Morgunblaðið - 05.06.2019, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.06.2019, Qupperneq 1
Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Í fyrsta sinn í 66 ára sögu vorferða Jöklarann- sóknafélags Íslands fannst engin fær leið upp á Vatnajökul um Tungnaárjökul. Orsökin er hop jökulsins, en aurbleyta hefur gert svæðið fyrir framan jökulinn ófært. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðing- ur segir þetta vera táknræna birtingarmynd lofts- lagshlýnunar, en leiðin um Tungnaárjökul er mik- ilvæg leið upp á jökulinn, m.a. með tilliti til björgunarleiðangra og ein skilgreindra aðalleiða. Hann segir kaldhæðnislegt að hugsa til þess að jökulhörfunin sjálf geri vísindamönnum erfitt fyr- ir við að fylgjast með henni. Fundu enga leið framhjá aurnum „Loftslagið hefur farið hlýnandi og hlýnað hratt síðustu u.þ.b. 25 árin. Tungnaárjökull mun senni- lega hlaupa fram aftur, hann er framhlaups- jökull,“ segir Magnús Tumi, en jökullinn hljóp fram árið 1945 og aftur árið 1995. „Ef hann hleyp- ur fram á fimmtíu ára fresti, þá er langt í að hann gangi aftur yfir þetta svæði.“ Hópur sem fór að jöklinum fyrr í vor fann enga leið framhjá aurnum og fyrir ferðalangana í vorferð Jöklarannsókna- félagsins var afleiðingin sú að þeir þurftu að fara tvöfalt lengri leið frá Reykjavík að bækistöðvum sínum á Grímsfjöllum, en einnig eru bækistöðvar í Jökulheimum við jaðar Tungnaárjökuls. Ein aðalleiðanna lokuð  Hopun veldur lokun leiðar á Vatnajökul  Birtingarmynd loftslagshlýnunar  Hefðbundin leið í árlegum rannsóknarleiðangri  Tvöfalt lengra frá borginni MAurbleyta lokar leið vísindamanna »2 M I Ð V I K U D A G U R 5. J Ú N Í 2 0 1 9 Stofnað 1913  131. tölublað  107. árgangur  HEFUR VERIÐ RENNISMIÐUR Í 50 ÁR MEÐ MÍNIMALÍSKUM TÓN TRAMPÓLÍN OG GRILL RJÚKA ÚT STROKKVARTETTINN SIGGI 28 VIÐSKIPTAMOGGINNER GAMLI KARLINN 12 Ljósmynd/Marcin Kozaczen Spellvirki Miklar skemmdir urðu á jarðvegi við utanvegaaksturinn. Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Alexander Tikhomirov, rússneskur ferðamaður sem gripinn var glóðvolg- ur við grófan utanvegaakstur á jarð- hitasvæði í Bjarnarflagi í Mývatns- sveit sl. sunnudag, greiddi 450 þúsund krónur í sekt. Er um að ræða eina hæstu sekt sem greidd hefur verið fyrir brot sem þetta hér á landi. Þetta staðfestir Hreiðar Hreiðarsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Húsa- vík, í samtali við Morgunblaðið. Þá segir Hreiðar landeigendur þegar hafa kært utanvegaaksturinn. Formaður landeigenda segir um- hugsunarvert að engin betri úrræði skuli finnast í þessu tilfelli þar sem um kláran ásetning sé að ræða. Segir sá að landeigendur hafi fáar leiðir til að fjármagna lagfæringar á tjóninu en þeir hafi þó lagt fram kröfu. Þá hefur landeigendum boðist aðstoð í formi vinnuframlags frá Umhverfis- stofnun og ferðaklúbbnum 4x4 til að lagfæra skemmdirnar. Ekki í fyrsta skiptið Marcin Kozaczen, sem kallaði til lögreglu og sá um að draga bíl Tik- homirovs úr leirnum, segir þetta ekki í fyrsta skipti sem hann hafi þurft að aðstoða fólk sem festir sig utan vega. Segir hann utanvegaaksturinn hafa verið augljóst viljaverk. »4 Ein hæsta sekt til þessa  Umhverfisstofnun og 4x4 hafa boðist til að veita aðstoð  ,,Þetta er býsna snúin og flókin staða sem er uppi en við er- um í þessu af heilum hug og nálgumst þetta bara bjartsýn,“ segir Ragnar Þór Pétursson, formaður Kenn- arasambands Ís- lands, um kjaraviðræður kennara á komandi vikum. Fimm aðildarfélög KÍ hafa ákveðið að ganga sameigin- lega að samningaborðinu um sam- eiginleg mál við endurnýjun kjara- samninga og undirritað viðræðu- áætlun við samninganefnd sveitar- félaganna. »6 Býsna snúin og flók- in staða er uppi Samningar kennara eru að losna. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Hælisleitandi í búsetuúrræði Út- lendingastofnunar á Ásbrú í Reykjanesbæ var í vor staðinn að því að safna sýru úr rafgeymum bifreiða á brúsa. Þetta hefur Morgunblaðið samkvæmt áreiðan- legum heimildum, en öryggisvörð- ur á svæðinu mun hafa fundið sýr- una í fórum mannsins. Eftir að málið komst upp var lögreglu gert viðvart, en ekki er vitað í hvaða tilgangi sýrunni var safnað. Þá mun hælisleitandanum, sam- kvæmt heimildum blaðsins, hafa verið vísað úr landi um leið og endanleg niðurstaða lá fyrir í hæl- isumsókn hans. Hælisleitandi safnaði geymasýru á Ásbrú Morgunblaðið/Eggert Lögregla Frá mótmælum hælisleit- enda, en mynd tengist frétt óbeint.  Lagt var til á aðalfundi þróunar- félagsins Kaldalóns, sem sérhæfir sig í þróun íbúðabyggða og hús- byggingum, að félagið yrði skráð á First North-markaðinn í sumar. Á aðalfundi félagsins í gær var til- kynnt ráðning Jónasar Þórs Þor- valdssonar í starf framkvæmda- stjóra félagsins sem hefur einnig gert samning um eignastýringu og umsjón með daglegum rekstri við Kviku banka. Að sögn Jónasar Þórs hyggst félagið reisa 900 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars í Vogabyggð, á Kársnesi, Urriða- holti, á Steindórsreit og í Vestur- bugt, með mismunandi kaupenda- hópa í huga. »ViðskiptaMogginn Morgunblaðið/Eggert Uppbygging Jónas Þór Þorvaldsson er nýr framkvæmdastjóri Kaldalóns. Kaldalón á First North-markaðinn Í Hong Kong og víðar var þess minnst í gær að þrjátíu ár voru þá liðin frá blóðbaðinu á Torgi hins himneska friðar í Peking, 4. júní 1989, þeg- ar hermenn myrtu hundruð, jafnvel þúsundir mótmælenda. Þegar mest var voru mótmæl- endur um 1,2 milljónir og fylltu þeir torgið í yfir einn og hálfan mánuð. Viðburðurinn í Hong Kong var eina fjöldasamkoman sem haldin var á kínverskri grundu af þessu tilefni. »13 og 14 AFP Minntust látinna á Torgi hins himneska friðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.