Morgunblaðið - 01.06.2019, Side 8

Morgunblaðið - 01.06.2019, Side 8
Heildarkostnaður við Söngvakeppni sjónvarpsins og þátttöku Íslands í Eurovision mun að öllum líkindum enda í tæpum hundrað milljónum króna, að sögn Skarphéðins Guð- mundssonar, dagskrárstjóra Rík- isútvarpsins. Kostnaðurinn er því um tíu millj- ónum hærri en í fyrra þegar hann var um níutíu milljónir. Enn á þó eftir að gera reksturinn við þátttöku í Eurovision, sem haldin var í Tel Aviv í Ísrael, upp en áætlað er að hann sé 35 milljónir króna. Kostnaðurinn var 30 milljónir króna í fyrra. Skýrist hærri kostn- aður af óvenju háum ferða- og gisti- kostnaði í Tel Aviv, að sögn Skarp- héðins.Tengdar tekjur ættu að „fara langleiðina með að vega upp á móti“ kostnaði við þátttökuna í Eurovision. Umtalsvert ódýrara er að greiða atkvæði í Eurovision í Danmörku en hérlendis, þar kostar hvert atkvæði um 18 krónur en hér 139 krónur. Skarphéðinn segir að verðið á Ís- landi sé sambærilegt því á meg- inlandinu og að allar tekjur af síma- kosningunni fari í sameiginlegan sjóð Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva. „Samkvæmt því sem RÚV kemst næst er algengt að það kosti um 1 evru að kjósa. Í ákveðnum löndum, t.d. Danmörku og Svíþjóð er verðið töluvert lægra en meðaltalið.“ ragn- hildur@mbl.is Eurovision kostaði um 100 milljónir  Áætlaður kostnaður 10 milljónum hærri en áður  Hærri ferðakostnaður Morgunblaðið/Eggert Hatari Íslensku keppendurnir. 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019 Snorri Olsen ríkisskattstjórihefur greint frá því að há- karlalistinn svokallaði, sem emb- ættið hefur tekið saman um hæstu skatt- greiðendur, verði framvegis ekki birtur. Ástæðan sé sú að embættið telji slíka birtingu ekki samrýmast ákvæðum um persónuvernd og friðhelgi einkalífs. Þetta er já- kvætt skref, en á það má benda að þessi birting persónuupplýs- inga hefur aldrei samrýmst sjón- armiðum um persónuvernd og friðhelgi einkalífs, þó að skatt- urinn hafi sent þetta frá sér um langt árabil.    Ástæða þessarar ágætu breyt-ingar er úrskurður Persónu- verndar frá því í fyrra eftir að fyrirtæki fór að fénýta þessar upplýsingar og selja aðgang að þeim. Því má þó ekki gleyma að hið sama hafa fjölmiðlar í raun gert árum saman, þó með öðrum hætti sé, og að því er virðist er ætlunin að halda áfram að hafa þessar upplýsingar opnar í haust. Eftir sem áður verður því gengið nærri einkalífi almennings með því að hleypa öllum í þessar við- kvæmu persónuupplýsingar.    Engin haldbær rök eru fyrirþví að opna skattskrár al- mennings. Það þjónar ekki þeim tilgangi að draga úr skattund- anskotum og jafnvel þó að svo væri í einstaka tilviki þá gæti það tæpast réttlætt að opna með þess- um hætti inn í einkalíf allra.    Tæknin hefur auðveldað mjögeftirlit með almenningi og gerir fólki erfiðara en áður að hafa einkalíf sitt fyrir sig. Þeim mun meiri ástæða er fyrir rík- isvaldið að hafa varann á og ganga alls ekki á undan með slæmu fordæmi. Skref í rétta átt STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Kjósverjar fögnuðu því saman í blíð- viðrinu í fyrradag við Félagsgarð í Kjós að fyrsta áfanga af þremur við lagningu ljósleiðara er lokið í hreppn- um. Við það tækifæri kynntu fjar- skiptafyrirtækin Hringdu, Síminn og Vodafone íbúum tilboð í þjónustu. Sigríður Klara Árnadóttir, vara- oddviti Kjósarhrepps, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að uppstign- ingardagur hafi verið mikill gleðidag- ur fyrir Kjósverja. „Fyrsta áfanga af 3 er lokið. Áfangi 2 eru tengingar við hús sem þarf að leggja sér ídráttarrör að og áfangi 3 er Fossá og Brynjudal- ur,“ sagði Sigríður Klara. Komin inn í nútímann! „Við erum loksins að komast inn í nútímasamfélagið,“ segir Sigríður Klara og hlær við. „Þetta er alveg ótrúlegt þegar litið er til þess hversu nálægt við erum Reykjavík.“ „Við vorum að klára að leggja hita- veitu í hreppnum og samhliða lögðum við ljósleiðarann og núna vorum við að blása ljósi í þau rör hjá fólki sem tók hitaveituna, en sumir kusu að taka ekki hitaveituna og í áfanga tvö verða lögð ídráttarrör hjá þeim sem ekki tóku hitaveitu,“ sagði Sigríður Klara. Sigríður Klara segir að þetta séu verkefni sem sveitarfélög í landinu hafi verið að taka í sínar hendur að undanförnu að frumkvæði rík- isstjórnarinnar. Rúmlega 500 sumarhús í Kjós Ljósleiðaravæðingin í Kjós nái til 80 býla, 10 fyrirtækja og rúmlega 500 sumarhúsa, sem nú í dag heiti frí- stundahús. Kjósarhreppur sé með ljósleiðaralagningunni að fylgja for- dæmi Rangárþings ytra, Hruna- mannahrepps, Flóahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Verkefnisstjór- inn í öllum þessum verkefnum hafi verið Guðmundur Daníelsson. Hún segir að Kjósverjar, jafnt íbú- ar sem sumarhúsaeigendur, hafi fagnað áfanganum rækilega í fyrra- dag. Þá hafi fjarskiptafyrirtækin Hringdu, Síminn og Vodafone notað tækifærið og kynnt Kjósverjum og frístundahúsaeigendum viðskipta- tilboð sín í Félagsgarði. Fjarskipta- fyrirtækin hafi raunar áður verið bú- in að ná til ákveðinna viðskiptavina, því ljósleiðarinn hafi raunar verið gangsettur í liðinni viku, þótt form- lega hafi áfanganum ekki verið fagn- að fyrr en á fimmtudag. Loksins ljósleiðari í Kjós  Fyrsta áfanga af þremur lokið Samhliða hitaveitulögn Ljósleiðari Unnið að því að leggja ljósleiðarann í Kjósarhreppi. Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770 Opið virka daga kl. 09.00-18.30 og laugardaga kl. 12.00-16.00 Hugsaðu vel um húðina þína – alltaf Bjóðum fjölbreytt úrval húðvara, jafnt fyrir andlitið, hendurnar, fæturna og kroppinn allan. ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM SUMARDAGAR LÍN DESIGN Á SMÁRATORGI ALLA HELGINA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.