Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2019, Qupperneq 13
Reglurnar í deildinni sem Kristófer lék í
kveða á um að menn megi ekki vera hærri en
198 cm á hæð og allir eru hæðarmældir í tví-
gang til öryggis. „Það eru til allskonar aðferðir
til að koma sér niður fyrir þessi mörk, svo sem
að herða magavöðvana. Ég rétt slapp, held ég
hafi mælst 197,7 cm í seinna skiptið,“ rifjar
hann brosandi upp.
Seinni dvölin í útlöndum var ekki eins
ánægjuleg en síðasta haust samdi Kristófer
við franska liðið Denain ásamt félaga sínum úr
landsliðinu, Elvari Má Friðrikssyni. Honum
líkaði ekki vistin og vildi losna frá félaginu áð-
ur en félagaskiptaglugg-
anum væri lokað á Íslandi
í nóvember. Í samtali við
Morgunblaðið gat Krist-
ófer þess meðal annars að
lítið væri um að vera í
bænum sem hann bjó í og
fáir töluðu ensku. „Þetta
spurðist út til Frakklands
og fór öfugt í forsvars-
menn félagsins. Ég var alls ekki að tala niður
til félagsins eða fólksins í bænum, heldur bara
greina frá því hvernig mér leið. Ætli þeir hafi
ekki sett þetta í Google translate og fengið
þessa vitleysu út? Nema hvað, þeir voru tregir
að sleppa mér og komu alls ekki nógu faglega
fram í þessu máli. Þeir fundu loks leikmann í
minn stað en það hafði þær afleiðingar að
samningi við Elvar var einnig rift en hann gat
alveg hugsað sér að vera áfram ytra. En málið
leystist alla vega og við áttum báðir góðan vet-
ur hér heima, ég með KR og hann í Njarðvík.“
Langar að spila aftur erlendis
Þrátt fyrir þetta bakslag hefur Kristófer
áhuga á því að fara aftur í atvinnumennsku í
útlöndum. „Mig langar að spila aftur erlendis.
Ég er opinn fyrir öllu en meira spenntur fyrir
Asíu og Suður-Ameríku en Evrópu eins og
staðan er núna. Í vikunni kom meira að segja
fyrirspurn frá Kína sem ég hef áhuga á að
skoða í rólegheitunum. Það er verst hvað ég
flughræddur; er ekki þrettán tíma flug til
Kína? Líti þetta vel út læt ég mig samt hafa
það að fara og skoða aðstæður. Ég er mjög
og í Bandaríkjunum. Það hjálpaði mér mikið
meðan ég var í háskólanáminu. Þess utan hef
ég mjög gaman af því að kynnast nýju fólki og
ólíkum menningarheimum.“
Einu sinni orðið fyrir fordómum
Talið berst að fordómum en mikla athygli
vakti í vetur þegar Kristófer varð fyrir kyn-
þáttaníði meðan hann var að spila leik með KR
á Sauðárkróki. Ætli hann sé vanur slíku?
„Nei, öðru nær. Þetta er í fyrsta og eina
skiptið sem ég hef orðið fyrir kynþátta-
fordómum. Einmitt þess vegna brá mér og sá
ástæðu til að vekja athygli á þessu. Ég átti
mjög góða vini og slapp við allt svona vesen í
æsku og finnst við ekki eiga að sætta okkur við
þetta. Forsvarsmenn Tindastóls tóku vel á
málinu; gerðu allt sem í þeirra valdi stóð og
það hvarflar ekki að mér að dæma heilt bæj-
arfélag fyrir bullið í einum manni. Ég fékk líka
mikinn stuðning frá Sauðárkróki í kjölfarið og
er þakklátur fyrir það. Það er mjög mikilvægt
að að kæfa níð af þessu tagi í fæðingu.“
Hitt er annað mál að fólk heldur stundum að
hann sé útlendingur, þeirra á meðal forseti Ís-
lands, Guðni Th. Jóhannesson, en fræg er
„good luck“-kveðjan sem hann kastaði á Krist-
ófer fyrir landsleik í Laugardalshöll.
Hann hlær þegar þetta ber á góma. „Guðni
varð alveg miður sín þegar hann áttaði sig á
þessu og bað mig auðmjúklega afsökunar. Mig
minnir að það hafi verið eitt af fyrstu embætt-
isverkum hans að vera heiðursgestur á þessum
landsleik og þetta vakti mikla athygli. Ég tók
þetta alls ekki nærri mér og við Guðni eru góð-
ir félagar í dag. Ég er svo sem alvanur því að
vera ávarpaður á ensku, ekki síst þegar ég er
að fljúga til og frá landinu. Það truflar mig
ekki neitt.“
Mældist 197,7 sentimetrar
Kristófer hefur í tvígang leikið erlendis.
Haustið 2017 gerði hann skammtímasamning
við Star Hotshots á Filippseyjum. „Þetta var
beint eftir EM í Finnlandi; mér bauðst að vera
þar í nokkrar vikur og klásúla í samningi mín-
um við KR gerði mér það kleift. Þetta var
mjög skemmtileg lífsreynsla,“ segir hann.
