Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2019, Side 2
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.5. 2019
Langar þig í ný gleraugu!
Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is
PLUSMINUS | OPTIC
Það fyrsta sem Marilyn Monroe leikkona tók eftir þegar
hún hitti Arthur Miller rithöfund, voru gleraugun!
Í 131 árs sögu ensku knattspyrnunnar hafa margar vikur verið sögulegaren sú sem nú er að líða hlýtur að vera með þeim allra sögulegustu, ef ekkihreinlega sú sögulegasta. Eftir rússíbanareið sem ekki einu sinni meist-
ari háspennunnar, Sir Alfred Hitchcock, hefði getað lagt á ráðin um eru fjög-
ur ensk lið komin í úrslit á Evrópumótunum tveimur, í Meistaradeildinni og
Evrópudeildinni. Það þýðir, fyrir ykkur sem eruð sæmileg í reikningi, að
ekkert lið frá öðru landi kemst að í þessum risaleikjum að þessu sinni. Segið
svo að Bretar kunni ekki að slíta sig frá Evrópu! Og það í miðjum maí! Réttið
upp hönd ef þið náðuð þessum!
Af liðunum fjórum kaus aðeins
eitt, Arsenal, að fara öruggu leiðina.
Vann andstæðing sinn, Valencia frá
Spáni, 7:3 í tveimur leikjum. And-
stæðingur Arsenal í úrslitaleik Evr-
ópudeildarinnar, Chelsea, vildi meiri
spennu og þvældist með spútniklið
Eintracht Frankfurt alla leið í víta-
spyrnukeppni. En lifði af.
Hvar á maður síðan að byrja á
undanúrslitaleikjunum í Meistara-
deildinni? Ég kófsvitna bara við til-
hugsunina. Liverpool vann auðvitað
eitt fræknasta afrek sparksögunnar. Punktur, basta. Snéri við 0:3 stöðu gegn
sjálfum Börsungum. Ég spilaði bumbubolta í gær við Púlara sem var nýkom-
inn heim frá Anfield – og söng ennþá fullum hálsi. Á leið frá búningsklefa inn
í sal lék hann fyrir okkur upptökur úr stúkunni úr snjallsíma sínum. Í fullum
herklæðum. Það mega þeir eiga, Púlarar, að þeir eiga auðveldara með að
gleðjast en annað fólk. Og að þessu sinni áttu þeir það svo sannarlega skilið.
Maður lifandi!
Sigurmarkið er svo auðvitað kapítuli út af fyrir sig; þurfa ekki vísinda-
menn að bregða mælistikum sínum á þennan pilt, Trent Alexander-Arnold?
Slíka sparkgreind kaupa menn ekki í Melabúðinni.
Hafi maður haldið að leikir gætu ekki orðið meira spennandi en þetta und-
ur á Anfield þá hlóð Tottenham Hotspur, af öllum liðum, í eina lygilegustu
endurkomu sparksögunnar kvöldið eftir, á Kræfvöllum í Amsterdam. Jesús,
María og Jósep! Og svo halda menn að „Mórar“ séu bara til í íslenskum þjóð-
sögum. Þetta var Lúkasarguðpjall í sinni tærustu og fallegustu mynd.
Þetta verður eitthvað í Madríd 1. júní. Uss! Og Guð veri með vini mínum
sem heldur með tveimur liðum í þessu lífi, Tottenham Hotspur og liðinu sem
hverju sinni er að spila gegn Liverpool. Mikið verður á hann lagt.
Þegar Bretar slitu
sig frá Evrópu
Pistill
Orri Páll
Ormarsson
orri@mbl.is
’Ég spilaði bumbu-bolta í gær við Púlarasem var nýkominn heimfrá Anfield – og söng
ennþá fullum hálsi.
Birna Sigurðardóttir
Ég hef eiginlega bara heyrt íslenska
lagið. Þeir komast pottþétt áfram.
SPURNING
DAGSINS
Hver
vinnur
Eurovision?
Eyþór Jóhannsson
Hatari. Þeir eru mjög góðir.
Hildur Magnúsdóttir
Ég hef lítið fylgst með þessu en ég
vona að Hatari komist áfram svo
maður geti haft gott grill.
Hilmir Harðarson
Er það ekki Hatari? Þeir eru helvíti
flottir.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Varstu að lenda í Ísrael?
Já, ég er í leigubílnum á leiðinni frá flugvellinum.
Þú hefur ákveðið að skella þér á Eurovision?
Nei, nei, ég er að fara að syngja á Euro-café á sunnudaginn. Við
erum hér þrjú, ég, Friðrik Ómar og Hera Björk.
Ætliði að taka gömlu Eurovision-lögin?
Já og eitthvað fleira. Við Friðrik erum með hálftíma syrpu af alls
konar lögum. Þetta verður geggjað, þetta er tvö þúsund manna
klúbbur sem opnar á sunnudaginn. Það er mikill heiður að vera
boðin hingað og fá að syngja.
Verðurðu aldrei leið á All out of luck?
Nei, maður getur það ekki, þetta er svo mikil gleðisprengja.
Ætlið þið svo á Eurovision?
Við ætlum að vera í viku en erum ekki komin með miða en horf-
um auðvitað. Svo ætlum við að njóta þess að vera til í sólinni og
skoða okkur um.
Hefurðu farið til Ísraels síðan 1999?
Nei, ég er að koma hingað í fyrsta sinn í tuttugu ár.
Hvernig er tilfinningin?
Bara mögnuð. Ég á góðar minningar héðan.
Ef þú hugsar til baka, hvað stendur upp úr?
Góður árangur og gríðarlega spennandi stigagjöf.
Hvaða sæti spáir þú Hatara?
Þeir fljúga í gegnum undanúrslitin. Lagið er gott og vekur at-
hygli. Ég ætla að segja að þeir endi í topp fimm.
SELMA BJÖRNSDÓTTIR
SITUR FYRIR SVÖRUM
Gleðisprengja í Ísrael
Forsíðumyndina tók
Eggert
Selma Björnsdóttir söngkona sló eftirminnilega í gegn á
Eurovision í Ísrael árið 1999 en hún lenti þar í 2. sæti sem
er besti árangur Íslands hingað til. Hún er nú stödd í Ísrael
til að skemmta í Euro-klúbbi.