Morgunblaðið - 01.06.2019, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Eftir fallbankannafyrir rúm-
um áratug varð
samdráttur í efna-
hagslífinu með til-
heyrandi sam-
drætti í tekjum hins opinbera.
Viðbrögð vinstri stjórnarinnar
sem þá náði völdum voru þau
að stórhækka skatta.
Við þessum miklu skatta-
hækkunum, sem voru Íslands-
met og án efa met í stærra
samhengi ef út í það væri far-
ið, var ítrekað varað. Bent var
á að þær drægju þrótt úr at-
vinnulífinu og kæmu illa við
heimilin í landinu sem fyrir
áttu erfitt. Fyrirsjáanlegt var
að þær myndu tefja vöxt efna-
hagslífsins, eins og kom á dag-
inn því að hann varð mun hæg-
ari en spáð hafði verið.
Sem betur fer vann annað
gegn þessum harkalegu að-
gerðum, ekki síst krónan, sem
stuðlaði með aðlögun að
ástandinu að því að útflutn-
ingur gekk betur, þar með tal-
in ferðaþjónustan sem hóf að
vaxa meira en fordæmi eru
fyrir. Þrátt fyrir skattahækk-
anirnar rétti efnahagslífið því
úr kútnum og hefur verið á
mikilli siglingu á liðnum árum.
Þrátt fyrir hið góða gengi
hafa stjórnvöld síðustu ára lít-
ið svigrúm séð til skattalækk-
ana. Þá hefur viðkvæðið gjarn-
an verið að með lækkun skatta
yrði ýtt undir ofþenslu og þess
vegna fengu flestar skatta-
hækkanir vinstri stjórn-
arinnar að standa þrátt fyrir
að forsendur þeirra væru
löngu fallnar. Nýjum rök-
semdum, sem horfðu í þver-
öfuga átt en áður, var þá beitt
gegn skattalækkunum.
Nú þrengir að í efnahagslíf-
inu á nýjan leik, þó að vissu-
lega séu þær þrengingar mun
minni og ósambærilegar við
þrengingarnar fyrir áratug.
En það breytir því ekki að nú
eru dregnar fram samskonar
röksemdir og þá um að ríkis-
sjóður standi illa og að þess
vegna verði fyrirhugaðar
skattalækkanir í það minnsta
að hluta að sitja á hakanum
um sinn. Var þó ekki ætlunin
að ráðast í umfangsmiklar
skattalækkanir, einkum þegar
til þess er horft hve mjög
skattar hækkuðu fyrir nokkr-
um árum.
Í þessu samhengi eru
ábendingar hagfræðings Sam-
taka atvinnulífsins, Ásdísar
Kristjánsdóttur, athyglisverð-
ar. Hún segir í samtali við
mbl.is að búa hefði mátt „bet-
ur í haginn og það eru ótrúleg
vonbrigði að um leið og hag-
vaxtarforsendur
bresta þá þurfi
skyndilega að
leggja fram nýja
stefnu og fresta
ákveðnum skatta-
lækkunum eins og
bankaskattinum. Sérstakir
skattar á fjármálafyrirtæki
eru á skjön við aðrar ná-
grannaþjóðir og það eru við-
skiptavinirnir, heimili og
fyrirtæki, sem greiða fyrir
slíka skattheimtu í formi lak-
ari vaxtakjara. Lækkun
bankaskattsins er því hags-
munamál fyrir heimili og
fyrirtæki.“
Ásdís nefnir einnig að af-
komureglan sé of takmarkandi
og taki ekki mið af hagsveifl-
unni, þannig að „þegar mikill
uppgangur er í efnahagslífinu
og skatttekjur vaxa þá er mjög
einfalt að uppfylla afkomu-
viðmiðin jafnvel samfara mikl-
um útgjaldavexti eins og við
höfum séð síðustu ár. Á móti
kemur að það er þeim mun erf-
iðara að uppfylla regluna þeg-
ar hagvaxtarforsendur breyt-
ast og slaki myndast í
efnahagslífinu, líkt og nú er að
gerast.“
Ríkisvaldið verður að huga
að útgjaldahliðinni og fyrir-
komulagi ríkisrekstrarins. Í
samtalinu við Ásdísi kemur
fram að hún telji „að það sé
verulegt svigrúm til að draga
úr útgjöldum án þess að til
niðurskurðar komi. Það þarf
að horfa til nágrannaríkja í
auknum mæli, straumlínulaga
stjórnsýsluna og nýta önnur
rekstrarform til að auka skil-
virkni eins og á sviði heil-
brigðis- og menntamála.“
Það er hægt að gera margt
annað en að fresta skatta-
lækkunum og Ásdís varar við
því að hætta við boðaðar
skattalækkanir og segir að
það væri „gríðarlega óábyrg
stefna“ og að mikilvægt sé „að
stjórnvöld styðji við sam-
keppnishæfni atvinnulífsins,
fjölgun starfa og áframhald-
andi hagvöxt. Besta leiðin til
þess er að lækka skatta. Það
er ekki síður óábyrg stefna að
stunda þensluhvetjandi fjár-
málastefnu á uppgangstímum
og að festa Ísland í sessi sem
háskattaríki þegar dregur úr
hagvexti. Besti tíminn er nú til
að lækka skatta.“
Þetta eru afar mikilvæg
skilaboð. Það er alltaf hægt að
finna rök fyrir því að lækka
ekki skatta en með því hugar-
fari endar íslenskt efnahagslíf
í ógöngum. Þess vegna er
hægt að taka undir að nú er
besti tíminn til að lækka
skatta.
