Morgunblaðið - 30.05.2019, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 30.05.2019, Blaðsíða 64
64 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019 www.gilbert.is VELDU ÚR MEÐ SÁL Frisland Classic Kvennalandsliðið í blaki vann sinn fyrsta leik á Smáþjóðaleikunum að þessu sinni þegar það vann landslið San Marínó í þremur hrinum í gær, 26:24, 25:16 og 25:11. Thelma Dögg Grétarsdóttir var stigahæst með 14 stig, Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir skoraði 11 og Helena Kristín Gunn- arsdóttir 8. Karlalandsliðið tapaði hinsvegar öðrum leik sínum á mótinu þegar það mætti landsliði San Marínó, lokatölur 3:1. Úrslit í hrinum vorum 25:21, 19:25, 21:25 og 20:25. Stiga- hæstir voru Theódór Óskar Þor- valdsson með 15 stig og Ævarr Freyr Birgisson með 13. Íslenska kvennalandsliðið í körfu- knattleik tapaði fyrir sterku liði Svartfjallalands 81:73 í öðrum leik sínum á Smáþjóðaleikunum í Svart- fjallalandi í dag. Kvennalandsliðið stóð lengi vel í öflugu liði heimamanna. Staðan var jöfn í hálfleik 35:35 og fyrir fjórða og síðasta leikhlutann voru Svart- fellingar yfir, 57:51. Heimakonur höfðu svo betur í lokaleikhlutanum 24:22 og fögnuðu sigri en Svart- fjallaland tekur þátt í lokakeppni Evrópumótsins í næsta mánuði. Helena Sverrisdóttir átti stórleik og skoraði alls 35 stig, Gunnhildur Gunnarsdóttir 14, Þóra Kristín Jónsdóttir 7, Hildur Björg Kjart- ansdóttir 6, Sara Rún Hinriksdóttir 6, Sigrún Björg Ólafsdóttir 3 og Bryndís Guðmundsdóttir 2. Karlalandsliðið lagði landslið Möltu, 80:76, í hörkuleik sem þurfti að framlengja. Elvar Friðriksson fór á kostum og skoraði 33 stig. Kristinn Pálsson var næstur með 17 stig. Gull og silfur í sömu grein Ísland vann tvöfaldan sigur í 100 m hlaupi kvenna í frjálsíþrótta- keppninni sem hófst í gær. Guð- björg Jóna Bjarnadóttir vann 100 m hlaupið á 11,79 sekúndum og stalla hennar Tiana Ósk Whithworth kom önnur í mark á 11,88. Hlynur Andrésson hlaut silfur- verðlaun í 5.000 m hlaupi. Hann kom í mark á 14.23,21 mínútu. Andrea Kolbeinsdóttir varð þriðja í mark í 5.000 m hlaupi kvennaá 17,01,65. Í kúluvarpi karla náði kringlukast- arinn Guðni Valur Guðnason þriðja sæti. Hann varpaði kúlunni lengst 17,83 metra. sport@mbl.is Blakkonurnar eru komnar á blað  Guðbjörg og Tiana voru fótfráastar Morgunblaðið/Hari Gull Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir vann gullverðlaun á Smáþjóðaleikunum. Ljósmynd/GSSE Sigur Eygló Ósk Gústafsdóttir tekur við gullinu fyrir 100 m baksund. Eyjamenn eru komnir í átta liða úr- slit Mjólkurbikarkeppni karla í knattspyrnu eftir 2:0 sigur gegn Fjölni á Hásteinsvellinum í gær. Jonathan Franks skoraði fyrra mark Eyjamanna á 37. mínútu leiksins og Jonathan Glenn innsigl- aði sigur heimamanna gegn In- kasso-liði Fjölnis eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik. ÍBV sló ríkjandi bikarmeistara Stjörnunnar út í 32-liða úrslitunum og er fjórða liðið sem er komið í átta liða úrslitin ásamt Víkingi R., Grindavík og Njarðvík. Eyjamenn áfram í Mjólkurbikarnum Ljósmynd/Þórir Tryggvason Skoraði Framherjinn Jonathan Glenn skoraði gegn Fjölni. Sandra Erlingsdóttir var í gær- morgun kölluð inn í íslenska lands- liðið í handknattleik í stað Lovísu Thompson stöllu sinnar úr Íslands- meistaraliði Vals. Lovísa kenndi sér eymsla í baki í vináttulandsleik við Norðmenn í fyrradag. Þótti ráðleg- ast að af þeim sökum tæki hún sér a.m.k. frí frá fyrri leiknum við Spánverja í undankeppni HM sem fram fer annað kvöld á Spáni. Sandra kom til móts við íslenska landsliðið í gær og fer með því áfram til Málaga á Spáni í dag. Sandra á einn landsleik að baki. Sandra leysir