Morgunblaðið - 01.06.2019, Page 22
BAKSVIÐ
Pétur Hreinsson
peturh@mbl.is
Áhersla verður lögð á stofnendur og
undirstöður í ár á Startup Iceland-
ráðstefnunni sem haldin verður í átt-
unda sinn 3. og 4. júní í Hörpu.
„Stofnendurnir eru þeir sem stofna
fyrirtæki og undirstöðurnar eru þær
undirstöður sem þeir byggja fyrir-
tæki á, hvort sem það er tækni,
þekking, kunnátta, tengslanet, eða
markaðsaðgangur,“ segir Bala Ka-
mallakharan, stofnandi Startup Ice-
land, og framkvæmdastjóri íslenska
fjárfestingarfélagsins, Iceland Vent-
ure Studio.
Nýsköpun í ferðaþjónustu
Einn af aðalfyrirlesurum ráð-
stefnunnar er Terry Jones, stofn-
andi Travelocity og Kayka, sem bæði
eru metin á meira en milljarð banda-
ríkjadala. „Hann hefur verið að ein-
blína að miklu leyti á nýsköpun og
hvernig hún er að breyta ferða-
mannageiranum. Það finnst mér
vera mjög viðeigandi að ræða um hér
á Íslandi í dag,“ segir Bala.
Þá mun Kaidi Rusllepp, stofnandi
og framkvæmdastjóri Funderbeam
taka til máls og ræða um þær breyt-
ingar sem sprotafyrirtæki standa
frammi fyrir hvað varðar fjármögn-
un og þær hindranir sem hún sem
kona hefur þurft að yfirstíga þegar
kemur að stofnun tæknifyrirtækis.
„Hún er ein af 50 valdamestu konum
hvað varðar fjármagnanir fyrir
sprotafyrirtæki í Evrópu í dag,“ seg-
ir Bala. Einnig verða fulltrúar frá Y-
combinator viðskiptahraðlinum
fræga á svæðinu.
Bala nefnir að allir þeir sem sæki
ráðstefnuna geti daginn eftir fyrir-
lestrana sótt ráðgjöf til flestra þeirra
sem eru á mælendaskrá, en samtals
eru 15 manns sem halda erindi.
„Þetta verður svokölluð mentor-
stund sem við höldum í Háskólanum
í Reykjavík.“
Saga Skúla á vel við
Skúli Mogensen, stofnandi flug-
félagsins WOW air, mun einnig tala í
fyrsta skipti opinberlega eftir fall fé-
lagsins í lok mars. Spurður um það
hvers vegna Skúli hafi orðið fyrir
valinu segir Bala: „Að mínu mati er
mjög erfitt að byggja upp ný fyrir-
tæki. Ég hef hjálpað frumkvöðlum
að gera það í áratug. En eins og
gengur og gerist þá gerir fólk mis-
tök. Í slíkum aðstæðum er mikilvægt
að standa upp, dusta af sér rykið og
reyna aftur. Þannig náum við ár-
angri og tökum framförum. Ég held
að það sé enginn sem getur komið
fram og sagt slíka sögu sem á jafn
vel við og Skúli,“ segir Bala í samtali
við Morgunblaðið. Vísar Bala að auki
í það afrek Skúla að endurreisa
tölvufyrirtækið OZ á sínum tíma.
„Hvað WOW varðar þá veit enginn.
En þetta er áhugaverð reynsla og ég
vildi fá hann til þess að deila með
okkur því hugrekki sem þurfti til
þess að koma til baka og veita þannig
ungum frumkvöðlum innblástur,“
segir Bala.
Veita frumkvöðlum fram-
tíðar innblástur í Hörpu
Morgunblaðið/Eggert
Sprotafyrirtæki Fjárfestirinn Bala Kamallakharan heldur ráðstefnuna Startup Iceland í áttunda sinn í næstu viku.
Startup Iceland
» Ráðstefnan er haldin í anda
Ted-fyrirlestranna frægu. Fólk
hvaðaæva úr heiminum sem
vinnur í sprotageiranum heldur
erindi og segir frá persónulegri
reynslu sinni og miðlar til ann-
arra frumkvöðla og veitir þeim
innblástur.
» Um 250-300 manns sækja
viðburðinn sem er haldinn í
Silfurbergi í Hörpu. Aðeins eru
rúmlega þrjátíu miðar eftir.
Skúli Mogensen talar í fyrsta skipti opinberlega eftir fall WOW air
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019
1. júní 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 124.02 124.62 124.32
Sterlingspund 156.84 157.6 157.22
Kanadadalur 91.78 92.32 92.05
Dönsk króna 18.518 18.626 18.572
Norsk króna 14.172 14.256 14.214
Sænsk króna 12.919 12.995 12.957
Svissn. franki 123.22 123.9 123.56
Japanskt jen 1.1335 1.1401 1.1368
SDR 170.89 171.91 171.4
Evra 138.31 139.09 138.7
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.731
Hrávöruverð
Gull 1276.45 ($/únsa)
Ál 1768.0 ($/tonn) LME
Hráolía 69.68 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Klappir grænar
lausnir hf. hafa
gengið frá kaupum
á Stika ehf. Leiðir
það til samruna
fyrirtækjanna. Fé-
lögin hafa hingað
til átt farsælt sam-
starf og segir í til-
kynningu um kaup-
in að þau sjái
mikinn ávinning af
frekara samstarfi. Verða starfsmenn
sameinaðs fyrirtækis 30 talsins.
Í viðskiptunum er Stiki metinn á
122,5 milljónir króna. Eigendur Stika fá
greitt með hlutabréfum í B-flokki í
Klöppum sem gefin verða út í tengslum
við söluna.Forstjóri sameinaðs fyrir-
tækis verður Jón Ágúst Þorsteinsson,
en Svana Helen Björnsdóttir, stofnandi
Stika og framkvæmdastjóri mun starfa
hjá sameinuðu félagi. Klappir grænar
lausnir hf. er skráð á markað á First
North markaði Kauphallar Íslands.
Klappir hafa yfirtekið
Stika með samruna
Jón Ágúst
Þorsteinsson
STUTT
„Það er gaman að fá þennan flotta
hóp til liðs við okkur,“ segir Úlfar
Steindórsson forstjóri Toyota af því
tilefni að fyrirtækið hefur ráðið 26
starfsmenn fyrir sumarvertíðina.
Segir hann að ekki sé ástæða til að
örvænta þótt ekki sé útlit fyrir jafn
mikla bílasölu í ár og í fyrra. Á
fimmtudag var greint frá því að bíla-
sala hefði dregist saman um 40% frá
sama tíma í fyrra og það sett í sam-
hengi við fréttir af uppsögnum
starfsfólks hjá bílaumboðum. Þar
sagði Jón Trausti Ólafsson, formað-
ur Bílgreinasambandsins, að vetur-
inn og vorið hefðu reynst þung fyrir
umboðin.
Það hefur ekki áhrif á bjartsýni
Úlfars sem segir allt benda til að
sumarið verði hagfellt.
„Við sjáum fram á gott sumar þó
dregið hafi úr sölu nýrra bíla að und-
anförnu eins og búast mátti við.
Hljóðið í viðskiptavinum okkar er
gott og við sjáum fram á ágætt bíla-
ár,“ segir Úlfar.
Morgunblaðið/RAX
Gleði Það var kátur hópur nýráðinna sumarstarfsmanna sem kom saman
fyrir framan höfuðstöðvar Toyota í Kauptúni í Garðabæ í gærdag.
Toyota telur sumar-
ið framundan gott
26 sumarstarfsmenn að þessu sinni