Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2019, Qupperneq 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2019, Qupperneq 10
VIÐTAL 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.5. 2019 K ristófer Acox er afslappaður þeg- ar hann gengur í átt að kaffihús- inu, þar sem við höfum mælt okkur mót, og svei mér ef sólin fylgir honum ekki alla leið inn á gólfið. Skyldi engan undra; hann er nýbúinn að fagna enn einum Íslandsmeistaratitlinum í körfuknattleik með KR og kominn í sumarfrí. Skammt er þó stórra högga á milli. „Við erum komnir í frí frá æfingum hjá KR og náðum að fagna aðeins eftir langa og stranga törn á laug- ardagskvöldið. Það þýðir þó ekki að maður geti tekið það rólega; á sumrin taka venjulega við verkefni með landsliðinu,“ upplýsir hann og tekur niður sólgleraugun. Talið berst að vonum fyrst að Íslandsmeist- aratitlinum, þeim þriðja í röð hjá Kristófer og sjötta í röð hjá KR. Spurður hvort þessi sé sá sætasti svarar hann: „Fyrir mig persónulega verður erfitt að toppa titilinn í fyrra en þá var ég með allt tímabilið og gekk mjög vel. Núna kom ég heim á miðju tímabili eftir að hafa ver- ið til skamms tíma hjá liði í Frakklandi. Liðið var svolítið breytt frá fyrra ári og allir á móti okkur; við áttum ekki að vinna þennan titil. Það eru bara KR-ingar sem halda með KR og margir eflaust orðnir þreyttir á því að horfa alltaf á sama liðið vinna. Lengi vel leit líka fátt út fyrir að við myndum vinna; við vorum í basli í vetur og önnur lið að spila betur í deild- arkeppninni. En úrslitakeppnin er annað mót og við vitum alltaf að við eigum séns þegar byrjar að vora. Þá kikkar KR-gírinn venjulega inn. Þess vegna var þetta auðvitað voðalega ljúft.“ Gerist varla aftur í bráð Þess má geta að sex titlar í röð er met í körfu- bolta á Íslandi en metið í boltaíþrótt á kvenna- lið Fram í handbolta sem varð Íslandsmeistari sjö ár í röð frá 1984 til 1990. Kristófer er með- vitaður um að árangur liðsins er einstakur. „Ég held að þetta muni ekki gerast aftur, að sama liðið vinni sex ár í röð. Alla vega ekki næstu áratugina. Þetta er rosalegt afrek og ég held að fáir hafi látið sig dreyma um þetta síð- asta haust.“ Að sögn Kristófers er sérstaklega ánægju- legt að liðið sé nær eingöngu skipað KR- ingum, fyrir utan erlendu leikmennina. Sama máli gegni um þjálfara og aðra í kringum liðið. „Það getur enginn haldið því fram að þetta sé aðkeypt lið eins og stundum þegar góður ár- angur næst. Það eyddu mörg lið peningum í vetur til að freista þess að velta okkur úr sessi – en án árangurs.“ Tímabilið var um margt óvenjulegt; KR hafnaði í fimmta sæti í deildarkeppninni og mætti ÍR, sem lenti í sjöunda sæti, í úrslitum. „Þrátt fyrir að lenda í fimmta sæti vorum við með heimaleikjaréttinn bæði í undanúrslit- unum og úrslitunum sem við hefðum aldrei þorað að vona. Þökk sé óvæntum árangri ÍR og Þórs Þorlákshöfn. Þetta var algjört ösku- buskuævintýri hjá ÍR og við þurftum að hafa verulega mikið fyrir sigrinum; þeir unnu okk- ur til dæmis tvisvar á heimavelli. ÍR-ingarnir fóru mjög erfiða leið í úrslit, gegnum bæði Njarðvík og Stjörnuna, sem margir spáðu titl- inum. Þeir geta verið mjög stoltir af sinni frammistöðu. Á endanum var það góður andi og sterk liðsheild sem skilaði okkur alla leið. Þetta er ótrúlega þéttur og samheldinn hópur hjá KR. Við erum flestir mjög góðir vinir.