Morgunblaðið - 30.05.2019, Side 62
62 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019
Mjólkurbikar karla
ÍBV – Fjölnir ............................................ 2:0
Jonathan Franks 37., Jonathan Glenn 54.
Evrópudeild UEFA
Úrslitaleikur:
Chelsea – Arsenal .................................... 4:1
Olivier Giroud 49, Pedro Rodriguez 60.,
Eden Hazard, víti, 65., 72. - Alex Iwobi 69.
Úkraína
Chornomorets – Desna ........................... 3:0
Árni Vilhjálmsson lék allan leikinn fyrir
Chornomorets og skoraði tvö mörk.
KNATTSPYRNA
KNATTSPYRNA
Mjólkurbikar karla:
Húsavíkurvöllur: Völsungur – KR............14
Kaplakriki: FH – ÍA...................................16
Kópavogsvöllur: Breiðablik – HK .......19:15
Eimskipsvöllur: Þróttur – Fylkir ........19:15
Inkassodeild karla:
Grenivíkurvöllur: Magni – Haukar...........16
2. deild karla:
Boginn: Dalvík/Reynir – Selfoss...............16
3. deild karla:
Sandgerði: Reynir S. – Vængir Júpíters..14
Vopnafjarðarv.: Einherji – Kórdrengir ...14
Fagrilundur: Augnablik – KV...................20
Skallagrímsvöllur: Skallagrímur – KH....20
2. deild kvenna:
Bessastaðavöllur: Álftanes – Leiknir R. ..16
Í KVÖLD!
5. UMFERÐ
Andri Yrkill Valsson
yrkill@mbl.is
Þrátt fyrir að aðeins séu fimm um-
ferðir að baki í Pepsi Max-deild
kvenna í knattspyrnu má nánast end-
anlega bóka að það verður tveggja
liða einvígi um Íslandsmeistaratit-
ilinn á milli Breiðabliks og Vals. Bæði
lið eru með fullt hús stiga og miðað
við frammistöðuna í byrjun tímabils
kæmi ekkert á óvart þó að staðan
væri enn þannig þegar þau mætast
loks í byrjun júlí.
Það sem er ekki síður áhugavert
við einvígi þeirra er hvað hvert mark
er strax farið að skipta miklu máli.
Sumir stuðningsmenn Blika sem sáu
sigur liðsins gegn KR á Kópavogs-
velli á þriðjudag voru þá til dæmis
farnir að reikna markatöluna hjá lið-
inu miðað við sigur Vals deginum áð-
ur. Valur vann þá Selfoss 4:1 en
Breiðablik vann KR 4:2 og halda
Valskonur því toppsætinu með færri
mörk fengin á sig, þrjú gegn fjórum,
en bæði hafa þau skorað 17 mörk.
Liðin voru því hnífjöfn fyrir umferð-
ina. Það er þannig ljóst að hvert ein-
asta mark er þegar orðið dýrmætt,
eins og það að fá sem fæst á sig, og á
því sviði gætu úrslitin í raun ráðist
þegar yfir lýkur.
Sex stigum fyrir neðan toppliðin
eru svo Þór/KA og Stjarnan og hanga
fyrir ofan þéttan pakka liða sem hafa
sex stig um miðja deild. Nýliðar
Keflavíkur eru eitt liða án sigurs á
meðan HK/Víkingur, sem margir
spáðu falli, hefur unnið bæði KR og
síðast Fylki sem reiknað var með að
yrðu í svipaðri baráttu. Eyjakonur
virðist vanta stöðugleika til þess að
rífa sig frá miðjumoðinu, ekki síst eft-
ir tap fyrir KR, en risasigur á Stjörn-
unni, 5:0, gæti verið það sem þarf til
þess að liðið hrökkvi í gang.
Sú fyrsta með þrjú M í leik
Í annað sinn í sumar er kanadíski
framherjinn Cloé Lacasse úr ÍBV
besti leikmaður umferðarinnar að
mati Morgunblaðsins. Cloé skoraði
þrennu þegar Eyjakonur unnu 5:0-
sigur á Stjörnunni og fékk þrjú M
fyrir frammistöðu sína. Hún er fyrsti
leikmaður deildarinnar á tímabilinu
sem fær hæstu einkunn og tók þar
með forystuna í einkunnagjöf blaðs-
ins með átta M.
