Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2019, Page 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2019, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.5. 2019 Þ að gengur mikið á þegar horft er til þjóðfélagsumræðunnar, hvort sem er í eigin þjóðarbarm eða út fyrir land- steina og þá hvort horft er í austur eða vestur. Við skulum halda okkur ytra að þessu sinni. Suður af okkur Nýjar kannanir á heimsvísu sýna að Evrópa horfir vondöprum augum til framtíðar og vermir botnsæti heimsálfanna þegar spurt er um framtíðarvæntingar. Evrópa situr auðvitað um margt í hærri söðli en ýmsar hinna sem um er spurt, og könnunin lítur ekki til þess. Og svo bætist við að kannanir sem spyrja um svo víð- tækt og illa afmarkað efni eru annmörkum háðar eins og dæmi sanna. Önnur ný og þrengri könnun úr hjarta Evrópu segir að nú beri einungis fjórðungur Frakka traust til Mac- ron forseta síns. Fylgi við hann hefur hrapað næstum jafn hratt og það rann af fyrirrennara hans og þá flokksbróður Hollande. En hrap hans úr jákvæðu hug- skoti þjóðar sinnar þótti með eindæmum. Það er ekki endilega þægilegt fyrir leiðtoga í mótbyr að hafa innan seilingar samanburð eins og Macron hafði við De Gaulle, May við frú Thatcher, svo ekki sé talað um ris- ann Churchill og frú Merkel með skugga Kohls.Næst lægsti punkturinn í óvinsældum Hollande forseta varð þegar mynd náðist af honum þar sem hann sat á bögglabera vespuhjóls sem lífvörður hans ók og stefndi á gleðifund. Lægsti punktur kom svo daginn eftir þegar Frakkar uppgötvuðu að vespan með þenn- an Bonaparte nútímans á bögglaberanum var ítölsk en ekki frönsk! Framhjáhaldið varð tvöfalt í einni svipan og það seinna mun alvarlegra á alla franskan mæli- kvarða. Það beindist að þjóðinni en ekki „bara“ mak- anum. Báðum refsað May forsætisráðherra Breta og flokkur hennar fóru illa út úr kosningum til sveitastjórna. Verstu spár sögðu að 800 sveitarstjórnarmenn íhaldsmanna myndu tapast en raunin varð 1269. Þá sögðu kannanir líkleg- ast að Verkamannaflokkur ynni um 500 fulltrúa og Frjálslyndir um 300. Frjálslyndir náðu meira en tvö- földum þeim árangri, en gæfan lagðist ekki á sveif með Verkamannaflokknum. Þegar kjörstöðum hafði verið lokað og talning hafin reyndi varaformaður Verka- mannaflokksins að tala væntanlegan sigur sinna manna niður og sagði mjög gott ynni flokkurinn allt að 400 fulltrúum. Sá reyndist seinheppinn í meira lagi því að flokkurinn tapaði 63 fulltrúum. Þetta óvænta tap bættist við þá nærri 300 fulltrúa sem flokkurinn tapaði síðast, þótt hann væri í stjórnarandstöðu þá eins og nú. Það er brexitklúður flokksleiðtoganna sem hrellir þá úr öllum áttum. Vestan við okkur Vestur í Bandaríkjunum ráðast „frjálslyndir“ fjöl- miðlar (liberal er vinstri á amerísku) á Trump alla daga frá því þeir vakna. Þar dugar 12 ára gamalt kvöldstundar framhjáhald með Gusti Daníels á annað ár og allar vammir þaðan í frá og allt upp í landráð (sem dauðadómur liggur við vestra) sem þessir stór- fjölmiðlar slógu föstu og sungu sigursöngva um í rúm tvö ár að Mueller saksóknari myndi færa þeim á fati. Demókrataflokkurinn þeirra hafði sett öll sín gullegg í sömu körfuna og það kom á daginn að þau gætu verið eins brothætt og önnur egg. Reiðarslagið var að von- um mikið. Robert Mueller hafði í tvö ár leitað með sínum sak- sóknurum, og tugum sporhunda frá FBI sem höfðu nær allir í fyrrnefnda hópnum af ákafa stutt frú Hillary í kosningunum gegn Trump, bæði með at- kvæðum sínum og svo myndarlegum fjárframlögum að