skátunum á unglingsárum. Þar
hitti ég hann og jafnframt Ágúst
bróður hans en ekki er hægt að
minnast Bjössa án þess að nefna
Ágúst. Þeir bræður voru hressir
og skemmtilegir og höfðu jákvæð
áhrif á umhverfi sitt.
Við Bjössi náðum strax mjög
vel saman og þróaðist með okkur
góð vinátta sem hélt alla tíð.
Bjössi var með afburðum góður
félagi og vinur sem ávallt var
hægt að leita til. Við áttum góðar
stundir bæði í starfi og leik.
Bjössi hafið einstakt lag á því
að sjá spaugilegu hliðarnar á
málum. Hann var meinfyndinn
og hafði lag á því að koma með
hnyttnar athugasemdir þegar
þær áttu við og reyndar svo sem
stundum þegar þær áttu ekki við.
Hann hafði sterkar skoðanir
var vel lesinn um alla skapaða
hluti og hægt að ræða endalaust
við hann um alla heima og geima.
Það var mikið áfall þegar
Ágúst, bróðir Bjössa, lést af slys-
förum fyrir um það bil 19 árum.
Bjössi eignaðist tvö börn í fyrra
sambandi, Eydísi Öglu og Heru
Karínu. Eydís var talsvert fötluð
og þurfti mikla umönnun og and-
aðist ung vegna fötlunar sinnar,
hún lést í janúar 2015.
Árið 1998 flutti ég til Færeyja
og opnaði þar veitingastað og
það var mín gæfa að fá Bjössa til
liðs við mig við uppbygginu fyrir-
tækjanna.
Bjössi samlagaðist Færeying-
um vel. Það tók hann stuttan
tíma að ná tungumálinu og talaði
hann færeysku lýtalaust. Ég dáði
Bjössa alltaf fyrir þessa hæfi-
leika. Bjössi var farsæll í þessu
umhverfi, naut virðingar starfs-
fólks og viðskiptavina. Bjössi
þurfti ekki að brýna raustina til
að ná sínu fram. Hann var rök-
fastur og fólk hlustaði gjarnan á
hann og hann kunni að beita fyrir
sig kímni með undraverðum ár-
angri.
Þegar við Bjössi komum heim
frá Færeyjum héldum við áfram
að starfa saman á öðrum vett-
vangi sem gekk vel sem fyrr.
Ekki leið á löngu að Bjössi
kynntist Helenu, eftirlifandi eig-
inkonu sinni, sem varð til þess að
hann flutti til Húsavíkur og eign-
uðust þau dótturina Örnu Júlíu.
Við Bjössi héldum ávallt góðu
sambandi og fylgdumst með
framgangi mála hvor hjá öðrum.
Ég gladdist mjög fyrir Bjössa
hönd eftir að hann stofnaði fjöl-
skyldu á Húsavík. Mér fannst
bjart yfir Bjössa og fjölskyld-
unni. En það átti ekki af honum
og hans fjölskyldu að ganga og
fyrir um sjö árum greinist Bjössi
með krabbamein sem hann barð-
ist síðan við uns yfir lauk.
Ég veit ekki hvað er hægt að
láta meira yfir eina fjölskyldu
ganga? Ég hryggist vegna þess
að fjölskylda missir eiginmann
og föður langt fyrir aldur fram
og foreldrar lifa annan son, en ég
trúi því að Bjössi sé á betri stað
með sínu fólki, Eydísi Öglu, dótt-
ur sinni, og Ágústi, bróður sín-
um, og laus við þjáningarnar.
Ósérhlífni, fórnfýsi, kímni og
góður skammtur af jákvæðum
lífsviðhorfum þrátt fyrir að oft
hafi á móti blásið, eru þær minn-
ingar sem ég hef í farteskinu um
Bjössa.
Elsku Helena, Hera Karín,
Arna Júlía og fjölskylda, okkar
innilegustu samúðarkveðjur,
Hvíl í friði, kæri vinur.
Höskuldur Einar
Pálsson og fjölskylda.
Lífsins verkefnum er mis-
skipt. Við getum lítið við því gert,
nema að ákveða með hvað hætti
við bregðumst við og tökumst á
við verkefnin.
