Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2019, Page 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2019, Page 28
Hvað tekur maður til bragðsef maður ekur óvart yfirmann og verður honum að bana? Jú, vingast strax að útför lokinni við ekkjuna og flytur svo inn til hennar til að liðsinna henni og veita henni sáluhjálp. Án þess að hana gruni nokkurn skapaðan hlut. Tja, alltént ef veruleikinn er bandaríska spédramað Dead to Me, sem kom inn á efnisveituna Netflix fyrr í mánuðinum. Judy verður fyrir þeirri ógæfu á biksvörtu síðkvöldi að aka yfir blá- ókunnugan mann. Hann deyr en í stað þess að gera lögreglu viðvart láta Judy og unnusti hennar, Steve, sig hverfa af vettvangi og koma löskuðum bílnum fyrir í geymslu. Samband þeirra þolir ekki álagið og samviskan nagar Judy með þeim afleiðingum að hún sólgler- augar sig upp og mætir í útför fórnarlambsins. Því næst nálgast hún ekkjuna; Jen, í gegnum stuðn- ingshóp fyrir syrgjendur. Villir raunar á sér heimildir til að byrja með; kveðst líka hafa misst eigin- mann sinn fyrir skemmstu. Jen af- hjúpar þá lygi fljótt en er áfram í myrkrinu varðandi dauða ástkærs eiginmanns síns. Judy á hins vegar nokkur fósturlát að baki og fyrir vikið kennir Jen í brjósti um hana. Þrátt fyrir að bjóða sinni nýju vin- konu að búa hjá sér, en hún er á hrakhólum eftir að lagaspaðinn Steve henti henni út, er Jen kald- hæðin og hrjúf á yfirborðinu og þráir ekkert heitar en að ganga milli bols og höfuðs á manneskj- unni sem varð bónda hennar að bana. Hann reynist þó ekki hafa verið allur þar sem hann var séður sem er vatn á myllu Judy enda býður henni í grun að farið hafi fé betra. Inn í söguna fléttast líka tveir ungir synir Jen, téður Steve, sam- kynhneigður samstarfsmaður Jen í fasteignabransanum og tengdamóð- ir hennar en eins og lög gera ráð fyrir eiga þær alls ekki skap sam- an. Vægt til orða tekið. Höfundur þáttanna er Liz Feld- man, sem meðal annars er þekkt fyrir gamanleik og uppistand, og hún framleiðir þá einnig, ásamt Will Ferrell og fleirum. Samband sem hreyfir við manni Með aðalhlutverkin fara Christina Applegate, sem leikur Jen, og Linda Cardellini, sem leikur Judy. James Marsden leikur Steve, Val- erie Mahaffey túlkar tengdamóð- urina og gamla kempan Ed Asner Christina Applegate og Linda Cardellini eiga í óvenjulegu vin- konusambandi í Dead to Me. Þegar ekið er yfir mann Í hinu biksvarta spédrama Dead to Me stofna tvær konur til vináttu á óvenjulegum og stór- hættulegum forsendum. Önnur veit svolítið voðalegt sem hin má alls ekki komast að. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is LEIKLIST Fransk/enska leikkonan Stacy Martin viðurkennir í viðtali við breska blaðið The Indep- endent að hún hafi aldrei fengið greidd sam- bærileg laun og karlleikarar í þeim kvikmyndum sem hún hefur komið fram í. Martin er líklega þekktust fyrir hlutverk sitt í mynd Lars von Triers, Nymphomaniac. Að hennar sögn stafar þetta af því að framleiðendur kvikmynda telji almennt að græða megi meira á því að tefla fram körlum en konum í kvikmyndum. Martin segir þetta smám saman að breytast en þó sé ennþá mikið verk að vinna. „Borgið mér meira!“ lætur hún svo hafa eftir sér í viðtalinu. Stacy Martin er ung og upprennandi leikkona. 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.5. 2019 LESBÓK MÁLMUR Einhver hatrammasta deila málmsögunnar snýr að Seattle-bandinu Queensryche en fyrir fimm ár- um tókst söngvarinn Geoff Tate, sem þá hafði verið rek- inn úr bandinu, á við Michael Wilton gítarleikara, Eddie Jackson bassaleikara og Scott Rockenfield trymbil fyrir dómstólum um réttinn á notkun nafnsins. Þremenning- arnir fóru með sigur af hólmi. Í samtali við tímaritið Metal Wani kveðst Tate ekki sjá fyrir sér að hann komi til með að troða upp með sínum gömlu félögum á ný. Hann segir Queensryche hafa átt sitt gullaldarskeið en því hafi lokið fyrir um tveimur áratugum og nú hafi leið- ir skilið. Tate yljar sér við minningarnar en saknar ekki hinna úr bandinu enda hafi þeir alla tíð verið meiri við- skiptafélagar en bræður í málmi. Ekki bræður í málmi Geoff gamli Tate. Octavia Spencer er eftirsótt. Kynþáttadrama KVIKMYNDIR Alþekkt er að myndir sem óvænt slá í gegn plægi akurinn fyrir aðrar myndir í svip- uðum anda. Þannig er von á tveim- ur spennumyndum seinna í mánuð- inum sem taka á sambærilegum málum og hin feikivinsæla Get Out; það er kynþáttafordómum og menningarpólitík. Önnur er The Intruder með Dennis Quaid í aðal- hlutverki og hin kallast Ma en þar fer Octavia Spencer fyrir mann- skapnum. Í The Intruder eru svört hjón, sem flytja inn í nýtt húsnæði, áreitt af hvítum nágranna sínum og í Ma býður svört kona nokkrum unglingum að nota kjallarann hjá sér en mögulega eru þeir ekki allir þar sem þeir eru séðir. Vill fá sömu laun og karlarnir Íslensk hönnun - Íslenskt handverk Skinnhúfa kr. 19.800 Vargur kr. 37.000 Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990 www.kirs.is, Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17 Hálsmen kr. 13.900 fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur Stóll á snúningsfæti í ítölsku nautsleðri 75 cm á breidd Verð frá 120.000 kr.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.