þeir lentu allir á opinberum skrám. Leitin kostaði skattborgarana rúma 4 milljarða mælt í íslenskum krónum og dreifði athygli og möguleikum forsetans til að vinna sig í álit. Í tvö ár var því haldið að fólkinu í landinu að forsetinn þeirra hefði stolið embætti sínu í samfloti með KGB foringja úr fylgsnum Stalíns í Kreml. Ekki snifsi sem réttlætti stærsta spuna sögunnar Þegar demókratar og framangreindir fjölmiðlar höfðu eftir áfallahjálp að nokkru jafnað sig á rothögginu mikla (RÚV er enn í svima enda látið mæta afgangi), fluttu þeir vonir sínar af þessum aðalhanka yfir á smá krók sem hengja mætti á meint „andóf forsetans gegn rannsókninni“. Var það sett í fullan samræmdan gang af síamství- burunum (main stream media og Demó) en móttöku- skilyrðin höfðu versnað til muna. Það þarf verulegar leikfimikúnstir til að hefja upp nýjar sakargiftir á hendur manni sem legið hafði undir ákærum flestra öflugustu fjölmiðla Bandaríkjanna og tveggja ára rannsókn á þriðja tug saksóknara og yfirlýstra póli- tískra andstæðinga hans, um að hafa þvælst fyrir rannsókn vegna glæps sem nú liggur fyrir að jafnvel samansafn óvildarmanna verður að viðurkenna op- inberlega að voru ekki framdir. Trump fyrirskipaði að- stoðarmönnum sínum að mæta í þær yfirheyrslur sem hinn sérstaki saksóknari kallaði eftir. Hingað til hafa þeir forsetar sem lent hafa í slíkri aðstöðu nánast án undantekninga notað rétt sinn til að hafna slíkum boð- um. Þeir hafa vísað í reglur um trúnaðarsambönd ná- inna undirmanna og forseta. Og þeim ákvörðunum for- setans fylgdu fyrirmæli um að þeir skyldu leitast við að svara öllu því til sem þeir gætu. Ætla hefði mátt að jafnvel stórfjölmiðlarnir hefðu hrósað forsetanum fyrir þessa óvenjulegu ákvörðun. Það gerðu þeir ekki en fullyrtu að þetta gerði hann ein- ungis til að geta kennt þessum sömu embættismönn- um um fall sitt þegar stóri dómur Mueller kæmi! Rangsleitið réttarfar Mueller handtók nokkra nána samstarfsmenn Trumps, oftast með miklum fyrirgangi um hánótt til að draga upp þá mynd að þar færu hættulegir glæpa- menn sem þyrfti tugi þungvopnaðra lögreglumanna til að handtaka þegar þeir ættu þess síst von. Sumir þess- ara manna höfðu aðeins starfað í fáeina mánuði fyrir kjör hans. Paul Manafort tók við kosningastjórn hans á seinustu metrunum. Þess vegna var hann sakaður og dæmdur fyrir fjármálabrot fyrir meira en áratug og hótað að reyndi Trump að náða hann yrði Manafort dæmdur í 130 ára fangelsi af dómurum í New York. Flynt herforingi og utanríkisráðgjafi um tíma í kosn- ingabaráttunni og öryggismálafulltrúi hans í fáeinar vikur eftir kjör, var sakaður um að hafa sagt FBI ósatt um samræður við sendiherra Rússa eftir kosningar. Persónulegur lögfræðingur Trump sem ekkert hlut- verk hafði eftir kosningar var handtekinn. Þessum mönnum var hótað langri fangavist fyrir sakargiftir sem þættu skrítnar eftir íslenskum og evr- ópskum rétti. Þeirra eina von væri að skaffa Mueller „upplýsingar“ sem gætu nýst við að ná til forsetans. Manafort sem er um sjötugt var hótað allt að 130 ára fangelsisdómi. En ekkert dugði til. Þessir menn vildu flest leggja á sig til að tryggja frelsi sitt eða stytta fangavist en þeir höfðu ekkert fram að færa sem Mueller gat nýtt! Tveir þeirra sitja nú í fangelsi fyrir vikið og einn hefur misst aleigu sína fyrir að hafa „sagt FBI ósatt“ en þær sakargiftir ná ekki máli. Í pesónu- Morgunblaðið/Árni Sæberg Óttinn lýstur þá sem ákærðu Reykjavíkurbréf03.05.19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.