Cloé náði einnig merkum áfanga
með mörkunum þremur, en hún hef-
ur nú skorað 48 mörk í efstu deild fyr-
ir ÍBV og jafnaði Margréti Láru Við-
arsdóttur í öðru sæti yfir
markahæstu leikmenn liðsins í efstu
deild frá upphafi. Aðeins Bryndís Jó-
hannesdóttir skoraði meira, eða 64
mörk. Cloé hefur skorað mörkin 48 í
72 leikjum með ÍBV í efstu deild.
Orðin sú þriðja markahæsta
Karólína Jack úr HK/Víkingi er
besti ungi leikmaður 5. umferðar að
mati Morgunblaðsins. Karólína lék
mjög vel í 2:1-sigri liðsins gegn Fylki
og skoraði sitt fyrsta mark í sumar,
sem var hennar fimmta í efstu deild.
Hún er nú jöfn Hildi Antonsdóttur í
þriðja sæti yfir markahæstu leik-
menn HK/Víkings í efstu deild frá
upphafi en liðið leikur nú sitt fjórða
tímabil í efstu deild.
Karólína varð 18 ára fyrr í mán-
uðinum og lék sinn fyrsta leik með
meistaraflokki HK/Víkings í 1. deild
sumarið 2016, þá 15 ára gömul. Sum-
arið 2017 skoraði hún sjö mörk í 16
leikjum þegar liðið tryggði sér sæti í
efstu deild og kom við sögu í 17 af 18
leikjum liðsins í Pepsi-deildinni síð-
astliðið sumar og skoraði þá fjögur
mörk. Hún á að baki 31 leik með
yngri landsliðum Íslands og hefur í
þeim skorað þrjú mörk.
Kapp á meðal tíu markahæstu
Eftir markið sem Berglind
Björg Þorvaldsdóttir skoraði í 4:2-
sigri Breiðabliks gegn KR er hún nú
orðin fjórði markahæsti leikmaður
Blika í efstu deild frá upphafi. Berg-
lind hefur nú skorað 81 mark fyrir
Breiðablik og komst upp fyrir Mar-
gréti R. Ólafsdóttur sem skoraði 80.
Berglind Björg er 11. markahæsti
leikmaður efstu deildar frá upphafi
með 113 mörk, aðeins einu marki á
eftir Hólmfríði Magnúsdóttur sem
leikur nú með Selfossi. Hólmfríður
skoraði sitt 114. mark á dögunum og
heldur því enn í sæti sitt á meðal
þeirra tíu markahæstu frá upphafi.
Elín Metta Jensen skoraði þrjú
mörk fyrir Val í 4:1-sigrinum á Sel-
fossi í umferðinni. Hún hefur nú skor-
að 90 mörk fyrir Val í efstu deild, en
hún er fimmti markahæsti leikmaður
liðsins frá upphafi. Elín Metta komst
jafnframt í 19. sæti yfir markahæstu
leikmenn efstu deildar frá upphafi og
er nú aðeins einu marki frá liðsfélaga
sínum, Dóru Maríu Lárusdóttur, sem
hefur skorað 91 mark fyrir Val í efstu
deild.
Dóra María heldur hins vegar
áfram að bæta eigið met sem leikja-
hæsti leikmaður Vals frá upphafi, en
hún hefur nú leikið 224 leiki í efstu
deild og er sú fimmta leikjahæsta frá
upphafi.
Nokkrir leikmenn náðu áföngum
í leikjafjölda í efstu deild í umferðinni.
Lára Kristín Pedersen, leikmaður
Þórs/KA, lék sinn 140. leik og Þórunn
Helga Jónsdóttir, fyrirliði KR, lék
sinn 135. leik. Bryndís Lára Hrafn-
kelsdóttir, markvörður Þórs/KA, og
Sigríður Lára Garðarsdóttir, fyr-
irliði ÍBV, léku báðar sinn 130. leik.
Gígja Valgerður Harðardóttir, HK/
Víkingi, lék 125. leikinn í efstu deild.
Lið umferðarinnarEinkunnagjöfi n 2019
Þessar eru með fl est M í einkunnagjöf Morgunblaðsins. Gefi ð er eitt M fyrir
góðan leik, tvö M fyrir mjög góðan leik og þrjú M fyrir frábæran leik.
