Morgunblaðið - 01.06.2019, Síða 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019
Héðinn Steingrímssonstendur með pálmann íhöndunum þegar loka-umferð Opna Íslands-
mótsins fer fram í dag í Hofi á Ak-
ureyri. Héðinn hefur ½ vinnings
forskot á helstu keppinauta sína sem
eru Hannes Hlífar Stefánsson, Guð-
mundur Kjartansson og Jón Viktor
Gunnarsson.
Staðan fyrir lokaumferðina er
þessi: 1.-2. Ivan Sokolov og Héðinn
Steingrímsson 6 ½ v. ( af 9 ) 3.- 6.
Hannes Hlífar Stefánsson, Guð-
mundur Kjartansson, Jón Viktor
Gunnarsson og Tiger Hillarp Pers-
son 6 v. 7. – 10. Bragi Þorfinnsson,
Mikhael Jóhann Karlsson, Stefán
Bergsson og Justin Sarkar 5 ½ v.
Í lokaumferðinni hefur Héðinn
hvítt gegn Svíanum Tiger Hillarp
Persson, Guðmundur hefur hvítt
gegn Ivan Sokolov, og Hannes Hlíf-
ar hefur hvítt gegn Jóni Viktor
Gunnarsson. Héðinn getur tryggt
sér Íslandsmeistaratitilinn með
sigri. Ef ekki, þá standa líkur til þess
að stigaútreikningur muni ráða því
hver verður Skákmeistari Íslands
2019. Stigaútreikningur hefur aldrei
haft slíkt vægi í meira en 100 ára
sögu Íslandsmótsins.
Opna Íslandsmótið er haldið
nyrðra í tilefni 100 ára afmælis
Skákfélags Akureyrar og hefur
framkvæmdin öll tekist með miklum
ágætum og aðstæður góðar í Hofi.
Mótið er haldið með því óvenjulega
sniði að það er öllum opið, líka er-
lendum skákmönnum. Þeir fremstu
eru gamlir vinir okkar, Ivan Sokolov
og Tiger Hillarp Persson.
Ivan Sokolov hóf mótið með því að
vinna sex fyrstu skákir sínar en
tefldi síðan ótrúlega illa gegn Héðni
í 7. umferð og tapaði. Hann gerði
stutt jafntefli við Hannes Hlífar í
gær. Guðmundur Kjartansson og
Héðinn tefldu langa og magnaða
baráttuskák í gær sem lauk með
jafntefli eftir 79 leiki. Það hallaði á
Héðin um tíma en undir lokin þurfti
Guðmundur að tefla nákvæma vörn
til að halda jöfnu.
Keppendur eru 59 talsins og
margir hafa verið að ná góðum ár-
angri og mikið um óvænt úrslit.
Guðmundur Gíslason hefur t.a.m.
unnið bæði Héðin og Helga Áss.
Akureyringarnir Mikhael Jóhann
Karlsson og Stefán Bergsson hafa
staðið sig vel, einkum sá fyrrnefndi
sem hefur lítið teflt undanfarið.
Benedikt Briem hefur hækkað
mest allra, um 82 elo-stig.
Íslandsmeistarinn, Helgi Áss
Grétarsson, hefur ekki náð sér á
strik að þessu sinni en í 3. umferð
fékk hann stöðu sem sjaldan kemur
upp, en þar var hann með kóng og
tvo riddara gegn kóngi og peði. Það
er ein af duttlungum skákgyðj-
unnar að sé peðinu ekki til að
dreifa, þá er staðan fræðilegt jafn-
tefli, en með því að skorða peðið og
setja kónginn í pattstöðu má hleypa
peðinu af stað. Ef ég man rétt er
hægt að vinna ef t.d. svart peð á a4,
b6, c5, d4, e4, f5, g6 eða h4 er skorð-
að með riddara. Vegna 50 leikja
reglunnar, sem ógnar alltaf þeim
sem reynir að vinna, virtist Helgi
ekki ætla að klára dæmið t.d. þegar
hann upp úr þurru skákaði með
riddaranum sem skorðaði e5-peðið.
