Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2019, Page 14
HEILBRIGÐISMÁL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.5. 2019
Þ
riggja ára biðlistaátaki ríkisstjórn-
arinnar sem hófst í mars 2016 er
lokið og þótt ljóst sé að það hafi
skilað nokkrum árangri eru enn
langir biðlistar í bæði lið-
skiptaaðgerðir og augasteinaaðgerðir. Heil-
brigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, gaf ný-
lega út tilkynningu þess efnis að forgangsraðað
yrði til að stytta bið sjúklinga eftir tilteknum að-
gerðum, þ.á m. í augasteinaaðgerðir. Segir ráð-
herra að augasteinaaðgerðir verði þá 1.300 fleiri
en ella. Fjölgun þessara aðgerða er fyrst og
fremst hjá Landspítalanum sem mun sinna
2.000 aðgerðum.
Árleg þörf er 3.300-3.400 aðgerðir og dugar
þessi ráðstöfun því skammt og munar þar um
allt að 1.300 augasteinaaðgerðum á ári. Enn
verða því langir biðlistar og þeir munu lengjast
ár frá ári. Nú í lok samnings er biðtíminn eftir
slíkri aðgerð hjá Sjónlagi fimmtán mánuðir.
Jónmundur Gunnar Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Sjónlags, segir hlutfall þeirra
sem sækja sér þjónustu tengda augnlækn-
ingum utan ríkisrekinna eininga vera um 90%
og segir hann að óskandi væri að stefna ríkisins
væri í takt við þann veruleika.
Grunnsamningur runninn út
Sjónlag er augnlæknastofa sem rekin er af
læknum og hefur gert augasteinaaðgerðir síðan
2008. Vegna vaxandi biðlista eftir slíkum að-
gerðum gerðu Sjúkratryggingar Íslands samn-
ing við stofuna tímabundið um að auka aðgerð-
ir. Einnig var hjá Sjónlagi fyrir
grunnsamningur við SÍ sem féll úr gildi um
mánaðamótin síðustu.
„Það var kominn mikill þrýstingur á biðlist-
ana og þurfti að bregðast við. Það var gerður
samningur í mars 2016 og við komum að því
átaki og tókum 1.000 aukaaðgerðir fyrsta árið,
ofan á þær 400 sem voru í grunnsamningi. Þetta
átti að vera þriggja ára verkefni. Við kláruðum
okkar 1.000 aðgerðir og árið eftir var samið um
400 aukaaðgerðir ofan á grunnsamning. Þriðja
árið var ekkert samið, þrátt fyrir að lagt hafi
verið af stað með það í upphafi,“ segir Jón-
mundur.
„Ef stefnan er að færa meira af þjónustunni
inn á sjúkrahús þýðir það afturhvarf til fortíðar.
Ættum við t.d. að fara með alla tannlækna inn á
Landspítala? Það er dæmi sem gengur ekki
upp. Alveg eins með allan þennan fjölda sem
þarf þjónustu; það gengur ekki að moka honum
öllum inn á opinberar stofnanir. Það er jafna
sem gengur ekki upp,“ segir hann.
„Landspítalinn er með fangið fullt af verk-
efnum, s.s. kennslu og rannsóknum ofan á göngu-
deildarþjónustu og skurðaðgerðir. Staðreyndin
er hins vegar sú að þörfin á innlögnum vegna
augnvandamála hefur nánast þurrkast út. Fram-
tíðin á að bjóða upp á nánari samvinnu sjúkra-
húss og utanspítalaþjónustu þar sem sjúkling-
urinn er í forgangi, þarf ekki að flengjast á milli
staða, fær bæði greiningu og meðferð á sama
stað hjá sama lækni. Ríkið sér svo til þess með
samningum að greiðsluþátttaka sjúklings sé sú
sama, óháð því hvert er leitað,“ segir hann.
Fjölbreytileiki nauðsynlegur
„Fjárfesting Sjónlags í tækjabúnaði nálgast
milljarð. Við erum með öflugar skurðstofur þar
sem við gerum augasteinaaðgerðir, linsu-
ígræðslur og leysiaðgerðir bæði við sjónlags-
galla og sem meðferð við sjúkdómum. Þær eru í
langflestum tilvikum greiddar af viðkomandi
sjúklingi. Það sem okkar vantar sárlega til að
geta boðið upp á heildarþjónustu er leyfi til að
gera lyfjainndælingu, en þá er lyfi dælt inn í
augað. Þetta höfum við ekki fengið samning um
að gera sem veldur því að hér er verið að ákveða
meðferð en við þurfum svo að senda viðkomandi
sjúkling niður á Landspítala,“ segir Jónmundur
og bendir á að hann hafi heyrt óánægjuraddir
frá sjúklingum vegna þessa fyrirkomulags, en
þeir vilja fá sína þjónustu á einum stað.
„Það er ekki góð þjónusta að senda fólk fram
og til baka,“ segir hann.
