Morgunblaðið - 01.06.2019, Qupperneq 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019
Vantar þig
ráðleggingar
við sölu eignar
þinnar?
s 893 6001
Kópavogi | Selfossi | s 893 6001 | beggi@fasteignasalan.is
Guðbergur
Guðbergsson
Löggiltur fasteignasali
og leigumiðlari
GIMLI fasteignasala / Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is
www.gimli.is
Við vitum hvað þín
eign kostar
Öll þurfum við fatnað og textíl-
afurðir eru í öllu okkar umhverfi og
hinu daglega lífi og snerta því okkur
öll. Neysla á fatnaði og öðrum text-
ílafurðum hefur aukist jafnt og þétt
og ljóst að auðlindir jarðar munu
ekki nægja okkur öllum ef við ætl-
um að fylgja hringiðu neyslunnar.
Textílframleiðsla er flókin og marg-
slungin enda spannar tísku- og text-
íliðnaðurinn einn af stærstu at-
vinnumörkuðum heims og fer sá
iðnaður að mestu leyti fram í lág-
launalöndum. Oft á tíðum er um að
ræða heilsuspillandi kringumstæður
vegna þess að litlar kröfur eru gerð-
ar til umhverfismála. Þannig ber sá
iðnaður mikla ábyrgð á þeirri loft-
lags- og umhverfismengun sem við
glímum við í dag.
Grunnskólanemendur eru stór
neytendahópur á fatnað og þess
vegna þurfa þeir í auknum mæli að
geta metið og tekið sjálfstæða af-
stöðu og ákvörðun þegar kemur að
vöruvali. Við val á fatnaði þarf að
huga að mörgum þáttum eins og
gæðum og meðferð fatnaðarins, en
það á líka við um viðhald og endingu
hans. Allir neytendur, þar með tald-
ir grunnskólanemendur, þurfa í
auknum mæli að rækta með sér
ábyrga neyslu í tengingu við sjálf-
bæra þróun, vistfræðilegt fótspor og
framtíð okkar í loftslags- og um-
hverfismálum.
Mikilvægt er því að bæta neyt-
endafræðslu í skólum og þjálfa hjá
ungum neytendum gagnrýnið við-
horf sem styrkir þá til að skoða eig-
in neyslu og samfélagsins í heild.
Við óformlega könnun meðal nokk-
urra nemenda í 10. bekk á fataeign
sinni kom í ljós að meðaltalið á
hvern nemanda er 10 buxur, 13
peysur, 12 stuttermabolir, 7 pör af
skóm og 7 jakkar/úlpur og sumir
áttu 40 peysur á meðan aðrir áttu
fimm.
Hlutverk textílkennara í grunn-
skólum hefur aukist í þá veru að
bæta þekkingu og meðvitund nem-
enda og virkja þá til sjálfbærrar
hugsunar og gjörða. Aukin þörf er
á því að við öll kunnum til verka og
sameinum hug og hönd í verki. Það
er ekki nóg að ræða málin og gagn-
rýna eða hafa álit og tilfinningu
fyrir, mun áhrifaríkara er að fram-
kvæma hlutina. Nauðsynlegt er að
setja fatnað í nýtt samhengi,
breyta eða bæta á einhvern hátt og
þannig lengja líftíma fatnaðarins
og um leið minnka „sporin“. Sam-
kvæmt Aðalnámskrá grunnskóla er
í textílmennt frá 1. bekk og upp í
10. bekk, unnið með sjálfbærni út
frá ýmsum þáttum og mikilvægt að
byrja strax á yngsta skólastiginu
til að þroska nemendur í þá veru.
Textílkennarar grunnskólanna eru
sérfræðingarnir sem halda utan um
slíka þekkingu enda er í menntun
þeirra við menntavísindasvið Há-
skóla Íslands lögð áhersla á sjálf-
bærni og endurnýtingu sem studd
er meðal annars með fjölbreyttum
textílaðferðum, textíl- og neyt-
endafræði, fata- og textílsögu og
hugmynda- og hönnunarvinnu
þannig að neysla, nýting og ný-
sköpun haldist í hendur.
