Morgunblaðið - 05.06.2019, Page 14

Morgunblaðið - 05.06.2019, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Blóðbaðið áTorgi hinshimneska friðar í Peking fyr- ir 30 árum setti varanlegan blett á kínversk stjórnvöld. 4. júní 1989 var kínverski herinn sendur til að stöðva mótmæli, sem þá höfðu staðið um skeið í höfuðborginni og víðar, með valdi. Engin leið er að vita hvað margir féllu í atlögunni. Með vissu má segja að nokkur hundruð manns hafi látið lífið, en fórnarlömbin gætu verið nokkur þúsund. Mótmælin voru ákall um meira lýðræði og þegar mest var safnaðist rúm milljón manna saman á og við torgið. Þeir sem að þeim stóðu vildu meira en viðskiptafrelsi, þeir vildu frelsi til athafna, til að hugsa og tjá skoðanir sínar. Þeir vildu lýðræði. Þær kröfur voru valhöfunum í kínverska kommúnistaflokknum ofviða, í þeirra huga ótæk atlaga að einsflokksræðinu í Kína. Á undanförnum áratugum hafa orðið miklar breytingar í Kína og umskipti orðið í efna- hagsmálum. Velmegun hefur aukist gríðarlega og það stytt- ist í að Kína verði mesta efna- hagsveldi heims. Hins vegar hefur kúgun færst í vöxt í landinu, ekki síst eftir að Xi Jinping tók við völd- um og hann virðist staðráðinn í að halda þeim sem lengst. Umburðarlyndi gagnvart andófi er um þessar mundir minna en nokkru sinni frá því að ráðist var á mótmælendur á Torgi hins himneska friðar fyrir 30 árum. Andóf er einfald- lega ekki liðið og andófsmenn sæta ofsóknum og hverfa jafnvel sporlaust. Eftirlit með borg- urunum færist um leið í vöxt. Í héraðinu Xinjiang þar sem þjóðflokkur Uighura er fjöl- mennur er umfang eftirlitis og ofsókna orðið slíkt að það á sér ekki fordæmi. Notkun sömu aðferða, til dæmis varðandi kennslatækni við andlitsgrein- ingar, breiðist út um landið allt. Umræða um blóðsúthelling- arnar á torginu er markvisst þögguð niður og þurrkuð út á félagsmiðlum. Í frétt frá AFP kom fram að þegar nafni torgsins væri sleg- ið upp á kínverskum félags- miðlum mætti finna talsverða umfjöllun um undirbúning há- tíðarhalda vegna 70 ára af- mælis kínverska alþýðu- lýðveldisins, en ekkert um atburðina fyrir 30 árum. Aðgerða hersins á torginu er hvergi getið í sögubókum og undir hælinn lagt að ungt fólk í landinu viti yfirhöfuð að þessir hryllilegu atburðir hafi átt sér stað. Fyrir 30 árum átti kín- verska alþýðulýðveldið engin önnur svör við óánægju borg- aranna og andófi en að beita hervaldi. Yfirvöld voru ekki tilbúin að slaka á klónni af ótta við að það yrði til að þau misstu völdin úr höndum sér. Sá ótti er enn til staðar og sýn- ir veikleika Kína þrátt fyrir stórveldistilburði. 30 ár eru liðin frá blóðbaðinu á Torgi hins himneska friðar} Veikleikar Kína Margt og mis-jafnt er rætt undir dagskrár- liðnum störf þings- ins á Alþingi. Í gær kvaddi þingmaður Vinstri-grænna, Ari Trausti Guðmundsson, sér hljóðs og varpaði fram hugmynd að nýj- um skatti sem hann bað þing- heim að velta fyrir sér. Skattheimtuþráin tekur á sig ýmsar myndir en meðal þeirra sem helst ógna skatt- greiðendum um þessar mundir eru loftslagsmálin. Ari Trausti vill „gera betur“ í þeim mála- flokki og sér fyrir sér talsverð útgjöld í því sambandi. Og hann segir niðursveifluna í hagkerfinu ekki mega hamla okkur. Verja þurfi þá fjármuni sem þegar séu ætlaðir til mála- flokksins í fjárlögum, en það þurfi „líka að auka fjár- magnið“. Og hvernig skyldi eiga að auka fjármagnið? Jú, þingmaðurinn segist hafa íhugað það og telur væn- legt að setja á „tímabundið (!) flatt loftslagsgjald til hliðar við kolefnisgjaldið“ sem sé að hækka hægt og rólega. Svo segir þingmaðurinn: „Ég bendi á að 1.000 krónur á 250.000 gjaldendur gefa okkur fjórð- ung úr milljarði, 250 milljónir króna á ári. Þannig að 2.000 kónur, 3.000 kónur – menn sjá glögglega hvert ég er að fara.“ Já, skattgreiðendur sjá glögglega hvert þingmaðurinn er að fara. Vinstri-grænir og Samfylking stóðu fyrir stór- felldum skattahækkunum fyrir nokkrum árum sem skattgreið- endur gjalda enn fyrir. Þá var borið við bankahruni, nú er það loftslagið. Áhugamönnum um aukna skattheimtu leggst allt- af eitthvað til. Skattgreiðendur sjá glögglega hvert verið er að fara} Ný hugmynd um skattheimtu H eilbrigðisstefna til ársins 2030 var samþykkt með 45 atkvæð- um og án mótatkvæða á Al- þingi í vikunni. Heilbrigðis- stefnan er þannig sameign okkar allra. Hún skapar heilbrigðisþjónust- unni í landinu mikilvægan ramma sem er til þess fallinn að sameina krafta þeirra fjöl- mörgu aðila sem þurfa að vinna saman til að mæta sem best þörfum þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Það er lögbundið hlutverk heilbrigðis- ráðherra að marka stefnu í heilbrigðis- málum. Frá því að heilbrigðisáætlun rann sitt skeið árið 2010 hafa verið gerðar nokkr- ar atrennur að mótun slíkrar stefnu en það hefur ekki tekist fyrr en nú. Samþykkt heil- brigðisstefnu á Alþingi er því mikilvæg tímamót og kærkomin. Heilbrigðiskerfið er flókið og margþætt, sérhæfing mikil og þjónustuveitendur margir. Verkefni heilbrigðisyfirvalda í samstarfi við stofnanir heilbrigðiskerfisins, er að skapa heildrænt kerfi sem tryggir sjúklingum samfellda þjónustu á réttu þjónustustigi þar sem saman fara gæði, öryggi, skilvirkni og hagkvæmni. Um það fjallar heilbrigðis- stefnan. Hún fjallar um skipulag, verkaskiptingu og ábyrgð innan heilbrigðiskerfisins í þágu bættrar þjón- ustu við sjúklinga. Um innleiðingu og notkun mæli- kvarða á gæði og árangur heilbrigðisþjónustu sem endurspegla hvernig þjónustu er ætlað að mæta þörf- um sjúklinga og samfélagsins í heild. Um mikilvæga hvata í fjármögnunar- og greiðslukerfum sem eiga að tryggja sjúk- lingum að heilbrigðisvandamál þeirra séu meðhöndluð með heildarsýn að leiðarljósi. Um innleiðingu nýrra meðferða, lyfja og tækja og þær kröfur sem gera verður til gagnreyndrar þekkingar. Um leiðsögn og upplýsingagjöf til sjúklinga og almennings og leiðir til að auðvelda almenningi að vera virkir þátttakendur í eigin meðferð og taka upplýstar ákvarðanir í málum sem varða þeirra eigin heilsu. Loks er fjallað um mönnun heilbrigðiskerfisins, forystu og stjórnun, starfsumhverfi, vísindi, menntun og ótal margt fleira. Til að hrinda heilbrigðisstefnu til ársins 2030 í framkvæmd hef ég nú þegar lagt fram aðgerðaáætlun til fimm ára en í stefnunni er kveðið á um að slíkt sé gert árlega meðan heilbrigðis- stefnan er í gildi. Þá munu heilbrigðisstofnanir byggja sínar starfsáætlanir á stefnunni og stuðla þannig að samhæfðri innleiðingu Heilbrigðisstefnu í öllu heilbrigðiskerfinu. Það er sannfæring mín að sú heilbrigðisstefna sem nú hefur verið samþykkt verði leiðarvísir við uppbygg- ingu á heildstæðu, öflugu og enn betra heilbrigðiskerfi til framtíðar fyrir okkur öll. Svandís Svavarsdóttir Pistill Loksins ný heilbrigðisstefna Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is F orn taflmaður, líklega hrókur, skorinn í rost- ungstönn, verður boð- inn upp hjá Sothebys í London í byrjun næsta mánaðar. Er talið að hann geti farið á allt að eina milljón sterlingspunda eða nær 160 millj- ónir íslenskra króna. Ástæðan er sú að hann er talinn tilheyra hin- um sögufrægu taflmönnum sem fundust fyrir nær tvö hundruð ár- um á strönd eyjarinnar Lewis við Skotland og varðveittir eru í Brit- ish Museum. Taflmennirnir, sem eru um hundrað að tölu, eru taldir vera frá því um 1200 og eru hinir elstu sem þekkjast með svipmót nútíma taflmanna. Viðtekin skoð- un er að þeir séu norsk smíði, en Guðmundur G. Þórarinsson verk- fræðingur hefur fært rök fyrir því að þeir gætu verið íslenskir, hugs- anlega