„Við verðum alltaf með Landspítalann sem
hornstein í íslenskri heilbrigðisþjónustu, það er
alveg klárt. En til að tryggja einhvers konar
framþróun er fjölbreytileikinn nauðsynlegur. Í
því felst engin gagnrýni á Landspítalann eða
stjórnendur þar. Ef við horfum til landanna í
kringum okkur í Skandinavíu og annars staðar í
Evrópu er það svona sem málin hafa þróast; og
þar sem menn hafa farið þá leið að setja allt í
ríkisrekstur hafa menn gefist upp á því. Til
dæmis í Svíþjóð. Við erum að hjakka í sama
farinu, aftur og aftur.“
Fimmtán mánaða bið
Í Sjónlagi hafa verið framkvæmdar aðgerðir
þar sem skipt er um augasteina frá árinu 2008.
Flestir sem þurfa á slíkri aðgerð að halda eru
með ský á augasteini og sjá afar illa fyrir vikið.
Jónmundur útskýrir að ríkið borgi augasteina-
aðgerðir ef viðkomandi uppfylli ákveðin skilyrði
en einnig eru aðrir sem kjósa að fara í slíka að-
gerð á eigin kostnað til þess að auka lífsgæði
sín, t.d. að losna við gleraugu. Fyrir þá sem aug-
ljóslega þurfa á slíkri aðgerð að halda þarf sjúk-
lingur fyrst að fara á biðlista.
„Í dag er biðlistinn hjá okkur fimmtán mán-
uðir frá því að þú færð samþykki til að fara í að-
gerð sem er styrkt af ríkinu,“ segir hann og
nefnir að Sjónlag sé vel í stakk búið til að gera
mun fleiri aðgerðir en gerðar eru í dag.
Hvað er langur biðtími í viðtal áður en maður
kemst á biðlista til að fara í augasteinaaðgerð?
„Það er annað sem við stöndum okkur ekki
nógu vel í. Í dag er um þriggja mánaða bið að
komast til sérfræðings en oft lengri. Í lok apríl
var ég farinn að bóka fólk í nóvember, bara til
að komast í viðtal. Þá er send inn umsókn til
þess að komast í augasteinaaðgerð og þegar
umsóknin er samþykkt ertu komin/n á biðlista.“
Nú gerðuð þið á þessum tveimur árum 1.400
aukaaðgerðir, ofan á þær 400 aðgerðir árlega
sem voru í grunnsamningi. Létti það ekki á bið-
listunum?
„Þörfin er tæplega 1% af mannfjölda, talið í
fjölda augna. Þá sjáum við að hún er í kringum
3.400 augu á ári. Landspítalinn var með á föst-
um samningi 800 aðgerðir og tveir aðilar sinn
með hvorar 400 aðgerðir. Þá er gatið samt 1.400
manns, sem skapar þrýsting inn í kerfið. Biðlist-
aátakið dugar svo stutt, sérstaklega líka þegar
við fengum bara samninginn í tvö ár, en ekki
þrjú. Þá eykst bara þrýstingurinn aftur,“ segir
hann og segist vita að gerður hafi verið samn-
ingur við Landspítala um auka 1.200 aðgerðir
ofan á þær 800 sem eru gerðar þar fyrir. „En þá
„Okkur er
ekki svarað“
Sjónlag hefur sinnt fjölmörgum augasteinaaðgerðum sem hjálp-
að hafa til með að stytta biðlista en nú er framhaldið óljóst þar
sem samningur Sjónlags rann út um síðastliðin mánaðamót. Jón-
mundur Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sjónlags,
vonar að framhald verði á þessu samstarfi sem eykur fjölbreytni í
kerfinu og skapar svigrúm fyrir opinberar stofnanir.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
greiðsluþátttöku SÍ
en þurfa líka sér-
stakan forúrskurð SÍ
um greiðsluþátttök-
una. Hjá mörgum
þeirra liggur þetta
fyrir í dag en alger
óvissa um fram-
kvæmdina.
Sú spurning hlýtur
að vakna hvort sjúklingarnir í þessu til-
viki eigi ekki rétt á greiðsluþátttöku SÍ
þótt enginn samningur sé í gildi. Málið
er óvenju skýrt þar sem sjúklingurinn
þarf bæði að vera kominn með sjúkdóm
á ákveðið stig og fá fyrirfram samþykki
SÍ fyrir þörfinni á aðgerð,“ segir Krist-
ján.
„Það er engin leið að byggja upp þjón-
ustu þar sem allt er í óvissu fram á síð-
ustu stundu. Til þess að geta framkvæmt
augasteinsaðgerðir þarf skurðstofu,
tækjabúnað, sérþjálfað starfsfólk og lag-
er af gerviaugasteinum, efnum og áhöld-
um. Það tekur sinn tíma að byggja að-
stöðuna upp og illt ef heilbrigðisyfirvöld
geta hvorki sagt af né á um áframhald-
ið,“ segir hann.
