Morgunblaðið - 05.06.2019, Side 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2019
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is
skotbómulyftara
AG línan frá Manitou býður meðal
annars upp á nýtt ökumannshús
með góðu aðgengi og útsýni.
HANNAÐUR TIL AÐ
VINNA VERKIN
NÝ KYNSLÓÐ
• DSB stjórntakkar
• JSM stýripinni í fjaðrandi armi
• Stýrð stjórnun og hraði á
öllum glussahreyfingum
• Virk dempun á bómu
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Lífsbarátta fjölskyldu í ein-angraðri veröld á lítillieyju er eitthvað sem ís-lenskir lesendur ættu að
kannast við og það er kannski þess
vegna sem það er auðvelt að detta
inn í Hin ósýnilegu eftir norska rit-
höfundinn Roy Jacobsen. Bókin var
tilnefnd til alþjóðlegu Man Booker-
verðlaunanna 2017, fyrst norskra
bóka, og hefur verið þýdd á fjöl-
mörg tungumál.
Sagan hefst í upphafi 20. aldar og
er fagurfræðin allsráðandi á sama
tíma og Ingrid litla tekst á við lífs-
baráttuna í Barrey á norðvestur-
strönd Noregs ásamt foreldrum sín-
um, Hans og Maríu, Martin afa,
Barbro frænku, grísnum Grauti og
fleiri dýrum á eyjunni, að ógleymd-
um náttúruöflunum. Þroskasaga
Ingridar er það sem grípur mann
og það að fá að fylgja henni eftir að
gera ýmislegt sem „venju-
legar“ litlar stúlkur gera ef
til vill ekki, líkt og að tína
og hreinsa æðardún og róa
árabát, er eiginlega ómet-
anlegt.
Sagan er fádæma vel
sögð og lesandinn dettur
inn í annan heim. Það er
auðvelt að gleyma stað og
stund. Atburðarásin er hæg
en nær samt sem áður yfir
hálft æviskeið þar sem Ingrid verð-
ur svo ekkert lítil eftir allt saman
eftir því sem ábyrgðarhlutverkið
eykst. Enn er ekki öll sagan sögð
þar sem Ingrid er fylgt eftir í
tveimur bókum, Hin ósýnilegu er
nefnilega fyrsta bókin í þríleik.
Á Barrey og eyjunum í
kring er sífellt hægt að
kynnast einhverju nýju og
höfundur lýsir aðstæðum á
svo undurfagran hátt að
maður hættir að bíða eftir
hinu óvænta. Og þá
kannski kemur það.
Roy er víst mikill Ís-
landsvinur og hefur sagt í
viðtölum að hann beri
mikla virðingu fyrir Halldóri Lax-
ness og hans stílsnilld. Það er vel
greinanlegt í frásögninni og það
leynir sér ekki að Roy hafi ef til vill
sótt sér innblástur í eitt verka Lax-
ness við persónusköpun Hans. Þýð-
ing er í höndum Jóns St. Kristjáns-
sonar og tekst honum á áreynslu-
lausan hátt að varpa ljósi á
fegurðina í tungumálinu okkar og
tilfinningin er sú að þýðingin gefi
fagurfræðinni á frummálinu lítið og
jafnvel ekkert eftir.
Hin ósýnilegu er gífurlega holl
lesning sem kippir lesandanum út
úr hasar hversdagsins, nokkuð sem
allir hafa gott af endrum og eins.
Undurfagrar en á sama tíma átak-
anlegar lýsingar á lífsbaráttu fjöl-
skyldunnar, náttúruöflunum, veðr-
áttunni, draumum vinnuþjarksins
og húsbóndans Hans skilja lesand-
ann eftir fullan þakklætis og frá-
sögnin kennir manni að meta litlu
hlutina í lífinu.
Skáldsaga
Hin ósýnilegu bbbbn
Eftir Roy Jacobsen.
Jón St. Kristjánsson þýddi.
Mál og menning, 2019. Kilja, 266 bls.
ERLA MARÍA
MARKÚSDÓTTIR
BÆKUR
Morgunblaðið/Golli
Holl Hin ósýnilegu eftir Roy Jacobsen er gífurlega holl lesning sem kippir
lesandanum út úr hasar hversdagsins, að mati gagnrýnanda.
Fegurðin í lífsbaráttunni
Hver er þessi Elton John?Man einhver eftir hon-um? Jú, það er karlinnsem samdi lögin fyrir
Konung ljónanna og líka nokkur
önnur býsna góð. En grínlaust þá er
ég ekki viss um að ungt fólk í dag
kannist við kauða og alla smellina
sem hann dældi út þegar hann var á
hápunkti sköpunargleðinnar, mann
sem vissulega er gæddur náðargáfu
og er nú orðinn 72 ára. Við hin eldri
þekkjum vel til laga hans og getum
sungið „Border Song“, „Rocket-
man“, „Your Song“, „Goodbye Yell-
ow Brick Road“, „Daniel“ og öll hin
lögin sem heyra má í kvikmyndinni
Rocketman eða Eldflaugarmann-
inum sem fjallar um Elton allt frá
barnæsku fram að miðjum aldri
þegar hann var nær dauða en lífi
sökum ofneyslu áfengis og alls kon-
ar eiturlyfja. Sama gamla rokkara-
saga auðvitað en maðurinn er engu
að síður áhugaverður og lífið við-
burðaríkt.
