Morgunblaðið - 01.06.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.06.2019, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019 ✝ Emma Sigur-jóna Rafnsdótt- ir fæddist á Aðal- götu 3 á Ólafsfirði 24. mars 1948. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Vestfjarða á Ísafirði 24. maí 2019. Foreldrar henn- ar voru Rafn Magnús Magnússon f. 16.9. 1925, d. 6.2. 2001, og Fanney Jónsdóttir, f. 30.11. 1925, d. 10.10. 2013. Systkini Emmu eru Halldór Magnús, f. 17.8. 1949, Elinóra, f. 23.11. 1950, og Björg, f. 8.12. 1955. Emma giftist 29. júní 1968 Páli Helga Sturlaugssyni frá Ísafirði, f. 2.10. 1945. Hann er sonur Önnu Magneu Gísla- dóttur, f. 9.6. 1924, d. 19.2. 2008, og Sturlaugs Jóhanns- sonar f. 27.8. 1924, d. 24.7. 2003. Páll ólst upp hjá móðurömmu sinni og -afa, Lovísu Þórunni Kristmundsdóttur og Guðbjarti Gísla Hólmbergssyni. Emma og Páll byggðu sér ár- ið 1975 hús á Urðarvegi 35 á Ísafirði og hafa búið þar síðan. Börn Emmu og Páls eru: 1) Dóttir Ingvars er Heiðrún Hulda. 5) Arnar, f. 13.1. 1976, búsettur í Eyjafirði, sambýlis- kona Halla Björk Þorláksdóttir, f. 30.12. 1977. Dætur þeirra eru Anna Lovísa, f. 6.6. 2008, Hjör- dís Emma, f. 9.10. 2012, og Helga María, f. 15.11. 2017. 6) Birna, f. 28.5. 1986, búsett í Hafnarfirði, eiginmaður Rögn- valdur Magnússon, f. 11.8. 1984. Börn þeirra eru Elínbet Líf, f. 19.9. 2007, og Arnar Páll, f. 15.4. 2013. Emma ólst upp á Akureyri og lauk landsprófi frá Gagnfræða- skóla Akureyrar. Emma var öll sumur frá átta ára aldri í sveit. Hún dvaldi oft hjá afa sínum og ömmu í Ólafsfirði, Emmu Jóns- dóttur og Jóni Steindóri Frí- mannssyni. Sautján ára hélt hún til Ísa- fjarðar til náms í Húsmæðra- skólanum Ósk, kynntist á fyrstu mánuðunum eiginmanni sínum Páli og stofnaði með honum fjölskyldu. Emma var heima- vinnandi fyrstu árin. Hún starf- aði lengst af við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Ísafirði, síðar Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, sem sjúkraliði frá árinu 1993. Emma var á tímabili í bæjar- málapólitík, sat í fyrstu stjórn Zontaklúbbsins Fjörgynjar, starfaði með Kvenfélaginu Hvöt og Kvenfélagi Ísafjarðarkirkju. Útför Emmu fer fram frá Ísa- fjarðarkirkju í dag, 1. júní 2019, og hefst athöfnin klukkan 14. Stúlka, f. 16.7. 1968, d. 18.7. 1968. 2) Rafn, f. 23.3. 1970, búsettur á Ísafirði. Synir Rafns af fyrra hjónabandi með Marij Colruyt eru Gísli, f. 28.4. 1997, Julo Thor, f. 8.10. 1998, og Arnar, f. 8.4. 2004. Dætur Rafns eru Anna Magnea, f. 9.8. 2010, og Sigríð- ur Dalrós f. 17.12. 2013, barns- móðir Ingibjörg Heba Halldórs- dóttir. Dætur Hebu eru Eygló Inga, Theodóra Björg og Jóna María. 3) Þórunn, f. 10.7. 1971, búsett á Ísafirði, eiginmaður Hermann Jón Halldórsson, f. 3.7. 1970. Börn þeirra eru Hall- dór Páll, f. 23.12. 1995, sam- býliskona Þorsteina Þöll Jó- hannsdóttir, Emma Jóna, f. 15.10. 1997, og Helgi Rafn, f. 8.3. 2006. 4) Fanney, f. 7.3. 1974, búsett á Ísafirði, eigin- maður Ingvar Jakobsson, f. 30.8.1978. Synir þeirra eru Páll Helgi, f. 10.5. 2008, og Jakob Ingi, f. 12.2. 2010. Dóttir Fann- eyjar er Katrín Emma, f. 10.1. 