Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2019, Page 6
HEIMURINN
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.5. 2019
Íslensk hönnun - Íslenskt handverk
Arndís Jóhannsdóttir Helga Ragnhildur Mogensen
Kristin Sigfríður GarðarsdóttirObergljót
ásta créative clothes
Chantal van den Broek
Ólöf Erla Bjarnadóttir Guðrún Borghildur
Margrét Guðnadóttir
Valdís Harrysdóttir
Fjaðrafok Valkyrja
Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990
www.kirs.is, Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun
Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17
Hulda B. Ágústsdóttir
Fæðing getur verið eitt af þvísársaukafyllsta sem konurupplifa um ævina og sú upp-
lifun getur haft langvarandi áhrif á
líf þeirra. Þó virðast sálrænu áhrifin
sem margar konur finna fyrir eftir
barnsburð enn ekki hafa fengið al-
mennilega viðurkenningu í heim-
inum. Í rannsókn frá Napier-
háskólanum í Edinborg kemur fram
að allt að 45% kvenna verða fyrir
sálrænu áfalli við barnsburð og 4%
fá einkenni áfallastreituröskunar.
Áfallastreituröskun er geðröskun
sem lýsir sér þannig að einstak-
lingur endurupplifir á einhvern hátt
skelfilegan atburð eða atvik sem
hann hefur orðið fyrir. Þrátt fyrir
að margar konur finni fyrir ein-
kennum áfallastreituröskunar eftir
fæðingarreynslu sína er röskunin
sjaldan tengd við barnsburð.
Í umfjöllun BBC um málið er tal-
að um að áfallastreituröskun, sem
áður var þekkt sem sprengjulost,
hafi fyrst verið viðurkennd eftir að
hermenn sneru heim eftir fyrri
heimsstyrjöldina. Þar segir að enn í
dag, meira en hundrað árum eftir að
stríðinu lauk, sé áfallastreituröskun
yfirleitt tengd við stríð og annað
sem aðallega karlmenn upplifa.
Bandarísku geðlæknasamtökin
(American Psychiatry Association)
viðurkenndu tilvist áfallastreitu-
röskunar hjá konum eftir fæðingu
fyrst árið 1990 þegar lýsingu á rösk-
uninni var breytt og hætt að tala um
orsök áfallastreituröskunar sem
„óvenjulega mannlega reynslu“. Sú
lýsing fellur illa að lýsingu á barns-
burði sem er eitthvað sem stór hluti
kvenna upplifir einhvern tímann um
ævina.
Finna fyrir skorti á samúð
Í frétt BBC kemur fram að upplifun
kvenna á fæðingunni ráði því hvort
þær þrói með sér áfallastreitu-
röskun. Emma Svanberg, sálfræð-
ingur sem lagt hefur áherslu á að
betrumbæta fæðingarupplifanir,
segir í viðtali við BBC að algengt sé
að konur upplifi skort á samúð frá
heilbrigðisstarfsfólki. Í fyrrnefndri
rannsókn frá Napier-háskólanum
kemur fram að ljósmæður finni fyrir
því að þær nái ekki að styðja nægi-
lega vel við konur vegna anna.
Þá finna þær sérstaklega fyrir því
að skortur sé á stuðningi og upplýs-
ingagjöf til kvenna í áhættuhópi,
þ.e. þeirra sem þegar hafa þegar
orðið fyrir áföllum svo sem kynferð-
islegri misnotkun eða glíma við
þunglyndi eða kvíða. Eru þessar
konur fimm sinnum líklegri til að
þróa með sér áfallastreituröskun
eftir barnsburð.
Emma Svanberg segir fæðingar-
áföll vera mikilvægt femínískt mál-
efni. Hún talar um að rannsóknir
sýni að sársauki kvenna sé oft huns-
aður og sé ekki gert jafnhátt undir
höfði og sársauka karla og bendir á
skort á upplýsingagjöf til kvenna
fyrir fæðingu. Í umfjöllun BBC er
bent á að margar konur séu tregar
til að tala opinberlega um fæðingar-
áföll vegna hræðslu við að vera
álitnar misheppnaðar mæður eða
vanþakklátar fyrir börn sín. Svan-
berg segir þó að tiltölulega auðvelt
sé að meðhöndla konur sem hafa
orðið fyrir fæðingaráfalli. Segir hún
að erfiðleikarnir felist helst í að fá
réttu meðferðina og bendir á að oft
séu konur ranglega greindar með
fæðingarþunglyndi.
Geðlæknirinn Rebecca Moore
segir vandamálið þó liggja í heil-
brigðiskerfinu. Segir hún álag á
heilbrigðisstarfsfólki ýta undir líkur
á sálrænum vandamálum kvenna
eftir fæðingu. „Það [starfsfólkið]
sinnir vinnunni sinni en ekki af
nægilegri samúð vegna þess að það
er útbrunnið,“ segir Moore.
Áfall í fæðingu
algengt
Þrátt fyrir að hátt í helmingur kvenna verði fyrir
sálrænu áfalli við barnsburð og fjöldi kvenna fái
einkenni áfallastreituröskunar eftir fæðingu virð-
ist lítil umræða vera um vandamálið.
Rósa Margrét Tryggvadóttir rosamargrett@gmail.com
45% kvenna verða fyrir sálrænu áfalli við að koma barni í heiminn og 4% þróa með sér áfallastreituröskun eftir fæðingu.