Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2019, Síða 14
E
urovision-áhuginn kom með móður-
mjólkinni að sögn Laufeyjar Helgu
Guðmundsdóttur sem má með
sanni kalla einn dyggasta aðdáanda
Eurovision hér á landi. Með útsýni
yfir Austurvöll hjá meistarakokkinum Jamie
Oliver setjumst við Laufey niður til þess að
spjalla um ástríðuna og lífsstílinn sem fylgir
Eurovision-aðdáanda. Laufey, sem er lögfræð-
ingur hjá Alþingi, er fædd árið 1983. Það er því
ekki úr vegi að byrja á að spyrja hana hvaða lag
hafi unnið það árið.
„Ég hef ekki hugmynd um það, man það ekki
þessa stundina. Það er mikill misskilningur að
allir Eurovision-aðdáendur séu miklir sérfræð-
ingar og miklir nördar sem geta þulið upp stað-
reyndir. Ég segi oft að ég sé Eurovision-
grúppía frekar en Eurovision-nörd. En það er
fullt af fólki í FÁSES, Félagi áhugafólks um
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem
er með alls konar sérhæfingu á mismunandi
sviðum,“ segir Laufey sem er ritari félagsins.
„Félagið var stofnað árið 2011 og er hluti af
alþjóðlegu neti Eurovision-klúbba sem heitir
OGAE og er staðsett í Frakklandi. Ég sit í
stjórn þessara regnhlífarsamtaka 44 Eurovisi-
on-klúbba um allan heim, með um það bil þrett-
án þúsund meðlimi,“ segir hún.
Ertu búin að haga því þannig að þú fáir alltaf
frí í vinnu í maí?
„Já, ég ræð mig ekki í vinnu nema ég fái frí í
maí til að fara á Eurovision,“ segir hún og bætir
við þegar blaðamaður hlær: „Þetta er dauðans
alvara.“
Sekk dýpra og dýpra
„Ég á afmæli í maí og kannski í minningunni er
afmælið mitt alltaf í kringum Eurovision,“ segir
Laufey, spurð um upphafið að áhuganum.
„Hér á Íslandi horfa allir á Eurovision sem
tíðkast ekki annars
staðar í Evrópu. Við
erum með mesta áhorf
alla landa sem senda
út Eurovision, um
95%. Í byrjun datt
maður í þennan Euro-
vision-partífíling með
tilheyrandi leikjum og
búningum. Svo var það
orðið þannig að ég var
ein eftir í partíinu sem
horfði á Eurovision, og þá var betra að vera
bara heima með stigatöfluna og excel-skjalið
fyrir framan sig,“ segir Laufey og segir þetta
hafa undið upp á sig með árunum.
„Svo dettur maður í það að horfa á gamlar
keppnir og lesa um söguna og þá uppgötvaði ég
að það væri til heilt Eurovision-samfélag. Þá
var hægt að deila áhugamálinu með fleirum og
loks fór ég að mæta á aðalkeppnina. Þetta er
ferli sem má yfirfæra á mjög marga,“ segir hún.
„Ég átti heima í Finnlandi þegar keppnin var
haldin þar 2007 og þá kom ekkert annað til
greina en að mæta á Eurovision. Það var mikil
Lordi-stemning í Finnlandi; Lordi-kóla, Lordi-
sokkar og hitt og þetta. Mikið fjör og mikið
stuð. Svo fór ég aftur á Eurovision árið 2010 og
hef svo farið á hverju ári síðan 2013. Maður
sekkur bara dýpra og dýpra,“ segir hún.
Laufey er eins og fyrr segir í stjórn OGAE
International og sinnir hún því hlutverki að
semja við Samband evrópskra sjónvarpsstöðva
(EBU) um fjölda miða eða forkaupsrétta fyrir
meðlimi í Eurovision-klúbbum um allan heim en
auk þess semja þau um aðstæður aðdáenda í því
landi sem keppnin er haldin hverju sinni. „Við
skipuleggjum partí og pössum upp á að allt
gangi vel. Og að gestgjafinn, sem er ríkissjón-
varpið í Ísrael í ár, sé meðvitað um hvernig best
sé að haga málum,“ segir hún.
„Að fara á Eurovision er það skemmtilegasta
sem ég veit, ég sef ekki vegna spennu. Ég er
bara svo spennt og sef varla allan maí mánuð.“
Þykist vera blaðamaður
Laufey segir misjafnt hversu margir íslenskir
aðdáendur mæti á hverja keppni og fer það eftir
ýmsu. „Í Stokkhólmi voru mættir um 140
manns og í Vín 2015 voru um 60 manns. Það eru
fleiri Íslendingar sem mæta þegar keppnin er
haldin á Norðurlöndunum,“ segir Laufey og
bætir við að það fari oft eftir skipulagningu
keppninnar hversu margir alþjóðlegir aðdá-
endur mæti.
„Núna er miðaverð í Ísrael mjög hátt og það
fælir aðdáendur frá og svo er gistingin mjög
dýr. Einnig eru margir sem sniðganga keppn-
ina í ár. Við erum um tíu manns sem fara núna
frá Íslandi,“ segir hún.
„Við erum með sérstaka vefsíðu, fases.is, þar
sem við flytjum fréttir af Eurovision,“ segir
Laufey sem hélt til Ísraels í síðustu viku, tveim-
ur vikum fyrir keppni.
„Við fáum að fylgjast með öllum æfingum.
Fyrst fáum við að fylgjast með fyrstu æfingum
á skjá og svo eru blaðamannafundir eftir hverja
æfingu. Þá förum við inn á blaðamannafundinn
til að finna skúbb eða skemmtilegar fréttir.
Þetta tekur fjóra daga og svo hefjast aðrar æf-
ingar og þá fáum við að fara inn í höll og horfum
á atriði þar á sviði. Við höfum sama aðgang og
blaðamenn. Ég er að
þykjast vera blaðamað-
ur,“ segir Laufey og
skellir upp úr.
„Við erum að skrifa
á vefsíðuna okkar og
reynum að ná viðtölum
við keppendur. Svo er-
um við á Instagram og
Facebook og sýnum oft
beint. Við leyfum fólki
að skyggnast bak við
tjöldin og upplifa hvernig það er að vera á Euro-
vision.“
Þetta er bara full vinna!
„Þetta er miklu meira en full vinna. Tveimur
vikum áður en æfingar hefjast sef ég svona þrjá
tíma á nóttu. Ég þarf að sinna minni venjulegu
vinnu og undirbúa það sem þarf fyrir Eurovisi-
on. Síðan tók ég upp á því í bríaríi að halda fyrir-
lestra eða kynningar um Eurovision á vinnu-
stöðum. Fólk hefur svo mikinn áhuga á
Eurovision og einhvern veginn enduðu hádegis-
hléin þar sem ég var að vinna í velferðarráðu-
neytinu inni í fundarherbergi þar sem ég sýndi
fólki hvað væri að gerast. Fólki fannst þetta svo
skemmtilegt þannig að þegar ég hætti þar fór
ég að fara á milli vinnustaða með Eurovision-
kynningar, eða það sem ég kalla Júrógigg. Ég
tala um hvernig okkur muni ganga, hver er
hugsanlega að fara að vinna, hvaða lög lönd hafa
valið í sínum undankeppnum og svo segi ég frá
hvernig síðasta Eurovision var,“ segir Laufey
sem hefur nóg að gera að flakka á milli stofnana
og breiða út boðskapinn.
„Ég er að breiða út fagnaðarerindið og kynna
Eurovision-samfélagið. Eitt árið sat einn þriðji
hluti ríkisstjórnarinnar á kynningu hjá mér en
ég lít svo á að ég sé að undirbúa Ísland fyrir það
að vinna. Þá er gott að einhver í ríkisstjórninni
viti að þetta kostar tvo milljarða og að þau séu
með einhverja hugmynd um hvernig þetta
gangi fyrir sig,“ segir hún og brosir.
Þetta er lífsstíll
Blaðamanni verður á orði að augljóst sé að allur
maí og jafnvel hálfur apríl sé undirlagður undir
Eurovision. Sú staðhæfing reyndist mjög fjarri
sannleikanum.
„Það er hægt að upplifa Eurovision allt árið,
þetta er lífsstíll,“ segir Laufey sem segist eiga
vini sem undrast að hún sé að tala um Eurovisi-
on snemma í janúar. „Þá eru öll löndin að undir-
búa lögin sín! Árið skiptist í nokkra hluta; í des-
ember og fram í mars erum við að fylgjast með
öllum undankeppnum og erum með öfluga um-
fjöllun á fases.is. Allt um skandala og ekki
skandala. Um 10. eða 11. mars eru öll lögin
tilbúin og þá hefst það sem kallast „Pre party
season“ og þá eru Eurovision-hátíðir víðs vegar
um heiminn þar sem keppendum er boðið að
koma og syngja „live“. Þá komumst við að því
hvernig keppendur standa sig í lifandi flutningi.
Það eru t.d. stórar hátíðir í London, Amster-
dam, Moskvu og Riga. Hatari fór til Amster-
dam og Madríd. Nú er þetta búið og Eurovisi-
on-æfingar hafnar. Nú er hollenska keppand-
anum spáð sigri og eru því Eurovision-aðdáend-
ur farnir að skoða hótel þar en við erum búin að
finna út að keppnin yrði þá líklega haldin í
Rotterdam. Hinn 19. maí, eða daginn eftir úrslit
Eurovision, pöntum við því mögulega hótelher-
bergi í Rotterdam,“ segir Laufey.
Sumarið fer í þunglyndi
Á meðan við hin fögnum sumri tekur við að
loknu Eurovision afar dapurlegt tímabil að sögn
Laufeyjar. „Þá byrjar „post Eurovision de-
„Ég hef mjög mikla sigurtilfinningu fyrir
sænska laginu sem heitir Too late for love
og er mjög fallegt gospel-lag. En með öll-
um fyrirvara um að Ísland sé að fara að
vinna Eurovision; það gæti gerst. Þeim er
spáð sjötta sætinu en ég veit ekki hvaða
öldu þeir ætla að sigla,“ segir Laufey Helga
Guðmundsdóttir, Eurovision-grúppía. ’ Í byrjun datt maður í þennanEurovision-partífíling meðtilheyrandi leikjum og búningum.Svo var það orðið þannig að ég
var ein eftir í partíinu sem horfði
á Eurovision, og þá var betra að
vera bara heima með stigatöfluna
og excel-skjalið fyrir framan sig.
Sef ekki í maí
fyrir spenningi
Eurovision er lífsstíll allt árið í kring þótt þunglyndi leggist yfir
aðdáendur rétt yfir sumarmánuðina að sögn Laufeyjar Helgu
Guðmundsdóttur. Hún er Eurovision-grúppía númer eitt og sef-
ur varla í maí fyrir spenningi. Laufey er nú í Ísrael á sinni níundu
keppni og segist fullviss um að Hatari komist á úrslitakvöldið.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
EUROVISION
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.5. 2019