1996, barnsfaðir Rolf Stöcklin. Elsku hjartans mamma. Blíða, glaðlega, duglega, gjafmilda og góða mamma með sína björtu og fallegu útgeislun. Besta fyrir- mynd sem hægt er að finna. Óendanlega dýrmæt. Þú sem umvafðir alla ást og hlýju, styrktir, hvattir og sinntir á þinn einstaka hátt. Mikið sem við söknum þín og syrgjum. Hafðu hjartans þökk fyrir allt og allt. Mamma, elsku mamma, man ég augun þín, í þeim las ég alla elskuna til mín. Mamma, elsku mamma, man ég brosið þitt; gengu hlýir geislar gegnum hjarta mitt. Mamma, elsku mamma, man ég lengst og best hjartað blíða, heita – hjarta, er sakna’ ég mest. (Sumarliði Halldórsson) Þórunn og Hermann. Mamma var besta vinkona mín. Við gátum spjallað í marga klukkutíma í símann um hitt og þetta. Hún var fyrsta manneskj- an sem ég hringdi í þegar mér gekk vel og líka þegar mér gekk ekki vel. Hún var svo innilega stolt af mér alltaf. Ég get ekki ímyndað mér lífið án hennar. Hún var sterkasta manneskja sem ég þekki. Hún kenndi mér að hugsa vel um fólkið mitt og standa við það sem ég segi. Tengdapabbi minn grínast stundum með það að það sé eins og að koma í fermingarveislu til mín þegar ég held afmælisboð en það er bara það sem maður gerir, býður öllum sem manni þykir vænt um til sín í veislu. Heldur utan um fólkið sitt, hefur það hjá sér. Ég hélt að við gætum átt miklu fleiri stundir í sólbaði á pallinum og að reyta arfa í garð- inum. Ég hélt við gætum farið til útlanda saman. Ég hélt við gæt- um hlegið saman og grátið sam- an, hughreyst hvor aðra. Því ég var líka þannig fyrir mömmu. Við vorum mæðgur en líka vinkonur. Ég hélt að við gætum þegar hún yrði orðin hressari labbað saman á golfvellinum. Ég kunni ekki við að fara ein á golfvöllinn, ekkert mál hún kom með. Hún var mér allt. Ef ég þurfti á því að halda hringdi ég í mömmu og hún var mætt. Þegar ég flutti í Arnar- hraunið þá kom nágranninn og bankaði því hann heyrði þessi svaka læti og þá var það mamma á sjötugsaldri að brjóta upp flísar í forstofunni. Mamma hló bara og sagði að ég hefði átt að sjá svip- inn á manninum. Ég hló auðvitað því þetta kom mér ekkert á óvart, svona var bara mamma. Ofur- kona. Þegar ég var ung og ólétt að Elínbetu var ég að hafa áhyggjur af því að ég ætti hvorki íbúð né háskólapróf. Þá sagði hún við mig „elskan mín, það er nú ekki það versta í heimi. Barn er guðsgjöf“. Hún hafði svo sannar- lega rétt fyrir sér. Hún kom mér algjörlega í gegnum fæðingu El- ínbetar, vék ekki frá mér. Hún var mér svo margt, ég get eigin- lega ekki komið því í orð hvað það er sárt að missa þig, elsku mamma. Það er svo margt sem mig langar að segja þér en helst langar mig bara að vera með þér. Mig langar bara í þessa hvers- dagslegu hluti, að sitja í eldhús- inu og spjalla. Ég er ekki búin að fara úr peysunni þinni rauðu. Pabbi sagði að ég mætti eiga hana. Mér finnst eins og þú sért að halda þétt utan um mig. Ég ætla að leyfa mér að gráta og sakna þín en ég ætla líka að halda áfram þegar ég er tilbúin. Ég ætla að vera dugleg að nýta stundirnar með pabba og svo ætla ég líka að standa mig vel. Pabbi er nefnilega líka alltaf til staðar fyrir mig og við ætlum að fara í gegnum þetta saman. Þeg- ar þú sagðir okkur að þú vildir bara „fá að fara heim“ og ég missti andlitið og grét í fanginu á þér þá sagðir þú við mig „ég veit elskan mín að þú fékkst að hafa mig of stutt“. Já, mamma, við fengum öll að hafa þig of stutt. Við áttum bara fullt eftir að gera saman! En ég veit þú hefðir ekki viljað vera veik lengi, það var bara ekki þinn stíll og ég skil það. Ég ætla að virða það. Ég ætla að lifa lífinu áfram þannig að þú get- ir verið stolt af mér, gera alltaf mitt besta. Ég elska þig, elsku mamma. „Þó að rigni, þó að blási, ég skemmti mér.