Það endar illa ef rök
gegn skattalækk-
unum verða ofan á
hvernig sem árar}
Besti tíminn til
að lækka skatta
M
eð vorskipunum barst ályktun
mikils alvörufundar Íslend-
inga á Kanaríeyjum sem var-
aði þjóðina við innflutningi á
útlendum mat. Við sem heima
sitjum erum þakklát fyrir umhyggju þessara
landa okkar sem hafa af eigin raun kynnst
hættunum af erlendri fæðu.
Ef vel er að gáð náði ályktun þessa góða hóps
þó ekki nógu langt. Sérfræðingar hafa bent á
fjölmargar smitleiðir vegna stórhættulegra er-
lendra sýkla:
1. Útlendir fuglar fljúga til Íslands. Þetta
hefur viðgengist alllengi.
2. Milljónir útlendinga koma til Íslands á
hverju ári.
3. Mýs og rottur ferðast með skipum, komast
í land og setjast hér að.
4. Útlent grænmeti og ávextir eru flutt til Íslands. Með
þeim berst stundum óværa.
5. Óábyrgt fólk kaupir útlendar plöntur (sjá 4).
6. Erlendir ferðamenn eru í óþvegnum fötum sem geta
borið með sér sýkla.
7. Útlendingar koma á bílum til landsins sem ekki eru
sótthreinsaðir. Sumir þeirra hafa keyrt um landbúnaðar-
héruð í útlöndum.
8. Íslendingar fara til útlanda. Þeir óábyrgu borða þar
mat, klæðast fötum og koma heim í bílum.
9. Útlendingar sem hingað koma hafa oft með sér mat
(sem auðvitað er bannað, en gerist samt).
10. Íslenskir sjómenn og flugfólk hafa smyglað inn er-
lendum mat (sem er auðvitað löngu hætt, en maður hefur
lesið um þetta).
11. Veitingastaðir hér á landi hafa boðið upp
á smyglvarning, en ekki auglýst það mikið.
12. Kaupmenn buðu stundum í gamla daga
upp á smyglað kjöt af ýmsu tagi.
13. Íslenskir ferðamenn hafa árum saman
smyglað kjöti til landsins.
14. Áhættufíklar dvelja langdvölum erlendis
við nám og störf, t.d. á Spáni.
Enginn efast um að öllu þessu fylgir stór-
kostleg hætta. Því er nauðsynlegt að almenn-
ingur verði sérstaklega minntur á að taka með
sér mat til útlanda. Jafnframt er eðlilegt að
Lánasjóður íslenskra námsmanna hætti að
lána til náms í löndum þar sem ekki er hægt að
kaupa íslenskan mat.
Margir muna enn hættuna sem Osta- og
smjörsalan setti almenning í þegar írskt smjör
var narrað ofan í Íslendinga fyrir nokkrum ár-
um. Nú á að tæla almenning til þess að snæða hrátt útlent
kjöt. Sérfræðingur hefur bent á að hættan felist ekki síst í
því að fólk sem leggur sér til munns hrátt kjöt noti kamra
eða engin salerni yfirhöfuð. Þetta eru sterk rök.
Aldrei má gleyma viðvörun fv. forsætisráðherra um
bogfrymil í útlendum mat, veiru sem „getur leitt til breyt-
inga á hegðunarmynstri, þannig að menn hafa jafnvel velt
upp þeirri spurningu og rannsakað hvort þetta kunni að
vera að breyta hegðun heilu þjóðanna“.
Upptakan af ummælunum var líklega þaulskipulögð og
gerð án vitundar ráðherrans og því skylt að eyða henni. Til
öryggis ættu lesendur að brenna blaðið með þessari grein
þar sem vitnað er til orða ráðherrans fyrrverandi.
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Vitskert veröld
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Vegagerðin þyrfti að ræktarepju á tæplega 4.500hektara landi til að fram-leiða eldsneyti á þær
þrjár ferjur sem hún rekur. Sú
ræktun og nýting myndi draga úr
losun frá ferjunum um 13 þúsund
tonn af gróðurhúsalofttegundum.