Ég viðurkenni að ég vissi lítið um
ævi Eltons áður en ég sá þessa oftar
en ekki skemmtilegu kvikmynd leik-
stjórans Dexters Fletcher sem tók
við leikstjórn Bohemian Rapsody
eftir að Bryan Singer var rekinn.
Rocketman er svo sem engin djúp-
köfun í ævi og sálarlíf Reginald
Kenneth Dwight - sem breytti nafni
sínu í Elton Hercules John þegar
hann var um tvítugt - en hún dregur,
í grófum dráttum, upp nokkuð skýra
mynd af þjáðum snillingi og ungum
dreng sem býr við ástleysi foreldra
sinna og þá einkum föður en getur
sem betur fer leitað skjóls hjá ömmu
sinni. Drengurinn var undrabarn á
píanó, gat spilað flókin klassísk verk
eftir eyranu og hlaut námsstyrk við
Konunglega breska tónlistarskólann
aðeins ellefu ára að aldri. Hlaupið er
hratt yfir sögu í þessum hluta ævi-
sögu Eltons, enda bíógestir ekki
komnir til að hlusta á klassík heldur
rokk og ról. Sjónum er beint að leit
hans að viðurkenningu og ást, sjálfs-
tortímingarhvötinni og rokkstjörnu-
líferninu með tilheyrandi vímu-
efnaneyslu og ofgnótt.
Í upphafi myndar stormar Elton,
leikinn af mikilli innlifun og krafti af
Taron Egerton, inn á meðferðarstöð
fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga,
klæddur einum af mörgum skraut-
legum búningum sínum, nánar til-
tekið djöflabúningi. Hann þykist
ekki eiga við neinn vanda að glíma
en svo opnast flóðgáttirnar á stuðn-
ingsfundi og hann rekur fyrir við-
stöddum ævisöguna, segir frá ást-
lausri æskunni, tilfinningalausum
foreldrum, kynnum af textasmiðn-
um Bernie Taupin og ævilangri vin-
áttu þeirra, samkynhneigðinni og
glímunni við að koma út úr skápn-
um. Einnig kemur við sögu ástar-
samband Eltons við sviksama um-
boðsmanninn John Reid og þriggja
ára hjónaband þeirra Renötu
Blauel, sem reyndar fær furðulitla
athygli. Dramatíkin er stundum full-
mikil en tónlistin bætir fyrir hana og
þá sérstaklega dans- og söngvaatriði
þar sem Egerton nýtur sín vel.
Þó Fletcher hafi leikstýrt hinni
feikivinsælu Bohemian Rapsody,
sem segir af hljómsveitinni Queen,
er Rocketman töluvert ólík henni að
uppbyggingu og meira í anda dans-
og söngvamynda. Þannig bresta að-
al- og aukapersónur oft óvænt í söng
og dans og ólíkum tímabilum er
gjarnan fléttað saman. Má til að
mynda nefna atriði sem hefst á botni
sundlaugar, fer þaðan inn á sjúkra-
hús og síðan á hafnaboltavöll þar
sem Elton er mættur í hafnabolta-
búningi og slær upphafshöggið áður
en hann hefur tónleika. Þessar
ævintýralegu útfærslur gera mynd-
ina, öðru fremur, að prýðilegri
skemmtun og heillandi og gam-
aldags bíóupplifun. Miklu skiptir að
Egerton syngur sjálfur, er ekki að
hreyfa varirnar við söng Eltons sem
gerir hann auðvitað mun trúverð-
ugri í túlkun sinni. Mun Elton hafa
farið fram á að leikarinn sæi sjálfur
um sönginn og þó Egerton sé öllu
lakari söngvari stendur hann sig vel.
Eins og verða vill í kvikmyndum
af þessu tagi er nokkrar rang-
færslur og staðreyndavillur að finna
og eitt og annað gengur ekki upp
hvað tímaröð varðar. Það ætti þó
ekki að trufla hinn almenna bíógest.
Rolling Stone tímaritið hefur tínt
nokkrar villur til og virðist sem
handritshöfundur hafi stundum
gengið ansi langt í skáldaleyfi sínu
líkt og hann gerir í melódramatík-
inni í seinni hluta myndar sem veld-
ur því að Eldflaugarmaðurinn missir
flugið án þess þó að brotlenda.
Eldflaugarmaður missir flugið
Á flugi Taron Egerton fer á flug í hlutverki Elton John í kvikmyndinni Rocketman og mun eflaust fá verðlaun fyrir.
Laugarásbíó, Háskólabíó
og Sambíóin
Rocketman bbbmn
Leikstjóri: Dexter Fletcher. Handrit: Lee
Hall. Aðalleikarar: Taron Egerton, Rich-
ard Madden, Bryce Dallas Howard,
Stephen Graham, Jamie Bell, Harriet
Walter, Tate Donovan og Gemma Jones.
Bandaríkin og Bretland, 2019. 121 mín.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR