Morgunblaðið - 05.06.2019, Side 26

Morgunblaðið - 05.06.2019, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2019 SÉRBLAÐ Grillblað • Grillmatur • Bestu og áhugaverðustu grillin • Áhugaverðir aukahlutirnir • Safaríkustu steikurnar • Áhugaverðasta meðlætið • Svölustu drykkirnir • Ásamt fullt af öðru spennandi efni fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 14. júní PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagsins 11. júní. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Jón Kristinn Jónsson Sími 569 1180, jonkr@mbl.is 2. deild kvenna Leiknir R. – Grótta................................... 0:0 Staðan: Grótta 3 2 1 0 8:1 7 Álftanes 2 2 0 0 10:1 6 Völsungur 1 1 0 0 3:1 3 Fjarð/Hött/Leikn. 2 1 0 1 3:2 3 Hamrarnir 3 1 0 2 3:6 3 Leiknir R. 3 0 1 2 1:9 1 Sindri 2 0 0 2 1:9 0 Úkraína Fyrri úrslitaleikur um sæti í efstu deild: Chornomorets – Kolos ............................ 0:0  Árni Vilhjálmsson var í liði Chorno- morets fram á 70. mínútu. Seinni leikur lið- anna fer fram á laugardaginn. Svíþjóð B-deild: Örgryte – Syrianska ............................... 2:0  Nói Snæhólm Ólafsson lék allan leikinn fyrir Syrianska. Spánn B-deild: Real Oviedo – Majadahonda................... 4:3  Diego Jóhannesson skoraði eitt marka Real Oviedo og lék fram á 84. mínútu.  Real Oviedo er í 8. sæti og á möguleika á að komast í umspil, fyrir lokaumferðina sem er leikin á laugardaginn. Vináttulandsleikur kvenna Wales – Nýja-Sjáland .............................. 1:0  Argentína Átta liða úrslit, fjórði leikur: Regatas – Instituto de Córdoba......... 98:83  Ægir Þór Steinarsson lék í 22 mínútur með Regatas, skoraði þrjú stig, tók fjögur fráköst og átti tvær stoðsendingar.  Staðan er 2:2 og oddaleikur í Córdoba í kvöld. Frakkland Undanúrslit, annar leikur: Lyon-Villeurbanne – Nanterre ......... 82:70  Haukur Helgi Pálsson skoraði 18 stig og var stigahæstur Nanterre. Hann tók þrjú fráköst og gaf tvær stoðsendingar.  Staðan er 2:0 fyrir Lyon og þriðji leikur í Nanterre á föstudagskvöld.   KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Jáverkvöllur: Selfoss – Þór/KA ............... 18 2. deild kvenna: Húsavíkurvöllur: Völsungur – FHL........ 19 3. deild karla: Framvöllur: Kórdrengir – Álftanes......... 20 Í KVÖLD! HM 2019 Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Áttunda heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu hefst í Frakklandi á föstudagskvöldið og stendur yfir þar í landi í heilan mánuð. Mótinu lýkur með úrslitaleik í Lyon sunnudaginn 7. júlí en þar fara einnig fram báðir undanúrslitaleikir keppninnar dag- ana 2. og 3. júlí. Frakkar halda lokakeppnina í fyrsta skipti og hún verður leikin í níu borgum. Í Rennes, París, Le Havre, Valenciennes og Reims í norðurhlutanum og í Lyon, Gre- noble, Montpellier og Nice í suður- hlutanum. Bandaríkin eiga heimsmeist- aratitil að verja eftir að hafa sigrað Japan 5:2 í úrslitaleiknum í síðustu keppni sem fram fór í Kanada sum- arið 2015. Sem fyrr er bandaríska liðið eitt af þeim sigurstranglegustu á HM ásamt Þýskalandi, Frakk- landi, og mögulega Englandi og Jap- an. Það yrði óvænt ef heimsmeist- araliðið 2019 yrði ekki eitt af þessum fimm, enda þótt lið eins og Kanada, Ástralía, Holland, Svíþjóð og Bras- ilía geti hæglega gert stórveldunum skráveifur þegar í útsláttarkeppnina er komið. Í annað skiptið í röð leika 24 lið í lokakeppninni en áður léku þar 16 lið frá 1999 og tólf lið í tveimur fyrstu mótunum þar á undan. Þetta er aðeins í þriðja sinn sem HM fer fram í Evrópu en keppnin var í Þýskalandi 2011 og í Svíþjóð 1995. Morgunblaðið og mbl.is munu fjalla ítarlega um heimsmeist- aramótið og í dag förum við yfir riðl- ana sex og liðin 24 sem mæta til leiks í Frakklandi en flautað verður til leiks á Parc des Princes í París á föstudagskvöldið þar sem Frakk- land mætir Suður-Kóreu. A-RIÐILL: FRAKKLAND er gestgjafinn og með firnasterkt lið sem vonast eftir langþráðum fyrstu verðlaunum á stórmóti. Frakkar hafa ítrekað end- að í 4.