Morgunblaðið - 01.06.2019, Side 11

Morgunblaðið - 01.06.2019, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019 ið gefið út á pappír í handhægu broti. Eykur gildi Heiðmerkur „Að vísa veginn með þessum hætti eykur gildi Heiðmerkur sem útivistarsvæðis og skapar meira öryggi hér á svæðinu,“ segir Helgi. Gerð og uppsetning veg- vísanna, fræðsluskilta og annars í þessu verkefni kostaði samtals 22,5 milljónir króna. Þann kostnað greiddu Orkuveita Reykjavíkur og Reykjavíkurborg 8,5 milljónir króna hvor og svo Garðabær 6,5 milljónir króna en Heiðmörkin er í landi þessara tveggja sveitarfé- laga. sjálfir farnir að villast í skóginum sáum við að gera þyrfti úrbætur,“ segir Helgi Gíslason, fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, í samtali við Morgunblaðið. Félagið réði Kimmo Virtanen, finnskan hagleiksmann, til þess að yfirfara stígakerfið og gera af því kort sem nú hefur verið gefið út. Með kortið til hliðsjónar ákvað Kimmo hvar setja ætti niður skilti með merkingum sem greyptar eru í góðvið úr Heiðmerkurskógi. Byrjað var að setja merkingar þessar upp síðasta haust og verk- inu lokið nú á vordögum. Jafn- framt þessu hefur kortið góða ver- Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ný merkt gönguleið í Heiðmörk, svonefndur Hlíðarhringur sem er 10 kílómetra langur, var opnuð nú fyrr í vikunni. Leið þessi er ofan við Vífilsstaðahlíð, sem er syðst í skógræktarsvæðinu og í landi Garðabæjar. Með þessu verður göngustíganetið í Heiðmörk alls um 60 kílómetrar; þar af eru margar leiðir um fjölbreytt og víð- feðmt skóglendi. 100 vegvísar með nöfnum staða Opnun Hlíðarhringsins í gær var lokaáfanginn í stóru verkefni sem fólst í því að setja upp skilti og skýrar merkingar á Heiðmerkursvæðinu. Settir voru út alls 100 vegvísar með nöfnum staða og 43 fræðsluskilti gerð um gróður og fugla. Jafnframt voru útbúin 60 skilti með nýjum kortum af allri Heiðmörk og mismunandi hlutum af henni svo og 111 skilti með hnitum eða táknum sem aftur eru í gagnagrunni Neyðarlínunnar. Getur fólk sem er á ferðinni um skógarstígana og þarf jafnframt á aðstoð að halda gefið upp táknin á skiltinu – sem auðveldar sjúkra- flutningafólki, lögreglu og öðrum að finna viðkomandi, svo sem á Norðanmannahring, í Strípis- hrauni eða Hjalladal svo nokkrir staðir séu nefndir. „Þegar var svo komið að skóg- ræktarmenn sem hér starfa voru Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skógarmenn Frá vinstri talið: Kimmo Virtanen skiltagerðarmaður, Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógrækt- arfélags Reykjavíkur, og Jóhannes Benediktsson formaður, þegar nýja skiltakerfið í Heiðmörk var kynnt. Heiðmörkin á kortið  Ný leið við Vífilsstaðahlíðina opnuð  60 kílómetra langt stígakerfi um fallegt svæði  Skilti og skýrar merkingar Vorkvöld Náttúran á Heiðmerkursvæðinu er fjölbreytt og möguleikar til útivistar eru margir. Að renna fyrir fisk í Helluvatni heillar marga. Tveir íslenskir karlmenn hafa verið dæmdir til fangelsisvistar í Melbo- urne í Ástralíu fyrir stórfellt fíkni- efnasmygl. Brynjar Guðmundsson, 26 ára, var dæmdur í átta ára og þriggja mánaða fangelsi og Helgi Steinars- son, 31 árs, var dæmdur í sex ára og þriggja mánaða fangelsi. Báðir játuðu sök en þeir hafa setið í fang- elsi frá því þeir voru handteknir í nóvember sl. Brynjar var handtekinn á flug- vellinum Melbourne eftir að toll- gæslan fann 2,1 kg af kókaíni falið í ferðatösku hans. Götuvirði fíkni- efnanna er 1,68 milljónir ástralskra dala, sem svarar til tæplega 145 milljóna íslenskra króna. Rannsókn leiddi í ljós að Helgi hafði komið til landsins nokkrum dögum fyrr og voru ferðabókanir þeirra nánast samhljóða. Helgi var handtekinn á hóteli í borginni þar sem fundust 1,5 kg af hreinu kók- aíni sem er metið á 1,2 milljónir ástralskra dala, sem svarar til um 103 milljóna króna. Ástralskir fjölmiðlar segja að mennirnir hafi ekki þekkst en báðir samþykkt að vera burðardýr fyrir sama glæpahóp gegn því að fíkni- efnaskuldir þeirra yrðu þurrkaðar út. Fram kom við réttarhöldin að Helgi skuldaði fíkniefnasölum á milli 9 og 10 þúsund dali og Brynjar 20 þúsund dali. Þegar dómurinn var kveðinn upp sagði dómarinn, að það hefði haft áhrif til refsilækkunar að menn- irnir eiga báðir við geðræn veikindi að stríða sem gæti gert þeim erf- iðara en annars væri að þola fang- elsisvist. Dæmdir í fangelsi í Ástralíu BUXUR Fylgið okkur á FB Skipholti 29b • S. 551 4422 frá 9.900,- Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Ný sending frá YOEK Stærðir 38-52 gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Opið 11-15 í dag Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Kr. 4.990 Str. S-XXL Fleiri litir Toppar Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Stjórnarfrumvarpi Svandísar Svav- arsdóttur heilbrigðisráðherra um breytingar á lögum um ávana- og fíkniefni vegna fyrirhugaðra neyslu- rýma fyrir fíkniefnaneytendur, verður að öllum líkindum beint aft- ur til heilbrigðisráðuneytisins. Þetta segir Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþing- is. Hún segir nefndarálit ekki hafa verið afgreitt en líklegasta niður- staðan sé frávísunartillaga og frum- varpinu þar með vísað aftur til heil- brigðisráðuneytisins. Í umsögn dómsmálaráðuneytisins við frumvarpið kemur fram að ekki hafi verið hlustað nægjanlega á ábendingar lögreglu og ráðuneyt- isins um að lögreglu sé ekki heimilt að semja um refsilaus svæði og að varhugavert væri að veita almennt slíka heimild til samninga um refsi- leysi. Í umsögn dómsmálaráðuneyt- isins kemur einnig fram að æskilegt sé að breyta ákvæðum laga um áv- ana- og fíkniefni, um vörslu fíkni- efna og það komi skýrt fram, sé vilji til þess í lögum, að öllum starfsmönnum neyslurýmis en ekki einungis heilbrigðisstarfsmönnum verði tryggt refsileysi í neyslurými. Vilji fyrir neyslurýmum ,,Það er augljóst af minnisblaði dómsmálaráðuneytisins að það er vilji ráðuneytisins að neyslurými verði að veruleika. Það er einnig samstaða um það í velferðarnefnd. Þess vegna er nauðsynlegt að ráðu- neytin vinni vel saman að farsælli lausn á málinu,“ segir Halldóra sem segist þess fullviss að nýtt frumvarp um neyslurými verði lagt fram strax og þing kemur saman í haust. Líklegt að frumvarpi um neyslurými verði vísað frá nefnd Fíkn Lög um neyslurými í bígerð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.