gerðir af Margréti hinni oddhögu sem var í þjónustu Páls Jónssonar Skálholtsbiskups í lok 12. aldar og byrjun hinnar 13. Bandarísk fræðikona, Nancy Mar- ie Brown, skrifaði fyrir fjórum ár- um bók, The Mystery of the Most Famous Chessmen in the World and the Woman Who Made Them, þar sem tekið er undir kenningu Guðmundar. En hvaðan er hann kominn, hrókurinn sem nú er kominn í leit- irnar og boðinn verður upp hjá Sothebys? Samkvæmt því sem lesa má á vef uppboðsfyrirtæk- isins keypti forngripasali í Edin- borg þennan taflmann árið 1964 af starfsbróður sínum og greiddi fyr- ir hann fimm sterlingspund. Hrók- urinn hefur síðan verið í eigu fjöl- skyldunnar, geymdur ofan í skúffu í svefnherbergi dóttur hans, og þar til nýlega hafði enginn áttað sig á tengslum hans við taflmenn- ina frá Lewis. Fagmenn sem skoð- að hafa gripinn virðast ekki í vafa um að hrókurinn tilheyri upphaf- lega safninu enda vantar í það nokkra taflmenn. Íslensk smíði? Nær tvö hundruð ár eru síðan hugmyndin um íslenskan uppruna taflmannanna var fyrst sett fram af breskum fornleifafræðingi, Francis Madden. Það var árið 1832, ári eftir að þeir fundust fyr- ir tilviljun á sandströnd á eyjunni Lewis (Ljóðhús) sem er ein Suð- ureyja. Milli Íslands og eyjanna voru tengsl á miðöldum. Oft er vikið að skák í íslenskum forn- ritum. Þessi hugmynd fékk þó ekki byr þegar aðrir fræðimenn tóku að fjalla um málið. Ástæðan fyrir því að þeir hafa frekar verið taldir norsk smíði er sú hve listi- lega þeir eru gerðir. Aðeins háþróað verkstæði handverks- manna í borg hafi megnað að geta af sér slíka gripi. Slíkt samfélag var í Þrándheimi í Noregi á mið- öldum. Útskurðarlist í blóma Guðmundur G. Þórarinsson hef- ur sett fram ýmis rök fyrir því að taflmennirnir gætu átt uppruna sinn hér á landi. Varðveittir ís- lenskir forngripir og ritheimildir benda til þess að útskurðarlist hafi staðið í blóma á Íslandi á mið- öldum. Útskurðarverk voru send sem gjafir frá íslenskum bisk- upum til útlendra höfðingja. Í sögu Páls biskups Jónssonar, sem er rituð snemma á 13. öld, er sagt frá því að biskup hafi sent Þóri erkibiskupi í Noregi biskupsstaf „af tönn gjörvan svá haglega, að engi maðr hafði fyrr sét jafnvel görvan á Íslandi, er smíðat hafði Margrét hin haga, er þá var odd- högust allra manna á Íslandi.“ Rostungstennur voru tiltækar á Íslandi á þeim tíma og líklegt að Íslendingar hafi stundað verslun með slíkan varning héðan og frá Grænlandi, en þangað sóttu þeir sennilega ýmsar fágætar vörur eins og náhvalstennur, svarðreipi úr rostungshúð og hvítabjarnar- feldi. Bíta í skjaldarrendur Þá er bent á að taflmennirnir frá Lewis eru hinir elstu þar sem biskup er að finna. Orðið biskup í skák virðist eiga sér íslenskan uppruna. Sumir hrókarnir meðal Lewistaflmannanna bíta í skjald- arrendur og minna þannig helst á sagnir um íslenska berserki. Enn- fremur sýnist mönnum að hest- arnir sem riddararnir í safninu sitja á beri íslenskt yfirbragð, séu smáir og höfuðlagið íslenskt. Suðureyjarnar eru nú á dögum álitnar lítilvægar og afskekktar útkjálkaeyjar við vesturströnd Skotlands. Á miðöldum voru þær hins vegar vegamót skipaumferðar á milli Noregs, Íslands, Færeyja, Vallands, Írlands og Vestur- Englands. Vel má vera að tafl- mennirnir, hvort sem þeir voru gerðir á Íslandi eða í Noregi, hafi verið í farangri kaupmanna sem hafi hugsað sér að selja þá dýrt á einhverjum viðkomustaðnum eða færa þá höfðingja að gjöf, en skip þeirra farist og farangurinn graf- ist í fjörusandinum. Áður óþekktur Lewis- taflmaður fundinn Ljósmynd/Sotheby’s Forngripur Þetta er hrókurinn sem Sothebys í London býður upp í næsta mánuði. Hann er talinn vera einn af hinum sögufrægu Lewistaflmönnum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.