Morgunblaðið - 30.05.2019, Side 67

Morgunblaðið - 30.05.2019, Side 67
MENNING 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019 aðskilnaðarstefnunnar í Suður- Afríku. Ein kvennanna sagði ein- mitt: „Því reiðari sem ég er því meira mála ég.““ Myndlistin eða hand- verkið er notað til þess að vinna úr reynslu eða tilfinningum og Erla veltir því fyrir sér hvort það sama eigi ekki við um saumaskap ís- lenskra kvenna. „Ég geri tilraunir með að blanda þessum tveimur heimum saman, Ís- landi og Suður-Afríku. Það er kannski ekki svo mikill munur á hugsanagangi kvenna í þessum ólíku menningarheimum,“ segir Erla, sem blandar meðal annars íslensku átt- blaðarósinni við munstur suðurafr- íska ættbálksins. Konur skilja eftir sig handverk Erla leggur áherslu á að handverk á borð við mynstur Ndbele- ættbálksins og saumaskap íslenskra formæðra sinna sé það sem eftir þær liggur. „Formæður mínar voru á fullu að sauma út, gera renninga og svoleiðis. Þær skilja það eftir sig á sama hátt og suðurafrísku konurnar skilja eftir sig þessi mynstur. Þessi list er kannski ekki talin á mjög háum stalli en samt er það þetta sem verður eftir,“ segir Erla. Sýning hennar, Fjölskyldumynstur, þar sem hún gerir handverki kvenna hátt undir höfði, stendur til 18. ágúst. Málverk Myndlistarkonan Erla leiðir saman myndir úr fjölskyldualbúmi og mynsturgerð Ndbele-ættbálksins í verkum sínum og segir ekki vera svo mikinn mun á „hugsanagangi kvenna í þessum ólíku menningarheimum“. Ástralski fræðimaðurinn, rithöf- undurinn og blaðamaðurinn Ger- maine Greer er jafnan ómyrk í máli og hefur nú komist í fréttir fyrir að tala niður sjálfan Leonardo da Vinci og hans frægasta verk Monu Lisu. „Fjárans Mona Lisa … þessi hálfdauða kona, þessi furðulegi kvenmaður með grænleita and- litið,“ mun Greer hafa sagt um verkið fræga í fyrirlestri sem hún hélt á mánudag á Hay-hátíðinni í Wales þar sem þess var minnst að hálf öld væri liðin frá andláti endurreisnarmeistarans sem lést 2. maí árið 1519. Er hann jafnan tal- inn einn fjölhæfasti og merkasti listamaður endurreisnartímans. Greer sagðist ítrekað hafa orðið fyrir vonbrigðum með da Vinci sem listamann og sagði Monu Lisu dæmigerða fyrir málaralist Fen- eyja á þeim tíma sem hún var mál- uð. „Það sem mér finnst mikilvæg- ast við þetta fjárans verk er að konan lítur út fyrir að vera þegar látin,“ sagði Greer og hvað brosið dularfulla varðaði væri það Leon- ardo-glottið, eins og hún kysi að kalla það. „Það er alls staðar,“ sagði Greer og nefndi nokkur verk listamannsins sem dæmi. Da Vinci hefði ekki verið eins metnaðar- fullur í sköpun sinni og til að mynda Michaelangelo og hefði auðveld- lega misst einbeitinguna. Greer sagði da Vinci hafa verið skemmtikraft, fólk hefði haft gam- an af honum og notið þess að vera með honum. Hann hefði verið fynd- inn, hvatvís, söngelskur og leikið á hljóðfæri. Greer tók einnig fyrir eitt þekkt- asta verk da Vincis, „Síðustu kvöld- máltíðina“, og sagði það illa unnið og lélegt. Hún bæri þó virðingu fyr- ir da Vinci hvað tilraunagleði hans varðaði en stundum hefði hann þó verið fullhugmyndalaus. Greer lítt hrifin af da Vinci og Monu Lisu Glott Mona Lisa er með dæmigert Leon- ardo-glott, að mati Germaine Greer. Þegar spurt er um tæknilegu framkvæmdina, sem er tilkomumikil þar sem hljóðið fylgir hvoru pari ná- kvæmlega og á einstaklega tæran hátt, segir Ragnar að notaðar hafi verið sjö tökuvélar í hring „á miðju Nestúninu“ og þrír hljóðnemar fyrir framan hverja. Þess vegna finnum við svo vel fyrir hreyfingunni í hljóð- inu. „Og þar komum við að öðrum „hardcore“-listamanni, tónskáldinu Stockhausen, en ég hef mikið hugsað um hugmyndir hans um rýmistónlist. Út frá því bý ég til svona rókokkó.“ Ragnar hlær. „Ég er mikið í sixtís-, seventís- „hardcore“-listum og svo Watteau“ – sem var einn helsti málari rókokkó- tímabilsins. „Það er blandan mín.