Morgunblaðið - 05.06.2019, Síða 18

Morgunblaðið - 05.06.2019, Síða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2019 ✝ Sigurvin BirkirSkarphéðins- son fæddist á Búð- um á Snæfellsnesi 17. maí 1929. Hann lést á Vífilsstöðum 23. maí 2019 eftir stutt veikindi. Foreldrar hans voru Elín Sigurðar- dóttir, f. 10. september 1901, d. 15. júlí 1971, og Skarphéðinn Óli Þórarinsson, f. 10. desember 1898, d. 18. desem- ber 1978. Systur Birkis eru Jenný Þóra, f. 1. febrúar 1931, d. 3. janúar 2010; Björg Hulda, f. 23. nóvem- ber 1936, d. 12. janúar 2018; og Rakel Erna, f. 2. júlí 1947. Eiginkona Birkis er Elíveig Kristjana Kristinsdóttir, f. 30. desember 1932, frá Ytri- Knarrartungu í Breiðuvík. Þau gengu í hjónaband 17. október 1959. Foreldrar hennar voru sínum að Syðri-Tungu þar sem Skarphéðinn var bóndi og odd- viti. Hann stundaði nám í heimaskóla eins og tíðkaðist á þessum árum en einnig sótti hann skóla hjá sr. Þorgrími Sig- urðssyni á Staðastað. Haustið 1959 festu Birkir og Elíveig kaup á íbúð á Hring- braut og bjuggu þar alls í 57 ár. Árið 1987 festu þau kaup á sumarhúsi á Vatnsleysuströnd. Birkir vann ýmis störf m.a. hjá Varnarliðinu á Keflavíkur- flugvelli, í varahlutaverslun Fiat-umboðsins Davíð Sigurðs- son hf. og í móttöku banka- stjóra hjá Landsbankanum. Birkir fékk löggildingu til öku- kennara og starfaði sem slíkur alla tíð. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Öku- kennarafélag Íslands og var formaður þess á árunum 1978- 1982. Birkir var einn af stofn- endum lánasjóðs félagsins og gegndi starfi gjaldkera hans á meðan sjóðurinn starfaði. Einnig var hann virkur í fé- lagsstarfi fyrir Snæfellinga- félagið. Útför hans fer fram frá Nes- kirkju í dag, 5. júní 2019, klukk- an 13. Geirþrúður Geir- mundsdóttir, f. 22. október 1898, d. 26. febrúar 1981, og Guðjón Kristinn Guðjónsson, f. 21. febrúar 1898, d. 16. febrúar 1954. Dætur Birkis og Elíveigar eru Elín Bára, f. 14. apríl 1959, og Helga, f. 8. september 1964. Elín Bára er gift Jens Líndal Ell- ertssyni. Börn þeirra eru Sig- urlaug Björk, f. 1983, Sindri Snær, f. 1986, Sigurvin Ellert, f. 1988, og Silja Marín, f. 1994. Synir Helgu og fyrrverandi eiginmanns hennar, Sævars Geirs Gunnleifssonar, eru Birkir Már, f. 1984, og Aron Elí, f. 1997. Barnabarnabörn Elí- veigar og Birkis eru átta. Birkir bjó fyrstu æviárin í Arnartungu í Staðarsveit en fluttist síðar með foreldrum Ég kveð þig, minn faðir, nú komin er stund sem kveið ég svo fyrir að lifa. En þú ert nú horfinn á feðranna fund með fögnuði tekið á himneskri grund. Í söknuði sit ég og skrifa. Þín lundin var sköpuð af gimsteinagerð og gæska úr hjartanu sprottin. Mig langar að þakka þér farsæla ferð með friðsælli gleði ég kveðja þig verð. Nú geymir þig dýrðlegur Drottinn. (Birgitta H. Halldórsdóttir) Níutíu ár er langur tími og frá því pabbi fæddist árið 1929 hefur íslenskt þjóðfélag upplifað miklar breytingar. Hann fæddist á Búð- um, þeim fallega stað, við rætur Snæfellsjökuls sem margir í okk- ar fjölskyldu kalla fóstra. Á þess- um árum var ekki í boði að hafa sér herbergi og ekkert var sjón- varpið til að stytta fólki stundir. Í fjörunni í