-8. sæti á EM og HM und- anfarin ár og vantar alltaf herslu- muninn til að blómstra þegar mest á reynir.  Staða á heimslista: 4. sæti. NOREGUR hefur á seinni árum dregist aftur úr bestu þjóðunum eftir gull á heims- og Evr- ópumótum ásamt Ólympíuleikum fyrir aldamót. Besta knatt- spyrnukona heims, Ada Heger- berg, er ekki með og það dregur úr möguleikum liðsins.  Staða á heimslista: 12. sæti. SUÐUR-KÓREA er á HM í þriðja sinn og varð í fimmta sæti í síðustu Asíukeppni. Fór í 16-liða úrslit í Kanada 2015.  Staða á heimslista: 14. sæti. NÍGERÍA hefur verið með á öll- um 7 lokamótum HM frá upphafi en aðeins einu sinni, 1999, komist upp úr riðli. Þrír sigrar í 22 leikj- um. Afríkumeistarar þrisvar í röð og í 11 skipti af 13 frá 1991.  Staða á heimslista: 38. sæti. B-RIÐILL: ÞÝSKALAND hefur misst af verðlaunum á tveimur síðustu HM, eftir að hafa orðið heimsmeistari 2003 og 2007. Liðið datt út í 8-liða úrslitum EM 2017 eftir sex sigra í röð frá 1995 til 2013. Stórveldi í kvennafótbolta sem stefnir alltaf á gullverðlaun. Tapaði óvænt gegn Ís- landi í undankeppninni en náði að Eins mánaðar fótbolta  Flautað til leiks á HM kvenna í París á föstudagskvöld  Í annað sinn leika 24 þjóðir í lokakeppninni  Bandaríkin hafa oftast unnið heimsmeistaratitilinn AFP Þrautreynd Carli Lloyd, reyndasti leikmaður bandarísku heimsmeistaranna, fagnar einu af 110 mörkum sínum fyr- ir landsliðið í leik gegn Belgíu í vor. Hún hefur spilað 274 landsleiki og þar af tvo síðustu úrslitaleiki HM. Ekki hefur enn verið gefin út niðurstaða aga- og úr- skurðarnefndar KSÍ í máli vegna rasískra ummæla Björgvins Stefánssonar, leikmanns KR. Björgvin var hins vegar úrskurðaður í eins leiks bann af nefndinni í gær vegna tveggja áminninga í bikarkeppni og tekur það bann út þegar KR mætir Njarðvík í 8-liða úrslitum. Eins missir Víðir Þorvarðarson af leik ÍBV við Víking R. og Guðmundur Kristjánsson af leik FH við Grindavík, í 8-liða úrslitunum, báðir vegna tveggja áminninga. Í úrvalsdeild karla verður ÍBV án Diogos Coelhos í næstu tveimur leikjum vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn ÍA í síðustu umferð. Kennie Chopart úr KR og Gunnlaugur Fannar Guðmundsson úr Víkingi R. fengu eins leiks bann hvor vegna sinna rauðu spjalda. Fimm voru úrskurðaðir í bann vegna fjögurra áminninga á leiktíðinni, þeir Telmo Castanheira (ÍBV), Kolbeinn Þórðar- son (Breiðabliki), Rodrigo Gomes (Grindavík), Arnar Már Guðjónsson (ÍA) og Ýmir Már Geirsson (KA). Þá fékk Hildur Antonsdóttir eins leiks bann í bikarkeppni vegna rauðs spjalds í tapi Breiðabliks gegn Fylki. Fjöldi leikmanna í leikbann Diogo Coelho Haukur Helgi Pálsson bar af í liði Nanterre í gærkvöldi þegar liðið mætti Lyon í öðrum leik liðanna í undan- úrslitum keppninnar um franska meistaratitilinn í körfubolta. Lyon vann hins vegar sigur, 82:70, og er nú komið í 2:0 í einvíginu og þarf aðeins einn sigur til við- bótar til að komast í úrslitin. Haukur skoraði 18 stig og var stigahæstur hjá Nan- terre, en nýting hans var mjög góð því hann skoraði úr fimm af sex skotum innan þriggja stiga línunnar, og úr tveimur af fjórum skotum utan hennar. Þá tók hann þrjú fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Framlagsstig hans voru 20, tvöfalt fleiri en hjá næsta manni í liði Nanterre. Nanterre var tveimur stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 25:23, en Lyon hafði nauma forystu í hálfleik, 44:41. Með góðum kafla í lok þriðja leik- hluta komst Lyon í 63:56, og Nanterre tókst aldrei að minnka það bil í loka- fjórðungnum. Liðin mætast aftur á föstudag á heimavelli Nanterre. Haukur bar af en slæm staða Haukur Helgi Pálsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.