Morgunblaðið - 01.06.2019, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 01.06.2019, Qupperneq 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019 Það er að verða vitundarvakning í heiminum umnokkur mikilsverð málefni. Sænska stúlkanGreta Thunberg hefur, 16 ára gömul, kveiktslíka elda vegna loftslagsvár, að þeir verða ekki slökktir. Hún hefur komið okkur í skilning um, að við verðum öll, mannfólkið, að gjörbreyta lífsháttum okkar. Hinum megin á hnettinum, á Nýja-Sjálandi, er jafn- framt að verða önnur bylting. Þar hefur ríkisstjórn Verkamannaflokksins lagt fram tillögur að fjárlögum, sem þykja byltingarkennd vegna þess að það er öll áherzla lögð á þrjá málaflokka, sem hafa hingað til ekki talizt til hinna veigamestu í fjárlögum þjóða heims. Það eru geðheilbrigðismál, fátækt barna og heimilisofbeldi en samkvæmt þeim tillögum á að leggja stóraukið fjár- magn til þessara málaflokka. Á síðustu þremur áratugum eða svo hefur smátt og smátt orðið vitundarvakning hér á Íslandi í málefnum geðsjúkra, þótt mikið verk sé óunnið. Það nýjasta sem er að gerast á því sviði er stuðningsúrræði fyrir ungt fólk undir 25 ára aldri, sem er að hefja starfsemi sína um þessar mundir og nefnist Bergið Headspace en frumkvæði að því hafa haft Sigurþóra Bergsdóttir vinnusál- fræðingur og dr. Sigrún Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og lektor við heil- brigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Um þessar mundir stendur líka yfir eins konar kynn- ingarherferð á vegum Unicef á Íslandi um helztu ógnir sem steðja að börnum og byggist á nýrri tölfræði um þennan málaflokk, sem Rannsókn og greining og Stíga- mót hafa unnið. Þar kemur fram, að eitt af hverjum fimm börnum á Íslandi hefur orðið fyrir líkamlegu og/ eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára afmælisdag sinn. Þær rannsóknir sýna að í „… 8. – 10. bekk hafa að meðaltali 9,1% barna, þegar orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi. Sú tala hækkar hratt, þegar komið er á framhaldsskólaaldurinn og er þá orðin 16,4%“. Og þá má spyrja: Hvers konar samfélag er þetta eig- inlega? Um afleiðingar þessa framferðis segir í skýrslu Uni- cef: „Einstaklingar, sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku, fremur en á fullorðinsaldri, eru mun líklegri til að hafa leiðst út í neyzlu, óhóflega notkun áfengis, kyn- lífs eða annarra athafna sem skerða lífsgæði þeirra og trufla daglegt líf …“. Þegar upplýsingar af þessu tagi koma fram um þá villimennsku sem hér er á ferð vaknar sú áleitna spurning, að hve miklu leyti áfengisneyzla komi hér við sögu. Sl. mánudag birti kjarninn.is mjög athyglisvert viðtal Auðar Jónsdóttur, rithöfundar, við dr. Kára Stef- ánsson, forstjóra Íslenzkrar erfðagreiningar, um alkó- hólisma. Í aðfaraorðum þess viðtals segir Auður: „Alkóhólismi hefur verið mér hugleikinn megnið af ævi minni. Þegar ég velti fyrir mér, hvort einhver sé hugsanlega alkóhólisti er það ekki áfellisdómur yfir manneskjunni. Þvert á móti. Svo margir sem mér þykir vænt um eru ýmist virkir eða óvirkir alkóhólistar og síðan ég var barn, hef ég horft upp á fólk menga líf sitt, stundum rústa eða jafnvel glata því, út af sjúk- dómnum. Ég veit ekki hversu oft ég hef horft upp á góðar manneskjur gera vonda hluti af því þær eru alkóhólistar, raunar hef ég skrifað allavega þrjár skáld- sögur til að reyna að skilja atferlið.