“ Er geggjað glaður Verk Ragnars hafa notið mikillar og sívaxandi velgengni og þau hefur mátt sjá í mörgum helstu listasöfnum heims, eins og nú í Metropolitan. Það er athyglisvert að þetta verk hafi hann gert fyrir tveimur árum – lá hann bara á því? „Mig langaði alltaf til að sýna það í einhverju frábæru rými og var í ró- legheitunum að vinna í því. Við tók- um margar tökur og ég var að leita að þeirri réttu; í þeim fyrstu voru tví- burarnir í búningum en í þessari eru þau bara í sínum fötum. Það er lang- best – raunveruleikinn er svo heillandi. Ég hafði því tíma til að skoða og hugsa um verkið. Ég var síðan að plana að sýna það í gall- eríinu mínu hér í New York en þá fékk ég heimsókn frá tveimur sýn- ingastjórum héðan, þeim Jennifer Farrell og Pari Stave. Ég var kurteis og sýndi þeim alls konar, þær voru svo skemmtilegar að ég sýndi meira að segja þetta verk sem ég var að vinna að. Í kjölfarið kom boð frá safn- inu um að sýna það hér. Sem var gaman því þetta er jú eitt af stóru söfnunum og það er líka svo spenn- andi því ég hugsa þetta verk svo mik- ið sem samtal við málaralistina og skúlptúrinn og hér labbar maður gegnum alla þessa sali með þessum gömlu verkum, og mér finnst það verða svo skúlptúrískt í þessu fallega samhengi. Ég elska þetta safn og finnst frá- bært að vera hér í þessu samtali við listasöguna. Ég kem alltaf hingað þegar ég er í New York. Og mér finnst líka frábært að verkið hafi ekki verið pantað heldur hafi ég átt það til en þau vilji frum- sýna það hér. Þau setja þannig mikið traust á mig, ég vissi ekki einu sinni sjálfur hvort það myndi virka. Það er ekki nema hálftími síðan ég sá fyrst að það væri í lagi.“ Og er Ragnar sáttur? „Ég er geggjað glaður! Þetta er al- veg það sem ég var að leita að, það að leika með töfrana og afbygginguna á sama tíma. Þetta er töfrandi landslag en svo labba þau bara í hringi á Nes- túninu! Þetta er svo mikill raunveru- leiki,“ segir hann ánægður. „Þetta er eiginlega ástarverk, um ástina og dauðann. Og þá er fallegt að heyra hér inni í Metropolitan sungið Dauð- inn er ekki hér! innan um alla þessa dauðu listamenn; listaverkin þeirra eru hér en dauðinn er ekki hér …“ Ókönnuð lönd í boxinu Ég má til að spyrja Ragnar um það hvers vegna hann hafi ásamt að- stoðarfólki endurtekið gjörninginn Bliss í Los Angeles um helgina. „Hann Christopher Rountree, sem er stjórnandi hjá Fílharmóníu- hljómsveitinni í Los Angeles, hringdi og var svo kurteis í símanum þegar hann óskaði eftir því að við flyttum þetta að ég gat ekki annað en sagt: Kýlum á það!“ segir Ragnar brosandi og bætir við að hann hafi aldrei stefnt á að flytja Bliss aftur. En hann fékk Kristján Jóhannsson aftur í lið með sér og þeir sungu ásamt fleirum sömu aríu Mozarts í tólf tíma, við- stöðulaust. „Mér fannst frábært að Kristján skyldi fallast á að vera aftur með, hann er svo mikil undirstaða í þessu verki – það er í raun eins konar port- rett af honum. Hann var strax til í að taka þátt í þessu 2011 og þá urðum við miklir vinir. Hann fór með stæl gegnum þetta núna, hetjan sem hann er. Og músíkalskt var þetta mjög fal- lega gert, þau sópraninn voru guð- dómleg saman, svo vorum við hin bara eins og kór. Þetta var alveg magnað.“ Ragnar lét kvikmynda flutninginn á faglegan hátt en gjörningurinn 2011 var aðeins tekinn upp með einni kyrri tökuvél. „Núna vildi ég taka þetta upp með sömu aðferðum og er beitt á útsend- ingar frá óperuhúsum; ég vann því með náunga sem stýrir tökum hjá Metropolitan-óperunni. Þetta er klisjan um óperuna; enn og aftur finnst mér gaman að vinna með það sem er í senn „proper“ og klisja. Þegar ég vann í auglýsingabrans- anum var alltaf verið að hvetja mann til að „hugsa út fyrir boxið“. En mig langar að hugsa inn í boxið því þar er enginn! Það eru ókönnuð lönd.“ Ljósmynd/Lilja Gunnarsdóttir Úthaldsgjörningur Frá flutningi Bliss í Los Angeles á laugardaginn var. Ragnar og Kristján Jóhannsson sungu ásamt bandarískum söngvurum. Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottum fatnaði. Fatnaður fyrir fagfólk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.