Morgunblaðið - 30.05.2019, Síða 66

Morgunblaðið - 30.05.2019, Síða 66
66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019 Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Ég nota svarthvítar myndir úr gömlu fjölskyldualbúmi af formæðr- um mínum og ættkonum. Ég er með þær sem útgangspunkt fyrir frekar stór portrett- málverk,“ segir Erla S. Haralds- dóttir um sýningu sína Fjölskyldu- mynstur sem opnuð verður á morgun, föstu- dag, í Listasafni Reykjanes- bæjar. Þar má sjá fimmtán verk byggð á uppruna Erlu og kynnum hennar af handverki Ndbele-ættbálksins. Þannig mætast ólíkir menningar- heimar í verkum myndlistarkon- unnar. „Ég leik mér með suðurafrísk mynstur sem koma frá Ndbele- ættbálknum. Maðurinn minn er að skrifa doktorsritgerð um þetta mynstur og ég hef lesið mér mikið til um það.“ Hjónin dvöldu í Jóhann- esarborg og var Erla með vinnustofu þar í þrjá mánuði. „Við tókum viðtöl við konur sem eru að mála mynstur í þessum stíl. Þetta eru gamlar konur sem hafa lært af mæðrum sínum og þannig hefur það verið í margar kyn- slóðir.“ Konurnar mála geómetrísk abstraktmynstur í sterkum litum. Afrísku mynstrin eru pólitísk Erla segir frá því að þrátt fyrir að hún hafi verið búin að rannsaka þessi mynstur hafi verið allt annað að hitta konurnar í eigin persónu. „Við fyrstu sýn virðast mynstrin öll vera svo lík en svo þegar maður fer virkilega að skoða þau sér maður mun og getur áttað sig á því hvaða kona hefur gert hvaða verk,“ segir myndlistarkonan og bætir við: „Mér fannst áhugavert að þessi list hefur svolítið með sjálfs- mynd þeirra og menningararf að gera.“ Erla líkir því við það þegar ís- lenskar konur voru í þjóðbúningum hér áður fyrr. „Það virtist styrkja sjálfsvitund þeirra og samkennd.“ Erla segir mynstur Ndbele- ættbálskins vera fremur pólitísk. „Það er eins og mynstrin hafi orðið stærri og meira áberandi á tímum Sjálfsvitund og samkennd  Sýningin Fjölskyldumynstur opnuð Erla S. Haraldsdóttir Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þetta er alveg eins og ég vonaði að þetta myndi verða,“ segir Ragnar Kjartansson glaður þegar ég hitti á hann í Metropolitan-safninu stóra fyrr í vikunni. Ég hafði verið leiddur áleiðis til hans gegnum marga sali þessa stórkostlega safns, sem geymir afreksverk manna í listum og hönnun frá fornöld til dagsins í dag, og þegar við nálgumst torg sem verk hol- lenskra endurreisnarmálara hanga kringum í hringlaga gangi, þá smá- hækkar tónlist. Það er leikið á tvo gítara og kvenraddir syngja trega- fullan en ljúfan söng. Byggt hefur verið yfir torgið og það myrkvað; þar inni kringum rómverskan marmara- skúlptúr á miðju gólfi eru komnir sjö stórir myndbandsskjáir og þar er Ragnar ásamt tæknimönnum sem eru að leggja lokahönd á stillingu hjóðs og myndar í þessu nýja, fallega og áhrifamikla verki hans sem verður frumsýnt í Metropolitan-safninu í kvöld. Þetta nýja verk nefnist Death is Elsewhere – Dauðinn er annars stað- ar. Það er 77 mínútna langt og kvik- myndað í einni töku; tvennir tvíbur- ar, tónlistarkonurnar Kristín Anna og Gyða Valtýsdætur og Aaron og Bryce Dessner, þekktir sem með- limir bandarísku hljómsveitarinnar The National, sem Ragnar hefur unnið talsvert með, ganga þar hring eftir hring kringum áhorfendur og leika og syngja sama lagið. Verkið var kvikmyndað á grænu túni í Skaftártungu um miðnætti um mitt sumar í hittifyrra, Eldhraun er nærri og fallegur fjallahringur umlykur sviðið. Frumsýning verks Ragnars mark- ar upphaf aukinnar áherslu í aðal- byggingu Metropolitan á samtíma- list, sem á að fella inn í safneignina á áhrifaríkan hátt, eins og segir í til- kynningu. Og þar er sagt að pörin tvö syngi og flytji ástarballöðu í þessu ægifagra landslagi sem leiði hugann að ýmiskonar rómantískum klisjum, en við bætist viss írónía, níhilismi og fáránleiki. Ragnar er kynntur fyrir gestum safnsins sem einn áhrifa- mesti