Með því að selja aðrar afurðir rækt-
unarinnar, meðal annars til fóður-
gerðar, gæti verkefnið dregið úr
eldsneytiskostnaði við ferjurekstur-
inn um rúmar 400 milljónir kr.
Sandra Brá Ásgrímsdóttir,
sjálfbærniverkfræðingur hjá verk-
fræðistofunni Mannviti, hefur skilað
Vegagerðinni skýrslu um umhverf-
is- og samfélagslegan ávinning af
ræktun íslenskra orkujurta. Í verk-
efni sínu gerði hún tilviksrannsókn
á ræktun repju í Flatey á Mýrum og
lagði mat á ávinning verkefnisins.
Um nokkurt skeið hafa menn
verið að leita að endurnýjanlegum
orkugjöfum sem komið gætu í stað
jarðefnaeldsneytis. Hratt gengur á
forða jarðefnaeldsneytis í heiminum
og endurnýjanlegir orkugjafar
menga að jafnaði minna.
Hér á landi hafa menn litið til
repju og nepju sem bera orkuríkt
og fituríkt fræ sem á einfaldan hátt
má umbreyta með pressum í olíu og
síðan í bíódísil sem oft hefur verið
kallaður fyrsta kynslóð lífefnadísils,
að því er fram kemur í skýrslu
Söndru.
Nokkrir bændur hafa gert til-
raunir til ræktunar á repju og nepju
til framleiðslu á matarolíu og elds-
neyti. Hefur árangur verið misjafn
en þeim sem mesta reynslu hafa af
ræktun hefur gengið vel.
Eldsneyti fyrir skip útgerðar
Selbakki, dótturfélag útgerðar-
félagsins Skinneyjar-Þinganess í
Hornafirði, rekur stórt kúabú í
Flatey. Ræktunartilraunin sem þar
var gerð á síðasta ári og Sandra
Rán notar við rannsókn sína gekk
út á það að rækta repju á landi sem
ekki hefur verið nýtt undanfarin ár.
Hrat og hálmur sem til fellur nýtist
við rekstur kúabúsins og til stendur
að nota repjuolíuna beint á eitt af
fiskiskipum útgerðarinnar.
Umhverfislegur ávinningur
verkefnisins felst aðallega í aukinni
bindingu kolefnis á ræktunartíma
repjunnar ásamt því að í framtíðinni
gæti ræktunin dregið úr þörfinni
fyrir innflutning á fóðurbæti og
áburði. Repjuræktunin og nýting
hennar dregur úr losun gróðurhúsa-
lofttegunda um rúm 23 tonn. Núver-
andi framleiðslumagn er smávægi-
legt miðað við heildarfóðurþörf
búsins og þörf útgerðarinnar fyrir
eldsneyti en Sandra bendir á að
með aukinni ræktun megi gera ráð
fyrir að umhverfislegur ávinningur
verkefnisins haldi áfram að aukast.
Viðhorfskönnun sem gerð var
meðal íbúa sveitarfélagsins Horna-
fjarðar sýnir almennt jákvætt við-
horf í samfélaginu. Verkefnið leiðir
af sér aukna nýsköpun í landbún-
aði og mögulega aukin atvinnu-
tækifæri í framtíðinni. Fjárhags-
legur ávinningur er af
ræktuninni, samkvæmt út-
reikningum í skýrslu Mann-
vits. Þannig eru tekjur
áætlaðar 325 þúsund á
hektara en kostnaður 150
þúsund. Hagnaður er því
175 þúsund krónur.
Ávinningur af ræktun
repju fyrir ferjurnar
„Við höfum skuldbundið okkur
til að draga úr losun gróð-
urhúsalofttegunda um 40%
fram til ársins 2030. Ljóst er
allir þurfa að leggja sitt lóð á
vogarskálarnir ef við ætlum að
ná því,“ segir Sandra Brá Ás-
grímsdóttir og heldur áfram:
„Við erum með lausn í sam-
göngum á landi, fyrir einkabíl-
inn, en lengra er í varanlegar
lausnir fyrir fiskiskipaflotann.
Við getum ekki beðið þangað
til markaðshæfar lausnir
koma, þurfum að finna
eitthvað strax. Repjan
kemur þar sterkt inn. Við
getum hafið ræktun á
henni strax, hafið
notkun á bíódísil
og byrjað að draga
úr losun.“
Repjan er
tiltæk núna
ELDSNEYTI Á FISKISKIP
Sandra Rán
Ásgrímsdóttir
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Repja Falleg gul blóm gera repjuakrana sveitaprýði um mitt sumar. Það
breytist fljótt því blómin breytast í kúlu sem fóstrar olíufræ.