Jóhann hefði getað þvælst betur
fyrir en átti aðeins 19 leiki eftir til
að geta krafist jafnteflis. Þá kom
þessi staða upp:
Opna Íslandsmótið 2019; 3. um-
ferð:
Helgi Áss Grétarsson – Jóhann
Ragnarsson
84. Ke8! Kg6
Ekki 84. ... Kg8 85. Rf5 Kh7 86.
Kf7 o.s.frv.
85. Kf8 Kh5 86. Kg7
Rekið í réttirnar!
86. ... Kh4 87. Kg6 Kh3 88. Kg5
Kh2 89. Kg4 Kh1 90. Kh3 Kg1
91.Kg3 Kh1 92. Rf2+ Kg1 93.
Rh3+ Kh1 94. Rg4
– og svartur gafst upp.
Héðinn efstur á
Íslandsmótinu –
æsispennandi
lokaumferð í dag
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Sigurður Arnarson
Hörkubarátta Guðmundur Kjartansson og Héðinn Steingrímsson gerðu
jafntefli í gær eftir 79 leiki .
Nú, þegar sólin er
komin hátt á loft og
næturnar orðnar bjart-
ar, fara flestir að huga
að sumarfríi og ferða-
lögum. Á ferðalögum
leitast margir við að
kanna nýjar og oft
framandi slóðir. Það er
mikilvægt að fólk hugi
vel að verðmætum sín-
um á slíkum ferðalög-
um. Sumir ferðast eingöngu með far-
símana en aðrir taka með sér fartölvur
og spjaldtölvur.
Á ferðalögum skiptir máli að hafa
alla öryggisvalmöguleika tækjanna
virkjaða. Þeir sem eiga Apple-tæki
ættu að virkja „Find my“-þjónustu
Apple sem virkar á bæði macOS- og
iOS-tækjum. Þá geta eigendur tækj-
anna farið inn á iCloud-síðu Apple og
séð staðsetningu tækja sinna. Það sem
er þó mikilvægara er að ekki er hægt
að setja upp nýjan notanda á tækin.
Það gerir tækin verðlaus fyrir þjófa
sem ætla að reyna að nota þau eða
selja. Þannig má vonandi minnka lík-
urnar á þjófnaði.
Sömu þjónustu má líka finna hjá Go-
ogle, en Android-stýrikerfið er eign
Google og ætti því að virka á öllum
Android-tækjum. Í báðum þjónustum
er hægt að fá tækin til að gefa frá sér
hljóð, ef leita þarf að þeim og þau finn-
ast ekki. Þetta hefur gefist vel, t.d. ef
tæki er falið í sófa eða hirslu. Einnig er
hægt að læsa tækjunum og birta á
skjánum skilaboð frá eigandanum um
hvert eigi að skila tækinu. Ef í hart fer
er í boði að eyða öllu út af tækjunum
og þannig koma í veg fyrir að þjóf-
urinn komist í gögnin inni á tækinu.
Í vetur birtist grein eftir Svönu Hel-
en Björnsdóttur, vinnufélaga minn,
um hættur sem tengjast „fríu“ int-
erneti. Þetta á við enn í dag og með nú-
verandi lögum um reikifarsíma hvet
ég eindregið til þess að lesendur noti
frekar nettengingu símans til þess að
tengjast netinu heldur en að tengjast
þráðlausu og óöruggu neti sem kaffi-
hús og veitingastaðir bjóða upp á. Óör-
uggar tengingar eru það sem nafnið
segir og því fara öll
gögn um þau ódulkóðuð
og getur óprúttinn aðili
auðveldlega komið sér á
milli notanda og net-
tengingar og hlustað á
öll samskipti sem eru
þar send á milli ódul-
kóðuð.