gjörninga- og vídeólistamaður samtímans og segir forstöðumað- urinn Max Hollein að í verkinu hafi Ragnar skapað hrífandi umhverfi og „ofið saman tónlist, ljóðlist og hið dramatíska íslenska landslag til að skapa alltumlykjandi og nána upp- lifun. Það eru forréttindi að frum- sýna verk eftir þennan einstaka lista- mann“. Áhugaverðar klisjur Aðstoðarmenn Ragnars og tækni- menn safnsins hafa þegar lokið upp- setningu verksins þegar Ragnar kemur í hús rétt á undan mér, hann var að koma frá Los Angeles þar sem hinn kunni gjörningur hans Bliss frá 2011 var endurtekinn í Walt Disney- tónleikahöllinni á laugardaginn var. Kristján Jóhannsson, Ragnar, fleiri söngvarar og hljómsveit fluttu þá lokaaríuna úr Brúðkaupi Fígarós eft- ir Mozart látlaust í tólf tíma og var flutningurinn kvikmyndaður í mestu mögulegu gæðum. Það væri ekki skrýtið ef Ragnar væri þreyttur eftir það ævintýri en hann aftekur að svo sé og er hæstánægður með það hvernig Dauðinn er annars staðar kemur út í Metropolitan-safninu. „Hérna er þessi hljóðskúlptúrs- spenna sem mér finnst áhugaverð,“ segir hann og segist líta á þessi víd- eóverk sín sem einhvers konar út- leggingar á nálgun bandaríska lista- mannsins Bruce Naumanns, en viðurkennir að sín aðferð sé mildari. „Mér finnst áhugavert að vinna með þá fortíð; ég er „kominn af“ listafólki eins og Naumann, Carolee Schnee- mann, Marinu Abramovic, Mike Kelly, Paul McCarthy og slíku „hard- core“-liði í myndlistinni og mér finnst sá bakgrunnur alltaf vera í verkun- um mínum. Mér finnst áhugavert að vinna með aðferðir eins og þau en á normal hátt, því mér finnst það sem má kalla normal og yndislegt alltaf vera ógeðslega skrýtið. Í rauninni er það pervertískt,“ segir hann og bros- ir. „Allar klisjurnar í menningunni okkar geta verið svo áhugaverðar, fallegar og yndislegar; ef maður ger- ir klisju fallega, eins og hér í þessu verki þar sem yndislegt hvítt hetró- sexúal fólk labbar í hringi, þá er eitt- hvert ofbeldi í því. Verkið stendur fyrir fegurðina en samt finnst manni það óþægilegt í þessum nútíma – og það finnst mér áhugavert.“ Lautarferð á Suðurlandi Ragnar segir lagið sem listamenn- irnir flytja þar sem þeir ganga hring eftir hring í kringum okkur sprottið úr lagasmíðatörn sem þau áttu sam- an heima hjá Ragnari og voru að semja fyrir tónlistarhátíð sem þeir Dessner-bræður standa fyrir. Titill verksins og textinn kemur úr bókum sem þau drógu fram úr bókahillum Ragnars, meðal annars eftir Saffó í þýðingu Anne Carson, ljóðum Ro- berts Lax og skrifum Alexanders Dumbadzes um líf og dauða lista- mannins Bas Jans Aders. „Þetta er svo áhugavert landslag,“ segir Ragnar þar sem við horfum á verkið meðan tæknimenn fínstilla mynd og hljóð. Hann hafði áður unn- ið með sviðsverk þar sem áhorfendur eru beittir skynblekkingum fyrir til- stilli eineggja tvíbura og hafði það í huga þegar hann var að móta þetta vídeóverk. „Svo fór ég líka að hugsa um fræga málverkið eftir Jón Stef- ánsson á Hótel Holti, af fólki í laut- arferð á Suðurlandi. Þá langaði mig að gera verk með fólki á túni á Suð- urlandi – og hér er það komið! Eins og þú sérð er þetta innblásið af Jóni Stefánssyni.“ Og hann segist hafa unnið mikið áður með þessum tvennu tvíburum, sem eru sem fæddir í þessi hlutverk. „Ég hef unnið með þeim öllum í fjölmörgum verkefnum og svo erum við miklir vinir svo þetta lá beint við.“ „En dauðinn er ekki hér“  Nýtt og viðamikið myndbandsverk Ragnars Kjartanssonar verður frumsýnt í Metropolitan-safn- inu í New York í dag  Markar upphaf aukinnar áherslu á samtímalist í gömlu safnbyggingunni Morgunblaðið/Einar Falur Ástarljóð „Þetta er alveg eins og ég vonaði að þetta myndi verða,“ segir Ragnar Kjartansson um uppsetningu verksins í Metropolitan. Tvennir tvíburar eru í því, Kristín Anna og Gyða Valtýsdætur og Aron og Bryan Dessner.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.