Morgunblaðið - 30.05.2019, Blaðsíða 64
64 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019
www.gilbert.is
VELDU ÚR MEÐ SÁL
Frisland Classic
Kvennalandsliðið í blaki vann sinn
fyrsta leik á Smáþjóðaleikunum að
þessu sinni þegar það vann landslið
San Marínó í þremur hrinum í gær,
26:24, 25:16 og 25:11. Thelma Dögg
Grétarsdóttir var stigahæst með 14
stig, Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir
skoraði 11 og Helena Kristín Gunn-
arsdóttir 8.
Karlalandsliðið tapaði hinsvegar
öðrum leik sínum á mótinu þegar
það mætti landsliði San Marínó,
lokatölur 3:1. Úrslit í hrinum vorum
25:21, 19:25, 21:25 og 20:25. Stiga-
hæstir voru Theódór Óskar Þor-
valdsson með 15 stig og Ævarr
Freyr Birgisson með 13.
Íslenska kvennalandsliðið í körfu-
knattleik tapaði fyrir sterku liði
Svartfjallalands 81:73 í öðrum leik
sínum á Smáþjóðaleikunum í Svart-
fjallalandi í dag.
Kvennalandsliðið stóð lengi vel í
öflugu liði heimamanna. Staðan var
jöfn í hálfleik 35:35 og fyrir fjórða
og síðasta leikhlutann voru Svart-
fellingar yfir, 57:51. Heimakonur
höfðu svo betur í lokaleikhlutanum
24:22 og fögnuðu sigri en Svart-
fjallaland tekur þátt í lokakeppni
Evrópumótsins í næsta mánuði.
Helena Sverrisdóttir átti stórleik
og skoraði alls 35 stig, Gunnhildur
Gunnarsdóttir 14, Þóra Kristín
Jónsdóttir 7, Hildur Björg Kjart-
ansdóttir 6, Sara Rún Hinriksdóttir
6, Sigrún Björg Ólafsdóttir 3 og
Bryndís Guðmundsdóttir 2.
Karlalandsliðið lagði landslið
Möltu, 80:76, í hörkuleik sem þurfti
að framlengja. Elvar Friðriksson
fór á kostum og skoraði 33 stig.
Kristinn Pálsson var næstur með 17
stig.
Gull og silfur í sömu grein
Ísland vann tvöfaldan sigur í 100
m hlaupi kvenna í frjálsíþrótta-
keppninni sem hófst í gær. Guð-
björg Jóna Bjarnadóttir vann 100 m
hlaupið á 11,79 sekúndum og stalla
hennar Tiana Ósk Whithworth kom
önnur í mark á 11,88.
Hlynur Andrésson hlaut silfur-
verðlaun í 5.000 m hlaupi. Hann kom
í mark á 14.23,21 mínútu. Andrea
Kolbeinsdóttir varð þriðja í mark í
5.000 m hlaupi kvennaá 17,01,65. Í
kúluvarpi karla náði kringlukast-
arinn Guðni Valur Guðnason þriðja
sæti. Hann varpaði kúlunni lengst
17,83 metra. sport@mbl.is
Blakkonurnar eru
komnar á blað
Guðbjörg og Tiana voru fótfráastar
Morgunblaðið/Hari
Gull Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir vann gullverðlaun á Smáþjóðaleikunum.
Ljósmynd/GSSE
Sigur Eygló Ósk Gústafsdóttir tekur við gullinu fyrir 100 m baksund.
Eyjamenn eru komnir í átta liða úr-
slit Mjólkurbikarkeppni karla í
knattspyrnu eftir 2:0 sigur gegn
Fjölni á Hásteinsvellinum í gær.
Jonathan Franks skoraði fyrra
mark Eyjamanna á 37. mínútu
leiksins og Jonathan Glenn innsigl-
aði sigur heimamanna gegn In-
kasso-liði Fjölnis eftir tíu mínútna
leik í seinni hálfleik.
ÍBV sló ríkjandi bikarmeistara
Stjörnunnar út í 32-liða úrslitunum
og er fjórða liðið sem er komið í
átta liða úrslitin ásamt Víkingi R.,
Grindavík og Njarðvík.
Eyjamenn áfram í
Mjólkurbikarnum
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Skoraði Framherjinn Jonathan
Glenn skoraði gegn Fjölni.
Sandra Erlingsdóttir var í gær-
morgun kölluð inn í íslenska lands-
liðið í handknattleik í stað Lovísu
Thompson stöllu sinnar úr Íslands-
meistaraliði Vals. Lovísa kenndi sér
eymsla í baki í vináttulandsleik við
Norðmenn í fyrradag. Þótti ráðleg-
ast að af þeim sökum tæki hún sér
a.m.k. frí frá fyrri leiknum við
Spánverja í undankeppni HM sem
fram fer annað kvöld á Spáni.
