Morgunblaðið - 05.06.2019, Side 8

Morgunblaðið - 05.06.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2019 Páll Vilhjálmsson, blaðamaðurog kennari, skrifar á blog.is: „Þórður Snær ritstjóri Kjarnans er gerður afturreka með kæru á hend- ur Sigurði Má Jónssyni blaðamanni sem leyfði sér að gagnrýna Kjarnann.    Áhugaverðarupplýsingar komu fram í grein- ingu Sigurðar Más, t.d. um taprekstur Kjarnans.    Það er í þágublaðamennsku að tjáningarfrelsið sé túlkað vítt. Al- menna reglan í dómsmálum er að gildisdómar skuli refsilausir en sé hoggið að æru fólks með staðhæf- ingum um refsiverða háttsemi er iðulega dæmt kæranda í vil. Engu slíku var til að dreifa í grein Sig- urðar Más.    Sigurður Már nýtti stjórnar-skrárvarinn rétt sinn til að gagnrýna Kjarnann. Þórður Snær kærir til siðanefndar Blaðamanna- félags Íslands, í raun til að fá gild- isdóm um gildisdóm þar sem þrengt yrði að svigrúmi blaðamanna að ræða málefni sem þeir eiga að hafa sérþekkingu á, þ.e. blaðamennsku.    Þórður Snær sýnir sig léleganfagmann með þessari kæru.“    Í grein Sigurðar Más var ýmislegtsem ekki leit vel út fyrir Kjarn- ann, en um það er ekki við Sigurð Má að sakast. Meðal þessa var um- fjöllun um eignarhald og aflands- félög og ábendingar um litla frum- framleiðslu frétta sem til dæmis þýddi að mikið álitamál væri hvort miðillinn uppfyllti væntanlegar kröfur um styrkhæfni fjölmiðla. Páll Vilhjálmsson Ritstjóri Kjarnans gerður afturreka STAKSTEINAR Sigurður Már Jónsson SENDIBÍLL ÁRSINS 2019 Splunkunýr Citroën Berlingo Van er nú með 5 ára verksmiðju- ábyrgð, sparneytinni vél og fáanlegur með 8 þrepa sjálfskiptingu. Komdu og prófaðu nýjan Berlingo sem er rúmbetri og öflugri en nokkru sinni áður. NÝTT: Fyrirtækjalausnir Brimborgar kynna flotastjórnunarkerfið Brimborg Fleet Manager sem er vistað í skýinu, auðvelt í notkun og getur lækkað rekstrarkostnaðinn umtalsvert. Fáðu kynningu. KOMDU & KYNNTU ÞÉR ÖRUGG GÆÐI CITROËN! Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 8 Sími 515 7040 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 VERÐ FRÁ: 2.532.000 EÐA 3.140.000 KR. MEÐ VSK KR. ÁN VSK citroen.is Forsendur framlengdrar verksmiðjuábyrgðar eru reglulegt þjónustueftirlit samkvæmt staðli framleiðenda frá nýskráningardegi bifreiðar. Kaupandi ber kostnað af þjónustunni. Nánari upplýsingar citroen.is/abyrgd. NÝR CITROËN BERLINGO VAN NÚMEÐ 5 ÁRA ÁBYRGÐ* * Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Munur er á lífslíkum fólks á Norð- urlöndunum við 30 ára aldur, eftir menntunarstigi, samkvæmt mati á heilsufarslegum ójöfnuði, sem fram kemur í nýbirtri skýrslu sem gefin er út á vegum Nordic Welfare Centre. Fjallað er um þessi mál og félagslegan ójöfnuð í heilsu í nýjum Talnabrunni Landlæknis. Í niðurstöðunum má sjá skýran mun í öllum löndunum í þá veru að einstaklingar með lengsta skóla- göngu að baki mega að jafnaði eiga von á að lifa lengur en þeir sem skemmsta skólagönguna hafa, að því er fram kemur í umfjölluninni í talnabrunni. ,,Tölur fyrir Ísland sýna meðaltal áranna 2013-2017. Þarna sést t.d. að á Íslandi geta þrí- tugar konur með hæsta mennt- unarstig átt von á því að lifa ríflega þremur árum lengur en kynsystur þeirra með skemmstu skólagöng- una. Munurinn er enn meiri hjá körl- um, eða 4-5 ár að jafnaði. Menntun virðist hafa hvað minnst áhrif á lífslíkur á Íslandi og í Svíþjóð á meðan munurinn er meiri hjá Dön- um og Finnum,“ segir þar. Ýmsir mælikvarðar eru notaðir til að meta áhrif ójöfnuðar á heilsu milli landa. Fjallað er um tvo þeirra í Talnabrunni; lífslíkur við 30 ára ald- ur eftir menntunarstigi og hreyfingu meðal 15 ára unglinga. Fram kemur að tengsl eru á milli hreyfingar ung- linga og fjárhagsstöðu fjölskyldna. Hreyfing er minnst meðal þeirra unglinga sem búa við þrengsta fjár- hagsstöðu. Í ljós kemur að hlutfall unglinga sem hreyfa sig samkvæmt ráðleggingum er hæst hérlendis af Norðurlöndunum. Sér í lagi er hlut- fallið hátt meðal unglinga sem meta fjárhagsstöðu fjölskyldna sinna góða en mælt var hlutfall 15 ára unglinga sem stunda meðalerfiða eða erfiða hreyfingu í minnst 60 mínútur á dag. Munur á lífslíkum eftir menntunarstigi  Menntun virðist hafa hvað minnst áhrif á lífslíkur á Íslandi og í Svíþjóð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.