Morgunblaðið - 01.06.2019, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Litríkt fiðrildi flögraði um í garði í
Kópavogi í vikunni og stórir, svartir
vængir með rauðleitum bryddingum
vöktu strax athygli. Gesturinn flaug á
milli trjáa og sett-
ist síðan á trjábol
sér til hvíldar, og
garðeigandanum
til yndisauka, áð-
ur en lengra var
haldið.
Erling Ólafs-
son, skordýra-
fræðingur hjá
Náttúru-
fræðistofnun, tel-
ur líklegt að um
aðmírálsfiðrildi hafi verið að ræða en
nokkuð hafi verið um fréttir af aðmír-
álum að undanförnu á sunnanverðu
landinu.
Erling segir að af og til berist hing-
að góðir loftstraumar úr suðrinu. Í
vor hafi töluvert af svölum borist
hingað með hlýjum sunnanvindum.
Aðmírálar berist gjarnan hingað við
svipuð skilyrði.
Á pödduvef Náttúrufræðistofn-
unar segir að aðmírálsfiðrildi sé tíður
og væntanlega árlegur gestur á Ís-
landi og hafi fyrst verið skráð árið
1901.
„Stundum berst hingað umtals-
verður fjöldi og skrautleg, suðræn
fiðrildin vekja þá verðskuldaða at-
hygli á sólríkum sumardögum, ekki
síst á sunnanverðu landinu. Þau
fyrstu fara að sjást um miðjan maí en
yfirleitt þó ekki fyrr en í fyrrihluta
júní. Þau berast hingað hvenær sem
er sumars eftir það og ræðst það ein-
faldlega af því hvernig háttar til með
loftstrauma frá Evrópu.
Algengast er þó að þau komi með
haustlægðum í september og byrjun
október. Ekki er ljóst hvaðan úr álf-
unni þessi haustkynslóð kemur. Eng-
in dæmi eru þess að aðmírállinn hafi
náð að fjölga sér hérlendis né heldur
lifa af vetur,“ segir á pödduvefnum.
Þar segir að aðmírállinn sé stórt og
fagurt fiðrildi, mikið augnayndi.
Vængir flauelssvartir á lit, fram-
vængir með skærgulu, appelsínugulu
skábelti yfir miðjuna og svarta enda
með hvítum blettum þar utan við.
Með jaðri afturvængja sé sömuleiðis
appelsínugult belti með svörtum díl-
um og fagurbláum augnblettum aft-
ast. Á neðra borði flókið litmynstur
sem erfitt sé að lýsa en það falli vel
saman við visin, marglit laufblöð að
haust- og vetrarlagi, en aðmíráls-
fiðrildi koma sér fyrir á trjágreinum
eða innan um visin laufblöð til vetr-
arsvefns, með vængina fellda saman
upp frá bolnum.
Fjarkatorta nemur land
Nýir liðsaukar bætast við smá-
dýrafánuna jafnt og þétt, að því er
segir á facebooksíðu Náttúru-
fræðistofnunar. Flestir eru þess eðlis
að grunur um landnám af mannavöld-
um er sterkur þar sem nýliðar tengj-
ast gjarnan garðagróðri og trjárækt.
Fyrir tveim vikum eða svo kom fal-
leg lítil bjalla í fiðrildagildru í trjá-
rækt í Kollafirði. Tegundin reyndist
vera af ætt tortubjallna (Nitidulidae)
sem svo nefnast vegna þess að oftast
stendur afturendi bjallnanna (tortan)
út undan aðfelldum skjaldvængjum.
Bjalla þessi hefur verið greind til teg-
undar sem ber hið síður en svo þjála
fræðiheiti Glischrochirus quadrip-
unctatus. Hún er aðeins 6 mm löng,
skínandi svört með fjóra kassalaga
rauðgula flekki á baki (quadrip-
unctatus) sem mynda fjarkamynstur.
Fjarkatorta er heitið sem hún nú
skartar. Fróðleikur um tegundina
hefur verið birtur á pödduvef Nátt-
úrufræðistofnunar.
Litríkur aðmíráll á flögri
Ljósmynd/Erling Ólafsson
Fiðrildi Litríkur aðmíráll sést hér reglulega, með svarta vængi og rauðleitar bryddingar.
Loftstraumar úr suðri skila fljúgandi dýrum til landsins Aðmíráll árlegur gestur frá 1901
Erling
Ólafsson
Kontakt hefur fengið til sölu mjög góða
herrafataverslun miðsvæðis í Reykjavík
Kontakt hefur fengið til sölumeðferðar eina af bestu herrafataverslunum landsins. Um er að ræða Herrafataverslun Birgis,
Fákafeni 11. Verslunin hefur starfað í áratugi og reksturinn gengið afar vel. Mikil viðskiptavild fylgir versluninni og eru mörg
sterk vörumerki innandyra. Veltan undanfarin ár hefur verið mjög góð og afkoman með eindæmum góð.
Allar nánari upplýsingar veitir Gunnar Svavarsson hjá Kontakt fyrirtækjaráðgjöf, sími 414 1200, gunnar@kontakt.is