“ Birna Pálsdóttir. Amma var góð. Það var gott að vera hjá ömmu út af því að hún fór alltaf í bústaðinn og Ragga- garð. Líka í fjöruna. Það var gaman í bústaðnum í heita pott- inum. Hún var góð að baka og knúsa. Ég elska þig amma. Arnar Páll. Amma var alltaf góð og skemmtileg. Það var gaman að vera hjá henni á Ísafirði. Hún hjálpaði mér alltaf með drullubú- ið í gróðurhúsinu og bakaði alltaf fyrir okkur þegar við komum inn úr drullubúinu. Hún elskaði blóm og álfa í garðinum. Hún var oft að passa okkur í Reykjavík. Hún var oft að kaupa föt fyrir mig. Hún hjálpaði mér alltaf að lesa heima. Það var gott að knúsa hana. Hún var líka falleg. Ég vildi að hún væri hérna ennþá. Ég elska þig amma. Elínbet Líf. Elsku besta amma Emma, það eru margar minningar sem þú skilur eftir hér með okkur. Það sem okkur fannst helst einkenna þig er hversu góðhjörtuð þú varst. Þú settir alltaf þarfir ann- arra á undan þínum, þegar öðr- um leið vel þá leið þér best. Þú lifðir eftir þeirri fallegu lífsspeki að enginn er yfir annan hafinn, þú komst fallega fram við alla. Minn- ingarnar færa okkur gleði, en við misstum þig of snemma og til- hugsunin um hvað hefði getað orðið er okkur erfið. Við áttum margar góðar stund- ir með henni ömmu okkar, en í hennar nærveru fundum við ör- yggi og ást. Sama hvað á bjátaði þá gátum við alltaf leitað til elsku ömmu. Ástin sem við fengum frá ömmu hefur verið okkur ómetan- leg og lætur sú ást okkur vilja vera betri manneskjur. Við skulum lifa lífinu eins vel og fallega og við getum, því það er einmitt það sem þú gerðir. Elskum þig, Halldór Páll, Emma Jóna og Helgi Rafn. Fyrir rúmlega fimm áratugum, um það leyti sem kjarrið í Tungu- dal skartaði sínum rauðgullnu haustlitum, kom ung Akureyrar- mær til Ísafjarðar til að hafa þar vetrarsetu í Húsmæðraskólanum Ósk. Engan hefði grunað þá hve spor þessarar brosmildu og hjartahlýju ungu stúlku áttu eftir að liggja víða um bæjarsamfélag- ið í atvinnuþátttöku og fé- lagsstörfum, alltaf við góðan orðstír. Palli bróðir og hún felldu hugi saman þennan vetur og hafa síðan fetað lífsveginn saman í faðmi fjalla blárra. Hún vann auð- veldlega hug og hjarta átta ára stelpuskottsins með glaðværð sinni, umhyggju og kærleik sem einkenndi hana alla tíð. Emma og Palli bjuggu sér og börnunum sínum fallegt heimili þar sem öll- um var vel tekið með bros á vör og opnum faðmi. Börnin þeirra bera þeim fagurt vitni og eru okk- ur dýrmætur fjársjóður. Emma var alltaf tilbúin að gefa af sér öll- um til velfarnaðar. Hún ræktaði fólkið sitt vel og var okkur góð fyrirmynd í því hvernig við ætt- um að efla og viðhalda tengslun- um í ört stækkandi fjölskyldu. Þau hjónin voru höfðingjar heim að sækja og Emma geislaði alltaf af gleði þegar stórfjölskyldan var samankomin hjá þeim og borðin svignuðu undan kræsingunum. Ekki skemmdi það fyrir ef þau hjónin fengu tækifæri til að dansa saman, þá var nú gaman. Und- anfarna daga hafa fjölmörg minn- ingabrot flætt upp í huga minn. Minningar um samveru með Emmu, Palla og krakkapúkunum á Urðarveginum þar sem alltaf var líf og fjör. Fyrir alla þessa samveru vil ég þakka. Uppá- haldsstundirnar mínar með Emmu voru morgunstundirnar á Urðarveginum. Lokaðar eldhús- dyr og suðið í hrærivélinni og ilm- ur af nýbökuðu góðgæti. „Ert þú vöknuð, elskan, vonandi vakti ég þig ekki.