Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2019, Síða 17
þess að styðjast við undur naflastrengsins lengur.
Engin umræða, sem nær máli, hefur farið fram í
flokknum um svo viðkvæmt mál. Það er ekki líklegt
að flokksmenn taki almennt og því síður allir sem
einn undir „fram nú allir í röð“ undir þessari leið-
sögn.
Það eru til rök með og á móti flestum málum og
einnig þessum, sem eru þó á meðal þeirra sem snerta
tilfinningarnar mjög. Sumir sækja þá skýringu sem
dugar þeim í heilaga ritningu. Fráleitt er að gera lítið
úr því. En horfast verður í augu við það að fyrir all-
löngu ákvað löggjafinn með mjög afgerandi meiri-
hluta að „mannalög“ ættu ein að gilda um þessi atriði
og hefur sú orðið raunin og er áþekkt því sem gerist í
flestum löndum sem við eigum helst samleið með. Því
er trúarlega prinsippið að þessu leyti ekki til umræðu
nú, þótt það hafi ríkulegt gildi fyrir mjög marga.
Stór spurning
En spurningin um það hversu langt skal ganga er
hins vegar svo sannarlega til umræðu. Í svo stóru
máli er meginkrafan og um leið lágmarkskrafan sú að
flausturslega gangi menn ekki til slíkrar ákvörðunar.
Meðal flestra sjálfstæðismanna liggur sú krafa í lofti
að umræðulaust megi ekki stíga slík skref. Ekkert
var um þau rætt í sáttmála stjórnarinnar og gerir
það flokkslega umræðu enn þýðingarmeiri. Ella er
verið að fara á bak við flokkinn af ásettu ráði.
Hluti af þeirri umræðu hlýtur að felast í því að fara
rækilega yfir grundvallarmálið um fóstureyðingar
sem enn er í gildi. Hvernig var um þær tillögur búið
og hvað var sagt í greinargerðum og þingræðum um
alla þá fyrirvara sem þá var fullyrt að yrðu til staðar.
Og þá hvað varð síðan um þá fyrirvara. Almenningur
mun fyrr en síðar fá hreint ógeð á fyrirvaraslætti
stjórnmálamanna sem enga þýðingu hafa svo. Kjöt-
málið, orkupakkamálið og svo mörg önnur kalla á
slík viðbrögð. Fóstureyðingarlögin sem nú gilda lúta
um margt sömu lögmálum. Öll þessi spor hræða.
„Fyrirvarar sem koma málum í gegn“ eru að verða
tákngervingar fyrir stjórnmálamenn sem ekki megi
vænta mikils af. Almenningur mun hafa vara á þeim.
Og þá verða þeim smám saman fáar götur færar.
Ógeðfellt orðafikt
Mjög eftirtektarvert er að siðfræðingar hafa bent á í
umsögn, með öðru orðalagi þó, að ekki sé til fyrir-
myndar að fikta við hugtök við framhaldsmeðferð
slíks máls.
Þetta er laukrétt. Og hver maður sér að það er
beinlínis gert til að auðvelda framgang þess. Þetta
eru fyrst og síðast blekkingar og ekki í „lofsverða“
kantinum. En kannski sýnir þessi orðaleikfimi einnig
að þeir sem halda um eru ekki lausir við að skamm-
ast sín fyrir hversu langt er gengið gagnvart þeim
sem eru varnarlausastir allra.
Það eru sem betur fer oftast mikil gleðitíðindi þeg-
ar tilkynnt er að kona sé með barni. Og konan gleðst
þá ekki ein heldur allir þeir sem nærri henni standa.
Málið er jú þeim flestum skylt í öllum skilningi.
Í núgildandi lögum er talað um fóstureyðingu. Það
er augljóst að þeir sem að frumvarpsgerð standa nú
eru ekki jafn öruggir í sinni vegferð og áður.
Þeir nota því skrípiorðið „þungunarrof“ til að forð-
ast tilfinningaleg tengsl við lífið sem er verið að eyða.
Núorðið viðurkenna flestir að slík gjörð geti verið
nauðsynleg og jafnvel óhjákvæmileg. En það sýnir
siðferðisbrest að reyna að færa þann mikla gjörning í
þýðingarminni búning. Skrípiorðið „þungunarrof“ er
bersýnilega ætlað til þess að undirstrika að fóstur-
eyðingin sé eiginlega ekki annað en hluti af þeim
getnaðarvörnum sem völ sé á hverju sinni. Það fer
einkar illa á þeirri framsetningu.
Forysta Samfylkingarinnar gengur enn lengra.
Hún vill ekki að talað sé fóstur og því síður barn.
Formaður flokksins segir ekki hægt að tala um slíkt
því að þarna sé aðeins „frumuklasi“ á ferð.
Það er ekki á þessa fylkingu logið.
Það er ekki hægt.
Þó tala þannig fullorðnir frumuklasar og læsir og
skrifandi.
Hringja þeir hver í annan þegar fréttist að frænk-
an í fjölskyldunni sé með barni og segja: Til ham-
ingju með frumuklasann?
Gera þeir það?
Það skyldi þó ekki vera.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
’
Nauðsynlegt er að fara rækilega yfir
það, hvort nokkur maður hafi sagt við
umræður um EES-samninginn, að vildu
Íslendingar einhverju sinni nota rétt sinn
til að hafna innleiðingu tilskipana sem
þeim hentaði ekki, þá myndi sá samn-
ingur riða til falls. Hér skal fullyrt að
þessar hótanir og hræðsluáróður eru
ósannindi.
12.5. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17