“ Vináttan gleymist á vellinum Og Kristófer á vini víðar en einn af lyk- ilmönnum ÍR, Matthías Orri Sigurðarson, er æskuvinur hans og fyrrverandi samherji úr KR. „Það var gaman að sjá hvað Matti stóð sig vel í vetur eftir að hafa náð sér af erfiðum meiðslum. Hann er algjör lykilmaður í ÍR- liðinu og ég er mjög stoltur af honum. Meðan á leikjunum stendur gleymist sú vinátta hins vegar um stund; allt sem kemst að er að vinna.“ Hann brosir. Fyrsti þjálfari Kristófers í körfubolta var raunar faðir Matthíasar Orra, Sigurður Hjör- leifsson. „Ég byrjaði seint í körfunni, fór ekki að æfa af neinni alvöru fyrr en ég var orðinn fjórtán eða fimmtán ára og þá var það Siggi Hjörleifs sem þjálfaði mig. Það má segja að hann og Ingi Þór [Steinþórsson, núverandi þjálfari meistaraflokks KR] hafi dregið mig yf- ir í körfuna úr fótboltanum sem átti hug minn og hjarta fram að því. Ég hafði miklu meiri áhuga á fótbolta og þar voru vinir mínir; ég þekkti engan sem æfði körfubolta.“ Í eitt til tvö ár var Kristófer á fullu í bæði fótbolta og körfubolta en að því kom að hann þurfti að velja á milli greinanna. „Æfingaálag- ið er það mikið að það er vonlaust að vera í báðum greinum til lengri tíma. Valið var erfitt enda var ég á sama tíma í landsliðsúrtaki bæði í körfu og fótbolta. Ég var valinn í lokahóp í körfunni fyrir U-15 og ætli það hafi ekki gert útslagið. Þá áttaði ég mig á því að möguleik- arnir á að ná langt væru líklega meiri í körf- unni. Ég sé ekki eftir því vali.“ – Hvaða stöðu spilaðir þú í fótbolta? „Ég var sóknarmaður.“ – Target senter? „Já, eða meira svona sláni. Ég var ofboðs- lega langur og mjór á þessum tíma, svona Pet- er Crouch-týpa.“ Hann skellir upp úr. „Það hefði auðvitað verið gaman að láta á það reyna hversu langt ég hefði getað komist í fótboltanum en það þýðir ekkert að velta sér upp úr því. Ég hef ennþá mjög gaman af því að spila fótbolta og fer mikið í bumbubolta með félögunum á sumrin, þegar ég er í fríi frá körf- unni. Ég á hins vegar erfiðara með að horfa á fótbolta. Ég er Chelsea-maður en horfi sjaldan á leiki með þeim; það eru helst stórmótin, HM og EM, sem höfða til mín.“ Ólst upp hjá einstæðri móður Faðir Kristófers, Terry Acox, var körfubolta- maður sem lék um tíma hér á landi með ÍA og það var einmitt á Akranesi sem hann kynntist móður Kristófers, Ednu Maríu Jacobsen. „Mamma var við nám í framhaldsskólanum á Akranesi og þau pabbi voru til skamms tíma par. Hann var hins vegar farinn að spila er- lendis þegar ég fæddist og þau hætt saman. Mamma sá hins vegar alltaf til þess að hann fylgdist með mér, sendi honum myndir og ann- að slíkt, en að öðru leyti hafði ég ekkert af hon- um að segja fyrstu árin.“ Kristófer Acox vonast til að spila körfubolta eins lengi og líkaminn leyfir. Morgunblaðið/Eggert Bara KR-ingar sem halda með KR Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni, segir máltækið. Það var þó alls ekki sjálfgefið að Kristófer Acox legði fyrir sig körfubolta eins og faðir hans, Terry, enda hafði hann lengi vel mun meiri áhuga á knattspyrnu. KR-ingar sáu þó möguleikana og Kristófer sér ekki eftir að hafa valið körfuna. Hann ólst upp í góðu yfirlæti hjá móður sinni og ömmu í Vesturbænum og hitti föður sinn ekki fyrr en hann var á fimmtánda ári. Hlýtt er milli þeirra feðga í dag. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.