Virðingu mína og vináttu áttir
þú ekki aðeins fyrir það hvernig
þú mættir því sem lífið færði þér
í fang heldur ekki síður fyrir þína
góðu mannkosti, þinn einstaka
húmor og fyrir gefandi og
skemmtilega samveru í lífinu.
Þegar þú barðist fyrir lífi þínu,
þá talaðir þú af auðmýkt og
raunsæi um eigin stöðu, en vildir
þó helst vita sem mest um fram-
tíðina, tækifærin og það sem við
hin vorum að fást við.
Þegar lífsviljinn er sterkur
gerast ótrúlegir hlutir og þinn
lífsvilji var sannarlega sterkur,
baráttuviljinn og þrautseigjan
gaf þér lengri tíma, tíma sem var
okkur öllum mikilvægur.
Mínar innilegustu samúðar-
kveðjur til Helenu, Örnu, Heru
og annarra aðstandenda. Minn-
ing um góðan dreng mun lifa
með okkur.
Guðmundur Ármann
Pétursson.
Samfylgd í gegnum skólakerf-
ið skapar alveg einstök tengsl
sem kristallast í orðinu „bekkjar-
systkini“. Krakkarnir sem maður
gekk í gegnum skólaárin með
hafa sérstaka stöðu í endurminn-
ingunni; kynnin voru öðruvísi en
hjá fólki sem hittist síðar á lífs-
leiðinni. Maður man enn afmæl-
isdaga bekkjarsystkinanna,
símanúmer, heimilisföng og ann-
að sem festist ekki jafn vel í
minni þegar nýlegri kunningjar
eiga í hlut. Fyrir mér verður
Hallbjörn Eðvarð aldrei annar
en Bjössi, drengurinn sem ég
hitti fyrst í Langholtsskóla þegar
við vorum á barnsaldri. Lágvax-
inn, snar í snúningum, rólyndur,
gamansamur, konungur fótbolta-
vallarins.
Ég minnist þess þegar ég var
níu ára gamall og bekkjunum í
árganginum var fækkað úr fjór-
um í þrjá. Þá fréttum við af því
að við bekkinn okkar myndu
bætast alræmdir ærslabelgir úr
„Jakobínubekknum“ sem höfðu
gert allt vitlaust í skólanum
undanfarin ár. Mátti búast við að
friðurinn væri úti þegar slíkir
töffarar bættust við bekkinn
okkar. Verstir allra voru þó
drengirnir sem kölluðu sig „blóð-
þyrstu böðlana“ og höfðu gefið til
kynna á skólalóðinni að þeir
væru til alls vísir. Skemmst er þó
frá því að segja að æringjarnir
gerðu bekkinn bara betri og í
þeim hópi voru sumir sem ég hef
síðan talið til minna bestu vina.
Bjössi var sjálfur einn af „böðl-
unum“ en þeir reyndust allir
mun spakari en það orð sem fór
af þeim gaf til kynna. Hann var
alltaf til fyrirmyndar í skólastof-
unni, iðinn við námið en uppfinn-
ingasamur við leiki og skemmtun
í frímínútunum.
Af þessum níu ára krökkum
sem hófu þarna sameiginlega
vegferð var Bjössi sá sem fylgdi
mér lengst sem bekkjarfélagi
eða í 10 ár. Við völdum oft sömu
leiðina í gegnum skólann og eftir
því sem við vorum lengur bekkj-
arfélagar varð vinskapurinn æ
meiri. Þegar bekkurinn deildist í
mismunandi hópa í gagnfræða-
skólanum fylgdumst við að og
hélt sú samfylgd áfram fram í
menntaskóla. Skólagangan var
ekki alltaf tilhlökkunarefni en
alltaf var það félagsskapurinn
sem hópurinn úr Langholtsskóla
ræktaði með sér sem gerði það
að verkum að það var gaman að
mæta í skólann. Við Bjössi héld-
um hópinn í skólanum og varð
aldrei sundurorða út af nokkrum
hlut. Í frístundum höfðum við
hins vegar mismunandi áhuga-
mál þar sem fótboltinn og æfing-
arnar hjá Val áttu hug hans
allan.
