Morgunblaðið - 30.05.2019, Side 58
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019
Um 500 skópör gengu í endurnýjun lífdaga
síðasta sumar er starfsmenn SOS-
barnaþorpa í í Abuja, höfuðborg Nígeríu,
afhentu að gjöf íþróttaskó frá Íslandi á síð-
asta árið. Skórnir voru gjöf meðal annars
frá hlustendum K100 og þeim þátttak-
endum sem tóku þátt í góðgerðar- og fjöl-
skylduhlaupinu Skór til Afríku. Það voru
miðlar Árvakurs, K100, Mbl.is og Morgun-
blaðið sem stóðu fyrir því í samstarfi við
SOS-barnaþorpin og DHL á Íslandi. Þá
söfnuðust tæp 200 kíló af skóm, eða yfir 500
pör af íþróttaskóm. Sendingin var afhent
daginn áður en Ísland og Nígería mættust á
HM 2018 í fótbolta. Í tilefni af 30 ára
starfsafmæli SOS-barnaþorpa á Íslandi,
mun sambærilegur viðburður verða haldinn
í Hádegismóunum í kringum Rauðavatn
hinn 16. júní næstkomandi. Þrautin er fræð-
andi og skemmtileg og þátttakendur láta
gott af sér leiða. Hún vísar til Fjölskyldu-
eflingar sem SOS-barnaþorpin á Íslandi
fjármagna í Eþíópíu til hjálpar barna-
fjölskyldum sem lifa við sárafátækt. Þær
þurfa margar að sækja neysluvatn langar
leiðir og SOS útvegar þeim m.a. hreinsitæki
sem metur hvenær vatnið er drykkjarhæft.
Með greiðslu þátttökugjaldsins í Vatn fyrir
Afríku er hver þátttökufjölskylda að gefa
eitt vatnshreinsitæki til barnafjölskyldna í
þessu íslenska verkefni í Eþíópíu. hulda@m-
bl.is
Safnað fyrir vatnshreinsitækjum
Skógjafir Starfsmenn SOS-barnaþorpanna í Nígeríu afhenda hér hluta af
þeim 500 skópörum sem hlustendur K100 gáfu ásamt fleirum.
Drykkjarhæft vatn Tækið nemur styrk UV-sólargeislanna sem drepa sýkla og örverur og er þannig búið að á
því getur bæði birst broskarl og fýlukarl. Ef plastflaska full af vatni er látin standa úti í sólinni og tækið við hlið-
ina á, gefur broskarlinn til kynna að vatnið sé orðið drykkjarhæft.
Afríkuþrautin er nú haldin í annað sinn en á síðasta ári var hún haldin undir yfirskriftinni Skór til Afríku. 200 kg, eða 500 skópör, voru send til Níg-
eríu á leikdegi Íslands og Nígeríu á HM 2018. Í ár verður safnað fyrir vatnshreinsitæki til barnafjölskyldna í Eþíópíu.
ALLT FYRIR ÚTIVISTINA
80%
AFSLÁTTUR
OUTLET DAGAR - ALLT AÐ
ICEWEAR OUTLET REYKJAVÍK LAUGAVEGUR 91 • FÁKAFEN 9
Flíspeysur frá kr. 4.990.-
Léttir dúnjakkar frá kr. 8.495.-
Hybrid jakkar frá kr. 7.450.-
„Þykkar“ Parka úlpur frá kr. 15.990.-
Langerma undirlag/miðlag frá kr. 4.000.-
Göngubuxur frá kr. 4.995.-
Göngusokkar frá kr. 745.-
Gönguskór frá kr. 9.995.-
Barnaskór 50% afsláttur