„Það er vitað mál að það er þörf á
þessari þjónustu og ef ríkið ætlar ekki
að kaupa hana þá ber því a.m.k. að til-
kynna það. Mér finnst þetta skelfileg
umgengni við almenning; að halda öllum
í óvissu eins og það sé ekki búið að taka
ákvörðun. Hvar stendur sjúklingurinn
þá? Það er ekki hægt að semja af því að
ráðuneytið er ekki búið að móta stefnu.
Það versta er að stjórnvöld greina eng-
um frá fyrirætlunum sínum og skilja alla
eftir í óvissu.“
Skilja alla
eftir í óvissu
Kristján
Guðmundsson
Kristján Guðmundsson læknir telur klúður hjá Sjúkratrygg-
ingum Íslands og heilbrigðisráðuneytinu koma niður á
sjúklingum sem bíða eftir augasteinsaðgerðum.
Kristján fer fyrir samninganefndlækna. Blaðamaður sló á þráðinntil hans til að fá hans álit á þeirri
stöðu sem sjúklingar og þeir augnlæknar
sem framkvæma augasteinaaðgerðir eru
nú í eftir að sérsamningar um þær að-
gerðir runnu út á þriðjuudaginn.
„Augasteinaaðgerðirnar hafa lengi
verið á sérsamningum skv. útboði og
þeir runnu út 30. apríl. Sjúkratrygg-
ingar Íslands sendu tölvupóst í loks þess
dags þar sem þær tilkynna að frá og
með 1. maí falli greiðsluþátttaka SÍ nið-
ur en segjast vera að undirbúa nýtt inn-
kaupaferli og muni hraða því sem kostur
er svo nýir samningar komist á sem
allra fyrst. Þeir tveir aðilar sem hafa
gert þessar aðgerðir skv. útboði hafa
leitað lengi eftir svörum um framhaldið
frá SÍ en engin ákveðin svör fengið fyrr
en á lokadegi samningsins,“ segir Krist-
ján.
„SÍ hefðu átt að upplýsa læknana, og
ekki síst sjúklingana, um fyrirætlun sína,
en hafa ekki gert. Það eru margir sjúk-
lingar þegar búnir eru að fara í for-
skoðun, búnir að uppfylla skilyrði fyrir
aðgerðinni (30% sjónskerðing eða meira)
og SÍ búnar að samþykkja greiðsluþátt-
töku í aðgerðinni en nú eru engir samn-
ingar í gildi lengur til að framkvæma
aðgerðina. SÍ hafa ekkert gert til þess
að upplýsa þessa sjúklinga. SÍ hafa
klúðrað útboðinu, eða samningum, þann-
ig að nú tekur við óvissutímabil. Á með-
an er ekki hægt að gera aðgerðir, nema
sjúklingur greiði að fullu,“ segir hann.
„Þessir sjúklingar eru í nokkuð sér-
stakri stöðu. Þeir þurfa að vera með til-
tekna sjónskerðingu til að öðlast rétt til
Brynja D. Runólfsdóttir er ein af þeimsem fengu þær fréttir 2. maí að ekk-ert yrði af augasteinaaðgerð sem SÍ
höfðu samþykkt að greiða, þar sem grunn-
samningar hjá einkastofunni sem hún
skipti við runnu út um mánaðamótin.
„Þetta er orðið mjög brýnt. Það er ský á
báðum augum og sjónin er um 30-40%.
Þetta háir mér alveg gífurlega en sjóninni
hefur hrakað mjög hratt. Í október var ég
ekki orðin gjaldgeng í þessa aðgerð en er
það núna,“ segir Brynja, sem er rúmlega
sjötug.
„Ég rek lítið fyrirtæki og skerta sjónin
háir mér rosalega þegar ég er í vinnu og
að keyra bíl. Oft þarf ég að leggja bílnum
og taka leigubíla, með tilheyrandi kostn-
aði,“ segir hún.
„Lífsgæði mín eru verulega skert. Ég
fékk tíma hjá Eiríki hjá Lasersjón í skoðun
en komst ekki vegna
veikinda. Svo hringdi
ég í morgun (fimmtu-
dag) og fékk þessar
fréttir og var sagt að
ég fengi ekki nýja
augasteina. Ég veit
ekki hvað ég á að
gera,“ segir hún.
„Vonbrigðin eru
svo mikil! Það var búið að samþykkja allt.
Ég hef ekki hugmynd um hvað verður. Á
ég að fara á biðlista hjá Landspítalanum
og fer ég þá aftast á hann?“ spyr hún.
„Ég hef auðvitað þann valkost að borga
sjálf, en ég er búin að borga skatta og
skyldur frá því ég var unglingur. Mér
finnst gengið á minn rétt sem einstaklings
með skerta sjón. Ég skil ekki þessi vinnu-
brögð.“
Brynja D.
Runólfsdóttir
Vonbrigðin
eru svo mikil!
Brynja D. Runólfsdóttir er ein þeirra sem biðu eftir auga-
steinaaðgerð sem SÍ voru búnar að samþykkja að greiða.
Hún er afar ósátt að fá ekki þá þjónustu sem henni var lof-
að en hún er verulega sjónskert vegna skýja á augum.