Lovísu af Morgunblaðið/Eggert Handbolti Sandra Erlingsdóttir var kölluð inn í landsliðið í gærmorgun. Töluverðar breytingar eru á íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu sem mætir Finnum í tveimur vináttu- leikjum ytra hinn 13. og 17. júní, en hópurinn var til- kynntur í gær. Alls voru tíu leikmenn ekki valdir sem fóru með liðinu til Suður-Kóreu í apríl, auk þess sem þær Rakel Hönnudóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir eru meiddar. Inn koma margar af leikreyndustu leik- mönnum Íslands síðari ár, svo sem Margrét Lára Viðars- dóttir og Dagný Brynjarsdóttir, auk þess sem tveir ný- liðar eru í hópnum. Það eru þær Áslaug Munda Gunn- laugsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir úr Breiða- bliki. Þær voru hluti af U19 ára landsliðinu sem keppti í milliriðli undankeppni EM í apríl, en alls koma fimm leikmenn þaðan upp í A-landsliðið fyrir þessa tvo leiki gegn Finnum. Landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson sagði við Morgunblaðið að mikil samkeppni væri nú um sæti í liðinu og það væri mjög jákvætt hvað hann hefði úr stórum hópi að velja. Viðtal við hann og landsliðshópinn í heild má finna á mbl.is/sport. yrkill@mbl.is Miklar breytingar í hópnum Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir Bæði karla- og kvennalandslið Íslands verða á heima- velli á heimsmeistaramótunum á næsta ári. SA Víkingar leika í Evrópukeppni í haust. Eins og fram kom blaðinu í gær verður HM kvenna á Akureyri 23.-29. febrúar á næsta ári. HM karla fer svo fram í Skautahöllinni í Laug- ardal 19.-25. apríl. Þar verða ásamt Íslandi lið Belgíu, Nýja-Sjálands, Georgíu, Mexíkó og Búlgaríu, en liðin leika í B-riðli 2. deildar. Þá mun karlalandsliðið leika aftur í forkeppni Ólymp- íuleikanna í lok þessa árs, eða 12.-15. desember, í Brasov í Rúmeníu. Ísland verður í riðli með Rúmeníu, Ísrael og einu liði til viðbótar sem kemst áfram úr fyrri umferð. Meistaraflokkur karla hjá Skautafélagi Akureyrar tekur svo þátt í Evr- ópukeppni félagsliða næsta haust líkt og í fyrra þegar liðið kom nokkuð á ó vart með því að vinna sinn riðil í 1. umferð undir stjórn Jussi Sipponen en féll svo úr leik í 2. umferð eftir ágæta frammistöðu. sport@mbl.is Líflegur vetur framundan Jussi Sipponen  Karlalið HK í handknattleik heldur áfram að sanka að sér leikmönnum fyrir næsta keppnistímabil í úrvals- deildinni. Í gær hljóp enn einu sinni á snærið hjá HK þegar Kristófer Andri Daðason ákvað að söðla um og ganga HK-liðinu á hönd eftir að hafa verið að- sópsmikill með Víkingi á síðustu leik- tíð. HK vann einmitt Víking í umspils- leikjum um sæti í Olís-deildinni í vor. Kristófer Daði, sem leikið hefur með yngri landsliðum Íslands, skoraði 126 mörk í 18 leikjum með Víkingi í Grill 66-deildinni í vetur sem leið.  Kjartan Henry Finnbogason hef- ur framlengt samning sinn við danska knatt- spyrnuliðið Vejle á Jótlandi. Hann er nú samningsbund- inn því fram á sumarið 2021. Kjartan Henry gekk í raðir Vejle frá ungverska liðinu Ferencváros í janúar og skoraði fimm mörk í 13 leikjum með liðinu. Kjartan og félagar í Vejle fóru í umspil við Hobro um að halda sæti sínu í deildinni og þar hafði Hobro betur og Vejle leikur því í dönsku B-deildinni á næsta tímabili.  Eggert Gunnþór Jónsson hefur framlengt samning sinn við danska úr- valsdeildarfélagið SønderjyskE um eitt ár með möguleika á eins árs framleng- ingu til viðbótar. Eggert Gunnþór er 30 ára knatt- spyrnumaður, hefur spilað 55 leiki í dönsku úrvalsdeildinni með Sønder- jyskE á síðustu tveimur leiktíðum við góðan orðstír. Eitt ogannað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.