“ Um þetta segir dr. Kári m.a. í samtalinu við Auði: „Lífið verður stjórnlaust, staðreyndin er sú að næst- um allt vont sem kemur fyrir þig gerist undir áhrifum áfengis, svo margt vont gerist undir áhrifum þess …“. Og hann bætir við: „Fólk á aldrinum milli fimmtán ára og fertugs deyr sjaldan af öðrum sjúkdómum en fíknisjúkdómar deyða það svo sannarlega. Alkóhólismi er klassískur fíkni- sjúkdómur. Þegar þú drekkur áfengi tekurðu inn efni sem minnkar hömlur, veldur vænisýki og óstöðugri hugsun jafnt sem óstöðugum fótum, þetta er eiturlyf, sem Ríkið selur þér og getur stórskaðað þig …“. Þessu athyglisverða og upplýsandi samtali lýkur á þennan veg: „… en þá setti Kári í brýrnar og tilkynnti mér að ég væri í hættu. Ég?! Já, þú með þinn heila. Þú ert barn alkóhólista og heilinn þinn er eingöngu búinn til úr upplýsingum sem voru notaðar til þess að búa til heila foreldra þinna og alkóhólismi er heilasjúkdómur. Mundirðu ekki drekka ef þú værir ég?, spurði ég Nei, sagði Kári. Það er hættulegt fyrir þig. Ég myndi heldur ekki drekka ef ég væri ég af því að það væri hættulegt fyrir mig. Sennilega er það rétt muldraði ég og tók Kára á orð- inu.“ Þannig lauk samtali þeirra Auðar Jónsdóttur og Kára Stefánssonar um alkóhólisma. Það eru yfirgnæfandi líkur á því að áfengi komi verulega við sögu, þegar kemur að ofbeldi á heimilum og í því felst að við þann fjanda verður ekki ráðið nema með því að taka á rótum hans, sem eru að verulegu leyti neyzla áfengis og sjálfsagt á síðari árum annarra fíkniefna líka. Í ljósi þessa má velta fyrir sér, hvernig sumum þing- mönnum dettur í hug að leggja ítrekað fram tillögur á Alþingi um að auka frjálsræði í sölu áfengis og það í nafni frelsisins. Þessar nýjustu upplýsingar Unicef um hvað heimilis- ofbeldi er víðtækt á Íslandi ættu að verða til þess að hér verði vitundarvakning um að svipta hulunni af einu af síðustu leyndarmálunum sem þjaka samfélag okkar vegna þess að auðvitað er staðreyndin sú, að enn er þagað í fjölskyldum um ofneyzlu áfengis fjölskyldu- meðlima. Áfengi og börn Ofbeldi gegn börnum er villimennska Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Hið nýja átrúnaðargoð jafn-aðarmanna, franski hagfræð- ingurinn Thomas Piketty, telur fjár- magn hlaðast upp í höndum örfárra manna, svo að leggja verði á alþjóð- lega ofurskatta, 80% hátekjuskatt og 5% stóreignaskatt. Máli sínu til stuðnings þylur hann í bókinni Fjár- magni á 21. öld tölur um þróun eigna- og tekjudreifingar í mörgum vestrænum löndum, þar á meðal Frakklandi, Bretlandi, Banda- ríkjunum og Svíþjóð. Að baki þeim liggja að hans sögn margra ára rann- sóknir. En sýna gögn, að eigna- og tekju- dreifing hafi orðið miklu ójafnari síð- ustu áratugi? Um það má efast. Sumar tölur Pikettys virðast vera mælingaskekkjur frekar en niður- stöður áreiðanlegra mælinga. Til dæmis er eina ástæðan til þess, að eignadreifing mælist nú ójafnari í Frakklandi og víðar en áður, að fast- eignaverð hefur rokið upp. Því veld- ur aðallega tvennt: Ríkið hefur hald- ið vöxtum óeðlilega langt niðri, og einstök bæjarfélög hafa skapað lóða- skort á margvíslegan hátt, meðal annars með ströngu bæjarskipulagi. (Við Íslendingar þekkjum þetta hvort tveggja.) Ef hins vegar er litið á arð af því fjármagni, sem bundið er í fasteignum, þá hefur hann ekki aukist að ráði síðustu áratugi. Þess vegna er hæpið að tala um, að eigna- dreifing hafi orðið til muna ójafnari. Tölur Pikettys um ójafnari tekju- dreifingu í Bandaríkjunum vegna skattalækkana Ronalds Reagans virðast líka helst vera mælinga- skekkjur. Árið 1981 var jaðarskattur á fjármagnstekjur lækkaður úr 70% í 50%. Þá brugðust fjármagnseig- endur við með því að selja skattfrjáls verðbréf á lágum vöxtum, til dæmis skuldabréf