Syðri-Tungu í Staðar- sveit undi hann sér best, þar var ævintýraveröld barnsins. Áhugi hans á bílum vaknaði fljótt og ungur var hann farinn að starfa við keyrslu, tók meirapróf og fékk réttindi til ökukennara. Þeir eru ófáir sem hann kenndi á bíl, alltaf þolinmóður og geðgóður. Barnabörnin nutu líka góðs af og fengu svo að rúnta með afa í æf- ingaakstrinum. Já, minningarnar hrannast upp, svo ótalmargar tengdar bíl- unum sem hann átti, Volks- wagen-bjallan, Fiat 128 í öllum litum, Fiat Ritmo og gulur Su- zuki, eitthvað svo táknrænn fyrir hann, í uppáhaldslitnum. Tjaldútilegur á Þingvöllum í æsku þar sem var rennt fyrir fisk. Ferðin ógleymanlega sem við fórum tvö til Mallorka, ég að verða 18 ára og fannst bara töff að vera þar með pabba. Hann kom oft og heimsótti okkur í sum- arbústaði og mér er minnisstæð heimsóknin í Vatnsfjörðinn þar sem ferðin var nýtt til að æfa ungan mann í akstri á þjóðvegum landsins. Þegar við komum heim frá útlöndum var búið að kaupa brauð og mjólk og jafnvel eitt- hvert annað góðgæti í ísskápinn. Og það klikkaði varla að þegar strákarnir voru að keppa var hann mættur á hliðarlínuna að fylgjast með. Innilegur áhugi alla tíð á því sem við vorum að aðhaf- ast og fram á síðasta dag fylgdist hann með úrslitum leikja hjá strákunum sínum. Það er ekki sjálfgefið að fá að njóta foreldra sinna í hárri elli og það ber að þakka. Sorgin og söknuðurinn er mikill en eftir lifir minning um einstakan mann sem við elskuðum. Hér er svo dapurt inni – ó, elsku pabbi minn, ég kem að kistu þinni og kveð þig hinsta sinn. Mér falla tár af trega – en treginn ljúfsár er – svo undur innilega þau einmitt fróa mér. Ég þakka fræðslu þína um það, sem dugar best, er hjálpráð heimsins dvína, og huggað getur mest. Þú gekkst með Guði einum og Guði vannst þitt starf, hið sama af huga hreinum ég hljóta vil í arf. Nú ertu farinn frá mér, en föðurráðin þín, þau eru ávallt hjá mér og óma blítt til mín: Guðs orðum áttu að trúa og ávallt hlýða þeim, það mun þér blessun búa og ber þig öruggt heim. (B.J.) Farðu í friði og guðs blessun, elsku pabbi minn. Helga. Ég á svo margar góðar minn- ingar um hann afa minn, allir æfingarakstursrúntarnir, sunnu- dagskaffið hjá ömmu og afa, góð- ar stundir í bústaðnum og allir fótboltaleikirnir sem við horfðum á saman. Birkir afi hélt með Liverpool, sem varð til þess að stóri bróðir gerði hið sama og svo ég. Við horfðum á marga leiki saman og eigum margar góðar minningar tengdar liðinu. Ein af uppáhalds- minningum mínum um afa er ein slík. Árið 2005 átti Liverpool úr- slitaleik í Meistaradeild Evrópu gegn AC Milan, ég horfði á leik- inn með afa á Hringbrautinni. Staðan í hálfleik var ekki góð fyr- ir okkar menn, við vorum 3-0 undir. Ég var vægast sagt ósátt- ur við stöðuna og vildi ekki horfa á meir, ég grét af reiði og pirr- ingi. Afi sagði rólegur, „þeir snúa þessu við í seinni hálfleik“, svo fór hann inn í eldhús og eldaði kjöt- bollur úr dós eins og svo oft áður. Ég var ekki alveg jafn bjartsýnn og hann. Í seinni hálfleik breyttist allt, á sex mínútna kafla jöfnuðu okkar menn leikinn og það birti aðeins yfir. Leikurinn endaði í víta- spyrnukeppni