Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2019, Síða 6
HEIMURINN
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.5. 2019
Nafnið Archie kom flestum á
óvart enda hafði því verið spáð
að hinn konungborni drengur
bæri hefðbundnara nafn eins og
Alexander, Albert eða James.
Síðara nafn hins stutta, Harri-
son, kom jafnvel meira á óvart.
Archie þykir afar breskt nafn en
Harrison vísun í bandarískar
rætur móðurinnar. Harrison
þýðir vitanlega sonur Harry’s og
því má velta fyrir sér hvort for-
eldrar Archies litla sæki fyrir-
mynd í íslenska nafnahefð.
Eftirnafnið Mountbatten-
Windsor er myndað er úr eftir-
nöfnum Elísabetar II. (Windsor)
og Philips prins (Mountbatten)
og hefð er fyrir að karlkyns af-
komendur beri þótt þeir noti
það ekki allir. Harry, faðir Arch-
ies, notar t.d. sjaldan eftirnafn. Í
hernum kallaði hann sig þó
Harry Wales, með vísan í að fað-
ir hans er prinsinn af Wales. Það
þykir virðingarvottur fyrir lang-
ömmu og langafa að Archie litli
beri eftirnöfn þeirra.
Fyrirmyndin íslensk?
Archie litli veit ekki enn að hann
er fæddur inn í konungsfjölskyldu.
Heitir hann ekki örugglegaArchibald en ekki baraArchie? Ég trúi ekki að þau
hafi nefnt hann gælunafni!“ Svona
einhvern veginn hljómar ein af at-
hugasemdunum sem fylgjandi her-
togahjónanna af Sussex á Instagram
skrifaði undir mynd sem fylgdi til-
kynningu um að sonur þeirra hefði
verið nefndur. Drengurinn ber nafn-
ið Archie Harrison Mountbatten-
Windsor en instagram-fylgjendum
foreldranna þykir við hæfi að hafa
sína skoðun á nafninu, myndunum,
titlinum og flestu sem viðkemur litlu
fjölskyldunni í Frogmore.
Harry prins, hertoginn af Sussex,
hitti fjölmiðla hinn 6. maí síðastliðinn
og tilkynnti að sonur hans og Meg-
han Markle hertogaynju væri kom-
inn í heiminn og að móður og barni
heilsaðist vel. Tveimur dögum síðar
tilkynntu þau svo í sameiningu nafn
drengsins, Archie Harrison Mount-
batten-Windsor, og þá var birt mynd
af því þegar drottningin leit hann
augum fyrst.
Hann hreyfir sig ekki
Eintóm gleði fylgdi þessum tilkynn-
ingum eins og jafnan þegar nýtt líf
kviknar. Fylgjendur hjónanna á
Instagram tóku við sér og létu rigna
yfir þau hamingjuóskum. En þó fór
það ekki svo að gleðin ein væri
ríkjandi í athugasemdum. „Hvort er
hann eiginlega hvítur eða svartur á
litinn?“ eru meðal spurninga sem
komu undir myndina af hinum ný-
fædda syni. „Hið konunglega barn
hreyfði sig ekki neitt! Ég velti fyrir
mér hvort þetta er alvörubarn eða
dúkka? Við munum víst aldrei vita
það því þau vilja halda öllu leyndu!“
segir önnur mannvitsbrekkan sem
fylgist með fjölskyldunni á Insta-
gram.
Foreldrarnir hafa tilkynnt að hinn
nýfæddi sonur komi ekki til með að
bera konunglegan titil á borð við jarl
eða hertoga heldur verði einfaldlega
kallaður Archie en skeyta megi
„master“ fyrir framan. Sumir fylgj-
endur eru ósáttir og segir einn aðdá-
andi konunglegra titla: „Þau ættu að
hugsa um hvað okkur finnst, ekki
bara um sig sjálf!“
Hertogahjónin, sem halda úti
instagram-reikningi sem yfir 7,5
milljónir manna fylgja undir nafninu
Sussexroyals, þurfa sannarlega að
hafa þykkari skráp en flestir nýbak-
aðir foreldrar. Nettröllum er víst
ekkert heilagt og nýfædd börn eru
því miður ekki undanþegin gagn-
rýni. Langstærstur hluti fylgjenda
hjónanna hefur þó aðeins jákvæðar
athugasemdir um soninn og foreldr-
ana og ber flestum saman um að
myndin fræga, þar sem langamma
drottning ber drenginn augum í
fyrsta sinn, sé einstaklega falleg.
Líklegt verður þó að teljast að Arch-
ie litli þurfi að koma sér upp álíka
þykkum skráp og foreldrar hans
þegar fram líða stundir.
„Er þetta barn
eða dúkka?“
Um fáa er meira rætt á Bretlandseyjum en nýjasta
meðlim konungsfjölskyldunnar, Archie Harrison
Mountbatten-Windsor. Ekki eru það þó aðeins
hamingjuóskir sem dynja á foreldrunum.
Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is
Langamma og langafi, Elísabet drottning og Philip prins, virðast alsæl með nýjasta afkomandann og móðuramman, Doria
Ragland, horfir hugfangin á dóttursoninn. Harry og Meghan völdu að kynna drenginn vafinn í hvítt og með húfu.
AFP
Harry prins kannar hvort gjöfin frá
Margréti prinsessu í Hollandi passar.
Meghan og Harry geisluðu af gleði og
ást þegar þau kynntu Archie litla.
Komu konunglega barnsins er víða fagn-
að. Karl prins og Kamilla voru á ferð um
Þýskaland og þar vildu vegfarendur
heiðra hinn nýfædda Archie.
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Sími 555 3100 www.donna.is
fyrir heimilið
VifturHitarar
LofthreinsitækiRakatæki
ARCHIE HARRISON MOUNTBATTEN-WINDSOR