þakklátur fyrir hvað körfuboltinn hefur leitt
mig víða og vona að hann muni gera það
áfram.“
Ef ekkert kemur út úr þessum þreifingum
er Kristófer meira en sáttur við að vera áfram
í KR. „Ég hef það mjög gott hérna heima og
það yrði enginn heimsendir kæmist ég ekki í
atvinnumennsku. Liðið er mjög gott og gæðin í
deildinni alltaf að aukast; það voru alla vega
fimm eða sex lið sem áttu raunhæfan mögu-
leika á að verða Íslandsmeistari í vetur sem er
mjög óvenjulegt.“
– Hafa menn ekki þegar sett stefnuna á sjö-
unda titilinn? Sjö er falleg
tala!
„Já, sjö er mjög falleg
tala,“ segir Kristófer
dreyminn á svip. „Ég
sagði í viðtali strax eftir
úrslitaleikinn að við vær-
um ekki hættir; ef til vill
var það bara sigurvíman.
Maður veit þó aldrei,
núna er til dæmis orðrómur á kreiki þess efnis
að til standi að styrkja liðið. Við getum því átt
von á mjög sterku KR-liði næsta vetur.“
Kynslóðaskipti í landsliðinu
Kristófer hefur leikið 40 landsleiki fyrir Ís-
lands hönd frá árinu 2015 og segir spennandi
tíma framundan hjá liðinu. „Það eru að verða
kynslóðaskipti í landsliðinu. Menn sem borið
hafa liðið uppi um langt árabil, Jón Arnór Stef-
ánsson, Hlynur Bæringsson, Logi Gunnarsson
og fleiri, eru hættir og við yngri mennirnir að
taka að okkur stærra hlutverk. Við þurfum
smá tíma til að fikra okkur áfram án eldri leik-
mannanna og það verður líklega erfitt að kom-
ast inn á næsta stórmót. Það er ekkert óeðli-
legt enda tekur alltaf tíma að slípa nýtt lið
saman. En við eigum marga góða og bráð-
efnilega leikmenn og eigum vonandi eftir að
taka þátt í fleiri stórmótum í framtíðinni.“
Að sögn Kristófers eru það forréttindi að
hafa fengið tækifæri til að kynnast og spila
með leikmönnunum sem nefndir voru hér að
ofan. „Allt eru þetta frábærir leikmenn, í hópi
þeirra allra bestu sem við höfum átt, og miklir
leiðtogar – langt út fyrir völlinn. Ég þekki Jón
Arnór auðvitað best, enda samherji minn í KR,
og það er frábært að vera með honum, innan
vallar sem utan. Það hefur alltaf verið gott að
leita til Jóns og hann hefur kennt mér margt.
Ég er mjög þakklátur fyrir hans leiðsögn og
sama máli gegnir um Hlyn og Loga. Nú er
komið að okkur, yngri mönnum, að taka við
kyndlinum í landsliðinu og tíminn mun leiða í
ljós hvort við komum til með að standast þess-
um köppum snúning.“
Kristófer verður 26 ára á þessu ári og von-
ast til að eiga mörg góð ár fyrir höndum í bolt-
anum. „Ég verð eins lengi í körfubolta og lík-
aminn leyfir. Ég æfi vel og hugsa vel um mig
en þetta er líka spurning um heppni, þá er ég
auðvitað fyrst og fremst að tala um meiðsli.
Sleppi maður við þau er alveg raunhæft að
spila langleiðina í fertugt. Það sanna dæmin.“
Fyrsta vinnan á ævinni
Lífið er ekki bara körfubolti. Frá því að Krist-
ófer kom heim frá Frakklandi í nóvember hef-
ur hann unnið í hlutastarfi í World Class,
Laugum. „Þegar ég kom heim úr háskólanámi
var ég bara að spila körfubolta, ekkert að
vinna. Það var fínt til að byrja með en þegar
upp var staðið var frítíminn of mikill. Maður
freistaðist til að sofa út og þar fram eftir göt-
unum. Þess vegna vildi ég ráða mig í hlutastarf
með boltanum þegar ég kom heim frá Frakk-
landi. Það er mjög fínt að vinna í Laugum en
þetta er fyrsta eiginlega starfið mitt á ævinni,
fram að því var þetta bara karfa og nám. Það
er mjög gaman að upplifa að vera á vinnu-
markaði.“
Talandi um nám þá er Kristófer með BA-
próf í heilsuvísindum frá Furman. Hann getur
vel hugsað sér að fara í frekara nám í framtíð-
inni enda þótt ekki séu áform um það alveg á
næstunni. „Eins og staðan er núna einbeiti ég
mér að körfuboltanum en fari ég í frekara nám
myndi ég líklega fara í einhverja allt aðra átt;
ég hef til dæmis mikinn áhuga á tölvunar-
fræði.“
Svo mörg voru þau orð. Við kveðjumst og
Kristófer setur aftur upp sólgleraugun og
heldur út í vorið. Þar sem möguleikarnir búa.
’ Pabbi er aðeins hærrien ég. Annars er hannorðinn fimmtugur, karlinn,og byrjaður að vaxa í vit-
lausa átt. Ég er mjög dug-
legur að minna hann á það.
„Ég er mjög þakklátur fyrir
hvað körfuboltinn hefur
leitt mig víða og vona að
hann muni gera það
áfram,“ segir Kristófer.
Morgunblaðið/Eggert
12.5. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13