Í lok menntaskólans tók
Bjössi sér árs hlé frá námi og
lauk þá samfylgd okkar um
skólakerfið.
Hann fluttist síðar úr landi og
svo norður í land og lágu leiðir
okkar ekki oft saman lengur. En
þá sjaldan það gerðist virtist
ekki nema dagur hafa liðið; við
urðum aftur bekkjarbræður sem
gerþekktum hvor annan.
Bjössi þurfti að þola margvís-
legt mótlæti síðar á lífsleiðinni;
bróðurmissi, veikindi í fjölskyld-
unni og langa baráttu við
krabbamein. Þá hefur reynt á þá
mannkosti sem ég þekkti vel í
fari hans – rólyndi, æðruleysi og
húmor fyrir sjálfum sér og að-
stæðunum.
Í mínum huga verður alltaf
bjart yfir minningu hans. Ég
sendi ástvinum hans innilegar
samúðarkveðjur yfir að missa
þennan góða dreng úr lífi sínu.
Sverrir Jakobsson.
MINNINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019
Elskulegur eiginmaður minn og besti vinur,
faðir okkar, tengdafaðir, besti afi og bróðir,
ALBERT SIGURJÓNSSON,
Ásvöllum 2, Grindavík,
lést í faðmi stórfjölskyldunnar
miðvikudaginn 22. maí.
Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju mánudaginn 3. júní
klukkan 14.
Svanhvít Daðey Pálsdóttir
Þórkatla Sif Albertsdóttir Þorleifur Ólafsson
Þórey Tea, Albert, Jóhann Daði, Sif
Margrét Albertsdóttir Steinn Freyr Þorleifsson
Þorleifur Freyr
Sigurpáll Albertsson Katarzyna Kujawa
Hallgrímur Sigurjónsson Rúnar Sigurjónsson
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
SÓLRÚN ELÍASDÓTTIR
verkakona og húsmóðir,
Suðurgötu 6, Siglufirði,
lést í faðmi fjölskyldunnar mánudaginn
20. maí. Útförin fer fram í kyrrþey laugardaginn 1. júní klukkan
14. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á björgunarsveitina Stráka og slysavarnadeildina
Vörn á Siglufirði.
Ómar Geirsson
Lísa Dögg Ómarsdóttir
Arnþór Helgi Ómarsson
Stenunn Helga Ómarsdóttir Sigurður Karl Guðnason
og barnabörn
Okkar ástkæra,
ERLENDÍNA KRISTJÁNSSON
aðjúnkt,
Funafold 60,
lést á líknardeild Landspítalans 25. maí.
Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 3. júní klukkan 15.00.
Ástvinir óska eftir að kirkjugestir mæti í litríkum klæðnaði.
Guðmundur Edgarsson
Alexander Hilmar Arnarson
Elizabeth Tinna Arnardóttir
Victoria Hekla Guðmundsdóttir
og aðrir ástvinir
Elsku besta mamma okkar, amma og
tengdamamma,
ERNA ASPELUND
sjúkraliði,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans 26. maí
eftir stutt veikindi, umvafin ást og kærleik
fjölskyldu sinnar.
Jarðarför auglýst síðar.
Júlíana H. Aspelund Guðmundur Hjartarson
Berglind Bára Hansdóttir Guðmundur Guðjónsson
Helena H. Aspelund
Davíð Örvar Hansson Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir
Snæfríður, Sóllilja, Erna, Þorbjörg, Ernir, Guðjón, Hákon,
Dagbjört, Jökla og Halla
Elsku hjartans pabbi okkar, sambýlismaður,
sonur, bróðir, afi og tengdafaðir,
SIGURÐUR JENS SVERRISSON
bóndi í Hvammi 2, Þistilfirði,
lést laugardaginn 25. maí.
Margrét J. Sigurðardóttir Aðalbjörg Jóna Sigfúsdóttir
Halldóra Sif Sigurðardóttir Anna Sigrún Benediktsdóttir
Ólafur A. Sigurðsson Elfa Benediktsdóttir
Ásgerður Sigurðardóttir Sylvía Steinunn Benediktsd.
Kristín Jónsdóttir
barnabörn og tengdasynir
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar