Morgunblaðið - 01.06.2019, Síða 48

Morgunblaðið - 01.06.2019, Síða 48
Sögur – verðlaunahátíð barnanna verður haldin í sjónvarpssal RÚV á morgun, sunnudag, og verður sýnt frá henni í beinni útsendingu frá kl. 19.45. Á hátíðinni verðlauna íslensk börn það sem þeim finnst standa upp úr í menningarlífinu, veita verðlaun fyrir tónlist, leiklist, sjón- varpsefni og barnabókmenntir. Börn á aldrinum 6-12 ára um allt land kusu sín uppáhaldsverk og -höfunda og verða einnig veitt heið- ursverðlaun SagnA. Börn verðlauna það sem þeim þykir best LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 152. DAGUR ÁRSINS 2019 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.150 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Íslenska kvennalandsliðið í hand- knattleik heldur enn í vonina um að tryggja sér sæti á heimsmeist- aramótinu sem fram fer í Japan í desember. Ísland mætti Spáni á úti- velli í fyrri umspilsleik þjóðanna í gær og tapaði 36:25 eftir að hafa verið 21:7 undir í hálfleik. Ísland þarf því tíu marka sigur í síðari leiknum í Laugardalshöll. »41 Ísland bjargaði því sem bjargað varð Kirkjulistahátíð verður sett í dag kl. 15 í Hallgrímskirkju. Katrín Jak- obsdóttir forsætisráðherra og Hörður Áskelsson, listrænn stjórn- andi hátíðarinnar, munu flytja ávörp auk þess sem tónlist verður flutt og kl. 15.30 mun Rósa Gísla- dóttir opna sýningu Finnboga Pét- urssonar, Yfir og út. Klukknaspil hljómar á Hallgrímstorgi þegar at- höfninni í kirkjunni lýkur og gestir ganga yfir í Ásmundarsal þar sem hinn hluti sýningar Finnboga verður opnaður. Kl. 17 verða upphafs- tónleikar hátíðarinnar í kirkjunni. Á þeim verður Mysterium op. 53 eftir Hafliða Hallgrímsson frum- flutt. Kirkjulistahátíð sett ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Guðmundur R. Jónsson, nefndur Gassi, kallar ekki allt ömmu sína. Hann hefur lent í ýmsu til sjós og lands, nokkrum sinnum verið talinn af en ætíð vaknað aftur til lífsins. Gassi var lengi sjómaður, lengst af á bátum sem gerðir voru út frá Grindavík. „Ég var alltaf á topp- skipum,“ segir hann og minnist ánægjulegra tíma með úrvals mönn- um á netabátum eins og Alberti, Arnfirðingi og Grindvíkingi. „Sá síð- astnefndi var frægt aflaskip og við fiskuðum óhemju mikið,“ segir hann stoltur. Hann var lengi á síld í Norður- sjónum og við Nýfundnaland og þótti harður í horn að taka. „Ég slasaðist aldrei en eitt sinn, þegar ég var á Sigurfara frá Hornafirði, fórum við nær á hliðina með bátinn fullan af síld rétt utan við Garðskaga. Það var slembilukka að við fórum ekki niður en okkur tókst að opna lensportin og þá fór seglið með síldinni út fyrir lunninguna. Allt sprakk og þá gat skipstjórinn kippt honum upp. Stað- an var ansi skuggaleg og maður hugsaði bara um að bjarga sér. Ég hélt að þetta væri búið en við slupp- um.“ Fótboltaárin skemmtileg Eftir að Gassi kom í land tók hann við liðsstjórn meistaraflokks karla í fótboltanum hjá KR og var síðan liðs- stjóri karlalandsliðsins í mörg ár. Hann segir tímann sem liðsstjóri hafa verið ótrúlega skemmtilegan. „Það var engu líkt að vera í kringum þessa stráka enda eru þeir allir vinir mínir. Leikmenn eins og Rúnar Kristinsson og Heimir Guðjónsson voru einstakir í klefanum og að öðr- um ólöstuðum var Gaui, Guðjón Þórðarson, sér á parti sem þjálfari. Mikill vinnuþjarkur.“ Á skömmum tíma hefur Gassa ekki verið hugað líf í þrígang og ætt- ingjar hafa kvatt hann án hans vit- undar. „Þetta byrjaði með hjarta- áfalli fyrir nokkrum árum og síðan hef ég dottið niður þrisvar sinnum, en ég hef druslast til baka í öll skipt- in. Fyrir skömmu var ég í jarðarför í Neskirkju og þá þurftu sessunaut- arnir að bera mig út en ég held að loftleysi hafi valdið fallinu. Ég verð að passa mig því ég er svo tæpur.“ Fyrir um þremur árum datt hann í stúkunni á Fjölnisvelli og var við dauðans dyr í kjölfarið. „Ég var að flýta mér í kaffið í hléi og rúllaði nið- ur stúkuna. Mann ekkert eftir mér fyrr en nokkrum dögum seinna.“ Þrátt fyrir áföll er alltaf sami kjafturinn á Gassa nær áttræðum. „Ég fer á völlinn til þess að sjá KR vinna og þoli ekki þegar strákarnir tapa,“ segir hann og rær fram í gráð- ið. Segist samt vera orðið djöfulli lé- legur til gangs. „Ég gekk lengi tíu til tólf hringi á dag í Fífunni en nú er ég góður ef ég næ tveimur eða þremur.“ Gassi lætur samt ekkert buga sig. „Einn læknirinn sagði að það sem hefði gert gæfumuninn væri hvað ég væri hraustur. Þegar ég var á sjón- um var maður auðvitað hálfgerður vitleysingur í látunum og flestir komu ekki nálægt mér en einn vinur minn segir að ég hafi drepið mig á þessari vinnu. „En ég lifi enn og held áfram að mæta á völlinn eins lengi og ég hef þrek til þess,“ segir Gassi, stígur ölduna og gáir til veðurs að gömlum vana sjóarans síkáta. Morgunblaðið/Ómar Feðgar Guðmundur R. Jónsson og Elías, sonur hans, mæta reglulega á völlinn og netið er aldrei langt undan. Sjóari með níu líf  Guðmundur R. Jónsson, Gassi, hefur lent í ýmsu til sjós og lands og nokkrum sinnum verið talinn af Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t il kvölds

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.