Cloé Lacasse, ÍBV 8
Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki 7
Elín Metta Jensen, Val 7
Birta Guðlaugsdóttir, Stjörnunni 5
Natasha Moraa Anasi, Kefl avík 5
Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki 4
Berglind B. Þorvaldsdóttir, Breiðabliki 4
Emma Kelly, ÍBV 4
Hildur Antonsdóttir, Breiðabliki 4
Ída Marín Hermannsdóttir, Fylki 4
Stephany Mayor, Þór/KA 4
Sveindís Jane Jónsdóttir, Kefl avík 4
Andrea Mist Pálsdóttir, Þór/KA 3
Ásdís Karen Halldórsdóttir, KR 3
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, Þór/KA 3
Clara Sigurðardóttir, ÍBV 3
Dóra María Lárusdóttir, Val 3
Fatma Kara, HK/Víkingi 3
Halla M. Hinriksdóttir, HK/Víkingi 3
Hlín Eiríksdóttir, Val 3
Hulda Ósk Jónsdóttir, Þór/KA 3
Stephany Mayor, Þór/KA 6
Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki 5
Cloé Lacasse, ÍBV 5
Elín Metta Jensen, Val 5
Berglind B. Þorvaldsdóttir, Breiðabliki 4
Hildur Antonsdóttir, Breiðabliki 3
Hlín Eiríksdóttir, Val 3
Ída Marín Hermannsdóttir, Fylki 3
Margrét Lára Viðarsdóttir, Val 3
Markahæstar
Breiðablik 30
ÍBV 24
Valur 24
Stjarnan 21
HK/Víkingur 19
Kefl avík 18
Þór/KA 18
Fylkir 17
KR 16
Selfoss 15
Leikmenn:
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
23-4-3
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
Þór/KA
Clara
Sigurðardóttir
ÍBV
Cloé Lacasse
ÍBV
Margrét Lára
Viðarsdóttir
Val
Karólína Jack
HK/Víkingi
Fatma Kara
HK/Víkingi
Elín Metta Jensen
Val
Natasha Moraa Anasi
Kefl avík
Arna Sif
Ásgrímsdóttir
Þór/KA
Agla María Albertsdóttir
Breiðabliki
Kristín Dís Árnadóttir
Breiðabliki
5. umferð í Pepsi Max-deild kvenna 2019
Lið:
2
4
3
22
2
Jasmín Erla Ingadóttir, Stjörnunni 3
Kristín Dís Árnadóttir, Breiðabliki 3
Margrét Lára Viðarsdóttir, Val 3
Renae Cuéllar, Stjörnunni 3
Hvert mark er dýrmætt
Einvígi Breiðabliks og Vals um Íslandsmeistaratitilinn þar sem markatalan er
strax farin að skipta máli Cloé Lacasse aftur best og tók forystu í M-gjöfinni
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Efnileg Karólína Jack er einn af
lykilleikmönnum hjá HK/Víkingi.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Best Cloé Lacasse hefur farið mjög
vel af stað með ÍBV á tímabilinu.
Þýskaland
RN Löwen – Ludwigshafen ............... 26:29
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 5 mörk
fyrir Löwen og Alexander Petersson er frá
vegna meiðsla.
Lemgo – Kiel ........................................ 26:34
Gísli Þorgeir Kristjánsson hjá Kiel er frá
keppni vegna meiðsla. Alfreð Gíslason
þjálfar liðið.
Flensburg – Füchse Berlín................. 26:18
Bjarki Már Elísson skoraði 5 mörk fyrir
Füchse.
Minden – Bergischer........................... 32:35
Arnór Þór Gunnarsson skoraði 12 mörk í
13 skotum fyrir Bergischer.
Magdeburg – Bietigheim.................... 23:19
Hannes Jón Jónsson þjálfar Bietigheim.
Erlangen – Melsungen........................ 24:25
Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Erlangen.
Staða efstu liða:
Flensburg 62, Kiel 60, Magdeburg 52, RN
Löwen 50, Melsungen 40, Füchse Berlín 38,
Bergischer 38.
Frakkland
Cesson-Rennes – Montpellier ............ 24:30
Geir Guðmundsson var ekki í leikmanna-
hópi Cesson-Rennes.
SÉRBLAÐ
Grillblað
• Grillmatur
• Bestu og áhugaverðustu grillin
• Áhugaverðir aukahlutirnir
• Safaríkustu steikurnar
• Áhugaverðasta meðlætið
• Svölustu drykkirnir
• Ásamt fullt af öðru
spennandi efni
fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 14. júní
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til mánudagsins 11. júní.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Jón Kristinn Jónsson
Sími 569 1180,
jonkr@mbl.is