Sandra kom til móts við íslenska
landsliðið í gær og fer með því
áfram til Málaga á Spáni í dag.
Sandra á einn landsleik að baki.
Sandra leysir
Lovísu af
Morgunblaðið/Eggert
Handbolti Sandra Erlingsdóttir var
kölluð inn í landsliðið í gærmorgun.
Töluverðar breytingar eru á íslenska kvennalandsliðinu
í knattspyrnu sem mætir Finnum í tveimur vináttu-
leikjum ytra hinn 13. og 17. júní, en hópurinn var til-
kynntur í gær. Alls voru tíu leikmenn ekki valdir sem
fóru með liðinu til Suður-Kóreu í apríl, auk þess sem þær
Rakel Hönnudóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir eru
meiddar. Inn koma margar af leikreyndustu leik-
mönnum Íslands síðari ár, svo sem Margrét Lára Viðars-
dóttir og Dagný Brynjarsdóttir, auk þess sem tveir ný-
liðar eru í hópnum. Það eru þær Áslaug Munda Gunn-
laugsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir úr Breiða-
bliki. Þær voru hluti af U19 ára landsliðinu sem keppti í
milliriðli undankeppni EM í apríl, en alls koma fimm leikmenn þaðan upp í
A-landsliðið fyrir þessa tvo leiki gegn Finnum.
Landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson sagði við Morgunblaðið að mikil
samkeppni væri nú um sæti í liðinu og það væri mjög jákvætt hvað hann
hefði úr stórum hópi að velja. Viðtal við hann og landsliðshópinn í heild má
finna á mbl.is/sport. yrkill@mbl.is
Miklar breytingar í hópnum
Áslaug Munda
Gunnlaugsdóttir
Bæði karla- og kvennalandslið Íslands verða á heima-
velli á heimsmeistaramótunum á næsta ári. SA Víkingar
leika í Evrópukeppni í haust. Eins og fram kom blaðinu í
gær verður HM kvenna á Akureyri 23.-29. febrúar á
næsta ári. HM karla fer svo fram í Skautahöllinni í Laug-
ardal 19.-25. apríl. Þar verða ásamt Íslandi lið Belgíu,
Nýja-Sjálands, Georgíu, Mexíkó og Búlgaríu, en liðin
leika í B-riðli 2. deildar.
Þá mun karlalandsliðið leika aftur í forkeppni Ólymp-
íuleikanna í lok þessa árs, eða 12.-15. desember, í Brasov
í Rúmeníu. Ísland verður í riðli með Rúmeníu, Ísrael og
einu liði til viðbótar sem kemst áfram úr fyrri umferð.
Meistaraflokkur karla hjá Skautafélagi Akureyrar tekur svo þátt í Evr-
ópukeppni félagsliða næsta haust líkt og í fyrra þegar liðið kom nokkuð á ó
vart með því að vinna sinn riðil í 1. umferð undir stjórn Jussi Sipponen en
féll svo úr leik í 2. umferð eftir ágæta frammistöðu. sport@mbl.is
Líflegur vetur framundan
Jussi
Sipponen
Karlalið HK í handknattleik heldur
áfram að sanka að sér leikmönnum
fyrir næsta keppnistímabil í úrvals-
deildinni. Í gær hljóp enn einu sinni á
snærið hjá HK þegar Kristófer Andri
Daðason ákvað að söðla um og ganga
HK-liðinu á hönd eftir að hafa verið að-
sópsmikill með Víkingi á síðustu leik-
tíð. HK vann einmitt Víking í umspils-
leikjum um sæti í Olís-deildinni í vor.
Kristófer Daði, sem leikið hefur með
yngri landsliðum Íslands, skoraði 126
mörk í 18 leikjum með Víkingi í Grill
66-deildinni í vetur sem leið.
Kjartan Henry
Finnbogason hef-
ur framlengt
samning sinn við
danska knatt-
spyrnuliðið Vejle á
Jótlandi. Hann er
nú samningsbund-
inn því fram á
sumarið 2021.
Kjartan Henry gekk í raðir Vejle frá
ungverska liðinu Ferencváros í janúar
og skoraði fimm mörk í 13 leikjum
með liðinu.
Kjartan og félagar í Vejle fóru í umspil
við Hobro um að halda sæti sínu í
deildinni og þar hafði Hobro betur og
Vejle leikur því í dönsku B-deildinni á
næsta tímabili.
Eggert Gunnþór Jónsson hefur
framlengt samning sinn við danska úr-
valsdeildarfélagið SønderjyskE um eitt
ár með möguleika á eins árs framleng-
ingu til viðbótar.
Eggert Gunnþór er 30 ára knatt-
spyrnumaður, hefur spilað 55 leiki í
dönsku úrvalsdeildinni með Sønder-
jyskE á síðustu tveimur leiktíðum við
góðan orðstír.
Eitt
ogannað