Neytendalæsi
og sjálfbærni
í verki – textíll
í grunnskólum
Eftir Kristínu Garðarsdóttur,
Sigríði Hjartardóttur og Ásdísi
Jóelsdóttur
»Meðaltalið á hvern
nemanda er 10 bux-
ur, 13 peysur, 12 stutt-
ermabolir, 7 pör af skóm
og 7 jakkar/úlpur og
sumir áttu 40 peysur á
meðan aðrir áttu fimm.
Kristín Garðarsdóttir
Kristín er textílkennari við Víði-
staðaskóla, Sigríður er textílkennari
við Vatnsendaskóla og Ásdís er lektor
í textíl við Menntavísindasvið Há-
skóla Íslands.
aoj@hi.is
Sigríður Hjartardóttir Ásdís Jóelsdóttir
Fyrir síðustu helgina
í maí sátum við Logi
Bergmann, lands-
kunnur sjónvarpsþulur
og skemmtikraftur,
báðir við skriftir í
Morgunblaðið. Hann
mun vera orðinn starfs-
maður blaðsins og
skrifar pistla. Mín
grein birtist mánudag-
inn 27. maí og innihélt
ábendingu um lausn ágreiningsins
um orkupakkann. Hún fól í sér með-
alveg sem gerir okkur kleift að vera
áfram í EES, en um leið tryggja al-
mennum kaupendum raforku á því
hagstæða verði sem við höfum sjálf
búið okkur í haginn með. Orð eru til
alls fyrst, hugmynd getur batnað við
umræðu eða vakið nýja betri. Hans
pistill birtist degi fyrr og var um mig.
Fyrirsögninni var beint að mér per-
sónulega og var klúrt fúkyrði. Lág-
menningin varð augljós, en Morg-
unblaðið hefur reynt að forðast hana.
Hann var að mínum dómi að misnota
aðstöðu sína sem starfsmaður til að
reyna að þagga niður í mér. Logi
Bergmann er ekki tekinn mjög alvar-
lega og læt ég þetta því nægja um
pistil hans, sem innifelur samt nokkr-
ar marklausar aðdróttanir.
Útlitsdýrkunin
Logi vildi hjálpa vinkonum konu
sinnar, þeim stjórnmálamönnum sem
mest hafa um orkupakkann vélað. Ég
hef gagnrýnt það að sú venja virðist
komin á í Sjálfstæðisflokknum, að til-
teknir hópar séu friðaðir með því að
fela fulltrúum þeirra forystu-
hlutverk, í stað þeirrar
reglu að sterkasta
stjórnmálamanninum
sé falin formennskan og
þeim sem þykir standa
honum næst að burðum
varaformennskan, óháð
kyni. Nú þykir sjálfsagt
að með því að karl
gegni formennskunni
sé kona valin í sæti
varaformanns. Vafa-
samt er að það sé jafn-
réttishugsjónum til
stuðnings að fara svona
að og undarlegt að konur skuli vilja
það. Búið var til þriðja embættið, rit-
ari, og það er ætlað ungliðunum. Þá
þykir það góð pólitík í dag að for-
ystufólk hafi svonefnt „sjónvarps-
útlit“. Einhverjir munu álykta að ég
sé öfundsjúkur, hafandi sjálfur útlit
sem hæfir fremur útsendingu í út-
varpi, en íhugum málið nánar. Áður
en sjónvarpið kom til sögunnar
þurftu stjórnmálamenn að vera vel
undirbúnir, þeir fluttu framsögu- og
útvarpserindi og skrifuðu greinar í
blöð. Nú skorar sá flest stig sem
kemur vel út á skjánum og talar mest
allra óundirbúinn í sjónvarpi. Það er
einhver óhollusta fólgin í útlitsdýrk-
uninni, hún kyndir undir hégóma-
skap og beinir athyglinni frá því sem
skiptir meira máli. Að forystufólk
stjórnmálaflokks skuli verða henni
að bráð er umhugsunarefni, ekki síst
fyrir það sjálft. Afleiðingin er sú að
formaðurinn hefur ekki stuðning og
aðhald öflugs varaformanns. Já-
menn eru lítil stoð þegar á móti blæs.
Varaformaðurinn veit að allir vita að
hann hefur ekki endilega burði til að
verða formaður. Gamla fyr-
irkomulagið var betra segi ég, þó ég
sé grunaður um að sjá fortíðina í hill-
ingum.
Tengslin við fólkið
Enginn getur náð árangri í pólitík
nema vera í miklum tengslum við
baklandið. Í mikilvægustu málum
þarf hann að skynja hug og hjörtu
flokksmanna og kjósenda. Embætt-
ismennirnir í ráðuneytunum hafa
ekki þetta hlutverk, en ef þeir skynja
tómarúm hjá ráðherra sínum fylla
þeir óðar í það og styrkja valdastöðu
sína um leið. Ekki fer milli mála að í
orkupakkamálinu hafa stjórn-
málamenn okkar orðið viðskila við
kjósendur. Þeir hafa sennilega gerst
meðhjálparar embættismanna, sem
komnir voru í mikil vandræði með
samskipti sín við önnur EES-ríki.
Ráðherrann sem fer með orkumál
hafði málið lengi á sínu borði án þess
að skynja vilja fólks og finna ásætt-
anlega málamiðlun. Formaður utan-
ríkismálanefndar Alþingis, sem fékk
málið til meðferðar, náði að koma því
í einn allsherjar rembihnút, en slíka
hnúta hnýta einkum þeir sem ekki
kunna til verka og ekki leiða hugann
að því að leysa þurfi hnútinn.
Reynsluleysi ungu stjórnmálamann-
anna er þeim fjötur um fót, þó sjálfs-
traustið vanti ekki.
Fylgi flokksins og forysta
Í síðustu sveitarstjórnarkosn-
ingum fékk Sjálfstæðisflokkurinn
nær þriðjung atkvæða á landsvísu,
sem er við neðri mörk þess fylgis
sem hann hafði áratugum saman.
Þetta sýnir að flokksmenn hafa enn
sterkar taugar til síns gamla flokks.
Fylgi flokksins í alþingiskosningum
hefur verið mun minna, eða um fjórð-
ungur og virðist enn á niðurleið, ef
marka má skoðanakannanir. Flokk-
urinn fagnar nú 90 ára afmæli. Ég
vona að horfið verði frá því að úthluta
æðstu embættum flokksins til að
friða tiltekna hópa, það hefur ekki
reynst vel. Ég hef áður lagt flokkn-
um mínum og þjóð minni lið í erfiðum
málum. Þingmenn og ráðherrar
flokksins hafa ekki enn séð ástæðu til
að þakka það og sjálfsagt mætir
ábending mín mánudaginn 27. maí
líka tómlæti. „List hins hégómlega“,
pólitíkin, snýst orðið mest um ásýnd
og yfirborðsmennsku. Ég þakka
Loga fyrir að gefa mér tilefni til þess-
ara skrifa.
Um dvínandi fylgi Sjálfstæð-
isflokksins og orkupakkann
Eftir Ragnar
Önundarson » Fyrirsögninni var
beint að mér per-
sónulega og var klúrt
fúkyrði. Lágmenningin
varð augljós, en Morg-
unblaðið hefur reynt að
forðast hana
Ragnar Önundarson
Höfundur er viðskiptafræðingur, fv.
bankastjóri og flokksbundinn sjálf-
stæðismaður í nær hálfa öld.