og Liverpool varð Evrópumeistari 2005. Núna 14 árum síðar horfði ég á leikinn með vinum í Egilshöll ásamt mörgum hundruðum öðr- um. Þegar leikurinn var flautað- ur af og Liverpool varð aftur meistari gat ég ekki hamið mig og ég grét, gleði- og sorgar- tárum. Mikið hefði ég viljað upp- lifa þennan titil með þér. Ég sakna þín, afi minn. Sigurvin Ellert Jensson. Elsku afi. Það er margs að minnast og margt sem við höfum gert saman. Mallorca-ferðin sem þú komst með okkur í er mjög minnisstæð, sérstaklega þegar þú sást um að elda kjötbollur í dós og fisk sem þú tókst með frá Íslandi enda var þetta uppáhaldsmaturinn okkar systkinanna á þeim tíma. Svo eru ótal heimsóknirnar í Birkihvamm á Ströndinni þar sem margt var brasað, gönguferðir, fjöruferðir, settar niður kartöflur og teknar upp að hausti, ber tínd og margt fleira og í minningunni var alltaf gott veður og alltaf til Þykkva- bæjarskrúfur. Svo þegar kom að því að ég átti að fá bílpróf þá sást þú um æfingaaksturinn og við fórum sko tugi ferða sem þú hafð- ir skipulagt fyrir mig, keyrðum Reykjanesbrautina, fórum Hval- fjarðargöngin, fórum í öll hverfin og lögðum í stæði hér og þar, enda var ég mjög vel undirbúin þegar kom að bílprófinu og er það þér að þakka, það er kannski ástæðan fyrir því að oft þegar við fjölskyldan förum eitthvað þá keyri ég, enda hef ég lært af þeim besta. Það er líka svo gott að eiga all- ar minningarnar frá sunnudags- kaffinu sem var alltaf hjá ykkur ömmu að fjölskyldan gat alltaf hist um miðjan dag á sunnudegi, oft var horft á leiki í enska og auðvitað alltaf ef Liverpool var að spila og auðvitað halda strákarnir mínir líka með Liverpool. Svo ef maður kíkti í heimsókn á öðrum tíma var alltaf til harðfiskur sem var notalegt að fá í eldhúsinu á Hringbrautinni. Elsku afi, takk fyrir allar minningarnar og tímana sem við áttum saman. Sigurlaug Björk Jensdóttir. Afi minn, fyndni og góði. Nú á þessari stundu sem ég hugsa til þín, rifjast upp allar okkar skemmtilegu minningar saman. Það eru engar slæmar minningar því allar stundir með þér voru fjörugar. Stundirnar sem við áttum saman í sumarbústaðnum á Vatnsleysuströnd, þú að labba hringinn og slá grasið. Þegar þú tókst göngutúrinn með mér niður að sjónum og framhjá hermanna- virkinu og alltaf fékk ég lánaðan tréstaf hjá þér. Stundirnar á Hringbrautinni þegar ég kom í heimsókn og fékk góðan mat hjá ömmu og fékk að gista. Hvað við gátum spjallað um allt sem okkur datt í hug. Stundirnar þegar ég átti leik í fótboltanum og þú að sjálfsögðu mættir að horfa á. En ef þú komst ekki þá varstu fljótur að spyrja mig næst þegar við hitt- umst hvernig hefði gengið. Takk fyrir allt, þú glæsilega fyrirmynd. Afi, viltu hlusta á lítið kveðjuljóð, frá litla drengnum þínum. Þó héðan burt þú haldir, á himins bjarta slóð, í huga býrðu mínum. Og ég skal biðja Frelsarann ljúfa, að leiða þig til landsins, hinum megin. Hann börnin litlu elskar og bænheyrir því mig. Hann besta ratar veginn. Þó klökk sé kveðjustundin og sorgarnóttin svört og söltum tárum grátið, á lífsins fagra landi vor bíður framtíð björt, því blítt nú huggast látið. (G. Ólafsson) Þinn Aron Elí. Mér fannst langafi mjög skemmtilegur. Það var gaman að fara í heimsókn til hans og lang- ömmu í kaffi á sunnudögum. Ég á eftir að sakna hans mjög mikið. Sævar Zakarías Birkisson. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Þá er elskulegur „stóri“ bróðir minn kominn í sumarlandið til systra sinna og foreldra okkar. Þau hafa væntanlega tekið vel á móti honum þar, eða hvar sem þau sameinast. Við erum öll fædd undir jökl- inum góða, sem við höfum alltaf kallað fóstra okkar. Sannir Snæ- fellingar í húð og hár. Mín fyrsta minning um hann er þegar hann var að koma vestur í heimsókn í sveitina okkar í Syðri-Tungu, alltaf færandi hendi handa litlu systur, með alls konar framandi leikföng, amer- ískt tyggjó og nammi, því hann vann nefnilega á Vellinum suður í Keflavík, og það þótti spennandi. Þá var nú gaman að lifa. Síðan fluttum við suður til Reykjavíkur árið 1957, og þá var gott að geta heimsótt þau og um- gengist þau meira, og átt þau að, hann og Ellu mágkonu, því það var erfitt að flytja úr sveitinni. Síðan kenndi hann mér á bíl, hann var nefnilega ökukennari. Hann var í miklu uppáhaldi hjá mér, og ég hjá honum, þó að systkini mín hafi ekki verið mjög hrifin fyrst þegar ég fæddist og þau orðin miklu eldri, en urðu mér svo meira sem aðrir foreldr- ar alla tíð. Hann var myndarleg- ur, góður og skemmtilegur bróð- ir. Hann lifði fyrir fjölskyldu sína, dæturnar, barnabörnin og þeirra börn og ekki má gleyma fótbolt- anum sem hann var mikill áhuga- maður um. Horfði á leiki fram undir það síðasta. Sólarlanda- ferðir, og sumarbústaðurinn þeirra á Ströndinni voru líka uppáhald. Það var gott að heim- sækja þau á Vatnsleysuströndina á sumrin. En hann var orðinn saddur líf- daga, búinn að vera veikur lík- amlega, en tapaði aldrei kímni- gáfunni og var algjörlega með á nótunum andlega undir það síð- asta. Það var dýrmætt að geta hald- ið upp á 90 ára afmælið hans 17. maí, kaffi og terta á Vífilsstöðum með hans nánustu. Ég er nú ekki sérlega fær að skrifa svona, en mig langaði að minnast hans og einnig systra minna Jennýjar og Bjargar, sem eru einnig látnar en þau voru miklir vinir öll og voru mér mikils virði í lífinu. Blessuð sé minning þeirra allra. Far þú í friði, elsku bróðir, friður Guðs þig blessi. Innilegar samúðarkveðjur, elsku Ella mágkona, Elín Bára, Helga, Jenni, öll barnabörnin og barnabarnabörnin. Ég veit að það er mikill sökn- uður hjá þeim, en bara góðar minningar. Rakel Erna (litla systir). Kveðja frá Ökukenn- arafélagi Íslands Birkir fæddist á Búðum á Snæfellsnesi 17. maí 1929. Hugur hans virðist fljótt hafa beinst í átt að ökutækjum því á árunum 1948 til 1950 aflaði hann sér allra mögulegra ökuréttinda. Öku- kennararéttinda aflaði hann sér strax og hann hafði aldur til en þá var lágmarksaldur til slíkra rétt- inda 25 ár. Á árunum 1958-1960 var Birk- ir farinn að hafa afskipti af mál- efnum sem varða Ökukennara- félag Íslands og ökukennslu almennt og lét að sér kveða á þeim vettvangi svo eftir var tekið. Birkir var ákaflega glöggur og fundvís á farsælar leiðir gegnum hinn flókna skóg félagsmálanna og oftar en ekki gat hann bent á farsælustu lausnirnar. Hann hafði góða og prúðmannlega framkomu og var ákaflega kurt- eis í alla staði. Sérstaklega var eftir því tekið hve traustur og ósérhlífinn hann var til allra verka. Hann var ávallt léttur í lund og naut sín sérstaklega vel á skemmtikvöldum sem ökukenn- arafélagið stóð fyrir á fyrri tíð. Þar var spilað, sungið og dansað og alltaf glatt á hjalla enda kunni þessi eldri kynslóð ökukennara að brydda upp á ýmsu skemmti- legu til að létta sér lund frá erli dagsins. Á þessum árum og áratugina þar á eftir var íslenskt ökunám mjög í mótun og komu margir áhugasamir aðilar að því að færa það til betri vegar. Þar skipti ekki minnstu máli áhugi og innbyrðis vinskapur þeirra sem hlut áttu að máli. Birkir leiddi starf vinnu- hópa sem að slíkum hugmyndum unnu. Á árunum í kringum 1970 reyndist oft erfitt fyrir ökukenn- ara að fá fyrirgreiðslu í bönkum til að endurnýja atvinnutæki sín. Þá hugkvæmdist nokkrum fram- sýnum ökukennurum að stofna hjálparsjóð ökukennara sem veitt gæti lán til bifreiðakaupa og létt þannig undir með félögunum. Þessi hópur hafði lag á því að fá fyrirgreiðslu í banka til að afla veltufjár. Alla tíð meðan hjálpar- sjóðurinn var starfandi gegndi Birkir gjaldkerastarfi þar, en þetta var nokkuð umfangsmikið starf svona til hliðar við annað amstur. Þessu starfi sinnti hann af myndugleik eins og við mátti búast allt fram á núverandi öld. Birkir kom að mörgum mál- efnum sem tengdust ökunámi og má þar nefna bókaútgáfu og rekstur ökuskóla félagsins, en þar sinnti hann bóklegri kennslu um árabil. Um fjögurra ára skeið gegndi Birkir formennsku í Öku- kennarafélagi Íslands, þ.e. árin 1978-1982. Eftir það sat hann í stjórn félagsins í mörg ár og síð- an í varastjórn allt fram til ársins 2003. Undirritaður Guðbrandur vill þakka Birki sérstaklega hvernig hann tók mér, ungum og óreynd- um ökukennara, ól mig upp fé- lagslega og var leiðbeinandi minn þegar ég tók að mér það erfiða verkefni að gerast formaður Ökukennarafélags Íslands. Ég get seint fullþakkað þann mikla stuðning sem Birkir veitti mér þá. Að lokum viljum við fyrir hönd Ökukennarafélags Íslands þakka góðum dreng samfylgdina um langt árabil. Að baki góðum dreng er oftast góð eiginkona og fjölskylda sem stutt hafa föður- inn með ráðum og dáð. Því send- um við Elíveigu, dætrunum og fjölskyldum þeirra okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Arnaldur Árnason og Guðbrandur Bogason. Birkir Skarphéðinsson Sálm. 9.11 biblian.is Þeir sem þekkja nafn þitt treysta þér því að þú, Drottinn, bregst ekki þeim sem til þín leita. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KJARTAN HAFSTEINN GUÐMUNDSSON frá Búðum í Hlöðuvík á Hornströndum, andaðist 29. maí á dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Útför hans fer fram þriðjudaginn 11. júní klukkan 13 frá Akraneskirkju. Þeim sem vilja minnast hans er bent á dvalarheimilið Höfða, Akranesi. Fyrir hönd aðstandenda, Kolbrún Kjartansdóttir Elín Hanna Kjartansdóttir Jón Vestmann Hafsteinn Kjartansson Þuríður Baldursdóttir Hörður Kjartanssn Þórunn Elídóttir Guðni Kjartansson Magnea Erla Ottesen börn og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.