Morgunblaðið - 01.06.2019, Side 40
40 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019
SÉRBLAÐ
Grillblað
• Grillmatur
• Bestu og áhugaverðustu grillin
• Áhugaverðir aukahlutirnir
• Safaríkustu steikurnar
• Áhugaverðasta meðlætið
• Svölustu drykkirnir
• Ásamt fullt af öðru
spennandi efni
fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 14. júní
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til mánudagsins 11. júní.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Jón Kristinn Jónsson
Sími 569 1180,
jonkr@mbl.is
Mjólkurbikar kvenna
ÍBV – Valur............................................... 1:7
Cloé Lacasse 90. – Fanndís Friðriksdóttir
21., Margrét Lára Viðarsdóttir 32., 45.,
Guðrún Karítas Sigurðardóttir 65., 74.,
Bergdís Fanney Einarsdóttir 79., Hallbera
Guðný Gísladóttir 90.
ÍA – Þróttur R .......................................... 3:2
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir 25., Fríða Hall-
dórsdóttir 55., Eva María Jónsdóttir 74. –
Lauren Wade 2., 16.
Þór/KA – Völsungur............................... 7:0
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir 19., 38., Andrea
Mist Pálsdóttir 22., Hulda Ósk Jónsdóttir
48., Heiða Ragney Viðarsdóttir 54., Iris
Achterhof 56., Hulda Björg Hannesdóttir
84.
Inkasso-deild karla
Leiknir R. – Víkingur Ó .......................... 2:0
Sólon Breki Leifsson 60., Ígnacio Heras 70.
Fram – Afturelding ................................. 3:1
Helgi Guðjónsson 11. (víti), Frederico Bello
29., Már Ægisson 61. – Alexander Aron Da-
vorsson 62.
Keflavík – Grótta ..................................... 1:2
Elton Livramento 45. – Sigurvin Reynisson
19., Alex Freyr Harðarson 80. Rautt spjald:
Ingimundur Aron Guðnason (Keflavík) 90.
Staðan:
Keflavík 5 3 1 1 11:4 10
Víkingur Ó. 5 3 1 1 6:3 10
Fjölnir 4 3 0 1 11:6 9
Leiknir R. 5 3 0 2 11:7 9
Fram 5 2 2 1 9:7 8
Njarðvík 4 2 1 1 5:5 7
Grótta 5 2 1 2 9:10 7
Þór 4 2 0 2 7:6 6
Þróttur R. 4 1 1 2 9:9 4
Haukar 5 0 3 2 5:8 3
Afturelding 5 1 0 4 5:15 3
Magni 5 0 2 3 5:13 2
2. deild karla
ÍR – Kári.................................................... 1:1
Ágúst Freyr Hallsson 50. – Stefán Ómar
Magnússon 17.
Staðan:
Selfoss 5 3 1 1 12:4 10
Völsungur 4 3 0 1 6:5 9
Víðir 4 2 1 1 8:8 7
Leiknir F. 4 1 3 0 9:5 6
Fjarðabyggð 4 2 0 2 7:5 6
Dalvík/Reynir 5 1 3 1 6:6 6
Vestri 4 2 0 2 6:7 6
KFG 4 2 0 2 5:6 6
Kári 5 1 2 2 8:9 5
Þróttur V. 4 1 2 1 5:6 5
ÍR 5 1 2 2 5:7 5
Tindastóll 4 0 0 4 1:10 0
Danmörk
Úrslitaleikur um Evrópusæti:
Bröndby – Randers.................................. 4:2
Hjörtur Hermannsson spilaði allan leik-
inn með Bröndby og lagði upp eitt mark.
Vináttulandsleikir kvenna
Svíþjóð – Suður-Kórea............................ 1:0
Janogy 90.
Frakkland – Kína..................................... 2:1
Gauvin 30., Diani 58. – Shanshan 52.
KNATTSPYRNA
Íslenskt frjálsíþróttafólk vann alls til
26 verðlauna á Smáþjóðaleikunum
sem standa nú yfir í Svartfjallalandi.