“ Hvergi betra að sitja árla morguns í náttfötum og spjalla við hana á meðan hún töfr- aði fram kræsingar fyrir daginn. Rætt um lífið og tilveruna, hlust- að og gefin ráð og stuðningur og svo glaðlegur hlátur. Það var svo gott að hlæja með henni. Emmu er best lýst með orðum Sigur- björns Þorkelssonar: Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, sem glitraði á og gerði líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Hún hafði ásjónu engils sem frá stafaði ilmur umhyggju og vináttu, ástar og kærleika. Hún var farvegur kærleika Guðs, kærleika sem ekki krafðist endurgjalds. Hún var vitnisburður um bestu gjafir Guðs, trúna, vonina, kærleikann og lífið. Lífsbókinni hennar hefur nú verið lokað, alltof snöggt og fljótt. Við horfum á eftir henni harmi slegin, þess fullviss að hún heldur Emma Sigurjóna Rafnsdóttir Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÓLFUR JÓNSSON, fyrrverandi aðalbókari Rafmagnsveitna ríkisins, Drápuhlíð 35, Reykjavík, lést að morgni sunnudagsins 26. maí. Jarðsungið verður frá Háteigskirkju miðvikudaginn 5. júní klukkan 15. Hulda Guðrún Þórólfsdóttir Haukur Þórólfsson Anna Laxdal Þórólfsdóttir Elfar Bjarnason Friðný Heiða Þórólfsdóttir Sonja, Guðný, Þórólfur, Ingvar, Rúnar, Þorsteinn Jökull Heiða og Emma Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA KATRÍN EYFJÖRÐ ÞÓRSDÓTTIR, Fosslandi 3, Akureyri, lést heima í faðmi fjölskyldunnar þriðjudaginn 28. maí. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 7. júní klukkan 13:30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Akureyrar. Halldór Baldursson Sandra Halldórsdóttir Jóhann K. Hjaltason Karen Halldórsdóttir Guðmundur Ómarsson Lára Halldórsdóttir Valdimar S. Þórisson Brynjar Ingi, Halldór Georg, Hjalti, Halldór, Arnrún Eva, Katrín Tanja Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA JÓHANNSDÓTTIR frá Laufási, Djúpavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Dyngju miðvikudaginn 22. maí. Útförin fer fram frá Djúpavogskirkju laugardaginn 8. júní klukkan 13. Svandís Guðný Bogadóttir Reynir Arnarson Ragnar Jóhann Bogason Svava Skúladóttir Ágúst Bogason Bríet Birgisdóttir Ómar Bogason Margrét Urður Snorradóttir Gísli Borgþór Bogason Gunnlaugur Bogason Kolbrún Eiríksdóttir Hafdís Erla Bogadóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUNNAR KRISTINN FRIÐBJÖRNSSON arkitekt, lést á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi 14. maí. Útför fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Aðstandendur þakka öllu starfsfólki á lungnadeild og gjörgæsludeildum Landspítalans fyrir framúrskarandi umönnun og alúð. Ella Kolbrún Kristinsdóttir Freyja Björk Gunnarsdóttir Björn Gunnar Birgisson Kristófer Jónsson Andrea Bjarnadóttir Rakel Björk Björnsdóttir Skúli Sigurðsson Kristinn Karl Jónsson Bjarki Þór Björnsson Arnar Breki Björnsson Elskulegur maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR ÖRLYGSSON myndlistarmaður, Eiríksgötu 23, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 30. maí. Útför hans fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 6. júní klukkan 15. Ingibjörg Einarsdóttir Theódóra Svala Sigurðardóttir Egill Sverrisson Unnur Malín Sigurðardóttir Arnar Sigurbjartsson Þorvaldur Kári Ingveldarson Anna Kristín Sigurðardóttir Arnljótur Sigurðsson Gylfi Sigurðsson Geirþrúður Einarsdóttir Valgerður Sigurðardóttir Baldvin Einarsson og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.