Svo er umgengni um
samfélagsmiðla einnig
mikilvæg. Margir deila
myndum frá sólar-
strönd með svellkaldan
og svalandi drykk um
hönd. Miðað við sumarið á síðasta ári
þá var það mjög skiljanlegt. En fólk
verður að hafa varann á og velja þann
hóp sem það deilir myndunum sínum
með. Óprúttnir aðilar geta auðveld-
lega séð að enginn er heima og því
greið leið til þess að hreinsa út af
heimilinu verðmæta hluti í ró og
næði. Á Facebook má velja hver sér
póstana sem settir eru þar inn og
einnig má læsa síðum eins og In-
stagram og takmarka þannig aðgang
að aðeins útvaldir vinir sjái myndir og
skilaboð. Auðvitað má svo alltaf
henda inn myndunum þegar komið er
heim og vekja smá öfund hjá vinum
og vandamönnum.
Að lokum hvet ég lesendur til að
fara varlega í sumarfríinu, skilja ekki
við verðmæt tækin á almannafæri og
tengjast ekki óöruggum þráðlausum
netum. Nota frekar símann sem net-
beini en einnig að njóta frísins án
þess að vera með nefið stöðugt í tækj-
unum. Þessi pistill er sá síðasti í röð
pistla sem ég hef skrifað hér í vetur.
Ég óska lesendum gleðilegs sumars.
Förum varlega
í sumarfríinu
Eftir Aron Friðrik
Georgsson
» Óprúttnir aðilar geta
auðveldlega séð að
enginn er heima og því
greið leið til þess að
hreinsa út af heimilinu
verðmæta hluti í ró og
næði.
Aron Friðrik Georgsson
Höfundur er viðskiptafræðingur og
ráðgjafi í upplýsingaöryggismálum
hjá Stika ehf.
aron@stiki.eu
Upplýsingaöryggi
Kristleifur Jónsson fæddist 2.
júní 1919 á Varmalæk í Andakíl
í Borgarfirði og ólst þar upp.
Foreldrar hans voru hjónin Jón
Jakobsson og Kristín Jónatans-
dóttir.
Kristleifur lauk prófi í Sam-
vinnuskólanum 1940, en auk
þess lauk hann prófi frá Bar-
Lock Institutet í Stokkhólmi
1947, og lagði stund á ensku-
nám, nám í verslunarfræðum og
bókhaldi í London sumarið
1947.
Kristleifur var gjaldkeri hjá
Kaupfélagi Borgfirðinga 1940-
45 en hóf störf hjá SÍS um ára-
mótin 1947-48 þegar hann kom
heim úr námi. Hann var for-
stöðumaður kaupfélagseftirlits
SÍS 1948-52, gerðist aðalféhirðir
SÍS 1953-67 og jafnframt kenn-
ari í bókhaldi við framhaldsdeild
Samvinnuskólans um nokkurra
ára skeið. Hann var bankastjóri
Samvinnubankans frá 1968 til
1984. Hafði hann þá starfað
óslitið fyrir samvinnuhreyf-
inguna í 44 ár.
Eiginkona Kristleifs er Auð-
ur Jónsdóttir, f. 1926. Þau
bjuggu á Flötunum í Garðabæ
og eitt helsta tómstundastarf
Kristleifs var ræktun blóma og
vinna í garðinum Auður er núna
bús. í Borgarnesi, en þau eign-
uðust þrjú börn.
Kristleifur lést 2.2. 1986.
Merkir Íslendingar
Kristleifur
Jónsson
Dýrabær Smáralind, Kringlunni, Reykjanesbæ og Akranesi | Byko Selfossi
Fiskó Garðabæ | Heimkaup | Hundaheppni | Sími 511 2022 | dyrabaer.is
NÁTTÚRULEG INNIHALDSEFNI
bragðgott – hollt – næringarríkt
– fyrir dýrin þín
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is