bæjarfélaga, og kaupa þess í stað arðbærari verðbréf og aðrar eignir. En þótt tekjudreifingin hefði því ekki breyst, svo að heitið gæti, mældist hún ójafnari. Árið 1986 var jaðarskattur á tekjur síðan lækk- aður úr 50% í 28%. Þetta hvatti há- tekjufólk eins og lækna og lögfræð- inga til að vinna meira og greiða sér frekar laun beint í stað þess að taka tekjurnar út í fríðindum eins og kaupréttar- og lífeyrissamningum. Enn þarf ekki að vera, að tekjudreif- ingin hefði breyst verulega, þótt hún mældist ójafnari. Piketty notaði líka tölur um tekjur fyrir skatt, en tekju- dreifingin var vitanlega miklu jafnari eftir skatt. Margar fróðlegar greinar um gall- ana á talnameðferð Pikettys birtast í bókinni Anti-Piketty, sem Cato Insti- tute í Washington gaf út árið 2017. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Talnameðferð Pikettys HOLTAGARÐAR RISA LAGERSALA 60-80% AFSLÁTTUR HERRA- OG DÖMUFATNAÐUR GALLABUXUR - KJÓLAR - JAKKAFÖT TOPPAR - ÚLPUR - SKÓR - SKYRTUR YFIR 100 VINSÆL VÖRUMERKI OPIÐ: LAU 12-18 SUN 13-18 Árangur okkar og velgengni veltur á því hversu mikla trú við höfum á okkur sjálfum – sjálfstrausti. Vissu- lega spila hæfileikar, gen, líkamsburðir, að- stæður, liðsheild og ýmislegt fleira inn í en trúin á að við getum eitthvað þarf að vera fyrir hendi; sjálfs- traustið. Það er byggt upp með marg- víslegum hætti en árangur í skóla hefur mest áhrif á sjálfstraust barna. Þar er læsi í forgrunni; að geta lesið, skilið, skrifað og tjáð sig. Allir sem vinna með börnum og ungmennum gera sér grein fyrir þessu en við hin lesum um þetta í fjölmiðlum, sjáum niðurstöðu PISA-kannana, hversu margir nemendur þurfa á sérkennslu að halda, glíma við „lesblindu“, brotna sjálfsmynd og svo mætti lengi telja. Í mínum huga er læsi eitt mikil- vægasta lýðheilsumál þjóðarinnar og við eigum öll að láta okkur það varða. Hér á landi er ríkisfjölmiðill, útvarp og sjónvarp. Á Rás 2 eru eflaust spil- uð á milli 200 og 300 lög á hverjum sólarhring, töluvert færri á Rás 1. Ég væri til í að borga hærra útvarps- gjald og sleppa við eitt lag á sólar- hring en fá þess í stað spark í rassinn – ábendingu um að ég gæti gert bet- ur sem foreldri, sem uppalandi, sem ábyrgur einstaklingur. Ríkisfjölmiðill á að sýna ábyrgð í verki þegar eitthvað bjátar á, af því boðleiðin er svo einföld og af því við þurfum flest á áminn- ingu að halda. Ég er sannfærður um að ég hefði haldið bókum oft- ar að mínum börnum, lesið meira með þeim eða fyrir þau – ef ég hefði fengið áminningu í lesnum eða leiknum auglýsingum og skjá- auglýsingum. Við þurf- um viðvarandi og fjöl- breytt þjóðarátak til að snúa þróuninni við og Ríkisútvarpið verður að leggja meira af mörkum. Vissulega hafa verið þættir í boði fyrir börn, Söguboltinn og fleira, en betur má ef duga skal. Þetta bréf er áskorun til Ríkis- útvarpsins um að ýta við okkur öll- um, fórna einu lagi á dag fyrir snjalla áminningu sem við tökum eftir og tökum til okkar. Börnin eiga það skil- ið og við þurfum annað slagið að skoða þá forgangsröðun sem er við lýði í samfélaginu og hjá okkur sjálf- um. Þetta er svo einfalt, kostar ekki krónu, og mun spara okkur milljarða þegar fram líða stundir – af því það er orsök og afleiðing í þessu sam- félagi. En hver veit nema aðrir fjölmiðlar grípi boltann á lofti og sýni frum- kvæði. Ábyrgð ríkisfjölmiðils? Eftir Þorgrím Þráinsson Þorgrímur Þráinsson » Í mínum huga er læsi eitt mikilvægasta lýðheilsumál þjóðarinnar og við eigum öll að láta okkur það varða. Höfundur er rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.