Á leikunum í San Marínó fyrir
tveimur árum vann Ísland 24 verð-
laun. Íslensku keppendurnir áttu
áfram góðu gengi að fagna í gær og
höfnuðu á verðlaunapalli í 12 af þeim
14 greinum sem Ísland tók þátt í á
lokakeppnisdeginum í frjálsum. Þar
af voru þrenn gullverðlaun, en ís-
lenskt frjálsíþróttafólk vann alls til
níu slíkra á leikunum í ár. Aðeins
Kýpur var með betri árangur, tíu
gull og 28 verðlaun alls.
Dagbjartur Daði Jónsson vann
sigur í spjótkasti þegar hann kastaði
77,58 metra og bætti um leið sinn
besta árangur í greininni. Ísland
vann svo tvöfalt í 200 metra hlaupi
þar sem Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir
fékk gull á tímanum 24,26 sekúndum
og Tiana Ósk Whitworth fékk silfur
á 24,52 sekúndum. Þá fékk kvenna-
sveit Íslands í 4x400 metra hlaupi
gullverðlaun, en tími sveitarinnar
var 3:49,42 mínútur.
Ísak Óli Traustason fékk silfur í
110 metra grindahlaupi þegar hann
hljóp á 14,85 sekúndum og þá fékk
Ívar Kristinn Jasonarson silfur í 200
metra hlaupi á 21,90 sekúndum.
Kvennasveit Íslands í 4x100 metra
hlaupi fékk svo silfur á tímanum
45,96 sekúndum.
Irma Gunnarsdóttir fékk brons í
þrístökki, en hún stökk 12,09 metra.
Þá fékk María Rún Gunnlaugsdóttir
brons í 100 metra grindahlaupi á
tímanum 14,65 sekúndum. Fjóla
Signý Hannesdóttir var fjórða á
14,82 sekúndum. Kristín Karlsdóttir
fékk brons í kringlukasti þegar hún
kastaði 49,77 metra og Arnar Pét-
ursson fékk brons í 10.000 metra
hlaupi þegar hann hljóp á 31:01,54
mínútum. Báðar boðshlaupssveitir
Íslands í karlaflokki fengu svo
brons. Í 4x100 metra hlaupi á tím-
anum 42,54 sekúndum og í 4x400
metra hlaupi á 3:18,45 sekúndum.
Verðlaun í körfu kvenna
Ljóst er að kvennalandsliðið í
körfuknattleik fer heim með verð-
laun eftir stórsigur á Mónakó í gær,
91:59. Allir leikmenn Íslands komust
á blað í leiknum, en Embla Krist-
ínardóttir var stigahæst með 14 stig.
Ísland er í öðru sæti keppninnar og
hefur aðeins tapað fyrir toppliði
Svartfjallalands. Ísland mætir botn-
liði Kýpur í lokaleiknum í dag og sig-
ur tryggir liðinu silfurverðlaun. Lúx-
emborg og Malta eigast við en
Ísland hefur unnið báðar þær þjóðir
og getur því ekki endað neðar en í
þriðja sæti sama hvernig fer gegn
Kýpur.
Misjafnt gengi í blaki
Kvennalandsliðið í blaki vann sinn
þriðja sigur í röð þegar liðið hafði
betur gegn Liechtenstein, 3:0. Hulda
Elma Eysteinsdóttir var stigahæst
með ellefu stig, en eftir tap fyrir
Kýpur í fyrsta leik er íslenska liðið
búið að vinna San Marínó, Lúx-
emborg og nú Liechtenstein. Liðið
mætir heimakonum í dag og er þeg-
ar öruggt með bronsverðlaun.
Verr hefur hins vegar gengið hjá
karlalandsliðinu í blaki, sem hefur
tapað öllum fjórum leikjum sínum til
þessa. Í gær tapaði liðið fyrir Móna-
kó, 3:1, þar sem Alexander Arnar
Þórisson var stigahæstur með 13
stig. Ísland mætir Kýpur í dag en
þegar er ljóst að liðið endar neðst.
yrkill@mbl.is
Frjálsíþróttafólk
áfram sigursælt
Fleiri verðlaun en á síðustu leikum
Morgunblaðið/Hari
Gull Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir var sigursæl á Smáþjóðaleikunum.
Þór/KA og Valur áttu ekki í nein-
um vandræðum með að tryggja sér
sæti í átta liða úrslitum bik-
arkeppni kvenna í knattspyrnu,
Mjólkurbikarnum, en bæði lið skor-
uðu sjö mörk í leikjum sínum í gær.
Valur vann ÍBV í úrvalsdeildarslag
í Eyjum 7:1 en Þór/KA vann 2.
deildarlið Völsungs 7:0. Þá komst
ÍA einnig áfram í keppninni eftir
3:2-sigur á Þrótti R. í 1. deildarslag.
Valskonur voru 3:0 yfir í hálfleik
í Eyjum þar sem Margrét Lára Við-
arsdóttir skoraði tvö, eins og Guð-
rún Karítas Sigurðardóttir gerði
eftir að hafa komið af bekknum eft-
ir hlé. Það var ekki fyrr en í upp-
bótartíma sem Cloé Lacasse minnk-
aði muninn fyrir ÍBV en það voru
þó litlar sárabætur.
Á Akureyri opnaði Þórdís Hrönn
Sigfúsdóttir markareikning sinn
fyrir Þór/KA með tveimur mörkum
gegn Völsungi, en áhyggjuefni er
fyrir liðið að Stephany Mayor fór
meidd af velli í fyrri hálfleik.
Á Skaganum kom Lauren Wade
Þrótti í 2:0, en ÍA svaraði með
þremur mörkum og fór áfram í
næstu umferð. yrkill@mbl.is
Skoruðu bæði sjö mörk
Morgunblaðið/Hari
Bikar Margrét Lára Viðarsdóttir og
Valur skoruðu sjö eins og Þór/KA.
Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í
knattspyrnu, var í gær kynntur sem
nýr leikmaður KV Oostende í Belgíu
þar sem hann skrifaði undir tveggja
ára samning. Ari Freyr kemur frá
Lokeren sem féll úr efstu deild þar í
landi í vor. KV Oostende hafnaði í
14. sæti í deildinni á síðasta tímabili
og var sjö stigum fyrir ofan Lokeren.
Ari Freyr var hjá Lokeren í þrjú
tímabil, en lék áður í Svíþjóð og í
Danmörku. Hann á að baki 64 lands-
leiki fyrir Ísland og er í hópnum sem
mætir Albaníu og Tyrklandi síðar í
mánuðinum.
Ari Freyr á nýjar
slóðir í Belgíu
Toppliðin í 1. deild karla í knatt-
spyrnu, Inkasso-deildinni, töpuðu
bæði leikjum sínum nokkuð óvænt í
5. umferð deildarinnar sem hófst í
gærkvöld. Keflavík tapaði þá á
heimavelli fyrir Gróttu, 2:1, á með-
an Víkingur Ó. tapaði á útivelli fyr-
ir Leikni R., 2:0. Þau voru bæði tap-
laus fyrir umferðina en halda engu
að síður toppsætunum, bæði með 10
stig, en Fjölnir getur skotist á topp-
inn með sigri á Njarðvík í dag.
Grótta komst yfir í Keflavík með
marki Sigurvins Reynissonar, en
Elton Livramento jafnaði fyrir hlé.
Það var svo Alex Freyr Harðarson
sem skoraði sigurmark Gróttu, 2:1,
en Ingimundur Aron Guðnason í
liði Keflavíkur fékk rautt spjald í
uppbótartíma auk þess sem liðið
klúðraði víti undir lokin.
Á Leiknisvelli var markalaust í
fyrri hálfleik áður en Sólon Breki
Leifsson og Ígnacio Heras skoruðu
tvö mörk gegn Ólafsvíkingum eftir
hlé og skutu Leikni með því upp í
fjórða sæti deildarinnar, aðeins
stigi frá toppliðunum.
Í þriðja leik gærkvöldsins vann
Fram svo 3:1-sigur á Aftureldingu
og eru Framarar með átta stig en
Mosfellingar þrjú í fallsæti.
Morgunblaðið/Hari
Heimasigur Leiknismenn og Ólafsvíkingar berjast í Breiðholti í gærkvöld.
Toppliðin tvö töpuðu